Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
Útlönd
Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar:
Líf á Mars fyrir
milliöröum ára
Vísindamenn bandarísku geim-
ferðastofnunarinnar NASA skýrðu
frá því í gær að þeir hefðu fundið
leifar af lífverum á loftsteini frá
Mars sem benda sterklega til þess
að líf hafi verið til staðar á reiki-
stjörnunni rauðu fyrir um það bil
þremur milljörðum ára.
„Nasa hefur gert óvænta uppgötv-
un sem bendir til þess að frumstætt
form af örverum hafði verið til á
Mars fyrir meira en þremur millj-
örðum ára,“ sagði Daniel Goldin,
yfirmaður Geimferðastofnunarinn-
ar.
Loftsteinninn, sem um ræðir,
þaut frá Mars þegar smástimi rakst
á reikistjömuna fyrir um það bil 16
milljónum ára. Hann barst svo í
gegnum geiminn til jarðarinnar og
kom hingað fyrir um það bil 13.000
árum. Vísindamenn fundu hann svo
í jökulbreiðum Suðurheimskauts-
landsins árið 1984.
Þegar vísindamenn rannsökuðu
steininn nýlega komust þeir að því
að inni í honum var að finna flókin
lífræn kolefnissambönd sem benda
til þess að líf hafi umleikið hann á
Mars í fyrndinni. Vísindamenn
tóku samt strax fram að lífformin,
sem um ræðir, séu mjög einfóld.
„Ég vil að allir viti að við erum
ekki að tala um litla græna kalla.
Þetta eru mjög litlir einfrumungar
sem líkjast að nokkru leyti bakter-
íum á jörðinni. Það er ekkert sem
bendir til þess að æðra líf hafi verið
til á Mars,“ sagði Goldin, yflrmaður
Nasa, í gær.
Þrátt fyrir þetta telja margir að
þetta sé timamótauppgötvun.
„Þetta gefur sterkar vonir um að
líf sé til staðar í öðrum sólkerfum.
Uppgötvunin sýnir að líf á auðvelt
með að myndast á reikistjörnu,“
sagði Stanley Miller, lífefnafræðing-
ur við Kaliforníuháskóla. Reuter
Dole gæti
náð Clinton
Um 12 prósentustiga munur
er á fylgi Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta og Bobs Doles, fram-
bjóðanda repúblikana, ef marka
má skoðanakönnun sem Reuters
fréttastofan hefur látið fram-
kvæma um fylgi frambjóðenda
fyrir forsetakosningarnar í nóv-
ember. í könnuninni kemur
fram að skattalækkunarstefna
Bobs Doles getur haft áhrif á for-
skot Clintons en óvíst er þó
hvort skattalækkanir séu það
tromp sem repúblikanar þurfa.
Samkvæmt könnuninni eru
44,5 prósent aðspurðra tilbúnir
að veita Dole atkvæöi sitt ef
hann boðar 15 prósenta lækkun
tekjuskatts. Að sama skapi mun
það koma Clinton til góða ef
hann leggur áherslu á atvinnu-
sköpun og lækkun á halla ríkis-
sjóðs í stjórnartíð sinni.
t sömu könnun kom fram að
ívið fleiri kjósendur vilja
repúblikana í meirihluta bæði í
fulltrúadeild og öldungadeild
bandaríska þingsins.
Þvagsýni við
eyðniprófun
Matvæla- og lyíjaeftirlit
Bandarikjanna, FDA, hefur sam-
þykkt þvagsýnapróf sem gilda
aðferð til að finna hvort fólk er
sýkt eyðniveirunni. Þvagprófið
mun hjálpa gríðarlega við eyðni-
prófanir í þróunarlöndunum og
í tilfellum þar sem blóðprufu
verður ekki við komiö.
Reuter
Meðlimir í sjálfskipaðri lögreglusveit múslíma í Suður-Afríku, sem nefnist Fólkið gegn glæpum og eiturlyfjum, sýna
hér fréttamönnum vopn sín. Mikil spenna er nú á hinu mikla glæpasvæöi í kringum Höfðaborg eftir að glæpaleiðtog-
inn Rashad Staggie var drepinn við göngu þessarar sömu sjáifskipuðu lögreglusveitar á sunnudaginn var. Staggie
var skotinn og síðan kveikt í honum.
Nýjir umboösmenn DV
r//////////AA//////A
Búöardalur
Magnús Freyr Ágústsson
Dalbraut 4
sími 434-1239
Neskaupstaður
(Afleysing í ágúst)
Robýn Vilhjálmsson
Hlíðargötu 26
sími 477-1210
Sandgerði
Svava Hlöðversdóttir
Stafnesvegi 8
sími 423-7696
Borgarfjörður
eystri
Jónas Pétur Bjarnason
Breiðvangi
sími 4729917
Ekkert lát á átökum í Tsjetsjeníu:
Hatrammt barist
um Grozny
Rússneskar hersveitir og tsjetsj-
enskir uppreisnarmenn börðust hat-
rammri baráttu um yfirráð yfir
borginni Grozny, höfuðborg
Tsjetsjeniu, í morgun. í dagrenn-
ingu reyndu uppreisnarmennirnir
að brjótast í gegnum víglínur Rússa
í miðborginni og ná á sitt vald
stjómarbyggingunum en fyrri árás-
um þeirra á þær hafði verið hrund-
ið í nótt.
Þetta er stærsta árás skæruliða á
rússneska herinn í Tsjetsjeníu í
nokkra mánuði. í gærkvöldi höfðu
tuttugu og þrir rússneskir hermenn
látist og níutíu og einn slasast. Upp-
reisnarmenn hafa skotið niður fjór-
ar rússneskar þyrlur og náð ýmsum
bæjarhlutum á sitt vald í J)essum
nýjustu átökum.
„Það er mikil spenna hér og
ástandið er óljóst," sagði embættis-
maður rússnesku stjórnarinnar í
Tsjetsjeníu. Bardögunum núna hef-
ur verið líkt við hildarleikinn í
byrjun árs í fyrra þegar Rússar
lögðu mestan hluta Groznyborgar I
rúst er þeir reyndu að ná henni á
sitt vald.
Átökin um Grozny hafa kæft allar
vonir manna um nýjar friðarvið-
ræður í Tsjetsjeníu. Meira en 30.000
manns, flestir óbreyttir borgarar,
hafa látist síðan rússneski herinn
réðst inn í Tsjetsjeníu í desember
1994 til þess að hindra það að land-
ið fengi sjálfstæði.
Reuter
Stuttar fréttir dv
Sárbæna um aðstoð
Bandaríkin sárbændu Evrópu-
ríki um að vera með í aðgerðum
gegn Líbýu og íran á sama tíma og
reglur voru settar í samræmi við
ný lög sem refsa eiga erlendum fyr-
irtækjum sem eiga viðskipti við
löndin tvö.
íranar eflast
íranar hafa eflt flota sinn og her-
varnir við mynni Persaflóa og auka
þannig möguleikann á að hindra
flutning fimmtungs ólíubirgða
heims.
Hvetja til friðar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hvatti stríðandi aðila í Sómalíu til
að semja um vopnahlé nú þar sem
stríðsherrann Farah Aideed er all-
ur.
Slasaðir í sirkus
Um 30 manns slösuðust þegar
áhorfendapallar í ferðasirkus í
Ástralíu hrundu.
Engar aðgerðir
Stjórnvöld í Rúanda segjast ekki
ætla að beita refsiaðgerðum gegn
nágrönnum sínum i smáríkinu
Búrúndí.
Arafat hitt-
ir Hussein
Yasser Ara-
fat, forseti Pa-
lestínu, hittir
Hussein Jórdan-
íukonung að
máli í dag.
Dreginn á flot
Olíuskip, sem strandaði við
strendur Svíþjóðar í gær, var dreg-
ið á flot í morgun. Ekkert af farmi
skipsins slapp út.
Gulaá ógnar
Gulaá í Kína virtist ætla að
flæða yfir bakka sína og urðu yfir-
völd að flytja þúsundir manna frá
heimilum sinum og kalla til hjálp-
arsveitir til að styrkja varnar-
garða.
Leitað hjá verði
Bandaríska
alríkislögregl-
an, FBI, leitaði
enn í íbúð ör-
yggisvarðarins
Richards
Jewells ' vegna
sprengjutilræð-
isins i Atlanta.
Vilja eigiö þing
Mikill meirihluti Skota vill eig-
ið þing en einungis naumur meiri-
hluti vill að þingið geti lagt á
skatta.
Fórust í skriðum
Um 30 manns fórust í aurskrið-
um eftir miklar rigningar í Nepal.
Froskar í pósti
Ástralir eru hvattir til að hætta
við bann við útflutningi ákveðinn-
ar froskategundar en froskar eru
sendir utan í pósti í svartamarkað-
sviðskiptum.
Káfaði á dreng
Fimmtugur Norður- Kóreumað-
ur, sem var á ferð með keppendum
á Ólymþíuleikunum í Atlanta, hef-
ur verið ákærður fyrir aö káfa á
niu ár dreng á safni.
Styður aðild
Göran Pers-
son, forsætis-
ráðherra Svia,
sagðist styðja
inngöngu
Eystrasalts-
landanna í
NATO og Evr-
ópusambandið
og hvatti til
viðræðna við Rússa um stöðu ör-
yggismála eftir lok kalda stríðsins.
Hlekkjuðu sig
Fangaverðir i fangelsi í Róm
hlekkjuðu sig við rimlana í fang-
elsinu til að leggja áherslu á kröf-
ur sínar um bætta starfsaðstöðu.
Reuter