Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
tþlvur
Heimilistæki hf.:
Með elsta PC tölvumerkið
Prentkaplar • Netkaplar • Sérkaplar
Samskiptabúnaður fyrir
PS, PC og Macintosh
Samsetning á tölvubrettum, vél lóðning.
• •
Ortækni
Það er sjaldgæft í hverfulum
tölvuheiminum að fyrirtæki selji
sama vörumerkið í heilan áratug.
Heimilistæki hf. eru þó ein af þeim
fyrirtækjum sem hafa enst svo lengi
með eitt merki, fyrirtækið hefur selt
Laser tölvur í tiu ár.
Tölvur fyrir útlitið
„Ég held að ekkert annað fyrir-
tæki hafi verið jafnlengi með sömu
PC tölvutegundina og við,“ segir
Benedikt Rúnarsson, sölustjóri hjá
Heimilistækjum, og á þá við Laser
tölvurnar. Hann segir að hvað varði
almenna notendur þá bjóði fyrir-
tækið helst upp á Laser tölvur og
Acer Aspirer tölvur sem eru orðnar
margfrægar fyrir sitt stórskemmti-
lega útlit. „Sumir kalla þetta grænu
tölvumar,“ segir Benedikt. Heimil-
istæki selja líka Acer Power tölvur
sem em fyrir venjulega notendur
eins og til dæmis fyrirtæki. „Acer
Aspirer tölvu kaupa þeir sem vilja
hafa flotta og góða tölvu í stofunni
sem er afar auðvelt að nota. Tölvan
er með innbyggða skel ofan á
Windows 95 sem gerir hana svo ein-
falda sem raun ber vitni,“ segir
Benedikt.
Eins og á flestum einmennings-
tölvum þá er stýrikerfi og annar
hugbúnaður á Acer Aspirer tölvurn-
ar allur á ensku. Benedikt segir að
það sé ekki eins slæmt og oft er lát-
ið líta út fyrir. „Staðreynd málins er
einfaldlega sú að við lifum á upplýs-
ingaöld þar sem hraðinn er í fyrir-
rúmi. Það er ómögulegt að þurfa að
bíða eftir því að nýjustu forritin séu
þýdd á íslensku. Þýðingarmikil
ástæða fyrir því að íslenskir forrit-
arar em svona eftirsóttir erlendis
er sú að þeir hafa haft aðgang að því
nýjasta í tölvuheiminum og því má
ekki breyta," segir hann. Að hans
sögn er afar dýrt að flytja forrit yfir
á íslenska tungu og hann telur að ef
það væri gert væri verið að verð-
leggja tölvur og hugbúnað þannig
að færri gætu keypt. „Það er því
miður að megnið af þeim hugbúnaði
sem við notum er á ensku og ég er
ansi hræddur um að íslendingar tali
ekki eins gott mál og þeir gerðu fyr-
ir nokkrum áratugum. Það sem þarf
að gera er að búa til meira af
Elnet hf.:
Scala komið út fyrir PC
Nýr alhliða hugbúnaður á sviði
margmiðlunar mun koma út innan
skamms á vegum Elent hf. Hugbún-
aðurinn heitir SCALA og er afurð
samnefnds norsks fyrirtækis sem
gaf forritið eingöngu út fyrir Amiga
tölvur til ársins 1993.
í hugbúnaðarpakkanum eru 600
megabæt af alls kyns bakgrunnum,
hljóðskrám, stafrænt myndefni og
önnur myndasöfn. Ómar Guð-
mundsson hjá Elnet segir að SCALA
sé gagnlegt fyrir þá sem vinna gögn
til kynningar. „Það má nota það til
þess að setja saman mynd og hljóð
að vild. Það má líka nota SCALA til
skemmtunar, til dæmis er ekki
erfitt að gera myndband við uppá-
haldslagið eða drög að kvikmynd"
segir Ómar. Dæmi um tæknilega
möguleika SCALA er að það hug-
búnaðurinn gerir notendum kleift
að vinna myndir í fullri stærð, hann
inniheldur hljóblandara sem gerir
mögulegt að spila mörg hljóð eða
tóna samtímis og einnig má nefna
að forritið velur sjálfkrafa bestu lit-
ina fyrir skjámyndir.
- JHÞ
SCALA
kennsluhugbúnaði á íslensku fyrir
börn og unglinga eins og gert er
með miklum sóma víða erlendis,"
segir Benedikt að lokum. -JHÞ
Hátúni 10,105 Reykjavík, sími 552-6800, fax 552-6809
SCALA býður upp á fjölbreytta möguleika.