Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 3 Fréttir Misvísandi kaupkröfur verkalýðshreyfingarinnar: Eg tek ekki þatt i þessum uppboðsmarkaði -{ - segir Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasambands Islands DV, Akureyri: „Öll þessi mál eru á því stigi að það er ótímaþært að vera með ein- hverjar yfirlýsingar um væntanleg- ar kröfur í þeim samningum sem eru fyrir hendi. Ég tek a.m.k. ekki þátt í þeim uppboðsmarkaði sem menn hafa verið á undanfarið," seg- ir Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar Verkamannsam- bandsins. Einstaka forsvarsmenn innan verkalýðshreyfingarinnar hafa verið með yfirlýsingar um launakröfur sem leggja á fram og hafa þær verið ansi misvísandi. Aðalsteinn segir að samningsum- boðin séu núna hjá verkalýösfélög- unum en Verkamannasambandið sé þessa dagana að afla þeirra umboða frá 54 aðildarfélögum sínum til að hægt sé að ljúka gerð viðræðuáætl- unar sem liggja á fyrir 22. október. „Allt tal um launakröfur á þess- um tímapunkti er ótímabært og ég og fleiri höfum ákveðið að taka ekki þátt í þessum uppboðsmarkaði. Ef svo fer að Verkamannasambandið semur fyrir flest aðildarfélög sín þá sé rétt að samninganefnd sem verð- ur kjörin móti tillögur og kröfur. Það er því ekki timabært að vera að tjá sig um einhverjar hugsanlegar kröfur á þessum tímapunkti.“ Verður samið til tveggja ára eins og heyrst hefur? „Það er ekki gengið út frá neinu um það fyrirfram. I fyrsta lagi þurf- um við að sjá innihald þess samn- ings sem gerður verður og hvort hægt verður að koma í veg fyrir að það sem gerðist eftir síðustu samn- inga okkar endurtaki sig. Það er tal- að um að verkalýðshreyfingin hafi Síldarsöltun og -vlnnsla hófst á Eskifirði í lok síöustu viku þegar Arnþór EA kom til hafnar meö 40 tonn af mjög góðri síld sem fór öll í söltun og aöra vinnslu til manneldis hjá Friðþjófi hf. sem nú er í eigu Samherja á Akureyri. Tvö af skipum Samherja stunda nú síldveiöar á vegum Friöþjófs, en þau eru Arnþór EA og Oddeyrin EA. Á föstudaginn landaöi Arnþór í annað sinn 70 tonnum af stórri og fallegri síld. DV-mynd Þórarinn þá verið tekin í bólinu því þegar hún hafði lokið sínum samningum komu aðrir á eftir og fengu miklu meiri hækkanh. Það þarf að fyrir- byggja að þetta gerist aftur en síðan kemur að þvi að gildistími samn- ingsins verður ákveðinn," segh Að- alsteinn. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.