Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Page 2
18
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 -U"V"
tölvur
Forritarahópurinn sem þróaði tryggingakerfið sem Navís seldi Lloyd’s tryggingarisanum.
Navís hf.:
Selur Lloyd's
tryggingakerfi
- skortur á forrituruni hindrar vöxt
ICompuserve tapar
Það hefur verið frekar
drungalegt um að litast hjá
bandaríska Intemetfyrirtækinu
Compuserve á þessu ári. Fyrir-
tækið býst ekki við því að skila
hagnaði fyrr en í lok þessa árs
eða í byrjun næsta árs. Stjóm-
endur fyrirtækisins segja þó að
fyrirtækið hafi skilað hagnaði í
27 ár samfleytt og árið í ár
verði engin undartekning.
Talið er að áskrifendur að
þjónustu Compuserve verði
| rúmlega sex miljónir í byrjun
næsta árs. Erfiðleikar í rekstri
} hafa verið raktir til mikilla fjár-
Í festinga, sérstaklega í Banda-
f ríkjunum en fyrirtækinu hefur
vegnað mjög vel í Evrópu að
undanfomu. Til dæmis er búist
við að þýskir áskrifendur verði
orðnir um 400 þúsund í apríl á
I næsta ári en þeir era um 300
þúsund nú.
1 Compaq stærstir
Stærsti seljandi miðlara í
| heiminum i dag er Compaq
jj tölvufyrirtækið. Það seldi átta
af hveijum tíu miðlurum sem
era búnir Pentium Pro örgjörv-
um fjóra fyrstu mánuði þessa
I árs. Þetta er niðurstaða mark-
. aðsrannsóknarfyrirtækisins
I Internation Data Corporation.
Tölvumyndavál
f frá Casio
Casio hefúr sent frá sér tölvu-
Imyndavél, QV 100, sem gerir
fólki kleift að koma myndum inn
á tölvu. Aðalnotendur slíkra
myndavéla hafa verið Fasteigna-
| salar, bílasalar, tjónamatsmenn,
heimasíðuhönnuðir og þeir sem
vilja geyma dýrmætar minning-
ar á tölvutæku formi.
Boðið er upp á venjulega upp-
lausn og flnni upplausn. Vélin
getur geymt all að 192 myndir í
| venjulegri upplausn en 64
| myndir í finni upplausn. Heim-
ilistæki munu selja þessa vél en
hún verður til sölu á íslandi á
p; næsta ári.
Nýtt Quicktime
fráApple
Apple fyrirtækið hefur gefið
út nýja útgáfu af QuickTime
; forritinu fyrir Macintosh tölv-
ur, QuickTime 2,5. Quicktime
er meginforritið sem er notaö á
Intemetinu og á geisladiskum
| við flutning, klippingu og spil-
1 un á hreyfimyndun og fcjjóði.
Talsmenn Apple fyrirtækisins
Isegja að stafræn tækni sé að má
út mörkin milli hefðbundinna
fjöltniðla, kvikmyndagerða-
manna, framleiðendur marg-
miðlunarefnis og vefsíðuhönn-
uða. „Það sem við höfum þurft
hingað til er einn staðal fýrir
> i alla jpessa hluti og við teljum að
; með nýju útgáfúnni höfúm við
; búið til slíkan staðal“ segir Car-
; los Montava hjá Apple. Um 2/3
allra margmiðlunardiskar eru
gerðir á Macintosh tölvur, sama
hlutfall tölvutónlistar er gerð á
Macintosh og um helmingur
i stafrænnar myndvinnslu er gerð
g á Macintosh.
Hið nýja íslenska hugbúnaðarfyr-
irtæki Navis hefur hannað trygg-
ingakerfi í upplýsingakerfinu
Navision Financials fyrir alþjóðleg-
an markað. Breska tryggingafyrir-
tækið Ibex at Lloyd’s hefur þegar
valið tryggingakerfið fyrir starfsemi
sína hér á landi. Það fyrirtæki mun
hefja starfsemi sína innan skamms í
samstarfi við Félag íslenskra bif-
reiðaeiganda og Alþjóðlega miðlun
ehf.
Kynnt erlendis
Navision Financials er skrifað í
eigin forritunarumhverfi og það
gerir mögulegt að bæta við kerfið.
Tryggingakerfi Navís er slík viðbót.
Fyrirtækið hefúr staðið að kynning-
um á kerfinu úti í Bretlandi og þar
hefur það vakið mikla athygli, segir
Jón Öm Guðbjartsson, markaðs-
stjóri Navís. „Það sem heillar þá
sem hafa skoðað tryggingakerfið er
að upplýsingar birtast með einföld-
um og þægilegum hætti. Forritið er
með Windows notendaskil og allar
upplýsingar birtast með myndræn-
um hætti. Enn fremur býður kerfið
upp á mikinn hraða við vinnslu
enda birtast aUar upplýsingar sem
tengjast hverjmn viðskiptavini
mjög hratt,“ segir Jón Öm. Sem
dæmi um þetta má nefna að hægt er
að skoða myndir af bílatjónum með
myndrænum hætti í tryggingakerf-
inu frá Navís. „Þetta auðveldar til
dæmis mat á tjónum á bifreiðum,”
segir Jón Öra enn fremur.
Skortur á forriturum
Hann segir að skortur á forritur-
um hamli verulega vexti fyrirtækis-
ins. „í raun er það þannig að þessi
skortur veldur því að við getum
ekki nýtt okkur sóknarfæri. Vöxtur-
inn er svo mikill," segir Jón Öm.
Hann segir að mesti skorturinn sé á
reyndu starfsfólki á þessu sviði en
að hans sögn er slikt fólk varla til á
vinnumarkaðinum. „Það er bara
beðið eftir fólki sem er að koma úr
námi,“ segir Jón Öm.
Stofnað í vor
Navis hf. var stofnað í mars síð-
astliðnum og leggur fyrirtækið höf-
uðáherslu á útflutning þekkingar og
hugbúnaðarkerfa i Navision og
Navision Financials. Það er í eigu
Navís, Tæknivals og Landsteina. Nú
vinna tíu manns hjá fyrirtækinu.
Fyrirtækið mun vera hið eina á ís-
landi sem einbeitir sér einvörðungu
á sölu og þjónustu við Navision
hugbúnaði.
-JHÞ
Net-sjónvarp:
Eiginsjón-
varpsstöð
- einungis þarf tölvu,
mótald, myndavél og síma
Fyrsta sjónvarpsstöðin á
Internetinu, sem flytur ein-
göngu frumsamið efni, hefur
: verið opnuð í Bandaríkjunum.
I Aðaldagskrárefni sjónvarps-
stöðvarinnar, sem heitir First-
i TV Network, verða þættir um
‘ ínternetið og frumsamið efni
i sem unnið er á grafíkvinnslu-
f forrit.
Allir að kynna sig
„Við vonumst til þess að geta
hafið útsendingar á íþróttaefni
1 innan mjög skamms tíma,“ seg-
Iir sjónvarpsstjóri First-TV,
Scott Boume. Aðrir veðja á að
notendur Intemetsins séu
: meira eða minna hættir að nota
hefðbundna miðla eins og til
; dæmis sjónvarp. Nýlegar kann-
anir benda reyndar til þess að
notendur Netsins eyði rúmlega
11 tímum á því á viku og horfi
minna á sjónvarp en áður. Búið
er að kynna hugbúnað sem ger-
ir mönnum kleift aö senda út
mynd og hljóð á Internetinu
með venjulegum síma, mótaldi,
; tölvu og myndavél. Engin tak-
mörk eru fyrir því hversu
margir vefflakkarar geta fylgst
með slíkum útsendingum.
„Hin gífurlega íjölgun vef-
síðna á undanfornum árum úti
um allan heim skýrist senni-
lega af því að allir eru að reyna
að kynna sjálfa sig. Þær eru
eins og persónulegar útvarps-
‘ stöðvar sem útvarpa allan sól-
arhringinn,” sagði yfirmaður
Sun Microsystems Inc., Eric
Schmidt, á tölvusýningunni
f Networld+Interop. Nýja tæknin
er sennilega einungis hluti af
þeirri þróun.
Vefurinn
persónugerður
Eðli sínu samkvæmt þá er
veraldarvefurinn afar óskipu-
lagt fyrirbæri þar sem erfitt
getur verið að villast ekki í
* frumskógi slóða, tenginga og
sambandsleysis. Nú hefur
tölvufyrirtækið BroadVision
: útbúið nýja tækni fyrir notend-
ur vefsins sem gerir þeim kleift
að persónugera sína vefþjón-
ustu. Hugbúnaðurinn, sem fyr-
irtækið hefur þróað, heitir The
Angle.
Fyrir viðskiptalífið
Forritinu er ætlað að breyta
framsetningu á upplýsingum
sem notendur á vefnum fá í
hvert skipti eftir skapferli
þeirra eða hvenær þeir nota
vefinn. Þeir geta til dæmis hag-
að málum þannig að fá aðrar
vahnyndir upp eftir því hvort
I þeir nota Vefinn viö vinnu sína
I eða hvort hann sé notaður um
, helgar. Einnig getur notandinn
forritað The Angle eftir per-
sónuleika og skapi í það og það
skiptið. Vefþjónusta, sem hverj-
j um og einum býðst, á því að
geta þróast með breyttum
f smekk og áhugamálum viðkom-
5 andi. Eins og talsmaður Broa-
í dvision orðaði það: „Þú stjóm-
ar, eftir því sem þú þroskast á
} lífsleiðinni þá breytast þínar
upplýsingaþarfir.”
Broadvision hefur i hyggju
að búa sér til lista yfir þúsund
alþjóðleg fyrirtæki og ætlar að
vinna með þessum fyrirtækjum
við að nota þessa nýju tækni í
innanhússnetum þeirra. Nota á
hugbúnaðinn til þess að koma
reglu á samskipti við starfs-
menn innan risafyrirtækja.
mmmmmmmmmmmmmmmm
Smáauglýsingadeild DV er opin:
• virka daga kl. 9-22
• laugardaga kl. 9-14
• sunnudaga kl. 16-22
Tekið er á móti
smáauglýsingum
til kl. 22 til birtingar
nœsta dag
Ath.
Smáauglýsing í
Helgarblað DV
þarf þó að þerast
okkur fyrir kl. 17
á föstudag
a\n mll/< him/r,'
Smáauglýsingar
i>
550 5000
Tölvumál í Evrópu:
Bundnir á
reglugerðaklafa
Bandarískir tölvuframleiðendur
sem markaðssetja vöru sina í Evr-
ópu ná vart upp í nefið á sér þessa
dagana vegna þess sem þeir kalla
reglugerðafargan í tölvu- og fjar-
skiptamálum álfunnar. Þeir gagn-
rýna líka hversu evrópski markað-
urinn er brotakenndur.
Stöðnun
fyrirsjáanleg
Bandaríska fyrirtækið Compaq
hefúr lýst áhyggjum sínum vegna
þess að fyrirsjáanlegt er að eftir-
spum eftir tölvubúnaði i Evrópu
hætti að aukast vegna óhagstæðs
verðs og reglugerðafargans sem fyr-
irtækið segir ríkja í álfúnni. „Við
sjáum ekki fram á annað en sam-
runi tölvunnar og símans sé um það
bil að stöðvast vegna þeirra reglu-
gerða sem eru í gildi í þessari
heimsálfu,” sagði talsmaður
Compaq, Echard Pfeiffer, á nýlegri
ráðstefnu um upplýsingatækni.
Brotakenndur
markaður
Pfeiffer sagði við sama tækifæri
að evrópski markaðurinn væri
alltof brotakenndur. „Við þurftum
að taka tillit til 19 staðla um mótöld
í nýju smátölvunum okkar,” sagði
Pfeiffer. Bandaríkjamennimir segja
líka að smásöluverð á tölvum sé of
hátt en Evrópubúar þurfa að meðal-
tali að borga 34 prósentum meira
fyrir tölvur en notendur í Banda-
ríkjunum.
Annað sem Pfeiffer og Compaq
hafa gagnrýnt er lítil afkastageta
evrópskra símakerfa og telja nauð-
synlegt fyrir áframhaldandi þróun
Intemetsins að það vandamál verði
leyst. „Annars stöðvast kerfið ein-
faldlega,” segir Pfeiffer. -JHÞ/Reut-