Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1996, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1996, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 1996 23 Iþróttir Sigurður sigurvegari í fyrsfa heimsbikarmótinu - á þriðja þúsund áhorfendur fylgdust með tilþrifunum í Jósepsdal Fyrsta heimsbikarmót í torfæru, Sónax-torfæran, var haldið í Jóseps- dal á laugardaginn. Mikifl fjöldi áhorfenda, um 2200 manns, fylgdist með keppninni sem var að mörgu leyti ágæt en dróst alltof mikið á langinn. Alltof langan tíma tók að hreinsa brautir og gera þær klárar fyrir næsta bíl, auk þess sem tveir bílar þurftu vegna mistaka að keyra sömu braut tvisvar sinnum. Gott veður bjargaði miklu og þeir sem enntust allan tímann sáu nokkur góð tilþrif, sérstaklega í tímabraut- inni. Þrír erlendir bílar meö í keppninni Þrír erlendir bílar tóku þátt í keppninni, einn götubíll frá Noregi og tveir sænskir sérútbúnir. Þeir voru meðal neðstu keppenda. Margir biðu spenntir eftir þvi að sjá hvemig ömmunni í torfærunni, Sæunni Lúðviksdóttur, gengi. Sæ- unn keppir í heimsbikarmótinu á Svala sem eiginmaður hennar, Gunnar Egilsson, ekur í íslands- meistarakeppninni. Þau hjónin eignuðust bamabarn í sumar og er Sæunn fyrsta amman sem keppir i torfæra. Sæunn keyrði ágætlega í keppninni og endaði í sjöunda sæti. Eftir þrjár brautir var Gísli G. Jónsson á Makkanum með forustu. Þór Þormar Pálsson á Pizza 67 var á hæla honum og í næstu braut, sem var löng og há, með frákasti efst, lagði Þór heldur mikið undir, fór hæst allra, náði Gísla að stigum, en tók fjórfalda harða veltu á niðurleið og var bíllinn óökufær eftir það. 1 fimmtu og næstsíðustu brautinni náði Sigurður Axelsson á Fríðu Grace í 300 stig og Einar Gunnlaugs- son á Norðdekk-drekanum í 290, meðan aðrir nældu í mest 200 stig, og voru þeir þá komnir í 1. og 3. sæti. Sigurður keyrði tímabrautina mjög vel og Gísli, sem var strax á eftir honum, þurfti að ná betri tíma en hann og fara refsilaust til að tryggja sér sigur. Gísli keyrði meistaralega vel Gísli keyrði alveg meistaralega vel, var nokkuð oft á tveimur hjól- um, nánast velti og náði bestum tíma en tók niður eitt dekk og vann Sigurður því þetta fyrsta heimsbik- airnót í flokki útbúinna. í flokki götubíla var slagurinn um fyrsta sætið milli þeirra Gunn- ars Guðmundssonar á Rapparanum og Gunnars Pálma Pétursson á Ford ‘42. í fyrstu þremur brautunum var Gunnar Pálmi með 10 stiga forustu en í 4. braut náði Gunnar Guð- munds forastu. í fimmtu braut náði Gunnar Pálmi aftur forastu en velti einnig, en hann er einn af þeim sem velta mjög sjaldan. Gunnar Pálmi náði svo bestum árangri i tímabraut og gulltryggði þannig sigur sinn. Úrslit. Sérútbúnir: 1. Sigurður Axelsson, 1260 stig. 2. Gísli G. Jónss., 1250 stig, 3. Einar Gimn- laugsson, 1140 stig. Tilþrif fékk Gísli G. Jóns Götubílar. 1. Gunnar P. Péturss. 1320 stig. 2. Gunnar Guðmundss 1260 stig. 3. Rafn A. Guðjónss. 1110. Tilþrif fékk Thorbjöm Johanson. -Ása Jóa Gunnar Pálmi Pétursson á Ford ‘42 sigraði í flokki götubíla á fyrsta heimsbikarmótinu í torfæru sem haldiö var í Jósepsdal á laugardaginn. Hér veltir Gunnar Pálmi í næstsíöustu braut en nánast gulltryggir sér sigurinn meö því aö fara hæst allra. DV-mynd Ása Jóa Náðum okkur ekki á strik „Viö náðum okkur ekki á strik í þessum leik og þaö var mikill munur á leik okkur frá þvf gegn Hollendingum,” sagði Sigrún Óttarsdóttir, leikmaður fslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir leikinn gegn Rússum. „Andlegur undirbúningur fyrir leikinn var í góðu lagi en þegar út í alvöruna var komið gekk ekkert upp. Við gerðum okkur sekar um alltof marga sendinga- feila og mistök gegn liði eins og því rússneska era dýr. Þær leika mjög fast og það var undarlegt aö sjá ekki einu sinni gult spjald þegar sparkað var í höfuðið á Auði,“ sagði Sigrún. Þess má geta að dómari leiksins kom frá Hvíta-Rússlandi. Mikill sóðaskapur íslensku stúlkumar eru ekki vanar hótelum eins og því sem þær gistu á í Moskvu. Mikill sóðaskapur var þar og auk þeirra gistu margir kakkalakkar á flestum herbergjum. Þá kvört- uðu stúlkumar undan leikvellin- um sem var harður og af þeim sökum erfitt að hemja boltann. Níu Blikar Nýtt met var slegið í leiknum gegn Rússum því alls voru niu leikmenn frá Breiðabliki inni á í einu en slíkt hefur ekki gerst áður í neinu íslensku landsliði. Sara Smart, leikmaður KR, var í íslenska landsliðshópnum í fyrsta sinn og hún átti að vera í byrjunarliði. Á æfingu fyrir leikinn tognaði hún á ökkla og gat því ekki tekið þátt í sínum fyrsta landsleik. i99izina« ÍSLANDSMÓTIÐ MIZUNO-DEILDIN 11. UMFERÐ Þriðjudagur 20. ágúst kl. 19 VARMÁRVÖLLUR Afturelding - ÍBV KR-VÖLLUR KR - Breiðablik AKUREYRARVÖLLUR ÍBA - Valur STJÖRNUVÖLLUR Stjarnan - ÍA + Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu: Islensku stúlkurnar mættu ofjörlum sínum - leika tvo leiki gegn Þjóðverjum í haust um sæti í úrslitunum íslenska kvennalandsliðið í knattspymu mætti ofjörlum sínum þegar það lék gegn Rússum í Moskvu á laugardag og tapaði 4-0. Leikurinn var sá síðasti í riðla- keppninni og með sigri hefði ís- lenska liðið tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar. Leikurinn var vart hafinn þegar Rússar höfðu skorað fyrsta markiö með fostu skoti utan vítateigs. Markið var mikið áfall fyrir ís- lensku stúlkumar og á 35. mínútu varð'íslenska liðið enn fyrir áfalli þegai- sparkað var I höfuö Auðar Skúladóttur. Hún var borin af leikvelli og flutt á nærliggjandi sjúkrahús þar sem sauma þurfti 4 spor í vör hennar. Rússamir héldu áfram að sækja og um miðjan síðari hálfleik skor- uðu þær tvö mörk með um minútu millibili og fjórða markið kom undir iok leiksins. „Úrslit leiksins era mikil von- brigði fyrir okkur. Við áttum von á því fyrir leikinn að hann myndi verða okkur erfiður en við vonuð- umst til þess að halda honum í jámum og ná að vinna okkur inn í hann. Markið sem kom á 2. mín- útu sló okkur hins vegar alveg út af laginu. Við þurftum að taka áhættu í þessum leik því með sigri hefðum við tryggt okkur áfram. En gæfan var ekki með okkur í leiknum og við þurftum á henni að halda,“ sagði Kristinn Bjömsson landsliðsþjálfari. Katrín Jónsdóttir og Helga Ósk Hannesdóttir léku best í liði ís- lands. Stúlkurnar leika um aukasæti í úrslitunum gegn Þjóðverjum nú í haust, heima og heiman. Lið fslands: Sigfríður Sophusd., Helga Ó. Hannesd., Guðrún Sæmundsd., Sig- rún Óttarsd., G. Jóna Kristjánsd. (Erla Hendriksd.), Auður Skúlad. (Inga D. Magnúsd.), Vanda Sigurgeirsd., Mar- grét Ólafsd., Ragna Lóa Stefánsd., Ást- hildur Helgad. og Katrín Jónsd. -ih LIVERPOOL-KLÚBBURINN Á ÍSLANDI OG LIVERPOOL - ARSENAL á breiötjaldi í Ölveri í kvöld kl. 19.00 Félagsmenn: Ýmsir afsláttaraöilar verða kynntir og verö á veitingum kemur á óvart. Skráning í klúbbinn í Ölveri og í síma 881-3215.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.