Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 20
32 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 F Iþróttir unglinga KR-stelpurnar, í aftari röö, sigruöu Pór frá Vestmannaeyjum, 3-1, í úrslitaleiknum í 6. flokki, sem var mjög skemmtilegur. Þaö er Ijóst aö kvennaknattspyrna er í framför um þessar mundir og var tækni þessara stelpna í KR og Þór góö. Einnig má merkja aukna breidd í yngri flokkunum. DV-myndir Hson Gull- og silfurmót Breiðabliks í yngri flokkum kvenna 1996: Stelpurnar sýndu góða takta - og breiddin að aukast til mikilla muna í íslenskri kvennaknattspyrnu Gull- og silfurmót Breiðabliks í knattspyrnu yngri flokka kvenna fór fram um helgina 18.-21. júlí. 1030 keppendur voru skráðir til leiks, alls 101 lið frá 31 félagi víðs > vegar af landinu. í kepppni A-liða urðu eftirtalin félög Gull- og silfurmeistarar 1996: í 2. flokki vann ÍBA. I 3. flokki sigraði Valur. í 4. flokki vann ÍBV. í 5. flokki urðu Týsstelpurnar meistarar og í 6. flokki unnu KR- stúlkurnar. Öll úrslit eru annars á öðrum stað á síðunni. Umsjón Halldór Halldórsson Gott veður var alla daga mótsins, sem tókst mjög vel að vanda. i Æfum mjög vel Lilja Sóley, leikmaður með B-liði Þróttar í 4. flokki, kvaðst alls ekki óánægð með frammistöðuna. Við erum svo tiltölulega nýbyrjaðar í knattspyrnu. „Þjálfarar okkar, þær Soffla og Hjördís, eru mjög góðar og við æfum vel. Auðvitað er mest gaman að vinna en okkur finnst samt að- alatriðið að vera með og hafa bara gaman að þessu, því þetta er svo góður félagsskapur," sagði Lilja Sóley. Mest gaman í marki Agnes Árnadóttir, 8 ára, er mark- vörður og fyrirliði í 6. flokki í KR og fékk bara eitt mark á sig í allri keppninni: „Ég reyni að vera góð - en annars fékk ég varla skot á mig því vörnin er svo svakalega sterk. En þetta getur þó verið ansi erfitt stundum. Jú, Lína og Jóna eru frábærir þjálf- arar,“ sagði Agnes. Erfiöur leikur Guðbjörgu Erlu Ríkarðsdóttur, fyrirliða 6. flokks Þórs, Vestmanna- eyjum, fannst úrslitaleikurinn gegn KR erfiður: „Viö áttum samt möguleika á að jafna en það tókst bára ekki. Við æf- um rosalega vel enda eru þjálfar- arnir frábærir,” sagði Guðbjörg. Þjálfarar stelpnanna eru þau Stefí og Juan. Stefnum á Islandsmeistaratitil Berglind ír Hansdóttir, fyrirliði A-liðs 3. flokks Vals, var mjög ánægð með frammistöðuna: „Við höfum unnið öll mót sem við höfum tekið þátt í á leiktímabilinu og stefnum á íslandsmeistaratitil og finnst mér það mjög raunhæft. Þetta mót hefur verið mjög skemmtilegt," sagði Berglind. Þróttarstelpurnar voru sæmilega ánægöar meö árangurinn í Gull- og silfurmótinu Agnes Árnadóttir, markvöröur í 6. flokki KR, meö einum af hinum sterku varnarmönnum liösins: „Þær heyra bara svo illa í mér stundum í vörninni jegar ég er aö kalla," segir Agnes. Ur úrslitaleik KR og Þórs frá Vestmannaeyjum í 6. flokki sem KR vann, 3-1. Valsstelpurnar í A- liöi 3. flokks urðu gull- og silfurmeistarar eftir 2-0 sigur Þaö var oft skemmtilegt að sjá hin góöu tilþrif stelpnanna. í góöum úrslitaleik gegn Dalvík DV Gull- og silfurmótiö: Úrslit Úrslit á Gull- og silfurmóti Breiðabliks í yngri kvennaflokk- um urðu sem hér segir. 6. flokkur - A-lið: 1. KR, Reykjavík. 2. Þór, Vestmannaeyjum. 3. Breiðablik, Kópavogi. 4. Afturelding, Mosfellsbæ. 5. -6. Selfoss. 5.-6. Njarðvík. 7. Reynir, Sandgerði. 8. Grindavík. 9. Sindri, Hornafirði. 10. Fjölnir, Reykjavík. 11. Haukar, Hafnarfirði. 12. Valur, Reykjavik. 13. Stjaman, Garðabæ. 14. Breiðablik (2), Kópav. 5. flokkur - B-lið: 1. Breiðablik, Kópavogi. 2. Valur, Reyðarfirði. 3. Þór, Vestmannaeyjum. 4. Afturelding, Mosfellsbæ. 5. Týr, Vestmannaeyjum. 6. Valur, Reykjavík. 7. Grindavík. 8. Stjaman, Garðabæ. 9. Breiöablik (2), Kópavogi. 10. Þróttur, Reykjavík. 5. flokkur - A-lið: 1. Týr, Vestmannaeyjum. 2. Valur, Reykjavík. 3. Breiðablik, Kópavogi. 4. Afturelding, Mosfellsbæ. 5. Haukar, Hafnarfirði. 6. Grindavík. 7. -8. Stjarnan, Garðabæ. 7.-8. Þróttur, Reykjavík. 9. Valur, Reyðarfirði. 10. Sindri, Hornafirði. 11. KR, Reykjavík. 12. KA, Akureyri. 13. Þór, Vestmannaeyjum. 14. ÍR, Reykjavík. 15. Reynir, Sandgerði. 16. HK, Kópavogi. 4. flokkur - B-lið: 1. ÍBV (1) Vestmannaeyjum. 2. Stjaman, Garðabæ. 3. KR, Reykjavík. 4. ÍR, Reykjavík. 5. Breiðablik, Kópavogi. 6. Þór, Akureyri. 7. ÍBV (2), Vestmannaeyjum. 8. Njarðvík. 9. -11. Leiknir, Reykjavik. 9.-11. Þróttur, Reykjavík. 9.-11. Selfoss. 4. flokkur - A-lið: 1. ÍBV, Vestmannaeyjum. 2. Þór, Akureyri. 3. KR, Reykjavík. 4. Valur, Reykjavík. 5. -6. Haukar, Hafnarfirði. 5.-6. Stjarnan, Garðabæ. 7. Selfoss. 8. ÍR, Reykjavík. 9. Breiðablik. Kópavogi. 10. Leiknir, Reykjavík. 11. Tindastóll, Sauðárkróki. 12. Sindri, Hornafirði. 13. Þróttur, Reykjavík. 14. Njarðvík. 15. -16. Valur, Reyðarfirði. 15.-16. Reynir, Sandgerði. 3. flokkur - B-lið: 1. BÍ, ísafirði. 2. Breiðablik (1), Kópavogi. 3. Breiðablik (2), Kópavogi. 4. Dalvík. 5. Valur, Reykjavík. 3. flokkur - A-lið: 1. Valur, Reykjavík. 2. Dalvík. 3. Breiðablik, Kópavogi. 4. Reynir, Sandgerði. 5. Sindri, Hornafirði. 6. ÍR, Reykjavík. 7. Grundarfjöröur. 8. Tindastóíl. Sauðárkróki. 9. KR, Reykjavík. 10. ÍBV, Reykjavík. 11. Keflavík. 12. BÍ, ísafirði. 13. KA, Akureyri. 14. Selfoss. 15. Þróttur, Neskaupstað. 2. flokkur: 1. ÍBA, Akureyri. 2. Breiðablik, Kópavogi. 3. Þróttur, Neskaupstað. 4. Keflavík. 5. Geislinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.