Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 33 Tekið er við smaauglysingum til kl. 22 í kvöld ringdu núna! oW milli hirrtifc Smáauglýsingar 550 5000 Loðnuverksmiðja SR-mjöls á Siglufirði: Ekkert brætt um verslunarmannahelgina - loðnusjómenn gramir yfir að hafa þurft að landa annars staðar Gremja er meðal skipstjóra og skipverja á loðnuskipum vegna lok- unar bræðslunnar á Siglufirði um helgina, en þar veu- hætt að bræða loðnu um hádegi sl. laugardag. Bræðsla hófst aftur upp úr hádegi í fyrradag og eru þrær verksmiðjunn- ar nánast fullar með um 4000 tonn. Sjómennimir telja það nokkuð hart að loka þurfi jafn mikilvægri loðnu- bræðslu um hábjargræðistímann vegna þess eins að eitthvert fólk þurfi að skemmta sér um verslunar- mannahelgina í Siglufirði. Að sögn verksmiðjustjóra fiski- mjölsverksmiðju SR-mjöls á Siglu- firði lönduðu nokkur loðnuskip um helgina, en vísa varð fáeinum skip- um frá sem beðið höfðu um löndun, vegna þess að verksmiðjan hcifði verið stöðvuð. Hann sagði að mikill þrýstingur hefði verið af hálfu bæj- arstjómar á að ekki yrði brædd loðna í verksmiðjunni meðan á há- tíðinni, síldarævintýrinu, stæði. „Ég hygg að það hafl nú staðið þannig á hráefni að það var brætt I verksmiðjunni fram undir hádegi á laugardag. Þá hygg ég að þannig hafi líka staðið á að menn hafi vilj- að gefa mannskapnum frí, enda var hann búinn að standa vaktina í heil- an mánuð, að mér skilst," segir Kristján Möller, forseti bæjarstjóm- ar Siglufjarðar. Hann segir að hátíö- in, síldarævintýrið, hafi byrjað á fímmtudag og þá hafi bræðslan ver- ið í fullum gangi, þannig að höfúðá- stæður stöðvunarinnar séu hráefn- is- og starfsmannamál. -SÁ Préttir Strandasýsla: Ógnvekjandi hve tófum hefur fjölgað DV, Hólmavík: ! þremur syöstu sveitarfélög- um Strandasýslu, Kirkjubóls-, Broddanes- og Bæjarhreppi, vom unnin 18 tófugreni þetta árið og hafa varla í annan tíma fúndist og verið unnin fleiri greni á þessu svæði. Samtals vom unnin um 100 dýr á grenjunum 18. Á stöku greni var vart lambaleifa. Auk þessa vom unnin nokkur hlaupadýr hér og þar í sýslunni. sl. vetur og vor. Mörgum finnst ógnvekjandi hve tófu hefur fjölg- að hér síðustu árin og telja sum- ir ástæðuna vera griðlandið sem hún hefur í nyrstu byggðum sýsl- unnar. Þá ekki síst norðan við hana þar sem byggð hefur fyrir alllöngu lagst af og grenjaleit og vinnsla verið af skomum skammti að margra áliti. -GF q\\t milli himin<; V. X Smáauglýsingar r»x*ii 550 5000 /'/' Einar /// Farestveit & Co. hf. Borgaitáni 28 g 562 2901 ot 562 2W0 Söluumboð Akureyri: Ljósgjafinn Gilspröur * Steinadalsheiði: Miklar vegabætur og aukin umferð DV Hólmavík: Ungmenni þjóðanna með fána Frakklands og íslands. Franskir dagar á Fáskrúösfiröi ELFA-GRIPO ein mest seldu öryggiskerfin * í Evrópu. Samþykkt af viðurkenndum prófunarstofnunum og fjarskiptaeftirliti ríkisins. Mjög hagstætt verð Kapalkerfi frá kr. 11.610 Þráðlaus kerfi frá kr. 22.050 Úrval aukahluta: Reykskynjarar, sírenur, símhringibúnaður, fjarstillingar. Ódýr og örugg heimilisvernd. Tæknileg ráðgjöf- auðvelt í uppsetningu í sumar hefur verið fram hald- ið framkvæmdum við veginn yfir Steinadalsheiði, milli Gilsljarðar og Kollafjarðar í Strandasýslu, sem hófúst síðla síðasta sumars með miklum endurbótum við Brimilsgjá og svonefnd Vöð. Nú hefur verið unnið við gerð vegrása í Rjúpna- og Þórarinsdal og vegurinn lagfærður nokkuð að öðru leyti. Takmörkuð fjárveit- ing leyfir ekki öllu meiri umbæt- ur að þessu sinni þótt þeirra sé þörf. Eftir ófremdarástand undan- farinna ára, þegar leiðin var meira og minna lokuð vegna hættulegrar brúar og þungatak- markana hennar vegna, hefur umferð yfir heiðina aukist mjög mikið á ný enda vegfarendum oft hentugt að velja þessa stuttu heiöi á milli Norður- og Vestur- lands. -GF DV; Fáskrúðsfirði: Franskir dagar voru á Fáskrúðs- firði í lok júli og stóðu í þrjá daga. Hátíðin hófst með minningarathöfn í franska grafreitnum og þar lagði sendiherra Frakka á íslandi blómsveig að minnismerki franskra sjómanna. Frönsk og íslensk ung- menni sungu og spiluðu á hljóðfæri. Eftir athöfnina var hópganga aö Búðagrund. Þar var tendraður eldur og síðan spilað og sungið fram eftir kvöldi. 27.júli var ýmislegt við að vera; bátsferðir, hjólreiðakeppni, Tour de Fáskrúðsfjörður, hestaferð- ir og fleira. í skólanum var sýning á gömlum munum og í Ráðhúsinu sýndir franskir munir og myndir frá franska tímabilinu á Fáskrúðs- firði. Dansleikur var í félagsheimil- inu Skrúð þar sem hljómsveit Geir- mundar var með skagfirska sveiflu í troðfullu húsi. Fjöldi brottfluttra Fáskrúðsfirðinga kom á heimaslóð- ir og tók þátt í hátíðarhöldunum með bæjarbúum og öðrum gestum. -ÆK Innbrots-, öryggis- og brunakerfi Franski sendiherrann, Robert Cantoni, flutti þakkarávarp. DV-mynd Ægir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.