Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Síða 3
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
23
DV
íþróttir
Jóhann Samúelsson, handknattleiksmaður með Bjerringbro i Danmörku:
Frá fram að jólum
Lífið hefur ekki verið
dans á rósum hjá Jó-
hanni Samúelssyni eftir
að hann hætti að leika
með Aftureldingu og
fluttist til Danmerkur og
gekk til liðs við 1. deildar
lið Bjerringbro KFUM í
dönsku 1. deildinni.
„Á fyrstu æfingunum
kom i ljós að ég dreif
varla á markið., Ég lék
meiddur allt tímabilið
með Aftureldingu í fyrra
og var alltaf sprautaður.
Nú er komið í ljós að lið-
band í öxl var slitið auk
þess sem taka þarf af
beini sem angrar axlar-
liðinn. Það er hrikalegt
að lenda í þessu svona i
upphafi en ég þarf að fara
í aðgerð á mánudag (í
dag),“ sagði Jóhann í
samtali við DV í um helg-
ina.
„Það eru tvær vikur í
að ég geti farið að æfa og
ég keppi varla með liðinu
fyrr en undir jólin. Auð-
vitað er þetta mjög
svekkjandi, ekki sist
vegna þess að ég hélt, eft-
ir samtöl við lækni á ís-
landi, að þetta væru alls
ekki alvarleg meiðsli.
Annað hefur nú komið í
ljós og þessari niðurstöðu
verður maður bara að
taka,“ sagði Jóhann. -SK
Jóhann Samúelsson verður frá keppni í
danska handboltanum fram að jólum.
Nadal ekki til United
Mannheim í basli
Ekkert verður af þvi að
spænski landsliðsmaðurinn
Miguel Nadal gangi til liðs
við Englandsmeistara
Manchester United.
Bobby Robson, þjálfari
Barcelona, sagði í gær að
hann myndi ekki seija
Nadal eða lána til United.
„Nadal er fastur maður í
byrjunarliðinu hjá mér og
hann er einfaldlega ekki til
sölu. Þaö þýuðir heldur
ekkert fyrir forráðamenn
United að falast eftir því að
fá hann að láni. Þetta er
ekki inni í myndinni,"
sagði Robson.
Martin Edwards, stjóm-
arformaður United, sagði í
gær að kaupverðið væri
ekki lengur vandamál og
beðiö væri eftir símtal frá
Spáni. Það virðist hins veg-
ar ljóst að varnarjaxlinn
Nadal verður áfram hjá
Barcelona. -SK
Það gengur hvorki né rekur hjá Bjarka
Gunnlaugssyni og félögum hans í þýska 1.
deildar liðinu Mannheim.
Mannheim lék um helgina gegn Stuttgart
Kickers og mátti þola tap. í kjölfarið er
Mannheim nú í neðsta sæti 1. deildar með
aðeins þrjú stig.
Líkur eru miklar á því að þjálfari Mann-
heim verði látinn taka pokann sinn á næstu
dögum. Forseti félagsins átti í gær viðræður
við þjálfarann og búist er við afsögn mjög
fljótlega.
Helgi skoraði ekki í 3. deildinni
Tebe Berlín, lið Helga Sigurðssonar, gerði
1-1 jafntefli við FC Berlín i 3. deildinni
þýsku um helgina og var Helgi ekki á skot-
skónum í leiknum. -SK
Jón Arnar Magnússon náöi ágætum árangri í tugþrautinni í Frakklandi um helgina og fyrri dagurinn var sérstaklega
góður hjá þessum snjallasta íþróttamanni sem íslendingar hafa átt. Símamynd Reuter
„Núna er
ég ekki
sáttur"
- sagði Jón Arnar Magnússon
„Nú verð ég að segja
eins og er að ég er
mjög ósáttur. Ég
horfði á þetta ganga
mér úr greipum frá og
með kringlukastinu
sem var mjög lélegt
hjá mér. Kringlan fór
bara ekki lengra. Ég
veit ekki hvað gerðist
og það er ekki til nein
afsökun fyrir þessari
frammistöðu," sagði
Jón Amar Magnús-
son, tugþrautarmaður,
í samtali við DV í gær.
Jón Amar varð 8. á
alþjóðlegu tugþrautar-
móti í Frakklandi um
helgina og var vem-
lega óheppinn í
nokkrum greinum.
Litlu mimaði að Jón
Amar setti Norður-
landamet og hann var
mjög nálægt því að
bæta árangur sinn
verulega:
„Ég átti að fá 200
stig til viðbótar í
kringlukastinu og 150
stig í 1500 metra
hlaupinu. Þá var ég
verulega óheppinn í
langstökkinu. Þar
stökk ég 7,34 metra en
gerði 7,90 metra kast
hárfint ógilt. Þar mun-
aði aðeins millímetra
að ég fengi um 120 stig
til viðbótar. Ég er ekki
vanur að tala um
óheppni en að þessu
sinni er fúll ástæða tU
þess. Mesta áfaUið var
hins vegar í kringlu-
kastinu. Ég var alveg
eins og druUa i
hringnum og þetta er
algerlega óafsakanlegt.
Það er ekki nokkur
leið að finna neina af-
sökun fyrir þessari
frammistöðu. Hins
vegar era í þessu ljós-
ir punktar líka. Ég
bætti árangur minn í
kúluvarpinu og í heUd
er ég ánægður með
fyrri daginn," sagði
Jón Amar.
Fyrstur eftir fyrri
daginn
Hann hafði forystu
eftir fyrri dag keppn-
innar og var þá með
4.425 stig. Jón hljóp
100 metra á 10,80 sek-
úndum, stökk 7,34
metra í langstökki,
varpaði kúlu 15,88
metra, stökk 2,04
metra í hástökki og
hljóp 400 metrana á
47,39 sekúndum.
Fyrsta greinin síð-
ari keppnisdaginn var
110 metra grindahlaup
og þar fékk Jón tim-
ann 14,30 sekúndur. Þá
kastaði hann 38 metra
í kringlukastinu marg-
nefnda og spjótið flaug
61,08 metra. í stangar-
stökki vippaði Jón sér
yfir 4,85 metra og
hann hljóp 1500
metrana á 4:51,49 mín-
útum. Samtals fékk
hann 8.217 stig en fékk
8.274 á Ólympíuleikun-
um í Atlanta.
Hamalainen vann
Eduard Hamalainen
frá Hvíta-Rússlandi
sigraði í þrautinni og
hlaut 8.478 stig og
Tékkinn Tomas
Dvorak varð annar
með 8.456 stig. Allir
bestu tugþrautarmenn
heims tóku þátt í
þrautinni að þeim
O’Brien og Buseman
undanskUdum.
„Vildum fá meira
út úr þessu“
„Þetta gekk vonum
framar fyrri daginn og
þá bætti Jón Arnar ár-
angur sinn um 40
stig,“ sagði Gísli Sig-
urðsson, þjáifari Jóns
Amars, í samtali við .
„Byrjunin síðari
daginn var sæmUeg en
síðan kom áfaUið í
kringlukastinu. Stang-
arstökkið var allt í
lagi en hann þarf að
fara að bæta árangur
sinn í þeirri grein.
61,08 metrar í spjóti er
í lagi en hann á mun
meira inni í þeirri
grein. Ég tala eigin-
lega aldrei um
óheppni en ég get ekki
orða bundist vegna
langstökksins. Þar var
Jón Arnar verulega
óheppinn. Við hefðum
viljað fá meira út úr
þessari þraut en verð-
um að bíða betri tíma
og sýna þolinmæði.
Hafi einhver verið í
vafa um hæfileika
Jóns fyrir þessa þraut
ætti að vera endanlega
ljóst nú að hæfileik-
amir em tU staðar tU
að gera mun betur,“
sagði Gísli.
-SK