Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 9 Útlönd Bresk samtök fengu dómsúrskurö gegn eyðingu heilbrigðs tvíburafósturs: Fóstrinu löngu eytt þegar bannið fékkst Mikil deila um hvort bresk kona fengi að láta eyða öðru af tveimur heilbrigðum tvíburafóstrum, sem hún bar undir belti, tók óvænta stefhu í gær þegar upplýst var að eyðing fóstursins hefði þegar átt sér stað. Konan, 28 ára gömul, hafði sagt lækni sínum að vegna að- stæðna sinna gæti hún átt eitt bam í viðbót viö það sem hún átti fyrir en alls ekki tvö. Breska dagblaðið The Sunday Ex- press birti frétt um mál konunnar á sunnudag. Þar sagði frá konu, sem væri komin 16 vikur á leið, bæri heilbrigð tvíburafóstur undir belti en sæi engu að síður ekki fram á að geta átt tvíbura. í kjölfarið spruttu harðar deilur um réttmæti þess að konan fengi sínu framgengt. Efnt var til fjársöfnunar fyrir konuna til að hún gæti átt bæði bömin og safn- aðist tæp hálf milljón króna. Þegar útlit var fyrir að eyðing ann- ars fóstursins færi fram urðu samtök gegn fóstureyðingum sér úti um dómsúrskurð þar sem fóstureyðingin var bönnuð um sinn. Ætluðu samtök- in þannig að fá ráörúm til að efla bar- áttirna gegn fóstureyðingunni. Yfir- lýsing frá spítalanum þess efnis að eyðing fóstursins hefði þegar farið fram kom því eins og köld vatnsgusa framan í mótmælendur. Talsmaður spítalans vildi ekki tjá sig um hve- nær fóstrinu hefði verið eytt en sam- kvæmt fréttum blaða gat það hafa verið gert fyrir fjórum vikum. Talsmaður samtakanna gegn fóst- ureyðingum, sem eru á móti slíkum aðgerðum nema líf móðurinnar sé í verulegri hættu, sagði að samtökin mundu halda sínu striki og fara með málið fyrir hæstarétt til aö árétta að bresku fóstureyðingarlög- in frá 1967 þyrftu endurbóta við. Sagði hann að mál þetta hefði vakið upp umræðu um fóstureyðingu sem lausn við félagslegum vandamálum en það sé fjarri hugmyndum þeirra sem samþykktu lögin á sínum tíma. „Félagsleg vandamál kalla á félags- legar lausnir, ekki drápsaðgerðir," sagði talsmaðurinn. Sértæk fóstureyðing hefur marg- sinnis verið gerð í Bretlandi og þá þegar glasafrjóvgun hefur leitt til fjölbura og þegar í ljós hefur komið að eitt eða fleiri fóstur eru ekki heil- brigð. Reuter Fyrirsætan Christy Turlington er hér viöstödd opnun veitingastaöarins London Fashion Café sem var opnaður í London í gær. Sams konar tísku- kaffihús hafa verið opnuð í fleiri borgum heims en þau á Christy í félagi við starfssystur sínar, þær Claudiu Schiffer, Naomi Campbell og Elle McPher- son, og framkvæmdamanninn Tommaso Buti. Símamynd Reuter Stríðsglæparéttarhöld í Haag: Verðir nauðguðu tólf ára stúlku Múslímskur læknir sagði við stríðsglæparéttarhöldin í Haag i gær að serbneskir fangaverðir í fangabúðum í norðvesturhluta Bos- níu hefðu ítrekað nauðgað ungum stúlkum allt niður í tólf ára aldur. Voðaverkin hefðu verið hluti áætl- unar um að rústa siðferðiskennd múslímskra fanga. „Fangamir gátu réttlætt rán og þjófnaði en þegar nauðganimar hóf- ust misstu þeir alla von,“ sagði læknirinn við réttarhöldin í máli Bosníuserbans Dusans Tadics. Hann er ákærður fýrir að hafa myrt, pyntað og nauðgað múslímum meðan á þjóðemishreinsunum Serba stóð í norðvesturhluta Bosníu 1992. Tadic, sem er karatekennari, kráareigandi og faðir tveggja stúlkna, neitar öllum ásökunum. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í pyntingum og hópnauðgunum Priebke berst gegn framsali Forseti Sýrlands til Egypta- lands Hafez al-Assad, forseti Sýr- lands, flýgur í dag til Egypta- lands þar sem hann mun ræða við Hosni Mubarak forseta um tilraunir ísraela til þess að koma Sýrlandi á ný inn í friðar- viðræðumar í Miðausturlönd- um. Embættismenn í Egypta- landi hafa skýrt frá því að rætt verði um tilboð frá Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, þess efhis að ísrael dragi til baka herlið sitt frá Líbanon ef það leiði til friðarsamninga við Sýrlendinga. „Það er nauðsynlegt á þessari stundu að meta friðarsamkomu- lagið því aðstæður breytast hratt,“ sagði ónefhdur egypskur embættismaður í gær. Friðar- viðræður Sýrlendinga og ísraela hafa legið niðri síðan í mars. Samkvæmt heimildum banda- ríska utanríkisráðuneytisins em báðar þjóðimar reiðubúnar að heQa viðræður aftur. Reuter Erich Priebke, fyrmrn meðlimur hinna illræmda SS-sveita nasista, sem ekki var dæmdur til refsingar þrátt fyrir sakfellingu fyrir stríðs- glæpi í ítölskum rétti á fimmtudag- inn, sagði í gær að hann myndi berj- ast hart gegn því að verða framseld- ur til Þýskalands. ítalskur herréttur kvað upp þann dóm á fimmtudaginn aö glæpir Pri- ebke, sem er áttatíu og þriggja ára, væra fymdir og því var hann látinn laus strax eftir dóminn. Hann var svo handtekinn aftur átta timum seinna og nú reyna Þjóðverjar að fá hann framseldan svo að þeir geti réttað yfir honum fyrir stríðsglæpi. Það er Tommaso Fighuzzi dómari sem mun ákveða hvort Priebke verður framseldur. Við vitnaleiðsl- ur í gær var Priebke spurður hvort hann myndi samþykkja aö verða framseldur til Þýskalands en hann neitaði. Lögfræðingur Priebke lagði í morgun fram kröfu um það í áfrýj- MMMém med potti Erich Priebke unarrétti að hinn fyrrum nasisti yrði látinn laus hið fyrsta. Reuter BHdshð)aa20-112Raykjavlk-SlmiS871410 kvenna og stúlkna og að hafa myrt yfir 30 fanga í Tmopolie-fangabúð- unum. Fyrmefndur læknir segist hafa komið upp bráðabirgðasjúkraskýli i fangabúðunum og man sérstaklega eftir 12 ára stúlku sem hann með- höndlaði eftir nauðganir. „Ég sá þar sem hún hnipraði sig saman úti í homi og virtist ekki taka eftir neinu í umhverfi sínu,“ sagði læknirinn og bætti við að hann hefði einnig hjálpað 19 ára stúlku sem fékk alvarlegar sýkingar eftir hópnauðgun. Tadic neitar staðfastlega öllum ásökunum og segir vitnin fara mannavillt. Málareksturinn gegn Tadic hefur staðið í þrjá mánuði og á þeim tíma hafa um 50 vitni verið kölluð til. Búist er við að verjendur hefii aö kalla vitni fyrir í septem- ber. Reuter Sumartilboð á byggingarefni Gagnvarið timbur 22x95, kr. 90 stgr. 28x95, kr. 110 stgr. 95x95 og 98x98, kr. 375 stgr. 90x90, kr. 315 stgr. 22x35, 22x45, 35x45, 45x95 o.m.fl. stærðir. Verð ótrúlega hagstætt. Spónaplötur! 12 mm, stærð 120x253,104 pl. í búnti. Verð pl. 800 stgr. Fræstar veggjaplötur, 59x253,12 mm. Verð 500-600 eftir magnkaupum. Perma-Dri utanhússmálning 20 ára ending á íslandi Pílorar! Eigum til tvær gerðir 80 cm kantfræstra pílora, ásamt staurum, langböndum og handlistum. Gluggaefni: Mjög hagstætt verð Krossviður margar tegundir Utanhússklæðning! Bæði gagnv. og ekki. Bandsöguð klæðning, 17x120 Kúpt klæðning, 22x120 Bjálkaklæðning, 28x120 Verðið er það hagstæðasta sem þekkist. Mótatimbur - þakefni 1x6” í búntum. Verð pr. m 70,40 stgr. 2x4” - 2x9”, lengdir allt að 6,9 m. Mjög hagstætt verð. Gori fúavörn margir litir - góð ending Hjá okkur er verðiö svo hagstsett V/sa/Euro 12/36 rnánuöir SMIÐSBUÐ Smiðsbúð 8 og 12, Garðabæ S. 565-6300 F. 565-6306

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.