Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Síða 12
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 T*IV
® myndbönd
-
MYNDBAHDA
^öj'jííyiu
Amnesia ★★
Minnisleysi
Leikstjóri þessarar myndar er Kurt Voss en i vor
kom á myndbandi frá honum ágæt mynd sem heitir
Baja. Stílbrögðin hjá honum gefa annars ekkert sér-
staklega merkilegum sögum aukið gildi og hann hefur auga fyrir því að
skapa sérstakar persónur. í Amnesia snýst sagan um prest nokkum sem
á i ástarsambandi við unga og fagra kennslukonu. Hann ákveður að
sviðsetja dauða sinn svo að hann geti stungið af með hjákonunni en
konan hans getur huggað sig við milijón dollara líftryggingu hans. Áætl-
unin fer svolítið úrskeiðis þegar hann í miðjum klíðum dettur og rekur
höfuðið í. Við það hrekkur minnið úr skorðum og hann lendir í klónum
á kolgeggjaðri herfu sem gerir hann að elskhuga sínum. Eftir sitja kon-
an hans og hjákonan og vita lítið en gruna sitthvað og inn í atburðarás-
ina kemur tryggingaeftirlitsmaður sem er ekki alveg reiðubúinn að
samþykkja að andlát prestsins hafi verið með eðlilegum hætti. Myndin
byrjar ágætlega og býr til nokkuð skemmtilega flækju en missir sig út
í hálfgerða dellu í seinni hlutanum og svo verður endirinn heldur fyrir-
sjáanlegur. Sally Kirkland er einna skást leikaranna en sá góði leikari
John Savage er hálfvandræðalegur. Amnesia hefði getað orðið góð
mynd með vandaðri vinnubrögðum.
Útgefandi: Stjörnubíó. Leikstjóri: Kurt Voss. Aðalhlutverk: John Savage,
Ally Sheedy og Sally Kirkland. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð
börnum yngri en 16 ára.
-PJ
The Birdcage
Farsakennt Ijölskylduboð
★★★Á
The Birdcage byggir á einni af vinsælustu grínmyndum
Frakka, La Cage Aux Folles. í henni segir frá tveimur miðaldra
hommum í sambúð, Armand og Albert (Robin Williams og
Nathan Lane), og íhaldssömum þingmanni og eiginkonu hans
(Gene Hackman og Dianne Wiest). Sonur Armands og dóttir
þingmannsins eru ástfangin og ætla að gifta sig. Ferill þing-
mannsins er í hættu vegna þess að nánasti samstarfsmaður
hans fékk hjartaslag í rúminu hjá svartri vændiskonu, sem þar
að auki var undir lögaldri, og hann sér tækifæri í hjónabandi
dóttur sinnar til að sýna hefðbundin fjölskyldugUdi og lappa
)annig upp á ímynd sína. Þau koma því í mat til tilvonandi tengdaforeldra dóttur
sinnar sem reyna eftir bestu getu að leyna sannleikanum. Myndin fer nokkuð hægt af
stað en verður betri og betri eftir því sem á líður og lokaatriðið er hreinlega unaðs-
legt. Nathan Lane fer á kostum og Robin Williams sýnir óvanalega agaðan leik. Gene
Hackman og Dianne Wiest eru litlu síðri og í heild nær leikhópurinn sérstaklega vel
saman þannig að farsinn, sem gengur út á vandræðaleg samskipti aðalpersónanna,
gengur mjög vel upp þegar þær eru allar samankomnar í hinu kostulega kvöldverðar-
boði. Þetta er óvanalega vel heppnuð grínmynd.
Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Mike Nichols. Aðalhlutverk: Robin Williams, Nathan
Lane, Gene Hackman og Dianne Wiest. Bandarísk, 1996. Lengd: 114 mín. Leyfð öllum ald-
urshópum. -PJ
Things to do in Denver when you're dead:
Mafíuklúður
Andy Garcia leikur Jimmy the Saint, fyrrum maflósa sem nú stundar heið-
arleg viðskipti. Fyrrum yfirmaður hans í mafíunni kúgar hann til að vinna
verk fyrir sig og Jimmy safnar saman skrautlegum hópi af gömlum félögum
sínum til verksins. Verkefnið fer algjörlega út um þúfur og það svo illa að þeir
eru aUir á dauðalista mafíunnar nema Jimmy sem fær tveggja sólarhringa
frest til að koma sér í burtu frá Denver vegna gamals kunningsskapar við
mafíósann. Frestinn notar Jimmy til að reyna að ganga frá sínum málum í
Denver og koma félögum sinum í öruggt skjól. Með myndinni er leikstjórinn
Gary Fleder að reyna að gera eitthvað svipað og Quentin Tarantino gerði í
Pulp Fiction; að búa til blóðuga bófasögu með léttu yfirbragði. StObrögö og
sterkar persónar eiga að gera myndina svala og flotta. Ætlunarverkið tekst
upp að vissu marki því að sagan er skemmtileg og leikararnir standa flestir
vel fyrir sinu en endirinn er fremur klúðurslegur og eyðileggur nokkuð fyrir
myndinni. Skemmtilegast er að fylgjast með aukaleikurunum sem flestir skapa
mjög skemmtilegar persónur, sérstaklega Treat Williams og William Forsythe.
Þá er Steve Buscemi einnig skemmtilegur sem hinn þögli ofurmannlegi leigu-
morðingi. Gabrielle Anwar er hins vegar afar ómerkileg í hlutverki stúlkunn-
ar sem Jimmy verður ástfanginn af og sjálfur er Andy Garcia fremur þurr í
aðalhlutverkinu, enda hefur hann ekki hæfileika til að skapa sterka persónu
og er akkilesarhæll myndarinnar. Með því aö velja skárri leikara í aðalhlut-
verkið og hugsa endinn aðeins betur hefði myndin getað orðið frábær.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Gary Fleder. Aöalhlutverk: Andy Garcia. Bandarísk,
1995. Lengd: 111 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. -PJ
Up Close and Personal
Amerísk vella
Up Close and Personal byggist að hluta til á sögu
Jessicu Savitch en nýlega kom mun betri mynd rnn
hana, Almost Golden. Hér er búið að hvítþvo söguna
svo að ekkert ljótt sé í myndinni. MicheUe Pfeiffer
leikur sjónvarpsfréttakonuna TaHy Atwater og fylgir
myndin henni í gegnum feril hennar á toppinn. Rohert
Redford leikur Warren Justice, eldri og reyndari
fréttamann sem starfar sem fréttastjóri á lítilli frétta-
stöð þar sem Tally Atwater hefur feril sinn en hann er
útlægur frá stóru sjónvarpsstöðvunum vegna mistaka
sem hann gerði í starfi. Þau verða ástfangin og hann aðstoðar hana eft-
ir bestu getu. Myndin er algjört rusl lengst af. Robert Redford er einn af
þeim leikurum sem ekkert virðast batna með aldrinum og er alveg sér-
staklega ósannfærandi sjarmör, verulega þurr og óspennandi. Michelle
Pfeiffer er hins vegar ágæt leikkona en er hér í vonlausu plastdúkku-
hlutverki. Persónumar eru svo heilagar að manni finnst vanta geisla-
bauginn og sagan, bæði ástarsagan og sagan af frama Tally Atwater, er
leiöindin ein. Myndin tekur smákipp í lokin í ágætu atriði þar sem TaHy
lokast inni í fangelsi í miðri fangauppreisn en kálar sjálfri sér aftur í
viðbjóðslega væmnu lokaatriði.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Jon Avnet. Aðaihlutverk: Robert Red-
ford og Michelle Pfeiffer. Bandarisk, 1995. Lengd: 120 mín. Leyfð öllum
aldurshópum. -PJ
24. sept. til 30. sept. '96
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG.
1 1 2 Broken Arrow Skífan Spenna
2 Ný 1 12 Monkeys CIC-Myndbönd Spenna
3 2 4 1 Get Shorty Warner -myndir Gaman
4 3 2 Grumpier Old Men Warner -myndir Gaman
|5 Ný 1 Up Close And Personal Myndform Spenna
6 4 5 Casino ClC-myndbönd Spenna
7 5 3 Sudden Death ClC-myndbönd Spenna
& Ný 1 Barb Wire Háskólabíó Spenna
9 10 2 Virtuosity ClC-myndbönd Spenna
10 8 3 Sense & Sensebility Skrfan Spenna
11 6 6 Dead Mann Walking Háskólabíó Gaman
12 11 6 Father of the Bride SAM-myndbönd Gaman
13 9 9 Heat Warner -myndir Spenna
14 7 4 City Hall Skrfan Spenna
15 12 5 Apaspil Skífan Gaman
16 13 3 Screamers Myndform Spenna
17 14 6 Thin Line Between.. Myndform Gaman
18 Al 8 Babe ClC-myndbönd Gaman
19 16 7 j Strange Days ClC-myndbönd Spenna
20 Ný 1 j Mighty Aphrodite Skífan Gaman
Spennumyndin Broken Arrow heldur efsta sæt-
inu á listanum en önnur spennumynd, 12 Mon-
keys, þjarmar að henni en hún er ein þriggja
nýrra mynda sem koma inn á listann þessa vik-
una. 12 Monkeys er framtíöartryllir, gerður af
Terry Gilliam, sem á að baki margar góðar
myndir og var einn af Monty Python hópnum. í
fimmta sæti er Up Close and Personal, sem
fjallar um hinn harða heim sjónvarpsins, og
þriðja nýja myndin er önnur framtíðarmynd,
Barb Wire, meö strandvarðaþokkkadísinni
Pamelu Anderson í aöalhlutverki. Á myndinni
eru Bruce Willis og Madelaine Stowe í hlutverk-
um sínum í 12 Monkeys.
'Wr i
Wk '«V- iM Skyp^fc, 4
Broken
Arrow
John Travolta og
Christian Slater.
Vic er einn besti
flugmaöur bandariska
hersins og einn af
fáum sem stjórna vél
sem ber kjamaodda. í
leynUegri sendifór
með slík vopn kemur
hins vegar í ljós að
Vic er ekki aUur þar
sem hann er séður.
Með honum er flug-
maðurinn RUey sem
litur upp tU Vics. Sú
aðdáun breytist hins
vegar í skelfmgu þeg-
ar vélinni er rænt og
RUey verður ljóst að
það er Vic sem stend-
ur fyrir ráninu. Hótar
hann sprengingu ef
ekki verði fariö að
vUja hans.
12 Monkeys
Bruce Willis og
Brad Pitt
Bruce WiUis leik-
ur mann að nafni
Cole sem finnst
sturlaður og er send-
ur á geðveikrahæli.
hann segist vera frá
árinu 2035 og hafi
verið sendur tU að
koma í veg fyrir út-
breiöslu á veiru sem
eigi eftir að eyða nær
öUu lífi innan nokk-
urra vikna. Þótt fáir
trúi honum tekur
geðlæknirinn
Kathryn eftir þvi að
ýmislegt styður það
að Cole sé að segja
sannleikann. Fram-
vindan verður svo æ
dularfyUri og það
verður ekki auðvelt
fyrir Cole að leita að
uppruna veirunnar.
Get Shorty
John Travolta og
Gene Hackman
Handrukkarinn
ChUi Palmer er einn
sá albesti í faginu.
Hann er fenginn tU
að fara til Las Vegas
tU að innheimta
peninga sem Mafían
gerir tilkaU tU. í
leiðinni er hann beð-
inn að koma við í
HoUywood og inn-
heimta smáskuld
hjá kvikmyndafram-
leiðanda. í fram-
haldi fær Palmer
mikinn áhuga á
kvikmyndabransan-
um og ákveður að
heUa sér út í hann á
fúUu. Og hæfileikar
hans sem handrukk-
ari koma honum að
gagni í kvikmynda-
heiminum.
»!*>!; itíKJS ttÚTi'j 9XTVW:
Grumpier Oid
Men
Jack Lemmon og
Walter Matthau
Það er komið sum-
ar í heimabæ ná-
grannanna Johns og
Max, hlýnað hefur í
samskiptum nöldur-
seggjanna en þá kem-
ur hin íðUfagra
Maria í bæinn og aUt
verður vitiaust. Hún
hefur'yfírtekið beitu-
verslunina og hyggst
breyta henni í ítalsk-
an ristorante. Þetta
eru að sjálfsögðu
helgispjöU í augum
félaganna sem
ákveða að láta sverfa
til stáls og koma í veg
fyrir. fyrirætlanir
Mariu en hún er ekk-
ert lamb að leika sér
við.
UP CLOSE & PERSONAi
Up Ciose and
Personal
Robert Redford
og Michelle Pfeif-
fer
TaUy er fréttakona
og ein sú vinsælasta
í bandarísku sjón-
varpi. Hún hefur á
löngum tima barist
tU metorða með
dyggri aðstoð vin-
sæls sjónvarps-
manns, Warren Just-
ice. Samhliða því
hefur komist á ástar-
samband miUi þeirra
en það er erfitt að
halda einkalífinu
fyrir utan heim sjón-
varpsins og þegar
vinsældir og starfs-
frami vegur meira
en hjónabandið hlýt-
ur eitthvað að láta
undan.