Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 JLj' 'V
» tölvur
_
Einar Hilmarsson grunnskólakennari:
- vill hafa tölvumál á íslensku
Tölvan á
framandi
ekki að
vera
Einar Hilm-
arsson segir
mikilvægt að
börn læri strax
að venjast
tölvum á ís-
lensku.
Einar segir að það
megi deila um hvort
það standi upp á hið opinbera eða
fyrirtækin að greiða kostnað við
þýðingu á almennum hughúnaði.
„Mér fmnst samt fljótt á litið eðli-
legt að fyrirtækin bjóði sína vöru á
íslensku. Hið opinbera ætti kannski
frekar að setja einhver ákvæði um
hvernig þessir hlutir eigi að
vera eins og i kvikmyndum og sjón-
varpi,“ segir Einar
Tölvan er fjölmiðill
Eins og mikið hefur verið fjallað
um hefur tölvan öðlast nýtt hlut-
verk sem nokkurs konar fjölmiðill.
Þetta hefur gerst með nýrri sam-
skiptatækni eins og til dæmis ver-
aldarvefnum. „Tölvan hefur verið i
mjög örri þróun undanfarin ár. Það
hefur ekki verið fyrr en á allra síð-
ustu árum eða misserum sem tölvur
hafa verið notaðar mikið við miðl-
un og fræðslu. Þetta er að gerast
mjög hratt og það er einmitt það
sem er að vekja menn til umhugs-
unar. Þetta var tæki sem menn
voru með heima hjá sér eða í vinn-
unni og þá skipti þetta litlu máli.
Nú eru böm farin að nota þetta
mjög ung, það er farið að kenna
þeim á tölvur kannski allt frá sex
ára aldri. Þá er þetta farið að skipta
mun meira máli en áður,“ segir Ein-
ar.
Islenskan hjálpar
Einar segir að það breyti miklu
fyrir yngri nemendur og þá sem
hafa minna sjálfstraust gagnvart
tölvunotkun að geta nálgast tölvuna
á sínu eigin móðurmáli. „Það er
stórt atriði að geta skilið það sem
tölvan er að segja,“ segir Einar.
Hann vill meina að tölvuheimurinn
hafi verið skilgreindur sem „út-
lenskur" sem væri ekkert flottur ef
hann væri íslenskur. Einar segir
líka að það megi ekki gleyma þeim
nemendum sem hafa enga reynslu
af tölvum þegar þeir koma upp í 10.
bekk grunnskóla. „Þetta er stór hóp-
ur og hann má ekki gleymast í um-
ræðunni eins og gerist oft. Þessum
nemendum finnst mun þægilegra að
læra á tölvur á íslensku enda er það
tvöfalt álag að læra á nýja tækni og
gera það á ensku. Þetta gildir líka
um þá nemendur sem eru ekki eins
fljótir að grípa hlutina og aðrir,
tölvumhverfi á ensku getur því ýtt
undir ákveðna skiptingu milli
krakkanna. Það ýtir ekki undir
sjálfstraustið að fá skilaboð frá vél-
inni sem ekki skiljast," segir Einar.
Hann er mjög fylgjandi því að
skrárkerfi tölva sé aðlagað íslens-
kunni engu síður en stýrikerfi og
forrit. „Því miður eru það bara Mac-
intosh tölvurnar sem hafa þann
kost en það er vist eitthvað að rofa
til hjá PC-tölvunum,“ segir Einar.
Hann segir að þetta sé stórt atriði
fyrir óvana nemendur, það auðveldi
þeim róðurinn að geta merkt skrár
með íslenskum stöfum en ekki með
einhverjum stikkorðum," sagði Ein-
ar.
Gert upp á milli kerfa
í Hlíðaskóla nota börn tölvur sem
kennslutæki, til dæmis skila þau
verkefnum sem þau vinna á tölv-
urnar og nýta sér kennsluhugbúnað
ýmiss konar. Einar segir að það
megi finna mörg góð kennsluforrit á
íslensku sem nýtast til dæmis við
kennslu í stærðfræði og íslensku.
Hann vill ekki gera upp á milli ein-
stakra forrita. „Það stendur ekkert
eitt upp úr en það kemur mikið af
nýjum hugbúnaði til þessara nota.
Það er samt óskiljanlegt að þessi
nýju íslensku kennsluforrit eru nær
öfl fyrir Windows umhverfið sem
hefur ekki verið þýtt á íslensku,"
segir Einar. Hann bendir á að
Námsgagnastofnun hafi nánast
hafnað að styrkja útgáfu á forritum
fyrir íslenska Macintosh stýrikerf-
ið. „Það er því miður bara eitt ís-
lenskt stýrikerfi og það er framleitt
minna af íslenskum kennsluhug-
búnaði fyrir það, þeir sem skrifa
fyrir Macintosh stýrikerfið fá ekki
fyrirgreiðslu að því er ég kemst
næst. Þetta hefur valdið því að góð
forrit hafa stoppað vegna fjár-
skorts,“ segir Einar.
Hann gagnrýnir mjög þá hugsun
að þeir sem hafi vanist Windows og
PC-tölvum telji Macintosh tölvur á
íslensku lélegri tölvur og öfugt.
„Þetta er hugsun sem við þurfum að
losna við,“ segir Einar að lokum.
-JHÞ
Hringiðan:
Nýr fasteignagrunnur
- hægt að skoða hús úti um allan heim
Verk
fyrirtækjanna
Tölvur og íslensk tunga hefur
verið nokkuð í umræðunni að und-
anförnu. Til eru þeir sem segja að
þung áhersla á íslensku í tölvumál-
um geri ekkert annað en tefja fyrir
þróuninni og hækka kostnað á vél-
og hugbúnaði. Aðrir segja að notk-
un á íslensku máli við leik og störf
við tölvuna færi notandann nær
henni og sýni svo ekki verður um
villst að tölvan er ekki eitthvað
framandi og útlent verkfæri. Einar
Hilmarsson, tölvukennari í Hlíða-
skóla, er á þeirri skoðun.
Enskan ekki máðurmál
tölvunnar
Einar segir að það megi í raun
líkja þessu við bækur eða kvik-
myndir, þetta séu miðlar sem flestir
vilji geta nálgast á sínu eigin tungu-
máli. „Enska er heldur ekkert móð-
urmál tölvunnar frekar en íslenska.
Enskan er útbreidd en við eigum
ekki að sætta okkur við að kenna
börnum og fullorðum á tölvur á því
tungumáli þrátt fyrir það.“ Hann
gefur lítið fyrir þá röksemd að þýð-
ing á hugbúnaði yfir á íslensku tefji
fyrir þróun í tölvumálum. „Það hef-
ur verið rækilega sýnt fram á að
það er vel framkvæmanlegt að þýða
stýrikerfi yfir á íslensku. Þetta sést
auðvitað best á Macintosh tölvun-
um. Það er ekki að sjá að þróunin
þar sé neitt á eftir þó að stýrikerfi
þeirra og helsti hugbúnaður sé
þýddur yfir á íslensku." Hann bend-
ir líka á að þar virðist þýðingar-
kostnaður ekki hafa gert tölvubún-
að of dýran fyrir neytendur.
Einar Hilmarsson, tölvukennari í Hlíöaskóla, segir þaö vera nýlega þróun aö flokka megi tölvur sem nokkurs konar
fjölmiöla. DV-myndir BG
Það er stórt skref að kaupa sér nýja fasteign og
flestir gefa sér góðan tíma við að velja draumahú-
sið. Þetta vill þó oft verða mikið stapp þegar fólk
þeytist bæjarhluta á milli og skoðar misgóð hí-
býli. Nú ætti að birta til hjá langþreyttum íbúða-
kaupendum þar sem hægt er að skoða hús úti um
aflan heim á veraldarvefnum, án þess að yfirgefa
heimili sitt. Þetta er hægt með fasteignagrunni
Hringiðunnar.
Það tók fólkið sem stóð að hönnun fasteigna-
gnmnsins nokkum tíma að hanna og forrita
hann en menn em ánægðir með útkomuna. „Nú
getur fólk setið inni í stofu á hvaða tíma sólar-
hringsins sem er og skoðað fasteignir og allar
upplýsingar um þær án þess að þurfa að leggja á
sig flakk út um allan bæ,“ segir Guðmundur Kr.
Unnsteinsson, en hann átti hugmyndina að fast-
eignagrunninum. Hann segir að grunnurinn ætti
að henta fólki erlendis mjög vel. „Fólk sem er
kannski að koma til landsins aftur eftir dvöl er-
lendis getur núna skoðað eignir héma heima og
sparað sér þannig tíma. Það getur fengið upplýs-
ingar um húseignir hér á landi, óháð því í hvaða
tímabelti það býr. Það útilokar auðvitað ekkert að
hægt sé að skoða húseignir í öðrum löndum. Það
má til dæmis skoða hús sem eru til sölu hvort
sem er á Flórída eða í Singapúr með þessum
hætti,“ segir Guðmundur.
Kemur fasteignasölum vel
Guðmundur telur að fasteignagmnnurinn sé
ekki bara hentugur fyrir væntanlega húseigendur
heldur sé hann mjög hentug nýjung fyrir fast-
eignasala. „Þeir geta nú haft opið allan sólar-
hringinn og komið upplýsingum um það sem þeir
era að selja á mun skilvirkari hátt en áður. í stað
þess að svara óteljandi símtölum um eignirnar
sem eru til sölu geta þeir sett upplýsingar um
húsin beint á Internetið. Það sparar öllum tíma
og fyrirhöfn, enda verða fyrirspumimar sem fast-
eignasalar fá mun markvissari en áður, hvort
sem þær koma í gegnum síma, fax eða tölvupóst,"
segir Guðmundur. @.mfyr:Vel tekið
Að hans sögn hafa fasteignasalar tekið mjög vel
í þennan nýja möguleika og hann segir það fyrr-
nefndum kostum við hann að þakka.
Guðmundur segir að heimfæra megi hönnun-
ina bak við fasteignagrunninn á sölu á flestum
hlutum, eins og til dæmis bílum: „Þetta var auð-
veldast að fara út í fyrsta kastið en það er fleira
af þessu tagi á döfinni," segir Guðmundur að lok-
um.
x -JHÞ
Hópurinn sem stóð að þróun fasteignagrunnsins. F.v. Halldora Jóhannsdóttir, Guð-
mundur St. Sigurðsson, Guöbjörn Gunnarsson, Halldór Gunnarsson, Friðrik Guöjón
Guönason, Símon H.S. Wiium, Sigurður Darri Skúlason, Guömundur Kr. Unnsteinsson
og Yngvi Þór Jóhannsson.