Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Page 7
MANUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
27
DV
Fram upp
í 1. deild
1- 0 Hólinsteinn Jónasson (38.)
2- 0 Þorbjörn Atli Sveinsson (44.)
Framarar endurheimtu sæti
sitt i 1. deild eftir eins árs veru í
2. deild þegar liðið sigraði
Leikni, 2-6, á laugardaginn var.
Framarar gerðu gott betur þvi
þeir sigruðu einnig í deildinni,
þótt ein umferð sé eftir, því
Skallagrimm' og Þróttur náðu
aðeins jafntefli í sínum leikjum.
Segja má að viöureign Fram
og Leiknis hafi verið leikur
hinna glötuðu marktækifæra.
Framara sköpuðu sér aragrúa
tækifæra en voru ótrúlegir
klaufar við mark andstæðingins.
Tvö mörk á síðustu mínútum
fyrri hálfleiks nægði Framlið-
inu. Fyrra markið var einstak-
lingsframtak Hólmsteins Jónas-
sonar en Þorbjörn Atli gerði síð-
ara markið úr vítaspyrnu eftir
að hafa verið felldur innan víta-
teigs.
Maður leiksins: Hólmsteinn
Jónasson, Fram. -JKS
Þróttur jafnaði
1-0 Kristján Brooks (14.)
1- 1 Heiðar Sigurjónsson (51.)
2- 1 Kristján Brooks (65.)
2-2 Sigurður Hallvarðsson (88.)
„Við spiluðum þetta nákvæm-
lega eins og sett var upp og ég er
því sáttur við leik minna manna.
Ég er hins vegar mjög ósáttur
við dómgæsluna," sagði Kristján
Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir
jafnteflið gegn Þrótti í Breiðholt-
inu á laugardag.
Enn einu sinni skipti Sigurð-
ur Hallvarðsson sköpum í leik
Þróttar. Hann kom inn á sem
varamaður í leikhléi og lagði
fljótlega upp jöfhunarmark Heið-
ars Sigurjónssonar. Sigurður
tryggði Þrótti síðan annað stigið
með marki úr vítaspyrnu undir
lok leiksins.
„Það eru rosaleg vonbrigði að
klára þetta ekki sjálfir héma í
dag en við verðum bara að vinna
síðasta leikinn," sagði Ágúst
Hauksson, þjálfari Þróttar.
Maður leiksins: Kristján
Brooks, ÍR. -ÞG
Jafnt í Borgarnesi
0-1 Steinn Gunnarsson (44.)
1-1 Sindri Grétarssqn (79.)
Sindri Grétarsson tryggði
Skallagrími mikilvægt jöfiiunar-
mark gegn KA í Borgarnesi og
Skallarnir eiga enn góða mögu-
leika á að ná 1. deildar sæti.
Það vantaöi herslumuninn á
að heimamenn tryggðu sér sig-
urinn í mjög spennandi leik.
Fyrirtæki í Borgarnesi buöu
starfsfólki á leikinn. Lokaleikur
Skailagrims verður á Húsavík og
með sigri þar getur Skallagrím-
ur tryggt sér sæti í 1. deild.
Maður leiksins: Sindri Grétars-
son, SkaUagrimi. -EP
Höröur misnotaði víti
0-1 Davið Ólafsson (70.)
FH-ingar tryggðu sér sigur
gegn Víkingi í Víkinni með
marki Davíðs Ólafssonar. Hörð-
ur Magnússon misnotaði víta-
spyrnu fyrir FH í leiknum.
Maður leiksins: Davíð Ólafsson,
FH. -Hson
Stórsigur Þórsara
1- 0 Páll Gislason (26.)
2- 0 Hreinn Hringsson (36.)
3- 0 Birgir Þór Karlsson (44.)
4- 0 Birgir Þór Karlsson (56.)
4-1 Hjörtur Hjartarson (59.)
Þórsarar voru miklu betri að-
ilinn gegn Völsungi og allt ann-
að að sjá til liðsins eftir að Dav-
íð Þór Garðarsson var rekinn frá
liðinu og Zoran Zikic var settur
á bekkinn.
Maður leiksins: Birgir Þór
Karlsson, Þór. -gk
Blikastelpurnar ósigrandi í knattspyrnu:
„Við hofum lagt
okkur allar fram“
- unnu Stjömuna 11-0 og hafa sigrað í öllum mótum ársins
Breiðablik sýndi það og sannaði í
síðasta leik íslandsmótsins gegn
Stjörnunni á föstudag að það á lang-
besta kvennalið landsins um þessar
mundir. Blikastúlkur hafa sigrað í
öllum leikjum sínum á þessu ári og
hafa hirt alla titla sem í boði hafa
verið.
Leikurinn gegn Stjörnunni byrj-
aði með flugeldasýningu og svo fór
að Blikarnir sigruðu 11-0 eftir að
staðan hafði verið 7-0 í hálfleik.
Breiðabliksliðið lék einn sinn
besta leik i sumar gegn Stjörnunni
og innsiglaði með honum glæsilegt
tímabil. Varla er veikan bletta að
finna á liðinu. Vanda Sigurgeirs-
dóttir stjómaði vörninni eins og
herforingi og leiddi Stjörnustúlkur
hvað eftir annaði í rangstöðugildru.
Á miðjunni réðu þær Ásthildur
Helgadóttir og Katrín Jónsdóttir
ríkjum og í framlínunni voru þær
Kristrún Daðadóttir og Stojanka
Nikolic mjög ógnandi.
Ásthildur skoraði 3 mörk, Sigrán
Óttarsdóttir, Inga Dóra Magnúsdótt-
ir og Stojanka Nikolic tvö mörk
hver og þær Erla Hendriksdóttir og
Kristrún L. Daðadóttir sitt markið-
hvor.
Vona að liðin komi betur
undirbúin á næsta ári
„Það sem leggur grunninn að
þessum frábæra árangri í sumar er
að við æfum mjög vel, skipulega og
tökum þetta mjög alvarlega. Það er
að skila sér núna. Við erum með
góða einstaklinga sem mynda mjög
sterka liðsheild,“ sagði Ásthildur
Helgadóttir.
„Ég fer til Bandaríkjanna í há-
skólanám í janúar og reikna með
þvi að koma aftur í Kópavoginn í
maí og leika hér næsta sumar. En
ég á von á því að deildin verði jafn-
ari næsta ár og vona að hin liðin
verði betur undir það mót búin. Við
höfum lagt okkur allar fram, eins og
á að gera, en hin liðin hafa greini-
lega ekki verið nógu dugleg," sagði
Ásthildur.
Æfingarnar skila sér
„Sumarið hefur verið frábært.
Við höfum náð að stilla okkur vel
saman sem ein heild. Við höfum
æft mjög vel og við lékum æfinga-
leiki frá því í byrjun febráar í
hverri einustu viku og þetta er að
skila sér. Mörg önnur lið byrjuðu
ekki að spila fyrr en i deildarbik-
arnum í apríl og við komum bara
betur undirbúnar heldur en hin lið-
in. Það verða einhverjar breytingar
á liðinu. Vanda, Margrét Sigurðar
og Margrét Ólafs verða ekki með en
þetta verður bara meiri ögrun fyrir
okkur að takast á við,“ sagði Sigrún
Óttarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks.
„Við höfum gríðarlegan metnað
og sigurvilja og erum tilbúnar til að
leggja á okkur það sem þarf. Við
erum búnar að æfa og stefna að
þessu og höfum bætt okkur með
hverju árinu. Þetta er markviss
uppbygging," sagði Vanda Sigur-
geirsdóttir, þjálfari og leikmaður
Breiðabliks, sem hefur náð frábær-
um árangri í sumar með liðið sitt.
Hún hyggst reyna fyrir sér á öðrum
slóðum á næsta ári en aðspurð sagði
hún að það væri óráðið hvert hún
færi.
„Ég er að hugsa um að hætta
núna, á toppnum. Það hefur orðið
mikil breyting á fótboltanum frá því
ég byrjaði að sparka. Það er meiri
snerpa og tækni og einstaklingamir
eru mjög jafnir. Þetta lið á eftir að
vera á toppnum í mörg ár til viðbót-
ar, við eigum svo góða yngri
flokka," sagði Margrét Sigurðardótt-
ir en hún var að leika sinn síðasta
deildarleik.
Stórsigur Skagans
KR tryggði sér silfrið með 5-0
sigri á ÍBA sem þarf að leika auka-
leiki gegn Reyni, Sandgerði, um
sæti í 1. deild á næsta ári. Ólöf
Helgadóttir 2, Guðrán JónaKrist-
jánsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir
og Helena Ólafsdóttir skoruðu mörk
KR.
ÍA vann Aftureldingu 11-0. Ás-
laug Ákadóttir skoraði 6 mörk, Ingi-
björg Ólafsdóttir 3 og Magnea Guð-
laugsdóttir og Erna Gylfadóttir sitt
markið hvor.
Leik Vals og ÍBV var frestað
vegna ófærðar og hefur verið settur
á nk. föstudag, 20. september. -ih
*?***£' M' V..JIW- ^ 1. f
'jy t MM.
Vanda Sigurgeirsdóttir með Islandsbikarinn. Lið Breiðabliks haföi fáheyrða yfirburði í kvennaknattspyrnunni í sumar
og vann öll verðlaun sem í boði voru. DV-mynd Brynjar Gauti
jf#- 2. DEILD KARLA
Fram 17 11 5 1 54-16 38
Skallagr. 17 10 4 3 30-15 34
Þróttur R. 17 9 6 2 36-21 33
FH 17 7 4 6 26-21 25
KA 17 7 4 6 34-31 25
Þór A. 17 7 4 6 28-29 25
Víkingur R. 17 5 3 9 20-31 18
ÍR 17 5 3 9 20-37 18
Völsungur 17 4 3 10 23-39 15
Leiknir R. 17 1 2 14 17^8 5
Leikir lokaumferðar:
Víkingur-Þróttur, Völsungur-Skalla-
grlmur, FH-Fram, Leiknir-Þór, KA-
ÍR.
Þu færd allar upplýsingar
um stödu þína í leiknum
og stöðu efstu liðanna
í síma 904 1015
Verð 39,90 mínútan.
íþróttir
3. deild:
Allt varð
vitlaust í
Sandgerði
- Reynir í 2. deild
Reynir í Sandgerði tryggði sér
keppnisrétt í 2. deild á næsta
keppnistímabili með öruggum og
sanngjörnum sigri á nágrönnum
sínum í Víði á laugardag að við-
stöddum um 500 áhorfendum.
Lokatölur urðu 3-0 fyrir Reyni
og þar með tryggði liðið sér ann-
að sætið í 3. deild. Reynismenn
voru miklu betri í leiknum og
barátta leikmanna liðsins alveg
stórkostleg. Skotinn Kevin
Dochorty skoraði tvívegis á
fyrstu 15 mínútunum og staðan í
leikhléi var 2-0.
Grétar Hjartarson skoraði síö-
an mjög mikilvægt mark fyrir
Reyni strax í upphafi síðari hálf-
leiks og markið var endanlegt
rothögg á Víðismenn.
Geysilegur íognuður braust út
á meðal stuðningsmanna Reynis
að leik loknum.
-ÆMK/-SK
Fjölnir vann
HK og slapp
við fallið
Lið Fjölnis í Grafarvogi gerði
sér lítið fyrir og sigraði lið HK
um helgina í 3. deild Islands-
mótsins í knattspymu.
Með sigrinum tókst Fjölni að
bjarga sér frá falli í 4. deild.
Miklar breytingar urðu á leik-
mannahópi liðsins fyrir keppnis-
timabilið og Fjölnismenn ekki
alltof bjartsýnir á að halda sæti
sínu í deildinni. En það tókst og
víst er að Fjölnismenn ætla sér
stóra hluti næsta sumar.
Lokatölur urðu 2-0 en leikur-
inn fór fram á heimavelli Fjölnis
í Grafarvogi.
Úrslit í öðrum leikjum i deild-
inni urðu þessi:
Grótta-Dalvík..................2-3
Þróttur N-Selfoss..............3-0
Ægir-Höttur....................1-1
3. DEILD KARLA
Lokastaðan er þannig i 3.
deild:
Dalvlk 18 11 4 3 47-32 37
ReynirS. 18 10 4 4 45-26 34
Víöir 18 10 2 6 43-32 32
Þróttur N. 18 8 6 4 39-27 30
HK 18 8 3 7 38-36 27
Selfoss 18 6 6 6 39-46 24
Fjölnir 18 5 3 9 28-39 18
Ægir 18 4 5 9 33-36 17
Höttur 18 3 6 9 2fr47 15
Grótta 18 3 5 10 34-51 14
ÍÞRÓTTADEILD
I