Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Síða 5
JjV FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996
Að öðrum ólöstuðum var það
Emilíana Torrini sem vakti hvað
mesta athygli á íslenskmn hljóm-
plötumarkaði síðastliðið haust þeg-
ar hún sendi frá sér plötuna Crouie
d’o 1. Emilíana er aftur á ferð á
þessu hausti og hefur verið önnum
kafin síðustu daga við að taka upp
nýju plötuna, vinna að gerð mynd-
bands og standa í fleiri verkum sem
fylgja þvi að gefa út plötu.
Enskan af þrjósku
„Nei, nei, ég ætla að gefa þessa
plötu út sjálf í samvinnu við Jón
Ólafsson eins og þá síðustu," segir
Emilíana þegar hún er spurð að því
hvort hún sé búin að fá útgefanda
að nýju plötunni. „Það er mjög mik-
il vinna að standa í þessu sjálfúr en
ég lít þannig á að með því gefa út
plötumar mínar sjálf læri ég mest.
Það er líka frábærlega gaman að
smíða eitthvað sjálf frá upphafi til
enda. Þá get ég sagt að það sé Mitt
með stórum staf þegar það er til-
búið.“
Nýja platan heitir Merman eða
Hafsveinn eftir stórskrítnu lagi sem
Emilíana samdi með Jóni. Alls eru
fimm frumsamin lög á plötunni að
þessu sinni og fimm eftir aðra,
þeirra á meðal Joni Mitchell, Stevie
Wonder og Tom Waits. Textar er-
lendu laganna og þeirra frum-
sömdu eru allir á ensku og Emilí-
ana segist ekkert skammast sín fyr-
ir það.
„Ég er alls ekki á móti lögum
með íslenskum textum," segir hún.
„Það er fyrst og fremst af þrjósku
sem ég syng á ensku. Það eru allir
búnir að vera að frekjast í mér og
segja að ég eigi að syngja á ís-
lensku. Maður á bara að geta valið
hvað manni finnst best að gera.
Aðrir eiga ekki að vera að blanda
sér í slíkt.“
Femir útgáfutónleikar
Að sögn Eniilíönu spila sömu
hljóðfæraleikarar á Merman og
Crouie d’o 1. En til viðbótar er nú
kominn flokkur fiðlu- og flautuleik-
ara. Fyrir vikið tók upptaka nýju
plötunnar nokkuð lengri tíma en
þeiirar.fyrri.
„Ástæðcm er fyrst og fremst sú að
við vönduðum okkur miklu meira
en síðast, það er að segja við undir-
leikinn,” segir Emiliana. „Ég var
enga stund með sönginn. Það dugar
mér aö syngja hvert lag einu sinni
eða tvisvar. Mér er alveg sama þótt
örfáar falskar nótur slæðist með ef
tilfinningin er rétt. Hún er aðalmál-
ið fyrir mér.“
Merman kemur út í næstu viku
og miðvikudaginn þrettánda nóv-
ember verður platan kynnt á út-
gáfutónleikum í Óperunni. Emilí-
ana segir að nánast allir sem leika
á plötunni komi fram á tónleikun-
um. Og það er ástæða fyrir því að
íslenska óperan varð fyrir valinu
til að halda útgáfútónleikana.
„Mér finnst langmest gaman að
koma fram á fallegum stöðum og
Óperan og Þjóðleikhúsið eru í
mestu uppáhaldi hjá mér,“ segir
Emilíana. „Fólk ætti að nota óper-
una miklu meira en gert er. Það
skiptir miklu máli að koma fram í
fallegu umhverfi.“
En útgáfútónleikamir í Reykja-
vík verða ekki hinir einu. Emilíana
og félagar stefiia að því að hafa þá
fema í allt af þeirri einfoldu ástæðu
að fólk á landsbyggðinni á ekki allt
heimangengt til að mæta á tónleika
í Reykjavík og því er heppilegasta
fyrirkomulagið að halda eina tón-
leika í hverjum landsfjórðungi.
-ÁT
Emilíana Torrini: Ef tilfinningin er rétt gerir ekkert til þótt fáeinir falskir tónar slæðist meö.
Hótel Island um helgina:
Bítlaár og ferðagleði
Þaö er greinilegt að Hótel ísland
ætlar sér stóra hluti í skemmtanalíf-
inu þennan veturinn enda mikið að
gerast mn næstu helgi. Haldið verð-
ur áfram með stórsýninguna Bítla-
árin 1960-1970 laugardaginn 2. nóv-
ember en á þeirri sýningu er gott
tækifæri fyrir ’68 kynslóðina að
skemmta sér. Reyndar er ekki við
öðm að búast en fleiri aldurshópar
geti fúndið sitthvað við sitt hæfl í
þeirri tónlistarveislu sem þessi sýn-
ing er. Ejöldi þekktra söngvara tek-
ur þátt í sýningunni og má nefiia þá
Ara Jónsson, Bjama Arason, Björg-
vin Halldórsson, Pálma Gunnarsson
Pálmi Gunnarsson
er meöal þeirra
landsþekktu tónllst-
armanna sem troða
upp á sýningunni
Bítiaárin á Hótel ís-
landi.
og hinar unaðslegu söngsystiu-.
Undirleikur er í traustum höndum
stðrsveitar Gunnar Þórðarsonar.
Eftir sýninguna mun hin lands-
þekkta hljómsveit Sixties leika fyrir
dansi fram á rauðanótt. Sunnudag-
inn 3. nóvember verður uppskem-
hátíð ferðaþjónustunnar 1996 og
nefnist hún ferðagleði. Byijað verð-
ur að taka á móti gestum klukkan
18 með fordrykk, þríréttaðri glæsi-
máltíð, skemmtiatriði og happ-
drætti. Eftir þetta fá gestir síðan að
njóta sýningarinnar Bítlaárin og
þegar honum lýkur verður haldin
dansleikur. -JHÞ
Mónlist
***
Sixties í Gjánni
Hin sívinsæla nýbítlahljóm-
sveit Sixties heldur til Selfoss
fostudaginn 2. nóvember og
leikur fyrir dansi í Gjánni.
Laugardaginn 3. nóvember
verða strákamir í Sixties á
Hótel íslandi þar sem þeir
leika öll gömlu góðu lögin fyr-
ir gesti skemmtistaöarins.
Sixties skipa þeir Rúnar
öm Friðriksson, Þórarinn
Freysson, Guðmundur Gunn-
laugsson og Andrés Gunn-
laugsson.
Kúrekafjör á Feita
dvergnum
Hljómsveitin Texas Two
Step leikur sveita- og rokktón-
list eins og hún gerist best
fostudaginn 1. nóvember og
laugardaginn 2. nóvember. Á
laugardagskvöldið fá þeir fé-
lagar sérstaka gesti en þá
koma kántrídansarar frá
Danssmiðju Hermanns Ragn-
ars og sýna listir sínar.
Vax á Fógetanum
Það ætti ekki að væsa um
gesti Fógetans um helgina.
Það verða engir aðrir en rokk-
aramir í hljómsveitinni Vax
sem skemmta þeim fostudag-
inn 1. nóvember og laugardag-
inn 2. nóvember.
Fjör á Kaffi Reykjavík
Það verða engir aðrir en
strákamir í Reggae on Ice
sem skemmta gestum á Kaffi
Reykjavík föstudagskvöldið 1.
nóvember. Frekar hljótt hefur
verið um sveitina að undan-
fömu en nú er ljóst að þeir
verða tvíefldir þegar þeir
spila fyrir gesti Kaffi Reykja-
víkur. Hinn margreynda
hljómsveit Sóldögg verður svo
þeim sem skemmta sér á Kaffi
Reykjavík laugardagskvöldið
2. nóvember til halds og
trausts eins og henni er einni
lagið. S.uííhudaginn 3. nóvem-
ber verður það svo Sigrún
Eva og hljómsveit sem hitar
gestum á Kaffi Reykjavík meö
þrælskemmtilegri tónlist.
Hljómsveitin Jetz rokkar
„Vinnan við plötuna gekk
mjög vel og nú er bara komið
að því að kynna hvað við höf-
um verið aö gera,“ segir
Gunnar Bjami, I hljómsveit-
inni Jetz, en hann var eitt
sinn í Jet Black Joe. Ætlunin
er að Jetz haldi upp á útgáfu
nýrrar plötu með gestum
skemmtistaðarins Tetris laug-
ardagskvöldið 2. nóvember.
Hljómsveitarmenn hafa þegar
komið einu lagi, Mystery
Girl, á spilunarlista útvarps-
stöðvanna en í því lagi syngur
Móeiður Júníusdóttir með
hljómsveitinni Jetz.
-JHÞ