Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
Spurningin
Hvernig kvikmyndir eru í
uppáhaldi hjá þér?
Friðrik Clausen trésmiður: Bara
venjulegar, góðar, rómantískar
myndir.
Kolbrún Jónsdóttir ræstitæknir:
Sannsögulegar, skemmtilegar
myndir.
Sigrún Árnadóttir húsmóðir:
Sögulegar fróðleiksmyndir.
Magnús Sæmundsson kennari:
Lion King, Aladdin og Jafa snýr aft-
ur. Ég hef nú ekki horft á annað síð-
asta árið.
Dagný Árnadóttir skrifstofumað-
ur: Spennumyndir.
Rúnar Pálsson kaupmaður: Gam-
anmyndir.
Lesendur
Skattpíningu áfram
eða eyðsluskatt?
Skattpíning hefur gengið út í öfgar hér á
landi. Þetta á einkum við um skatta af tekj-
um.
Forystumenn segja oft að skattar hér séu
lægri en víðast annars staðar. Það er ekki al-
veg rétt. Þegar allt er tekið í samanburðinn
reynumst við vera fyrir ofan miðju í skatt-
greiðslum ef miðað er við ríkin í OECD, Efna-
hags- og framfarastofnuninni. Þar eru þau ríki
sem við viljum helst bera okkur saman við
um lífsgæði. Tilhneigingin hefur einnig veric
að skattar hafa hækkað mikið þegar litið er tí
allmargra ára. Ríki og sveitarfélög hafa aukið
hlut sinn af ráðstöfunartekium landsmanna
Bréfritari vitnar í ritstjóraspjall Hauks heitins Helgasonar í síöasta hefti tíma-
ritsins Úrvals.
RITSTJORA
Hauks
Helsasonar
Gunnar Einarsson skrifar:
Ég er einn hinna dyggu lesenda
timaritsins Úrvals sem komið hefur
út hér svo lengi sem ég man eftir.
Fyrir utan vandaðar þýddar grein-
ar, upprunalega birtar í Reader’s
Digest, má og finna þar innlendar
greinar og fróðleik. í síðasta hefti
Úrvals er að venju ávarp ritstjór-
ans, Hauks Helgasonar hagfræð-
ings, sem nú er nýlátinn. Haukur
skrifaði iðulega um efnahagsmál á
öðrum vettvangi, þ.e. í DV þar sem
hann var aðstoðarritstjóri um ára-
bil. - Þessi síðasti pistill Hauks heit-
ins i Úrvali er fróðlegt innlegg um
skattamál sem ráðamenn okkar
mættu taka mark á.
Þarna er talað fyrir hönd hins
breiða almennings hér á landi sem
hefur verið skattpíndur svo mjög að
hvergi er smuga til frekari útfærslu
á þvi sviði. Tekjuskatturinn er orð-
inn að ranglátum launþegaskatti og
svo grimmilega hatast menn út í
þessa skattheimtu að svik frá tekju-
skatti eru algengari en flestar teg-
undir skattsvika hér á lanfli. Aðrir
hafa hreinlega gefist upp á tekju-
skattinum og vilja ekki vinna nema
fyrir allra minnstu tekjum til nauð-
þurfta. Þar framyflr verða menn að
borga helminginn til ríkisins. - Það
kemur niður á þjóðarheildinni og
allri framleiðslu í landinu.
Nú á að taka upp fjármagnstekju-
skatt. Þar fara ráðamenn flatt á ferl-
inum, því hann leiðir einungis til
enn minni sparnaðar í kerfinu og
svo vaxtahækkunar. Líklega er
skattur á fjármagn enn verri en
tekjuskattur, svo slæmur sem hann
er.
En á þá að leggja af alla skatta?
Auðvitað ekki. Sanngjarnasti skatt-
urinn og um leið þjóðhagslega
heppilegasti er skattur á eyðslu.
Eyðsluskattur - skattur réttlætis og
sparnaðar fyrir þjóðfélagið og þegn-
ana. Með honum verður launþeginn
loks sjálfs sín herra. Hann ræður
hve miklu hann eyðir af tekjum sín-
um og hve miklu til sparnaðar. Þeir
ríku munu eyða mest og hinir tekju-
lægri minnst. En fyrst og fremst
verður tekjúskatturinn að hverfa.
Þessi pistill er meira og minna
sóttur i smiðju leiðara Hauks heit-
ins Helgasonar ritstjóra. Þann leið-
ara ættu ráðamenn að lesa og hafa
síðan hugfastan, þá yrði léttara fyr-
ir landsmenn að lifa í þessu landi.
Með núverandi hætti er stefnt að
áframhaldandi skattpíningu sem
öllum verður ofraun þegar upp er
staðið. - Ef nokkur mun geta staðið
upp yfirleitt.
Læknisþjónusta á Akur-
eyri og Suðurnesjum
- mikill mismunur
Hannesína Skarphéðinsdóttir
skrifar:
Mig langar með nokkrum orðum
að þakka fyrir mjög góða læknis-
þjónustu á Akureyri þar sem ég var
stödd fyrir stuttu, ásamt manni
mínum og þremur börnum okkar. -
Þannig var að eitt barna okkar
veiktist af hlaupabólu og þurftum
við á næturlækni að halda. Kom
hann til okkar svo að segja sam-
stundis og var mjög alúðlegur í alla
staði. Við þurftum síðan að leita
læknis með bamið og nú að degi til.
Hringdi ég þá á heilsugæslustöðina,
fékk strax samband við barnalækni
sem sagði okkur að koma strax með
barnið. Símastúlkan á heilsugæslu-
stöðinni var alveg einstök. - Hún
kom og talaði við- okkur meðan
barnið aíklæddist og hélt á litla
barninu á meðan hin voru klædd.
Ég er hins vegar ekki ein um að
finnast læknisþjónustan á Suður-
nesjum heldur bágborin. Ég hef ver-
ið svo óheppin að þurfa á lækni að
halda að nóttu til en undantekning-
arlaust hafa þeir ekki viljað koma
heim.
Eitt dæmi: Yngsta bamið okkar
veiktist sl. vor, þá 3 vikna gamalt.
Fékk í lungun. Hringdi ég á lækni
og bað hann að koma til mín og
skoða barnið. Hann sagði mér að
hann gerði nú ekkert kraftaverk
þótt hann kæmi, og það út af ein-
hverri kvefpest! Svo væri hann líka
búinn að vera á vakt alla nóttina. -
Sem mér kom að sjálfsögðu ekkert
við. Ég hélt að þeir væru í þjónustu
okkar, læknarnir. - Nokkru síðar
var barnið okkar lagt inn með RS-
vírus.
Mörg dæmi em um fádæma lé-
lega læknisþjónustu í svo stóm bæj-
arfélagi sem heilsugæslan þjónar. -
Akureyringar: takk fyrir frábæra
læknisþjónstu og hlýlegt viðmót.
Ólíöandi er ef innflutningur byggist aö hluta til á meingölluðum eöa annars
flokks varningi.
þessu samhengi.
Það hefur mikið áunnist i ís-
lenskri verslun á síðari áratugum.
Það eru því sár vonbrigði ef ísland
er að verða ruslakista innflutnings-
ins. Ef fólk getur ekki treyst því að
innflytjendur kaupi ógallaðar vör-
ur, en séu að sækjast eftir viðskipt-
um við erlenda aðila sem bjóða ým-
ist útrunnar vörur eða vörur sem
koma gallaðar með einum eða öðr-
um hætti úr framleiðsluferlinu. -
Ég hef sjálfur ýmsar grunsemdir
um að vissar vörutegundir séu und-
ir þessa sök seldar, en læt kyrrt
liggja að sinni.
innflutningsins
Ruslakista
Ásgeir Sigurðsson skrifar:
Það hefur lengi verið hald ýmissa
að innflutningsverslunin í landinu
sé með eilítið öðrum hætti en
tíðkast hjá þjóðum með strangt við-
skiptasiðferði. Þetta á við um inn-
flutning af mörgum toga. Neytenda-
samtökin beindu nýverið sjónum að
algengum vörum og varningi til
heimilisnota vegna ónothæfs kaffis.
En það eru ekki bara Neytendasam-
tökin heldur líka viðskiptavinir, all-
ur almenningur, sem hefur í sívax-
andi mæli þróað með sér eins konar
sjötta skilningarvit til aðhalds í
þjónusta
allan sólarhringii
39,90 minútan
' ' gið í síma
5000
milli kl. 14 og 16
Aðeins tveir
„herrar" í
embættum
Ingibjörg Guðmundsdóttir
skrifar:
Slæmt var að leggja af þéring-
ar á íslandi. Verra er þó að ekki
skuli vera til nema tveir „herr-
ar“ í landinu og ein frú. Ég á að
sjálfsögðu viö forseta íslands og
biskup íslands, sem báðir fá
nafnbótina herra, og svo fráfar-
andi forseta, sem hafði nafnbót-
ina frú og heldur henni að ölium
líkindum eftir að hún hverfur úr
embætti. Allra verst er þó að ein-
ungis forsetaembættið heldur
velli óskaddað. Biskupsembættið
hefur hríðfallið í virðingarstig-
anum og mikill vafi leikur á að
það geti haldið nafnbótinni sem
þó lengst af hefur fylgt því.
Saknaði Péturs
Kr. Hafstein
Gunnar Sigurðsson skrifar:
Ég saknaði sannarlega Péturs
Kr. Hafstein, hæstarréttardóm-
ara og fyrrverandi forsetafram-
bjóöanda, í innsetningarathöfh
ólafs Ragnars sl. fimmtudag. Pét-
ur hefði átt að vera við þessa at-
höfn sem einn handhafi forseta-
valds. Fram kom í lýsingu á at-
höfninni að hann væri erlendis.
Pétur hefði áreiðanlega sómt sér
vel i þessum hópi og fengið enn
meira traust, svo góður drengur
sem hann er. En líklega var
heppilegt eftir allt að hann varð
ekki forseti úr því að hann þurfti
að vera erlendis einmitt á þess-
um tima. En dagurinn var löngu
frátekinn fyrir þessa athöfii.
Undarleg fjár-
málaumræða
Grímur skrifar:
Manni þykir undarleg sú um-
ræða sem nú er í fjölmiðlunum
og hófst i fréttatíma Stöðvar 2
um fjárlagahallann sem yrði
nær 14 milljörðum króna. Síðan
koma allt aðrar útkomur hjá
hinum fjölmiðlunum; 7 milljarð-
ar, 4 milljarðar og svo einum 10
milijörðum sem ýmist er haldið
innan sviga eða utan sviga og
sem eru vaxtagjöld ríkisins
vegna innlausnar á ríkisvíxlum.
- Maður segir nú bara eins og
Ragnar Reykás: Ma..., ma..., mað-
ur bara nær nú ekki svona lög-
uðu. Og víst er um að þessi mis-
vísandi umræða og skýringar
eru ekki bjóðandi landsmönn-
um. Langt í frá.
Ullarráð íslands
P.K.Á. skrifar:
Vissuð þið, lesendur góðir, aö
til væri eitthvað sem héti Uilar-
ráð íslands? Ég vissi það ekki
fyrr en fréttir greindu frá því ný-
lega að vegna þess að íslensku
ullarpeysurnar eru komnar úr
tísku og seljast ekki lengur muni
Ullarráð íslands fjalla um málið
sérstaklega og meta stöðuna upp
á nýtt!! Ég spyr: Erum við íslend-
ingar ekki vanvitar? Hver bjó til
Ullarráð íslands með lifandi
fólki á launum? Launum fyrir
hvað?
Vesturbærinn
alltaf bestur
Guðbjörg hringdi:
Mikið var ég sæl er ég horfði á
innsetningarathöfn forsetans
okkar. Þarna gaf á aö líta; auk
hins nýja forseta að sjálfsögðu
forsetafrúna sjálfa, dómkirkju-
prestinn, Hjalta Guðmundsson
og Diddú. Öll úr gamla vestur-
bænum í Reykjavík. Ég sagði við
nærstadda: Alltaf er hann best-
ur, vesturbærinn. Mikið er ég
hamingjusöm yfir þeim virðing-
arvotti sem okkur í þessum bæj-
arhluta er sýndur með þessum
hætti.