Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Page 12
12 MIÐVKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 Spuiningin Lesendur Hvaöa föt vantar þig helst fyrir veturinn? Arnar Haukur Ottesen Amarson sölumaður: Ameríska húfu á skall- ann. Þórunn Helgadóttir nemi: Skó og húfu. Andrea Fálmadóttir nemi: Skó, úlpu og ekkert meira. Marta Eydal nemi: Bara úlpu, ég held ekkert annað. Þröstur Júllusson málarameist- ari: Kuldaskó. Sigurður Jónsson sveitarstjóri: Ég held að mig vanti ekki nokkum skapaðan hlut. Kosmngar og peningahítin Ástþór Magnússon skrifar: Það hefur varla farið framhjá þjóðinni að í nýafstöðnum forseta- kosningum gleymdist næstum að fjalla um málefni frambjóðendanna vegna umræðna um peningamál framboðanna. Þær virtust skipta fjölmiðla meira máli krónumar sem varið var til auglýsinga en hvaða boðskap frambjóðandinn færði fram. Jafnvel nú, að loknum kosning- um, hafa birst blaðagreinar þar sem greinarhöfundar era að setja spumingamerki við ítök vissra við- skiptajöfra hjá nýkjömum forseta, m.a. vegna þess að Jón Ólafsson, forstjóri íslenska útvarpsfélagsins, hafi nýverið verið viðstaddur mót- töku erlendra gesta hjá forsetanum. Reynslan af forsetakosningunum ætti að sýna fram á að aðskilja þarf fjármagn frá framboðum, hvort sem um er að ræða forseta-, alþingis- eða sveitarstjómarkosningar. Óhæft er að frambjóðendur eða flokkar veljist út frá bankainni- stæðum eða viðskiptalegum sjónar- miðum fyrirtækja eða annarra fjár- sterkra aðila. Það hlýtur að styrkja lýðræðið að finna aðrar lausnir á þessum vanda en betlframboð. Sú lausn, sem ég hef bent á, er bæði einföld og ódýr í framkvæmd. Hún felst í því að starfsleyÐ til útvarps- og sjónvarps- rekstrar, bæði fyrir ríkisrekna fjöl- miðlun svo og einkarekstur, sé háð því að þessir fjölmiðlar taki allir jafnan þátt í framboðskynningum. Þetta geta slíkir aðilar gert án til- kostnaðar á þann hátt að hliðra til í dagskrá þessar fáu vikur sem framboð standa yfir, lengja örlítið auglýsingatíma og gefa hverju framboði t.d. eina mínútu á dag til kynninga auglýsingatímanna. Á þennan hátt geta framboðin komið boðskap sínum til skila án ritskoðunar og allir standa jafht aö vígi. Einnig er mjög jákvætt að gefa frambjóðendum kost á sérstökum ávörpum eins og gert var á Stöð 2 og svo umræðuþáttum undir stjóm fréttamanna likt og verið hefúr. Væri þessi tilhögun tekin upp þyrfti enginn að standa eftir kosn- ingar með milljónaskuldir á bakinu og stórlega drægi úr sníkjum af þjóðfélaginu í kosningasjóði. Fram- bjóðendur gætu einnig orðið sjálf- stæðari og óháðari fjármálaöflum þjóðfélagsins en um allan heim er það þekkt staðreynd að slíkir aðilar reyna oft að „kaupa sér“ frambjóð- endur með eiginhagsmuni að leið- arljósi á kostnað þjóðar sinnar. Þetta gæti einnig orðið til þess að fjölmiðlaumræðan snerist um ann- að og þarfara en eigin gullgröft í vasa frambjóðenda og stuðnings- manna þeirra. Kostnaður og skuldir forsetaframbjóðenda 20 Kostnaður hlns opinbera í milljónum króna* ■ Kostn. Skuldir ■ Endanlegur kostnaöur Ólafur Ragnar Grfmsson Pétur Kr. Hafsteln Guðrún Ástþór Guðrún Agnarsdóttlr Magnússon Pétursdóttlr hafa verió blrtir Borgog ríklð sveltarfélög Meö breyttri tilhögun stæöi enginn uppi meö milljónaskuldir á bakinu, segir Ástþór m.a. í bréfinu. Útgerð á Fáskrúðsfirði - lítil framsýni Jóna B. Jónsdóttir skrifar: Margir sjómenn á Fáskrúðsfirði era nú atvinnulausir þar sem búið er að selja skuttogarann Hoffell. Þessir sjómenn bætast nú í hóp þeirra sjómanna sem leita þurfa eft- ir skipsplássum í önnur byggðarlög vilji þeir stunda sjómennsku. Marg- ir þessara manna eiga um 20 ár að baki sem sjómenn hjá KFFB. Sumir lengri tíma, aðrir styttri. Á þessum 20 árum hafa flestir þessir sjómenn lagt tekjur sínar í að byggja upp þetta sjávarpláss en standa í dag án skipsrúms og með eignir sínar verð- litlar og illseljanlegar. Sumir þessara sjómanna kynnu að fá vinnu í Stóra Stóra Loðnu- vinnslunni á meðan á loðnuvertíð stendur en ekki er til ein lítil loðna í kvóta handa þeim að veiða og landa í Stóru Stóra Loðnuvinnsl- una. Einhverjar síldarbröndur á fyrirtækið en ekkert skip til að veiða þær. Sjómenn virðast hafa fullan skiln- ing á því að selja varð Hoffellið þar sem búið var að reka hér mála- myndaútgerð í nokkur ár. Stjóm- endur fyrirtækisins virtust standa í þeirri trú að hægt væri að gera út á málningu og góð veiðarfæri. Ekki vildu þeir kaupa kvóta í neinum mæli, hann var of dýr. Ekki nóta- skip, það var ekki þeirra deild, og alls ekki frystiskip, þurftu ekki á því að halda. En skip með stóran rækjukvóta keyptu þeir en seldu fljótt aftur og verður sú saga ekki rakin hér að sinni. Ekki er hægt að hrósa framsýni forráðamanna í útgerðarmálum á Fáskrúösfirði í gegnum árin. Segjast þeir vilja kaupa loðnuskip og kvóta en lítið framboð því hinir framsýnu eru búnir að kaupa það sem falt var. Það er sorgleg staða ef fólk fætt hér og uppalið sem hefur viljað búa á staðnum þarf nú aö hrökklast héðan burtu vegna skammsýni í útgerðar- málum staðarins. Blöffmarkaður á útsölubílum? Þorsteinn Einarsson hringdi: Ég var í höfuðborginni þeirra er- inda að leita að notuðum bíl og fór á flestar bílasölurnar. Úrvalið er geysilega mikiö. Ég fór einnig í Kolaportið þar sem nú era auglýstir notaðir bílar í tugatali. Eftir að hafa Li§lj®í\ þjónusta allan sólarhringinn da hringið i sima 0 5000 ílli kl. 14 og 16 Á bílasölunum má oft gera lægra tilboö sem seljandi gengur aö. borið saman verðið þar og á hinum al- mennu bílasölum borgarinnar komst ég að þeirri niður- stöðu að í Kolaport- inu sé síst lægra verð en annars staðar. í Kolaportinu er svonefnt ásett verð sem virðist vera hæsta verð á mark- aðinum í dag. Þá er útsöluverð - stað- greiðsluverð þama í Kolaportinu hærra oft og tiðum, eða a.m.k. það sama og maður sér á hinum almennu bílasölum. Ég tek dæmi af bíl sem þar var sett á verð- ið 330 þús. kr. Sams konar bíl gat ég keypt á 220 þús. kr. á almennri bíla- sölu. Ásett verð á bílum hílasalanna er engan veginn endanlegt verð, því kaupandinn gerir tilboð sem er oft mun lægra og seljandi samþykkir. - Að öllu samanlögðu finnst mér eins og verið sé að blöffa fólk með svona risaútsölu. I>V Löggjöf um olíuleit Óskar Sigurðsson skrifar: Nú hafa Færeyingar ákveðið undirbúning að olíulöggjöf og leyfi til olíuvinnslu verða boðin út um áramótin 1997-8. Þetta gera Færeyingar vegna þess að líklegra er en ekki að á eyjunum verði hafhar olíuboranir þvi til- raunaborunum er nú að ljúka þar. Við íslendingar eigum ekki siður en Færeyingar að undir- búa löggjöf um olíuleit hér við land.~ Við getum stuðst við frumrannsóknir erlends aðila sem skilaði upplýsingum um set- lög úti fyrir ströndum Norður- lands. Fyrsta skrefið hér væri að skipa sérstaka olíuráðgjafanefnd sem ynni að undirbúningi frum- varps til laga um olíumálin. Pínlegt plott f Efstaleiti Jóhannes Jónsson skrifar: Pínlegt er plottið í Efstaleitinu um hvernig skákað skuli til í embættum núverandi og fyrrver- andi útvarpsstjóra. Auðvitað stóð alltaf til að greiða Markúsi Emi Antonssyni þá skuld sem skapaðist við borgarstjóramiss- inn. Það bar því vel í veiöi einmitt nú að Þingvallaprestur skyldi segja af sér og „gamlan Árnesing“ langaði svo yfirmáta mikið aftur „heim“. Það var því brugðið á það ráð að kunngera þessa óstjðmlegu löngun núver- andi útvarpsstjóra heim i Ámes- þing eftir öðrum leiðum en frá Biskupsstofú. Þetta er því allt að smella saman: út og inn á Þing- völlum, en inn og út í Efstaleit- inu. Ef ég væri ríkur? Sonja skrifar. Ég las grein í Degi-Tímanum meö þessari fyrirsögn. Þar var rætt um þá ríku sem eyddu 120 þúsund kr. í einkabílinn á mán- uði. Einkabíllinn væri sá hlutur sem aðskildi þá tekjuháu frá hin- um hér á landi. Sammála þessu. En hvað gera svo hinir tekjuháu eftir að hafa svalað aukanautn sinni i bílinn? Jú, dýrari föt, meiri bjór, ferðalög og veitinga- hús, eins og sagði í greininni. Al- veg rétt. En hvað svo? Bara það sama og aðrir. Nema þeir tekju- háu era mestu eyðsluseggimir og eiga aldrei fé afgangs. Era líka þeir skuldugustu þegar upp er staðið, eiga aldrei pening og hjá þeim má engu muna, þá eru þeir gjaldþrota, og oftar en ekki verða þeir það líka. Auglýsum eftir formanni Jón Maríasson skrifar: Auglýsum eftir formanni fyrir Alþýðuflokkinn. Manni úr laun- þegahreyfingunni, óspilltum af núverandi valdaklíku, manni sem þorir og vill lyfta Alþýðu- flokknum á hærra plan. Burt með menntaklíkuna sem hefur niðurlægt flokkinn á undanfóm- um áram. Burt með Alþýðu- flokksíhaldið úr flokknum, nóg er íhaldið annars staðar til að koma landi og þjóð á vonarvöl. Sýnum djörfung og þor og geram Álþýðuflokkinn eins og til hans var stofhað af Jóni Baldvinssyni. Demi Moore á strætó Vilhjálmur Alfreðss. skrifar. Ég var að keyra á eftir strætis- vagni nýlega og sá þá mynd af Demi Moore sem baksíðuauglýs- ingu á vagninum. Það lá við að ég missti stjórn á bílnum. Ekki er ég neitt sérstaklega á móti nöktum konum þar sem við á. En hvað finnst ykkur, í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur? Er þetta það sem koma skal á vagn- ana í bak og fyrir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.