Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996
helgina *
Hér sést Kjartan viö eitt verka sinna.
Á morgun ætlar Kjartan Guðjóns-
son að opna sýningu á verkum sín-
um í Gallerí Fold við Rauðarárstíg.
Sýninguna nefnir Kjartan Konuna
og ljóðið.
Listamaðurinn mun sýna módel-
myndir en hann kenndi einmitt
módelteikningu í áratugi. Einnig
sýnir Kjartan myndir við úrval
ljóða Jóns úr Vör. Hjalti Rögnvalds-
son leikari mun lesa úr ljóðum
skáldsins á sýningunni og hefst lest-
urinn kl. 15.30.
Sýningin Konan og ljóðið verður
opnuð klukkan 15.00 og um leið
verður kynning á glerskálum Jónas-
ar Braga Jónassonar í galleríinu.
Opið er í Gallerí Fold daglega frá
kl. 10.00 til 18.00, laugardaga frá kl.
10.00 til 17.00 og sunnudaga frá kl.
14.00 til 17.00. -ilk
Furöuleikhúsiö frumsýndi leikritiö Mjallhvít og dvergarnir sjö í Möguleikhús-
inu fyrir skömmu. Nú hefur leikhúsiö ákveöiö aö endurtaka leikinn og verð-
ur meö aöra sýningu á sunnudaginn kl. 14.00. Þetta veröur væntanlega eina
sýningin aö sinni sem opin er almenningi af því aö þetta er farandsýning
sem hægt er aö panta hvert á land sem er.
Snegla 5 ára
Listhúsið Snegla verð-
ur fimm ára á morgun. í
tilefni þess verður á
morgun opnuð sýning í
innri sal listhússins sem
ber yfirskriftina Langt og
mjótt.
15 listakonur standa að
Sneglu og sýna 14 þeirra í
þetta sinn. Sýningin, sem
mun standa til 2. nóvem-
ber, verður opin mánu-
daga til föstudaga frá kl.
12.00 til 18.00 og laugar-
daga frá kl. 10.00 til 14.00.
-ilk Listhúsið Snegla stendur á horni Grettisgötu
og Klapparstígs.
Ónafngreindur
listamaður
Á Mokka kafFi á morgun mun
ónafngreindur listamaður opna sýn-
ingu klukkan 21.00. í fréttatilkynn-
ingu stendur:
„Ungir listamenn hengja ekki upp
verk sín með hefðbundnum hamri
og nagla. Með nælonsokk á höfði
ráðast þeir inn í sýningarsalinn og
hrópa „everybodi freeze!“, skipa
eldri kynslóðum að leggjast á gólfíð,
plaffa svo niður verkin á veggjun-
um, láta síðan vaða úr sjálfvirkum
riffli á auða veggina; stinga nöglum
í kúlnagöt og hengja verk sin á þá.“
Ungir listamenn kveða sér hljóðs
með hvelli. -ilk
Málþing íslenskunema:
Mímir á
afmæli
Mímir er félag stúdenta í íslensk-
um fræðum. Félag þetta fagnar
fimmtíu ára afmæli sínu á þessu
ári. í tilefhi þess standa félagar
Mímis fyrir viðamiklu málþingi um
helgina. Þar verður litið á íslenskt
mál og íslensk fræði út frá mörgum
ólíkum sjónarhomum.
Dagskráin byrjar kl. 10.30 í fyrra-
málið þegar Sigþrúður Gunnars-
dóttir mun leiða umræðu um stöðu
rannsókna í íslenskum fræðum.
Fjöldi erinda verður fluttur í fram-
haldi af því og dagskránni lýkur
seinni hluta sunnudags.
Erindin sem flutt verða á mál-
þinginu verða gefin út í sérstöku af-
mælishefti tímaritsins Mímis. Allir
eru velkomnir á máiþingið, hvort
sem um er að ræða kennara, nem-
endur eða áhugafólk um íslenskt
mál. -ilk
Pedró Almodóvar er hér kominn á gamlar slóbir í
efnisvali en meb nýjum efnistökum.
Efniviburinn er kona á barmi taugaáfalls en efnistökin
eru fágabari og meira lagt upp úr dramatískri sögu en
ábur. Stílbrögbin eru samt öll til stabar, litríkar
uppákomur, skrautlegar persónur og djúp kynferbisleg
undiralda kryddub hárfínum húmor. i----------------
1
Þjóðleikhúsið
í hvítu myrkri
föstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
sunnudag kl. 20.30
Nanna systir
I sunnudag kl. 20.00
Hamingjuránið
laugardag kl. 20.00
Þrek og tár
föstudag kl. 20.00
Kardemommubærinn
sunnudag kl. 14.00
Borgarleikhúsið
Ef væri ég gullfiskur
laugardag kl. 20.00
Largo Desolato
laugardag kl. 20.00
Barpar
föstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
Stone Free
föstudag kl. 20.00
laugardag kl. 23.30
Leikfálag Akureyrar
Sigrún Ástrós
föstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
Loftkastalinn
Á sama tíma að ári
laugardag kl. 20.00
Sirkús Skara skrípó
föstudag kl. 20.00
Hermóður og Háðvör
Birtingur - allt er gott
föstudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Islenska óperan
Master Class
laugardag kl. 20.00
sunnudag kl. 20.00
Hafnarborg
Vegurinn er vonargrænn
föstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
Furðuleikhúsið
Mjallhvít og dvergamir sjö
sunnudag kl. 14.00
Kaffleikhúsið
Spænsk kvöld
föstudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Hinar kýmar
sunnudag kl. 21.00
Skemmtihúsið
Ormstunga
föstudag kl. 20.30
sunnudag kl. 20.30
Höfðaborgin
Gefln fyrir drama
þessi dama
föstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30