Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 5 Fréttir Ótal mál inni á boröi hjá FÍB vegna viðskipta meö notaða bíla: - segir Björn Pétursson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda Tryggingafélag tekur ekki viö bil nema bíllinn veröi fyrir altjóni eöa svo miklu aö ekki þyki borga sig aö gera viö hann, segir Björn Pétursson hjá FÍB. „Það er alveg óhætt að segja að ástandið sé slæmt og við fáum ótal mál inn á borð hjá okkur vegna þess hvemig staðið er að málum hjá mörgum bílasölum. Sumir eru vissulega til fyrirmyndar og ég vona að með nýjum lögum um bílasölur megi bæta ástandið. í lögin vantar t.d. sárlega ákvæði um fara megi fram á að sölu verði hreinlega lokað bæti menn ekki ráð sitt,“ segir Bjöm Pétursson hjá Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda. Bjöm segir að með tilkomu Fé- lags löggiltra bílasala séu bílasalar að gera sig ábyrgari og hverfa frá hrossapranginu og yflr í kaup- mennsku. Hann segir dæmin verst þar sem kaupandinn fær ekki réttar upplýsingar um akstur og ástand ökutækisins. „Hafi tryggingafélag átt bílinn er stundum sagt við kaupanda að bíll- inn hafi lent í smávægilegu tjóni. Málið er að tryggingafélag tekur ekki við bíl nema bíllinn verði fyrir altjóni eða svo miklu að ekki þyki borga sig að gera við hann. Fólk fer flatt á þessu þvi siðan getur alltaf eitthvað komið upp á með bílinn. Fólk veit ekki almennt að ferilskrá bíla er til og það er auðvitað á ábyrgð bílasala að upplýsa um þessa hluti,“ segir Bjöm. Aðspurður um peningahliðina segir Bjöm mjög varasamt af fólki að skrifa undir pappíra fyrr en allt hafi verið lagt á borðið og rétt sé fyrir það að fylgjast náið með því að eigendaskipti séu gerð. Létta þurfi veðum af bílum og annað slíkt. „Við höfum haft það að leiðarljósi hér að bílasali sé ekki búinn að vinna fyrir laununum sínum fyrr en allir séu orðnir sáttir við kaupin. Við vonumst til þess að ný lög verði samþykkt sem fyrst og að þau verði til þess að ýta við mönnum í þess- um bransa. Ástandið verður að skána,“ segir Bjöm Pétursson. -sv ÞESSIR BILAR ERU A STAÐNUM GRAND CHEROKEE LAREDO '93 Verð kr 2.600 þús. .LINCOLN CONTINENTAL ‘90 Bíll með öllu. Verð kr. 1.250 þús. CHEVROLET ASTRO '90 8 manna, 4x4. Verðkr. 1.450 þús. E.V. BILAUMBOÐIÐ ehf. SÍMI 564-5000 JAGUAR S0VEREIGN ‘90 Sóllúga, leðurklæddur. Bíll í sérflokki. Verð kr. 2.850 þús. WAGONEER LIMITED '89 Verö 1.420 þús. ATHUGIÐ BREYTT HEIMILISFANG SMIÐJUVEGI Vantar ákvæði í lög um að loka bílasölum Söfnunarsíminn sjálf boðaliðar verða við símann §||p| kl. 12.00- 21.00 pH dagana 5. - 8. nóvember. Gíróseðlar Hjálparsjóðs í bönkum og sparisjóðum. Reikningur Hjálparsjóðs: ávísanareikn. nr.12 í SPR0N, Seltjarnarnesi Framlögin renna óskert til hjálparstarfsins. RAUÐI KROSS ISLANDS > ' - ” 'I ” V: . ' % f , | tl t HL'.w

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.