Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Qupperneq 28
40 MIÐVDOJDAGUR 7. ÁGÚST 1996 Sviðsljós Frank og Barbara gifta sig aftur Frank Sinatra, sem er núna orðinn áttræður þótt ótrúlegt sé, hefur haldið marga lokatónleika en hættir samt aldrei að koma fram. Hann hafði þar til nýlega einnig gifst fjórum sinnum en fannst það greinilega ekki nóg. Hann gifti sig því aftur fyrir skemmstu. Að vísu var það eigin- kona hans til tuttugu ára sem hann giftist í þetta skiptið og var það gert í tilefni af brúðkaupsaf- mæli þeirra hjóna. Barbara Sinatra er sextíu og átta ára og hún og Frank endurtóku hjóna- bandseiðinn í kirkju í Malibu. Frank var giftur Nancy Barbato, Övu Gardner og Miu Farrow áður en hann kynntist Barböru. Cybill Shepherd vill giftast aftur Eftir að hafa skilið tvisvar hefði Cybill Shepherd ekki trúað því að hún myndi vilja giftast aft- ur. En hin fjörutíu og sjö ára gamla leikkona hefur nú kynnst píanóleikaranum Robert Martin, fjörutíu og fjögurra ára, og hann hefur fengið hana til að skipta um skoðun á hjónabandinu. Nú ætlar hún fljótlega að iáta reyna á það hvort hún verður heppnari í þriðja hjónabandinu heldur en í hin tvö skiptin. Shepherd hefur áður verið gift bílasalanum David Ford og hnykklækninum Bruce Oppen- heim. Hún á þrjú böm. Dudley og Nicole reyna aftur Það hefur gengið á ýmsu í hjónabandi grínarans góðkunna Dudleys Moore, sextíu og eins árs, og eiginkonu hans Nicole sem er þrjátíu og eins árs. Hann hafði ákveðið að binda enda á hjóna- bandið sem staðið hefur í tvö ár eftir að Nicole klóraði hann í and- liti í lokin á miklu rifrildi milli þeirra hjóna. En nú eru sárin á andliti Dudleys gróin og hann vill reyna að bjarga hjónabandinu einnig enda eiga þau Dudley og Nicole saman soninn Nicolas sem er eins árs gamall. Þrátt fyrir sættir mun Nicole búa í eigin húsi á næstunni svo að fyrrum eiginmaður hennar geti komið í heimsókn án þess að það pirri leikarann en umræddur fyrmm eiginmaður mun víst fara mikið í taugarnar á Dudley Moore. Sarah „Fergie" Ferguson þvælist heimshorna á milli: Kyssti Andrés prins fyrir allra augum - tásugan og fjármálamaðurinn John Bryan úrskurðaður gjaldþrota Leikkonan Brooke Shields sýndi tenniskeppninni á Ólympíuleikunum í Atl- anta að vonum mikinn áhuga enda var kærastinn, André Agassi, þar fremst- ur í flokki. Agassi hampaöi langþráðum gullverölaunum og þegar verðlauna- afhendingin fór fram kom Brooke sér fyrir meðal annarra Ijósmyndara. Myndaöi hún í gríð og erg þegar gullpeningurinn var hengdur um háls Agassis. Símamynd Reuter Móðir James Hewitts: Díana sá um að vaska upp fyrir mig Shirley Hewitt, móðir liðsforingj- ans James Hewitts, segir í viðtali við tímaritið Hello að Díana prinsessa hafi verið tíður gestur á heimili hennar þegar Hewitt og hún áttu í sambandi. Ber hún Díönu vel söguna, segir hana hafa tekið til hendinni í heimilisstörfun- um. Vaskaði hún upp og þreif búr- skápinn af miklum myndarskap. „Henni virtist líða vel á heimili okkar og hefur sennilega notið þess hversu allt var eðlilegt. Hún hjálp- aði alltaf til við að bera leirtauið fram eftir matinn,“ segir frú Hewitt. Hún lýsir einnig hvemig hún gerði sér smám saman grein fyrir að vinskapur hafði þróast út í ástar- samband en fannst þó að ekki yrði neitt úr því. Sonur hennar hefði verið á svipuðu máli. Hins vegar hefði valdið vonbrigðum að sjá, eft- ir að sambandinu lauk, að Díana sakaði Hewitt um að hafa svikið sig þegar hann tók þátt í ritun bókar um samband þeirra. Frú Hewitt segir að það hafi verið Díana sem sveik son sinn og skildi hann eftir úti í kuldanum. Hewitt átti ekki sjö dagan sæla í kjölfarið, var lagður í einelti af síðdegisblöðunum, sem kölluðu hann rottu, sagði sig úr hemum og flúði land. Reuter Díana þykir röggsöm við uppvaskið. Símamynd Reuter Miklar vangaveltur eru nú um samband Sörah Ferguson, eða Fergie, hertogaynjunnar af York, við fyrram eiginmann sinn, Andrés prins, eftirlætisson Elísabetar Eng- landsdrottningar. Athygli hefur vak- ið hve vel fer á með þeim þau mörgu skipti sem þau hafa sést saman und- anfarið. Um helgina birtu bresku blöðin forsíðumyndir af Fergie og Andrési þar sem þau kysstust fyrir framan dætur sínar tvær og alla nærstadda. Kossastandið átti sér stað þegar pa- rið kom ásamt dætrunum til góð- gerðargolfmóts í nýjum sportbíl Andrésar. Þau virtust öll afar ham- ingjusöm, brostu og gerðu að gamni sínu við nærstadda. Athugulir sáu að Sarah skartaði giftingarhringnum og trúlofunarhring með rúbínsteini sem Andrés gaf henni forðum. Eftir þetta atvik blossuðu vanga- veltur um samband þeirra upp en litlar líkur eru þó taldar á að þau taki saman aftur. Einungis fjórir mánuðir era síðan þau skildu form- lega. Sarah er önnum kafm kona en um helgina var hún skyndilega komin til Ástralíu þar sem hún tengdi 100 þúsundasta áskrifandann við kapal- sjónvarpskerfi fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs. En meðan á því stóð úrskurðaði dómari í London bandaríska tjár- málamanninn John Bryan gjald- þrota. Bryan hefur oft verið nefndur fjármálaráðgjafi Fergie en hún hefur að sögn fjarlægst hann mjög. Hann komst í sviðsljósið vegna sambands síns við Fergie fyrir fjórum árum. Þá var hjónaband Fergie og Andrésar í rúst. Þótti keyra um þverbak þegar myndir birtust þar sem Bryan saug tærnar á Fergie á sundlaugarbakka á suðlægum slóðum. Byggingafyritæki Bryans í Þýska- landi fór á hausinn með látum á dög- unum og í Englandi er fjöldi kröfu- hafa á eftir honum, þar á meðal syst- ir Fergie og mágur sem segjast eiga hjá honum 3 milljónir króna. Ekki er talið að Bryan eigi neinar eignir en leitað verður að þeim um heim allan ef þörf krefur. Bryan var víðs fjarri þegar gjald- þrotsúrskurðurinn var lesinn og ekki er von á að hann sjáist á al- mannafæri á næstunni. Skuld hans við systur Fergie á rætur að rekja til myndatöku fyrir þýskt blað sem hann kom í kring og sá um að inn- heimta fyrir. Fergie og Andrés settu bresku pressuna á annan endann með kossum. Sarah Ferguson tengir hér 100 þúsundasta áskrifandann að kapalsjónvarpi Ruperts Murdochs í Ástralíu um helgina. Á meðan var John Bryan, fyrrum elskhugi hennar, úrskurðaður gjaldþrota í London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.