Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Side 4
18 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 I>V ísland — plötur og diskar— | 1. (1 ) Pottþétt 5 Ýmsir t Z ( 3 ) New Adventures in Hi-Fi R.E.M t 3. (- ) Nirvana From the Muddy Banks of the Wh... I 4. ( 2 ) Falling into You Celine Dion | 5. ( 5 ) Travelling without Moving Jamiroquai t 6. (10) Pinkerton Weezer # 7. ( 4 ) Coming up Suede t 8. (13) ItWasWritten NAS | 9. ( 9 ) Trainspotting Úr kvikmynd # 10. ( 7 ) Unreleased and Revamped Cypress Hill f 11. ( 6 ) New Beginning Tracy Chapman 112. (Al) The Score Fugees 113. (17) Salsaveisla aldarinnar Ýmsir f 14. ( 8 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette 115. (Al) NoCode Pearl Jam 116. (16) Older George Michael f 17. (11) Stone Free Úr leikriti f 18. (12) Pottþétt 4 Ymsir 119. (- ) The First Band on the Moon The Cardigans | 20. (20) Paranoid and Sunburnt Skunk Anansie London -lög- t 1. (- ) Setting Sun The Chemical Brothers f 2. ( 1 ) Brekfast at Tiffany's Deep Blue Something t 3. (- ) You're Gorgeous Baby Bird t 4. ( 6 ) It's All Coming back to Me now Celine Dion | 5. ( 5 ) I Love You Always Forever Donna Lewis t 6. (- ) Rotterdam The Beautiful South f 7. ( 3 ) Seven Days and One Week BBE f 8. ( 2 ) Ready or not Fugees t 9. (- ) Kevin Carter Manic Street Preachers f 10. ( 4 ) Escaping Dina Carroll New York -lög- : | 1.(1) Macarena (Bayside Boy Mix) Los Del Rio | 2. ( 2 ) I Love You always Forever Donna Lewis ) 3. ( 3 ) It's All Coming back to Me now Celine Dion | 4. ( 4 ) Twisted Keith Sweat t 5. ( 7 ) Where Do You Go No Mercy ) 6. ( 6 ) Change the World Eric Clapton f 7. ( 5 ) C'mon N' Ride It Quad City Dj's ) 8. ( 8 ) Loungin LL Cool J t 9. (10) You're Makin' Me High/Let It Flow Toni Braxton t 10. (14) Last Night Az Yet ^ Bretland ^ — plötur og diskar— t 1. (- ) Natural Peter Andre f 2.(1) K Kula Shaker f 3. ( 2 ) The Score Fugees t 4. (- ) From the Muddy Banks of the W... Nirvana t 5. (- ) Sheryl Crow Sheryl Crow f 6. ( 3 ) Travelling without Moving Jamiroquai f 7. ( 4 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette f 8. (7 ) Older George Michael f 9. ( 6 ) Moseley Shoals Ocean Colour Scene t10. (15) Falling into You Celine Dion Bandaríkin —sl=- plötur og diskar —_ ) 1. (1 ) Falling into You Celine Dion ) 2. ( 2 ) Home again New Edition t 3. ( 4 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette t 4. ( - ) Set It off Soundtrack ) 5. ( 5 ) Another Level Blackstreet t 6. ( - ) Sheryl Crow Sheryl Crow f 7. ( 3 ) New Adventures In Hi-Fi r E m ) 8. ( 8 ) Keith Sweat Keith Sweat f 9. ( 6 ) All Eyez on Me 2Pac f 10. ( 7 ) No Code Pearl Jam Mezzoforte á apavöllum Aðdáendur Mezzoforte eiga von á margföldum glaðningi á mánudag- inn kemur. Þá kemur út plata hljómsveitarinnar Monkey-fields og jafnframt heldur hún tónleika í Borgarleikhúsinu þá um kvöldið. Þá verða einnig endurútgefnar fjór- ar eldri plötur Mezzoforte sem hafa verið hljóðblandaðar stafrænt. „Við lögðum síðustu hönd á þessa plötu fyrir um það bil níu mánuðum þannig að það var tími kominn til að hún væri gefin út,“ segir Eyþór Gunnarsson, hljóm- borðsleikari Mezzoforte. „Tafirnar eru til komnar vegna einhvers samningaþófs um útgáfuna erlend- is. Ég þekki því miður ekki inn á það nema mér skilst að ganga hafi átt frá erlendum útgáfusamningum áður en hún kom út hér. Til Búlgaríu Tónleikarnir á mánudagskvöldið verða hinir einu sem Mezzoforte heldur að sinni. Það sem fyrir ligg- ur á þessu ári auk þeirra er ferð til Búlgaríu þar sem hljómsveitin spil- ar sextánda desember. Þá fer hún hugsanlega til Indónesíu í desem- ber en það er ekki afráðið. „Það sem kemur í veg fyrir að við getum spilað meira er fyrst og fremst það að Friðrik Karlsson er bundinn við að spila í sýningum á Jesus Christ Superstar í Lundún- um fram í miðjan desember," segir Eyþór. „Á næsta ári höfum við hins vegar i hyggju að leika meira sam- an. Það háir hljómsveitinni í raun og veru hversu sjaldan hún spilar og hálft í hvoru má líta á hljómleik- ana á mánudaginn sem lið í að halda okkur í æfingu fyrir Búlgar- íuferðina. Við æfum þó vitaskuld fyrir hana þegar þar að kemur.“ Apavellir Nýja platan, Monkey- fields, dregur nafn sitt af því að þegar liðs- menn Mezzoforte voru að æfa lögin sem fara áttu á plötuna komu þeir Mezzoforte heldur tónleika í Borqarleikhúsinu á mánudaqskvöld, sama dag og nýjasta plata hljómsveitarinnar kem- sér fyrir í nokkra daga í sumarbú- staðnum Apavöllum. Platan var reyndar hljóðrituð síðsumars 1995 á fáeinum dögum og síðan voru lög- in slípuð til síðar. Eyþór segir að Monkey-fields sé að ýmsu leyti frá- brugðin fyrri plötum Mezzoforte. „Já, hún er verulega frábrugðin fyrri plötum okkar á köflum. Það má segja að hún sé að vissu leyti afturhvarf til fortíðarinnar þegar ekki gafst kostur á að nýta sér all- ar þær tæknibrellur sem nútíma hljóðver bjóða upp á. Nú, nýi saxó- fónleikarinn okkar, Óskar Guðjóns- son, hleypti nýju blóði i spila- mennskuna. Einnig hjálpaði til að við fengum upptökustjóra sem við höfum ekki unnið með áður til að vinna með okkur að plötunni. Hann samvinnu við okkur sem erum allir upptökustjór- ar í eðli okkar og með ákveðnar skoðanir á því hvemig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig. Og honum tókst að fá út úr okkur það sem við vildum að hann fengi. Þessi maður heitir Andrew Missingham og hann hefur meðal annars unnið fyrir Acid Jazz fyrirtækið." Liðsmenn Mezzoforte hafa haft í nógu að snúast jafnt hér á landi sem erlendis að undanfornu. Frið- rik vinnur í Lundúnum og kom meðal annars fram með Pavarotti á dögunum. Gunnlaugur Briem hefur sömuleiðis unnið í Bretlandi upp á síðkastið og fer væntanlega þangað á næstunni. Eyþór hefur nýlokið við að vinna plötu með Bubba Morthens og er önnum kafinn með Borgardætrum. Mezzofortemenn eru því síður en svo aðgerðalausir milli þess sem þeir vinna saman undir merkjum þess gamalgróna stórveldis á bræðingstónlistarsvið- inu. Endurútgefnu plöturnar sem eru að koma út um þessar mundir eru Surprise Surprise, Observations, Octopus og No Limits. Óskar Páll Sveinsson, upptökumaður I Lund- únum, sá um að hljóðblanda lögin á plötúnum stafrænt fyrr á þessu ári. Hann endurvann einnig hljóðið á fjórum Mezzoforteplötum til viðbót- ar og verða þær gefnar út síðar. -ÁT hljomsveitin aftur Crash Test Dummies: Sungiö um orma, skeggjaöa konu og dreng meö lausa tönn. áferð Fólk kitlar sennilega enn þá í munninn eftir að hafa reynt að raula lagið MMM MMM MMM sem kanadíska hljómsveitin Crash Test Dummies sendi frá sér fyrir nokkr- um árum. Lagið var á plötunni God Shuffled His Feet sem vakti verðskuldaða athygli og seldist í bílförmum eða svo. Lagið vakti mikla hrifningu og fór í efstu hæð- ir vinsældalista, sem og lagið Af- ternoons and Coffeespoons sem gaf þvi lítt eftir í vinsældum. Og nú er að sjá hvernig lögunum af nýjustu plötu Crash Test Dummies reiðir af. Platan heitir A Worm’s Life, tólf laga gripur sem hefur að geyma lög og texta sem bjóða upp á óvænt sjónarhorn í textum. Textinn við titillagið fjallar til dæmis um lífið og baráttuna frá sjónarhóli orms. í textanum við Overachievers, er segir frá skeggjaðri konu og slepju- legum geimfara, og í He Liked to Feel It er sungið um dreng sem ætlar að ná úr sér lausri tönn með því að binda spotta i hana og skott- ið á hundi. Nýja platan kom út fyrir nokkrum vikum og Brad Roberts söngvari og félagar hans í Crash Test Dummies hyggja á hljómleika- ferð seint í haust til að fylgja henni eftir. Engum sögum fer af Evrópu- ferð að sinni. Samantekt: Ásgeir Tómasson Nashville: Sólstrandagæj- arnir halda Austfjarðaball - gert að árlegum viðburði Föstudaginn 11. október verður Rúnar Júl. ásamt hljómsveit á neðri hæð skemmtistaðarins Nashville en á efri hæðinni verður diskótek. Laugardaginn 12. október munu Sólstrandagæjarnir halda Aust- fjarðaball á hinum góðkunna skemmtistað Nashville. í fyrra var sams konar ball haldið á Tveimur vinum og þar var mikil stemning enda mættu þangað hvorki meira né minna en um 400 manns. Nú er sem sagt ætlunin að endurtaka leik- inn á Nashville og eflaust mun fólk af austfírsku bergi brotið og aðrir fjölmenna á þennan gleðskap á Nas- hville enda lofa Sólstrandagæjarnir rífandi stemningu. Sólstrandagæjar halda uppi rífandi stemningu á Austfjaröaballi á Nas- hville laugardaginn 12. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.