Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1996, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
27 .
DV
Fréttir
Tvítugur húsbyggjandi í nýrrri Súðavík:
Ég hef ekkert
þarfara við pen-
ingana að gera
- segir Ármann Heiðarsson
DV, Súðavik:
„Hugsunin var sú að festa pen-
inga í einhverju. Ég reikna þó ekki
með að búa sjálfur í húsinu til að
byrja með heldur leigja það,“ segir
Ármann Heiðarsson, tvítugur Súð-
víkingur sem stendur í húsbygg-
ingu í nýrri Súðavík. Ármann er
yngstur húsbyggjenda á staðnum og
það vekur því nokkra athygli að
hann skuli leggja út í þetta verk.
Húsbyggingin hófst í desember á
síðasta ári og miðar vel.
„Ég hafði ekkert þarfara við pen-
ingana að gera. Ég hef ekkert sér-
staklega gaman af því að standa í
þessu byggingarstússi. Ég er þó
ekki ákveðinn í því hvort ég sest að
héma á staðnum. Það er vel hugsan-
legt að ég fari í nám og þá verður
tíminn að leiða í ljós hvar ég sest
að,“ segir Ármann.
-rt
Armann Heiðarsson í húsi sínu í nýrri Súöavík. Hann segist ekki reikna með að búa sjálfur í húsinu til aö byrja meö,
heldur leigja þaö út. DV-mynd BG
Lýðskólinn hefur aftur göngu sína:
Erum eins og bensínstöð
- segir Oddur Albertsson skólastjóri
Oddur Albertsson, skólastjóri Lýöskólans. DV-mynd Pjetur
Þann 14. október nk. mun Lýð-
skólinn aftur hefja göngu sína, en
lengi vel var óvíst um hvort nægt
fjármagn fengist til starfseminnar.
Oddur Albertsson, skólastjóri
skólans, sagði í viðtali við DV að
borgarráð hefði samþykkt að koma
skólanum til aðstoðar og leggja
fram eina og hálfa milljón til starf-
seminnar og framlag frá Norræna
húsinu er um tvær milljónir. Því
mun hefjast 10 vikna námskeið fyr-
ir ungmenni á aldrinum 16-20 ára.
Stór hópur óvirkur
Hér er um að ræða ungmenni
sem eru án skóla og án atvinnu og
láta ekki mikið fyrir sér fara, að
sögn Odds. Það liggja ekki fyrir
staðfestar tölur hvað þessi hópur er
stór en Oddur segir að fjöldinn sé
mun meiri en flestir geri sér í hug-
arlund þar sem lítið fari fyrir þess-
um krökkum og margir eyði dögun-
um i að sofa og gera ekki neitt.
Hverjar eru áherslumar i nám-
inu?
„Þegar hópurinn er kominn sam-
an, en það eru 20 nemendur sem
komast inn, munum við fara í gegn-
um ákveðið ferli sem er mjög skylt
samfélagsfræði, fjölmiðlafræði og
sjálfsskoðun. Lýðskólafélagið hefur
einnig verið í samvinnu við Græn-
lendinga og Færeyinga og mun sú
samvinna halda áfram, við tökum á
móti færeyskum og grænlenskum
hóp nema hér í nóvember og dvelja
þeir hér í viku. í lok skólaannarinn-
ar gefum við gefa út skólablað eins
og i fyrravor, blaðið Ozon, og verð-
ur það gert í samvinnu við hópana
sem koma hingað.“
Vita krakkarnir af þessum mögu-
leika?
„Nei, það er einmitt staðreyndin
að sá hópur sem við erum að reyna
að ná í í þetta skiptið er oft ekki að
leita að neinum úrræðum. Oft eru
það foreldramir sem hvetja viðkom-
andi til að fara undan sænginni og
finna eitthvað að gera.“
Góö tilfinning fyrir hópnum
„Við náum bara í brot af hópnum
en því minni sem skólamir em þvi
nánari tengsl em milli nemenda og
kennara, og meiri tilfinning fyrir
heimilinu sínu sem skólinn gæti
verið. Enda tókst okkur að halda
95% mætingu hjá krökkunum sem
er mjög merkilegt. í skólanum er
dagskrá sem er spennandi og við-
fangsefnin em sniðin að þeirra hug-
arheimi, félagsskapurinn og tilfmn-
ingin fyrir hópnum er það góð aö
þau vilja ekki missa úr.“
Hafið þið fylgst með hvað krakk-
arnir gera eftir að skólanum lýkur?
„Eftir útgáfu Ozon, sem kom út í
síðustu viku, hittumst við aftur og
það kom í ljós að af þeim 18 sem út-
skrifuðust var meiriparturinn í
skóla núna.“
Við emm kannski eins og bensín-
stöð, maður fer út af þjóðveginum
og fyllir á orkubirgðirnar, og svo út
á þjóðveginn aftur enda vitum við
að menntabrautin er sú braut sem
skiptir máli í dag. Það þýðir ekkert
að byrja að ganga þann veg ef mað-
ur er í fýlu, líkar ekki við skólakerf-
ið eða er lamaður á annan hátt. Það
verður að gefa þessum krökkum
mátt, menntun er jú máttur, en það
er oft sem skólakerfið hefur lamað
krakkana. Svona lítil eining eins og
þessi skóli er lykillinn að því að
mæta þessum hópi krakka,“ sagði
Oddur að lokum.
Egilstaðir:
Átak í umhverf-
ismálum
DV, Egilsstööum:
„Við höfum að ýmsu leyti for-
skot í umhverfismálum. Hér er
mikill gróður, stórt og gott úti-
vistarsvæði þar sém er Selskógur.
Áhugi fólks er vakandi, sbr. átak
um að láta bílinn ganga í frígír og
á bíllausum degi í sumar skráðu
240 manns sig á lista yfír þá sem
skildu bilinn eftir heima. En hvað
varðar vatnsból, frárennsli og al-
menna umgengni erum við á svip-
uðu róli og mörg önnur sveitarfé-
lög. Þar þarf að taka til hendinni
og ég er nú að vinna að úttekt á
þeim málum,“ sagði Sigurborg
Kr. Hannesdóttir á Egilsstöðum.
Egilsstaðabær fékk styrk frá um-
hverfisráðuneyti til þátttöku í nor-
rænu verkefni um bætt umhverfi í
litlum sveitarfélögum og stendur
verkefnið til næstu áramóta.
Leitast verður viö að styðja
frumkvæði og efla áhuga með
heimsóknum í fyrirtæki og
stofnanir og koma á óformlegum
fundum fyrir áhugafólk.
Sigurborg sagði sorpmál í
nokkuð góðu lagi með urðun
sorps sem komst á fyrir nokkrum
árum. Nú yrði hins vegar stefnt í
flokkun og jarðgerð lífræns úr-
gangs sem fyrst. Útivistarsvæðið
er 300 ha. skóglendi og þar hafa
verið gerðir göngustígar. Þá hefur
einnig verið unnið aö endurbót-
um göngu- og hjólastíga í bænum
en í mörgum hverfum bæjarins
eru götur lokaðar fyrir gegnu-
makstri en gangandi eiga kost á
að stytta sér leið. SB
Fundiö
ef þú greiðir áskriftina
meö beingreiöslum o o o
l#l 1
# m S
spamaður
beingreiðslu er áskriftargjaldið millifært beint af reikningi þínunr í banka/sparisjóöi
Þeir sem greiöa áskriftina meö beingreiðslum fá 5% afslátt af áskriftarverði
miðaö við þá sem greiða með gíróseðli. Þú græðir því einn og hálfan
sjónvarpsdag í hverjum mánuði og sparar þér auk þess ferð í bankann.
Allar nánari upplýsingar um beingreiðslu færðu bjá viðskiptabanka þínum eða
áskriftardeild Stöðvar 2, fsími 515 6100 . - grænt númer 800 6161 )
Greiddu áskriftina meö beingreiðslum
■ " ^ r
snm
FJOLVARP
svn