Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1996, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1996, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 nlist 17 HLJÓMPLjlTU öjmyjjj Melódísk og þægileg - Jamiroquai: Travelling without Moving Þessi þriðja plata Jam- iroquai sýnir ákveðin kaflaskil hjá hljómsveit sem er þó undir stjóm for- ystukálfsins Jay Kay sem á hluta í öllum lögrnn plöt- unnar. Fyrsta platan sýndi melódíurnar, önnur platan blandaði tölvutækninni meira saman við, en á nýju plötmmi koma fram nýir og enn skemmtilegri hlut- ir. Strax verður samt að viðurkenna það hversu lík tónlist Jamiroquai er tónlist Stevie Wonder, en einnig má segja að Jamiroquai sé ekki eina hljómsveitin sem gerir sig seka um að líkjast öðmm fyrri tíma hljómsveitum. Sem dæmi má taka hversu lík Oasis er The Beatles og tónlist Suede fyrstu verkum David Bowie. Þó verður líkneskja Jamiroquai við Wonder stimdum það mikil að ekki má á milli sjá. Tónlistin skilar engu að síður sínu. „Travelling Without Moving“ byrjar á einkar Jamiroquailegu lagi sem heitir „Virtual Insanity", sem þegar hefur náð þónokkmm vinsældum. Grípandi melódía með þjóðfélagsádeilu, ágætisblanda. í lögunum þcir á eftir era farnar nokkuð troðnar poppslóðir, með djass- og fonkivafi, en þegar kemur að sjöunda lagi plötunnar kveður við nýjan tón hjá sveitinni, reggaetaktur er kynntur til sögunnar með góðum árangri. Jay Kay kynnir hlustendum siðan hljóð ástralskra hljóðfæra, þó sérstaklega hljóðfæris sem kallast didgeridoo, i næstu tveimur lögum og er það einnig mjög vel heppnað. Platan endar síðan á rólegu nótunum með fallegri melódíu í laginu „Spend a Lifetime". Lög sem eru líkleg til vinsælda af þessari nýju plötu sveitarinn- ar em: „Cosmic Girl“, „Use the Force“, reggae lagið „Drifting Along" og gaman væri ef dagskrárgerðarmenn kynntu yngri kyn- slóðinni áströlsku hljóðfærin í lögunum „Didgerama" og „Didjital Vibrations". Á heildina litið er platan melódísk, þægileg á að hlusta, vel spil- uð og frumleg á köflum þrátt fyrir þessa augljósu „Wonder“teng- ingu. Guðjón Bergmann REM - New Adventures in Hi-R ickick Sú áheyrilegasta hingað til Platan New Adventures in Hi-Fi var unnin á mikl- um hraða og við aðstæður þar sem hljómplötur verða sjaldan til. Lög og textar vora samin meðan á hljóm- leikaferð REM stóð til að fylgja eftir plötunni Monst- er, fyrstu hljómleikaferð hljómsveitarixmar í áraraðir. Það ku hafa verið Peter Buck gítarleikari sem neitaði að fara í ferð- ina nema fjórmenningarn- ir ynnu að því að skapa eitthvað nýtt jafnhliða því að flytja aðdáendum sínum gamalt efni. Árangurinn er nú kominn út á plötu og eigi að síð- ur er hljómsveitin önnum kafin við að leggja granninn að sínu næsta hljómfangi sem á að koma út á næsta ári. Útkoman er fjórtán laga plata, sennilega fjölbreyttasta laga- safnið sem REM hefur sent frá sér til þessa. Hún hefst á angur- væru lagi i kúrekamyndastíl, How the West Was Won and Where It Got Us. Ákaflega ódæmigerðu fyrsta lagi á plötu en áheyrilegu. Stemningin er síðan keyrð upp í lagi númer tvö, The Wake up Bomb og eftir það skiptast á hugljúfir ópusar í stíl Automatic for the People- plötunnar og hressilegir gítarkeyrslurokkarar að hætti Monstersins. En að sjálfsögðu eru teknar óvæntar hliðar- beygjur hér og þar og jafhvel beitt hljóðfæram sem heyrast vart á plötum lengur, svo sem Mellotron og ARP syntha sem nýtur sín ómælt í furðulegasta lagi plötmmar, Leave. Þar er á ferðinni óm- þýð laglína með sérlega ómstríðum granni ARP hljóðfærisins. Út- koman er skemmtileg tilraun til að sætta tvennt ósættanlegt, hið þýða og striða, og útkoman er furðulega áheyrileg. Of langt mál yrði að telja upp kosti hvers einasta laganna fjórt- án á New Adventures in Hi-Fi. Ókostum er vart fyrir að fara. Þeir era alltént svo smáir að ekki tekur því að hafa orð á þeim. Ef mæla ætti með einhverjum lögum fleiram en þeim sem þegar hafa verið nefnd kemur hið angurblíða E-Bow the Letter fyrst upp í hugann. Þar mætir Patti Smith til leiks og syngur með og á móti Michael Stipe. Finn dúett það. Á Departure er keyrt að hætti Stones ’72, í svipuðum anda og fjölmargar Stones- og Faces eftirlíkingar hafa látið frá sér fara síðustu áratugina. Binky the Doormat er öllu tímalausara en gítarkeyrslan er ekki minni. Og ekki má gleyma hinu ósungna Zither sem var hljóðritað í bún- ingsherbergi í Fíladelfiu. Það er raunar eina lagið sem tekið er upp við „dæmigerðar" aðstæður á hljómleikaferð. Hin eru ýmist hljóðrituð við hljóðprufur eða á tónleikunum sjálfum. Reyndar fór hljómsveitin í hljóðver í Seattle eftir að Monster-ferðinni lauk og endurtók þar fjögur lög sem hún hafði áður verið búin að ganga ffá til útgáfu en var væntanlega ekki alveg nógu ánægð með. Fjórmenningamir í hljómsveitinni REM hafa margt gott látið frá sér fara á sextán ára ferli. New Adventures in Hi-Fi er hið áheyrilegasta hingað til. Platan er mátulega hrá. Hvergi neitt of eða van. Melódíumar eru stórgóðar, textar jafn torræðir og fyrr og útsetningar á köflum frumlegar. Það fer að læðast að manni sú hugsún að rokkið sé eftir allt saman ekki iafn steindautt og það hefur virst vera síðustu misserin. Ásgeir Tómasson The Cardigans setja stefnuna á tunglið The Cardigans ætla að halda ótrauð áfram að leggja heiminn að fótum sér. Nýjasta plata sænsku hljóm- sveitarinnar The Cardigans heitir First Band on the Moon. Ellefu laga gripur sem grúppan hljóðritaði heima í Malmö undir stjórn sama pródúsents og fyrr. Sá heitir Thore Johansson. Þrátt fyrir velgengni síðustu missera sá liðsfólk Cardig- ans ekki ástæðu til að breyta fyrri háttum og bóka sig í heimsþekkt hljóðver með kraftaverkamanni á alþjóðlegan mælikvarða. Þau telja sig vera með grip í höndunum sem á að seljast að minnsta kosti jafn vel og síðasta plata, Life, sem fór í meira en einhi og hálfri milljón ein- taka um allan heim, þar á meðal hálfri milljón í Japan. Á First Band on the Moon er allt til staðar sem The Cardigans buðu upp á á fyrri plötum sínum. Létt Sveifla í laglínunum (áhrif frá tón- listinni í barnatímum sænska sjón- varpsins í gamla daga), sykursæt söngrödd Ninu Persson, einföld lög Peters Svenssons. Sem fyrr semur hljómsveitin textana sína í samein- ingu. Einhverjir hafa haft á orði að það sé ekki jafn engilbjart yfir tón- listinni á nýju plötunni og á Life en það segir Peter Svensson að sé bara smekksatriði. Óvænt velgengni Heimsfrægð The Cardigans kom öllum á óvart, fimmmenningunum jafnt sem öðrum sem vinna að því að koma hljómsveitinni á framfæri. „Við stofnuðum hljómsveitina bara okkur til gamans," segir Peter Svensson. „Við bjuggumst ekki við neinu þótt við vonuðum auðvitað að fólki þætti gaman að tónlistinni okkar. Við létum okkur ekki einu sinni dreyma um að slá í gegn í út- löndum eins og svo margar aðrar sænskar hljómsveitir stefna að. Hvað þá að Bretar myndu bera okk- ur á höndum sér.“ Ole Hakanson, framkvæmda- stjóri The Cardigans, rifjar upp að fyrstu áætlanir hafi hljóðað upp á að gefa út fyrstu plötu hljómsveitar- innar, Emmerdale, og láta hlutina síðan þróast hægt og sígandi. „Við vildum ekki láta þau herja á alþjóð- legan markað af öllu afli. Þess hátt- ar vinnubrögð geta brugðið til beggja vona,“ segir hann. Ole reikn- aði hins vegar ekki með áhuga Jap- ana á sænskri popptónlist. Fljótlega eftir að japanska útgefandanum var leyft að hlusta á plötuna urðu fimmmenningamir að pakka niður í töskumar og láta sjá sig og heyra þar austur frá. „Um svipað leyti fóra bresk tímarit að setja sig i samband við okkur og eftir það varð ekki við neitt ráðið,“ segir Ole. Life seldist í 85 þúsund eintökum í Bretlandi og þrjú lög af plötunni komust á vinsældalista, Rise and Shine, Camival og Sick and Tired. Bandarikjamenn tóku sömuleiðis þokkalega við sér og að þessu sinni á að herja á þann markað, hinn stærsta í heimi, af mun meiri þunga en síðast. Peter Svensson vonar að hlutimir þar eigi eftir að ganga upp. „Nýja platan er tímalausari en þær fyrri, ef svo má segja. Þær hin- ar báru með sér yfirbragð sjöunda áratugarins. Útsetningarnar vora þannig, textamir og yfirbragðið. Ef eitthvert lag á nýju plötunni hafði eitthvað sem minnti á sjöunda árat- guinn tókum við það og breyttum því. Þrátt fyrir þetta er breytingin frá fyrri plötu alls ekki mikil. Lögin eru eins byggð upp og fyrr, upptöku- maðurinn er hinn sami, sama gamla hljóðverið. Hvers vegna ætti maður að vera að breyta til þegar allt geng- ur upp með gamla laginu?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.