Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Side 8
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 T>"\7'
hefgina
Kaffileikhúsið:
Vala Þórs
og Súkkat
Súkkat er sérstök kryddtegund,
unnin úr ávöxtum og skorin í bita.
Svo er líka til hljómsveit sem heitir
Súkkat. Hana skipa þeir kumpánar
Hafþór Ólafsson og Gunnar Öm
Jónsson. Þeir hafa nú komið á fót
fjöllistahópi, skipuöum þeim sjálf-
um og leikkonu nokkurri sem heit-
ir Vala Þórsdóttir. Þau hafa nú
ákveðið að leiða hesta sína í Kaffi-
leikhúsið til leiks og söngs og byrja
þar á morgun kl. 21.00.
Vala mun frumsýna leiksögur
sínar Kíki, súkkulaði, fýlugufu og
rasl og Konuna með löngu augnlok-
in. Súkkat ætlar að flytja frumsam-
in lög og texta. Fyrri leiksagan er fá-
ránleg en Vala hefrn- gengið með
hana í nokkur ár. Hún ungaðist svo
út eftir námskeið hjá Dario Fo í
Kaupmannahöfn í vor. Seinni leik-
sagan er unnin fyrir þessa sýningu
og tekur dúettinn dyggan þátt í upp-
færslunni. Annars flytur Súkkat
frumsamin lög og texta um íslensk-
an veruleika sem þó þarf ekki að
vera raun. Dúettinn hefur gefið út
tvær geislaplötur sem hvor um sig
seldist í bíifarmi.
Það gengur sú saga að hér sé um
einstaklega skemmtilega uppákomu
að ræða.
-ilk
Hér er hann í öllu sínu veldi, fjöllistahópurinn Vala Þórs og Súkkat.
DV-mynd Pjetur
Sigrún hjá Sævari Karli
Sigrún Ólafsdóttir opnar í dag kl. 16.00 sýningu á verkum sínum
í galleríi Sævars Karls að Bankastræti 9.
Sigrún er fædd árið 1963 í Reykjavík. Hún hefur stundað nám við
myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands og fram-
haldsnám í Þýskalandi. Auk þess að hafa tekið þátt í fjölda sýninga
hefúr Sigrún haldið einkasýningu í Nýlistasaöiinu.
Gallerí Sævars Karls er opið frá kl. 10.00 til 18.00 virka daga.
-ilk
Verkfærasmiður sýnir málverk
Sýning á verkum eftir Ólaf Odds-
son er nú í gangi í Lundi. Ólafur er
menntaður sem verkfæra- og móta-
smiður en stundaði myndlistamám
í Myndlistarskólanum í Reykjavík,
myndhstardeild Fjölbrautaskólans
í Breiðholti og myndlistarbraut í
Tómstundaskólanum. Sýningin í
Lundi mun standa til sunnudags og
er opin frá kl. 14.00 til 18.00. -ilk
___________________
Pabbadagurá
Laugavegi
Á morgun er laugar-
dagur og hann verður
sérstaklega langur á Laugavegi
og í nágrenni. Kaupmenn við
Laugaveg standa um leið fyrir
fyrsta pabbadeginmn á íslandi. í
tileöii dagsins verður ákveðinn
pabbaleikur í gangi oo ber heitið
Ljótasta bindið. Leikurinn sá fer
þannig fram að fj ölskyldumeðlimir
koma með bindi af heimilisföðum-
um og skila því í einhverja verslun
sem tekur þátt í leiknum. í dagslok
velur starfsfólk hverrar verslunar
svo ljótasta bindið og sigurvegarinn
fær vegleg verðlaun frá þeirri versl-
un sem bindinu var skilað til.
Ýmiss konar tilboð verða
svo í verslununum sem
verða opnar til kl. 17.00.
Þá er bara um að gera
aö vera forsjáll,
kíkja i bæinn
og gera hag-
stæð jóla-
gjafainn-
kaup.
-ilk
Þetta er bindi.
Norræna húsið:
Lína langsokkur og
finnskur leirlistarmaður
Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis í Norræna húsið á
sunnudaginn þar sem sýndir verða
þrír þættir um hina óviðjafnanlegu
Línu Langsokk. Þættimir þrír, sem
sýndir verða, heita Pippi flyttar in i
Villa Villekulla, Pippi ár sakletare
och gár pá kalas og Pippi gár í affar.
Um er að ræða sænska þætti sem
taka rúmlega 80 mínútur. Lína lang-
sokkur er engum lík, finnur sífellt
upp á nýjum leikjum og ævintýrum
og það er ekki hægt að fá leið á
henni.
Leirlist í anddyrinu
Það er ekki bara Lína langsokkur
sem fyllir Norræna húsið með lif!
og fjöri um helgina. í dag klukkan
17.00 ætlar Roger Westerholm að
opna sýningu á leirlist sinni í and-
dyrinu. Roger er flnnskur leirlistar-
maður, fæddur árið 1952 og lærður í
leirgerð og papp-
irslist. Sýning
hans verður opin
daglega frá kl. 9.00
til 19.00 og á
sunnudögum frá
kl. 12.00 til 19.00.
Henni lýkur
sunnudaginn
24. nóvem-
ber.
-ilk
Hún er óvenjuleg stelpa hún Lfna
langsokkur en öllum flnnst hún yndis-
leg. DV-mynd TJ
Fantasíur og
frásagnarmyndir
Nú fer í hönd síðasta sýning-
arhelgi á myndlistarsýningu
Jóns Garðars Henryssonar í efri
sölum Hafnarborgar í Hafhar-
firði. Þar hefur Jón Garðar sýnt
fantasíur og frásagnarmyndir úr
konungsríki Sækalds konungs. í
konungsríkinu svífa
sjóstakkablóm og
skáldskaparkuðungar. Úr
sköpunarskýjunum vætla
dropar og rómantfskt tungl ber
við sjónarrönd. Fiskimenn
berjast við lundemi og bréfbátar
sökkva. Hamraborgin er há og
fogur. með fjarskabláan
bakgnmn.
Jón Garðar útskrifaðist úr
Myndlista- og handíðaskóla
íslands árið 1991 og mun þetta
vera fyrsta einkasýningin hans.
Henni lýkur á mánudag.
-ilk
Úr konungsrfki Sækalds konungs.
IU1ESSUR
Árbaejarkirkja: Útvarpsguðsþjón-
usta kl. 11, ath. breyttur messutími.
Barnaguösþjónusta á sama tima.
Askirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14.
Breiðholtskirkja: Allra heilagra
messa. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga.
Samkoma Ungs fólks með hlutverk
kl. 20. Gfsli Jónasson.
Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Allra heilagra
messa. Látinna minnst. Prestur sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson.
Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altar-
isganga. Bamaguðsþjónusta á sama
tíma. Sóknarprestur.
Dómkirkjan: Messa kl. 11. Sr. Hjalti
Guðmundsson. Bamasamkoma kl. 13
í kirkjunni. Messa kl. 14. Prestur sr.
Jakob Á. Hjálmarsson. Messan er
helguð öllum þeim sem kvatt hafa
ástvini sína í Dómkirkjunni.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónsusta
kl. 10.15. Sr. Guðmundur Óskar Ól-
afsson.
Eyrarbakkakirkja: Bamaguðsþjón-
usta kl. 11.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son. Bamaguðsþjónusta kl. 11 í um-
sjón Ragnars Schram.
Fríkirkjan í Reykjavík: Baraa-
guðsþjónusta kl. 11.15, guðsþjónusta
kl. 14. Cecil Haraldsson.
Grafarvogskirkja: Bamaguðsþjón-
usta kl. 11 í umsjón Hjartar og Rúnu
og kl. 12.30 í Rimaskóla í umsjón Jó-
hanns og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14.
Sigrún Gísladóttir prédikar. Prest-
arnir.
Grensáskirkja: Bamasamkoma kl.
11. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór
S. Gröndal.
Hafnarflarðarkirkja: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Sunnudagaskóli í Hval-
eyrarskóla kl. 11. Messa á allra heil-
agra messu kl 14. Altarisganga, lát-
inna minnst. Prestur sr. Þórhildur
Ólafs.
Hallgrímskirkja: Fræðslumorgunn
kl. 10: Höfúndur Hallgrímskirkju,
Guðjón Samúelsson. Pétur Ármanns-
son arkitekt. Bamasamkoma og
messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lár-
usson. Minningar- og þakkarguðs-
þjónusta kl. 17. Minnst látinúa. Sr.
Karl Sigurbjömsson.
Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Látinna minnst. Sr. Hjörtur Hjartar-
son þjónar. Bamaguðsþjónusta kl. 13
i umsjá frisar Kristjánsdóttur. Sr.
Kristján Einar Þorvarðarson.
Keflavíkurkirkja: Kirkjudagur eldri
borgara: Sunnudagaskóli kl. ll.Guðs-
þjónusta kl. 14. Látinna minnst.
Eldri borgarar lesa lestra dagsins.
Sr.Ólafur Oddur Jónsson.
Kópavogskirkja: Bamastarf í safn-
aðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju
syngur. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Landspítalinn: Messa kl. 10.
Háteigskirkja: Bamaguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir.
Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson.
Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands
biskups: Guðsþjónusta kl. 11. Allra
heilagra messa. Minnst látinna.
Prestur sr. Tómas Guðmundsson.
Baraastarf kl. 13.
Laugarnesldrkja: Guðsþjónusta kl.
11 í umsjá sr. Gylfa Jónssonar hérað
sprests. Ólafur Jóhaimsson.
Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl.
14. Kirkjudagur aldraðra. Prédikun:
Sr. Ólöf Ólafsdóttir. Kirkjukaffi í
skrúðhússalnum. Bamastarf í safh-
aðarheimilinu kl. 11.
Neskirkja: Bamaguðsþjónusta kl.
11, sameiginleg fyrir bamastarfið í
Neskirkju og Frostaskjóli. Sr. Frank
M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 14.
Ræðumáður Egill Viggósson guð-
fræðinemi, Sr. Halldór Reynisson.
.Seljakirkja: Baraaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Valgeir Ástr-
áðsson prédikar. Sóknarprcstur.
Seltjamameskirkja: Messa kl. 11.
Allra heUagra messa. Prestur sr. Sol-
veig Lára Guðmundsdóttir. Bama-
starf á sama tíma. Eftir messu flytur
dr. Pétur Pétursson erindi um hvers
vegna kirkjan hefiu- hafnað spírit-
isma og fram verður borinn léttur há-
degisverður.
Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 14.