Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 DV
26 tölvur
Skúli Valberg Ólafsson, sölustjóri EJS, segir nýja stýrikerfiö, Windows NT
4.0, auka skilvirkni og öryggi viö vinnslu og geymslu gagna.
EJS:
Windows NT 4.0
komið út
Hugbúnaöarrisinn Microsoft á
samstarf við fjölda sjálfstæöra hug-
búnaðar- og upplýsingafyrirtækja
út um allan heim sem aðstoöa
Microsoft við að hagnýta tölvu-
tækni við að byggja upp upplýsinga-
kerfi fyrirtækja. Þessir samstarfsað-
ilar eru kallaðir Microsoft Solutions
Providers og eitt þeirra er EJS. Það
nýjasta sem fyrirtækið býður upp á
er Windows NT 4.0 frá Microsoft.
Einnig hefur fyrirtækið opnað nýja
þjónustudeild sem kölluð er MSF-
lausnir.
Veruleg afkastaaukning
Hið nýja Windows NT 4.0 kemur
út i tveimur útgáfum. Annars vegar
er um að ræða Windows NT 4.0 Ser-
ver netstýrikerfí. Hins vegar er um
að ræða Windows NT 4.0 Worksta-
tion fyrir einkatölvur. Windows NT
4.0 mun vera öflugasta stýrikerfið
sem Microsoft hefur sett á markað-
inn fyrir einmenningstölvur.
Windows NT 4.0 hefur líka fengið
notendaviðmót Windows 95.
í Windows NT 4.0 Workstation er
að finna Windows NT Explorer sem
veitir notendum góða yfirsýn yfir
skipulag gagna í hveiju drifi og
skjalaskrá. Forritið gerir einnig alla
umsýslu og upplýsingastjórnun auð-
velda. Inni i Workstation er nýi vef-
skoðarinn frá Microsoft, Explorer
3.0, en hann veitir aðgang að Inter-
netinu og Intranetum.
Netstýrikerfið, Windows NT 4.0
Server, inniheldur bæði samskipta-
og Intemettól í grunni kerfisins og
hentar það bæði fyrir stór og smá
net. Svokallaðir „álfar“ eða „Wiz-
ards“ gegna miklu hlutverki í nýja
netstýrikerfinu. Sérstaklega má
nefna hóp „umsýsluálfa“ sem leiða
notandann í gegnum aðgerðir eins
og að bæta við notendum í netkerfi,
mynda og stjóma hópvinnu,
samnýtingu drifa fyrir útstöðvar og
netþjóna, svo eitthvað sé nefnt.
Meira öryggi
Skúli Valberg Olafsson, sölustjóri
EJS, segir aö hið nýja Windows NT
4.0 nýtist helst notendum hjá fyrir-
tækjum og stofnunum. „Til dæmis
má nefna að Workstation hentar
þeim sem nota öflugar vinnustöðvar
við til dæmis grafíska hönnun eða
flókna útreikninga," segir Skúli.
Annað sem hann leggur áherslu á
er að öryggi gagna er mun meira í
Windows NT 4.0 en áður hefur
þekkst. „Öll gögn eru ömggari en
þau vom í eldri kerfum. Bætt að-
gangsstýring gerir þaö erfiðara fyr-
ir óviðkomEmdi að komast að þeim
en áður var,“ segir Skúli. Að hans
mati er netstýrikerfið vítamín-
sprauta fyrir netkerfi og öflugar
vinnustöðvar. „Það er heilsteypt
kerfi þjónustueininga sem styður
við upplýsingamiðlun til notenda
innan- og utanhúss. Allt eftirlit og
umsjón með netum verður líka auð-
veldara og skilvirkara," segir hann.
Meiri skilvirkni
Hann bendir á að nú hafi
Microsoft tekið upp sama notendav-
iðmót á öllum sínum kerfum - allt
miðist nú við Windows 95 notend-
aumhverfið. „Þetta þýðir að ef mað-
ur kann á Windows 95 kann maður
til dæmis á Windows NT 4.0. Þetta
þýðir minni þjálfunarkostnað og
meiri framleiðni," segir Skúli að
lokum. -JHÞ
Megabúð Skífunnar:
- verða svipuð bylting og hljóðkortin, segir Ólafur Jóakimsson
Megabúð Skifunnar hefur fjöl-
breytt úrval leikja til sölu i verslun
sinni og greinilegt er þegar litast er
um í versluninni að unnendur
tölvuleikja geta reynt sig við ótrú-
legustu hluti eins og að ferðast i
gegnum tímann, fljúga orrustuþot-
um eða leikið við ljón á sléttum Afr-
íku. Megabúðin selur einnig hina
vinsælu leikjatölvu Sony Playsta-
tion
Microsoft hefur sókn
Ólafur í Megabúð Skífunnar á
Laugavegi er nýlega kominn af
ECPS-tölvuleikjasýningunni í Lon-
don þar sem allir evrópskir fram-
leiðendur tölvuleikja sýna það
nýjasta sem boðið verður upp á
næstu mánuðina í leikjabransan-
um. „Þetta var alveg risastór sýning
með mörgum glæsilegum sýningar-
og sölubásum. Það sem kom í ljós
þarna var að þrívíddarskjákort eru
að koma inn á markaðinn með
miklum þunga. Ég held að það verði
eins og þegar hljóðkortin voru að
koma inn á markaðinn, fyrr en var-
Endurmenntunarstofnun Hl
Gagnleg námskeið
Endurmenntunarstofnun Há-
skóla íslands býður upp á fjöl-
breytt námskeið í notkun tölva
og hugbúnaðar í vetur. Þar á
meðal má nefna námskeið um
Unix stýrikerfið, Margmiðlun,
forritunarmálið Java og hönnun
vefsíðna með HTML forritunar-
málinu.
Ætluð fólki með ein-
hverja grunnmenntun
Að sögn Margrétar Bjömsdótt-
ur endurmenntunarstjóra hafa
námskeið Endurmenntunarstofn-
unar Háskóla íslands verið vel
sótt. Þau henta flest fólki með
einhveija grunnmenntun fyrir þó
að þau séu opin öllum. „Það er
samt afar mismunandi hversu
mikla menntun og þekkingu nem-
endur okkar þurfa að hafa aflað
sér til þess að hafa gagn af þeim
námskeiöum sem við bjóðum upp
á. Það er munur á því hvort um
er að ræða námskeið um Unix
Margét Björnsdóttir endurmennt-
unarstjóri segir mismunandi
hversu mikla grunnmenntun fólk
þurfi aö hafa til þess aö hafa gagn
af námskeiöum hjá Endurmennt-
unarstofnun Háskóla Islands.
stýrikerfið eða námskeið sem
fjallar um einfalda heimasíðu-
hönnun," segir Margrét.
-JHÞ
ir verða allir komnir með þvívídd-
arskjákort," segir Ólafur. Hann seg-
ir að nú séu nokkrir slagsmálaleik-
ir og bílaleikir framleiddir fyrir
þessi nýju skjákort. Auk þessarar
nýju þróunar eru grafik og hljóð-
gæði sífellt að aukast í tölvuleikj-
um, að sögn Ólafs.
„Það sem hefur verið vinsælast
hjá okkur að undanfömu hafa verið
leikir eins og Z sem er blanda af
skotleik og herfræðileik, Quake,
sem minnir um margt á hinn
óhugnanlega Doom, og The Pandora
Directive sem er ævintýraleikur
með kvikmyndaatriðum og flóknum
söguþræði. Síðasttaldi leikurinn er
framhald af hinum geysivinsæla
leik Under a Killing Moon.“
Ný sókn
Hann segir að Microsoft hafi gert
öllum ljóst á ECPS-sýningunni að
fyrirtækið ætli að láta til sín taka af
fullum þunga á leikjamarkaðinum.
„Það hefur ekki gengið vel að mark-
aðssetja Windows 95 fyrir tölvu-
leiki. Nú ætlar fyrirtækið að snúa
vöm í sókn og þeir hafa fengið flest
aðalnöfnin í iðnaðinum með sér til
þess að framleiða leiki sem ganga á
Windows 95,“ segir Ólafur
Sony Playstation er vin-
sæl
Hinar geysivinsælu leikjatölvur
Sony Playstation eru seldar í Mega-
búð Skífunnar og segir Ólafur að
þær hafi gengið vel í landann.
„Tölvan hefur selst afar vel enda
hefur hún lækkað nokkuð í verði.
Það sem helst ræður velgengni
hennar er að það em þegar til um 80
leikjatitlar fyrir hana. Þetta skiptir
máli þegar litið er til þess að það
em kannski bara um 5-10 titlar til
fyrir aðrar sambærilegar vélar á
markaðinum," segir Ólafur. Hann
segir að margar nýjungar séu á döf-
inni fyrir Sony Playstation. Sérstak-
lega má nefna að Sony ætlar að
framleiða aukabúnað sem gerir not-
endum vélarinnar kleift að tengjast
Internetinu.
-JHÞ
Ólafur Jóakimsson hjá Megabúöinni segir aö velgengni Sony Playstation byggist á tæknilegri fulikomnum og miklu
og góöu leikjaúrvali.