Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996
Orgeltónleikar
í Hallgríms-
kirkju
Á hádegis-
tónleikum í
Hallgríms-
kirkju á morg-
un leikur Dou-
glas A.
Brotchie, ann-
ar organisti
Kristskirkju,
tónlist eftir Jo-
hann Sebastian Dou9las A-
Bach, Samuel Brotchíe.
Scheidt, Olivier
Messiaen og Peter Ebern. Dou-
glas er skoskur að uppruna en
hefur búið hér á landi trá árinu
1981. Aðgangur er ókeypis.
Hugmyndir um gerð
heimildarmynda
í kvöld kl. 20.00 mun dr. Jay
Ruby, prófessor í manníræði við
Temple-háskóla í Bandaríkjun-
um, halda fyrirlestur á vegum
Hins íslenska kvikmyndaíræða-
félags í Norræna húsinu. Neöi-
ist hann Speaking in Toungues
- Locating a New Voice for Et-
hnographic Film. Þar verður
meðal annars rætt um viðtekn-
ar hugmyndir um gerð heimild-
armynda. Einnig mun Ruby
sýna nýja kvikmynd eftir Baba
Jhala. Nefnist hún Whose Paint-
ings.
Samkomur
Viking Race
Heimsmeistarakeppni í hang-
flugi flugmódela F3F verður
haldin dagana 7. til 13. ágúst.
Keppt veröur á Hvolsvelli og í
Kömbunum ofan við Hvera-
gerði. Þátttakendur eru 25 frá
sjö löndum.
Teddi við eina höggmynd sem
unnið er í við.
Höggmyndir
unnar í við
í dag opnar myndhöggvarinn
Teddi höggmyndasýningu í
Perlunni þar sem hann sýnir
sextíu verk sem hann hefur
unnið í viö frá ýmsum þjóðlönd-
um. Má nefna lönd eins og
Kanada, Bandaríkin, Finnland,
Perú, Gvæjana Síberíu og að
sjálfsögöu einnig ísland.
Sýningar
Teddi, sem heitir fullu nafni
Magnús Theódór Magnússon,
fæddist í Reykjavík 8. janúar
árið 1935 og ólst hann upp í vest-
urbænum. Hann lagði stund á
offsetprentun en hugurinn stóð
til lista og fljótlega fór hann að
reyna sig í ljósmyndun og mál-
aralist. Á undanfomum árum
hefur Teddi lagt æ meiri
áherslu á höggmyndalist og hef-
ur hann einbeitt sér aö ýmsum
formum víðar sem hann hefur
sankað að sér á ferðum um
heiminn.
Teddi hefur haldið tvær stór-
ar einkasýningar, í Perlunni
1992 og í Ráðhúsi Reykjavíkur
árið 1994, auk smærri sýninga.
Sýningin stendur i Perlunni til
9. september.
jÞETTR ETR’
±E^c5TT* »-0(4 TcEJMo 3°F1€?
eÆTTRR- SMElTFfRRÉrUfTCS-
I TEru-ST stftoio siö- be^T sem j >
^ UF7E>F7lRTIb. STN F-L.ErST=? TfVwIKKEFJ J J
SEM SÍDRM <3F7KÍC5R BERSEf^KS" Á'W
Q-F7tslC3- 03- FScbtTV/ CJM"
HV'EHR _ v ^
i vr-
y.
M 6
Deiglan á Akureyri:
Selló og píanó
í kvöld halda þeir Stefán Öm
Amarson sellóleikari og Jónas
Sen, píanóleikari tónleika i Deigl-
irnni á Akureyri. Á efnisskrá
þeirra em verk eftir Hindemith,
Sjostakovitsj, Atla Heimi Sveins-
son og Hafliða Hallgrímsson.
Stefán Öm er nýkominn frá
námi í Bandaríkjunum þar sem
hann stundaði nám hjá Erling
Blöndal Bengtson og er hann
nýráðinn sellókennari við Tónlist-
Skemmtaiúr
arskóla Akureyrar. Hann komst
nýverið í úrslit tónlistarkeppni
ungra einleikara, Tónvakans, þar
sem efnilegustu hljóðfæraleikarar
landsins leiða saman hesta sína.
Jónas Sen vakti strax athygli þeg-
ar hann var nemandi í Tónlistar-
skóla Reykjavíkur fyrir afburða
Stefán Örn Arnarson leikur ásamt Jónasi Sen í Deiglunni í kvöld.
hæfileika og hefur hann síðan enda. Tónleikamir hefjast kl.
komið víða fram sem einleikari og 20.30.
jafnan vakiö hrifhingu áheyra-
Færð víðast
hvar góð
Færð er víðast hvar góð á þjóð-
vegum landsins. Á nokkrum stöðum
á landsbyggðinni em vegavinnu-
flokkar að lagfæra og setja nýtt slit-
lag á vegi og ber að virða hraðatak-
Færð á vegum
markanir sem settar em. Má nefha
að verið er að lagfæra vegi í Mý-
vatnssveit og á Mývatnsöræfum og
Hrafnseyrarheiði og Flateyrarvegi á
Vestfjörðum. Hálendisvegir era
flestir færir vel útbúnum bílum en
þó era sumar leiðir aðeins fýrir fjór-
hjóladrifna fjallabíla. Og vert er að
taka fram að hafa bílana vel útbúna
ef keyra á hálendisvegi.
Ástand vega
m Hálka og snjór @ Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir
Q>) LokaörStOÖU ® Þungfært (g) Fært fjallabílum
Hrefna
Litla myndarlega stúlkan á
myndinni, sem hefur fengið nafniö
Hrefna María, fæddist á fæöingar-
Barn dagsins
Maria
deild Landspítalans 23 júlí. Hún
mældist 50 sentímetrar og var 12,5
merkur að þyngd. Foreldrar henn-
ar eru María Gísladóttir og Hall-
grímur Sveinn Sævarsson.
Janeane Garofalo leikur útvarps-
konu sem ekki er sátt við útlit sitt.
iC
K
Sannleikurinn um
hunda og ketti
Regnboginn frumsýndi fyrir
helgi rómantísku gamanmyndina
Sannleikurinn um hunda og
ketti. í myndinni leikur Janeane
Garofalo hina beinskeyttu og orð-
heppnu Abby sem stjómar út-
varpsþætti fyrir gæludýraeigend-
ur. Hún hefur mikla útgeislun í
útvarpsþáttum sínum en í raun-
vemleikanum er hún ósköp
venjuleg og frekar óálitleg stúlka.
Nábúi hennar er Noelle, sem er
gullfalleg fyrirsæta en hefur ekki
sama andlega atgervið og Abby.
Dag einn hringir ljósmyndarinn
Ben í útvarpsþátt Abbyar og lík-
ar svo vel við hinn skemmtilega
og orðheppna stjórnanda að hann
býður henni á stefnumót en biður
hana einnig að lýsa sjálfri sér í
Kvikmyndir
gegnum símann og Abby lýsir
vinkonu sinni, Noelle. Málið
vandast þegar Ben laumar sér
inn í stúdíóið til að sjá
draumadísina sína .. .
Auk Janeane Garofalo leika í
myndinni Uma Thurman og Ben
Chaplin. Leikstjóri er Michael
Lehman, en hann á að baki
myndimar Heathers, Hudson
Hawk óg Airheads.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Svarti sauðurinn
Laugarásbíó: Mulholland Falls
Saga-bíó: Algjör plága
Bíóhöllin: Sérsveitin
Bíóborgin: Kletturinn
Regnboginn: Sannleikurinn um
hunda og ketti
Stjörnubíó: Nornaklíkan
Krossgátan
Lárétt: 1 jörð, 5 fugl, 8 torleiði, 9 féll,
10 gatan, 11 vanrækja, 14 valsa, 16
efl, 17 til, 18 pinnar, 20 heiöur, 21
stöng.
Lóðrétt: 1 uppeldismóðirin, 2 tíðum
3 nema, 4 gleöikona, 5 eldamennska,
6 spíri, 7 ákveðnir, 12 rænu, 13 for-
feður, 15 snjó, 19 fljótum.
Lausn á sfðustu krossgátu.
Lárétt: 1 kenjótt, 7 át, 8 aumar, 10
rauði, 12 ká, 13 nema, 15 las, 17 al, 18
eðlur, 20 strit, 22 mó, 23 kant, 24 ótt.
Lóðrétt: 1 káma, 2 eta, 3 naum, 4 juð-
aði, 5 óm, 6 tak, 9 rás, 11 ill, 14 elta, 16
aumt, 18 em, 19 rót, 20 Sk, 21 tó.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 07.08.1996 kl. 9.15 165
Eininn Kaup Sala Tollflenni
Dollar 66,220 66,560 66,440
Pund 101,960 102,480 103,490
Kan. dollar 48,160 48,460 48,400
Dönsk kr. 11,5460 11,6070 11,5990
Norsk kr 10,3300 10,3860 10,3990
Sænsk kr. 10,0100 10,0650 10,0940
Fi. mark 14,7450 14,8320 14,7300
Fra. franki 13,0820 13,1570 13,2040
Belg. franki 2,1649 2,1779 2,1738
Sviss. franki 54,8400 55,1400 54,9100
Holl. gyllini 39,7600 40,0000 39,8900
Þýskt mark 44,6400 44,8700 44,7800
ít. líra 0,04357 0,04385 0,04354
Aust. sch. 6,3400 6,3800 6,3670
Port. escudo 0,4340 0,4366 0,4354
Spá. peseti 0,5252 0,5284 0,5269
Jap. yen 0,61510 0,61880 0,61310
írskt pund 106,290 106,950 107,740
SDR 96,37000 96,95000 96,93000
ECU 83,7200 84,2200 84,2900
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270