Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Page 13
U~\T MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 Ferskleiki og einstæður kraftur Skáldsagan í luktum heimi eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur kom nýlega út í sænskri þýðingu hjá Rabén Prisma forlaginu í Stokkhólmi. Þýðandi er Inge Knutsson. Fjölmargir gagn- rýnendur hafa fjallað um sögirna og lof- að hana í hástert. Sumir bera hana saman við Meðan nótt- in líður, sem fékk Bókmenntaverð- . laun Norður- , landaráðs 1992, , og finnst hún i ekki síður heillandi lest- I ur. í Göteborgs- 1 Posten segir ’ Bjöm Gunnars- son: „í sögu sinni beitir Fríða ýmsum brögðum módernis- mans í lýsingunni á sálarlífi söguhetj- unnar, en tækni hennar er borin uppi af mikilli kunnáttu, ferskleika og ein- stæðum krafti,“ og í Borás Tidning seg- ir Per-Ove Ohlson: „Ég fæ ekki séð að neinn sænskur skáldsagnahöfundur jafnist fyllilega á við Fríðu Á. Sigurð- ardóttur. Þessa stundina kemur mér engin sænsk nútímaskáldsaga í hug sem ég treysti mér til að skipa á bekk með þessu metnaðarfulla skáldverki." Vélstjóra- og vélfræðin- gatal Vélstjórafélag íslands hefur starfað í hartnær níutiu ár og á þeim tíma hafa um 7600 íslendingar lokið einhverju stigi vélstjóranáms. Fyrir rúmum tutt- ugu árum kom út Vélstjóratal en það náði aðeins til 1100 vélstjóra. Nú era komin út tvö bindi af áætluðum fimm í heildartali þeirra sem hafa lokið ein- hverju stigi námsins. Alls verða í rit- inu æviskrár yfir 7.000 vélstjóra ög ættfræði- upplýsingar um tugþús- undir fs- lendinga til viðbótar. Ritstjóri er Frans Gíslason, sagnfræð- ingur og kennari við Vélskóla íslands, en Þorsteinn Jónsson ritstýrir ætt- fræðiefni. Bókaútgáfan Þjóðsaga ehf. gefur verkið út í samvinnu við Vélstjórafélag fslands. Nordsol Nordsol - tónlistarkeppni Norður- landa 1997 verður haldin 9.-13. júní í Þrándheimi í Noregi. Keppnin er fram- hald af Hátíð ungra norrænna tónlist- armannn og er ætlað að beina sviðs- ljósinu að ungum norrænum einleikur- um og einsöngvurum. Tónlistarskólinn í Reykjavík sér um forkeppnina á ís- landi. Hún verður haldin 23. mars 1997 en frestur til að senda inn umsóknir rennur út 31. janúar. Keppnin er opin öllum hljóðfæraleikuram sem fæddir era 1. janúar 1972 eða síðar og öllum söngvurum sem fæddh- eru 1. janúar 1967 eða síðar og era íslenskir ríkis- borgarar. Umsóknareyðublöð og nán- ari upplýsingar fást á skrifstofu Tón- listarskólans, Skipholti 33 í Reykjavík. Ástarsaga Nýja skáldsagan hennar Vigdísar Grímsdóttur heitir Z, ástarsaga, og rekur sög- ur tveggja ólíkra systra. Þær „lýsa ferðum sínum um lendur ástarinnar, og grímumar falla ein af annarri uns sér í bera kviku,“ segir í kynningu. Þetta er fimmta skáldsaga Vigdisar, en auk *.__a hefur hún gefið út ljóð og smásögur. Fyrir siðustu skáldsögu sína, Grandaveg 7, fékk hún íslensku bókmenntaverðlaunin 1994. Iðunn gef- ur bókina út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir menning Djörf bók en grandvör Guðmundur Andri Thorsson hefur skrifað tvær skáldsögur úr samtímanum, en í nýrri bók, íslandsforinni, flytur hann sig aftur í tímann um meira en heila öld. Um hvað er þessi saga? „Svarið við þeirri spurningu er á blaðsíðu 141: „Ég sá gamla og eineygða kerlingu sem sat og rýndi í spil og sagði í sífellu að hún sæi þar veg, illmenni, svikráð, dánarbeð, bréf frá einhverjum og óvæntar fréttir." Um þetta er bókin.“ - Af hverju skrifarðu frekar um gamlan tíma en nútíma? „í fyrsta lagi hef ég alltaf haft áhuga á nítj- ándu öldinni á íslandi. Svo leiðist mér nú- tíminn, ég skil hann ekki. Og loks vildi ég skrifa rökrétt framhald af íslenska draumn- um, halda áfram að athuga islensku þjóðina. Þá getur verið þægilegt að skoða hana bæði í horfnum tíma og með fjarlægu sjónarhorni. Ég einsetti mér að skrifa um íslendinga 19. aldar án þess að nota þessar klisjur í tungu- taki og mannlýsingum. Þegar maður kemur að efninu utan frá, sem útlendingur, þá kann maður ekki klisjurnar. Veit til dæmis ekki að maður á að segja rýjan mín!“ - Hvemig kom aðalpersónan til þín? „Ja, einhvern veginn þarf sjónarhornið að vera í sögum og fyrst var hún bara sjónar- hom. Síðan breytist það vonandi í persónu. Mig langaði til að skrifa ferðadagbók og um- breyta dagbók í skáldsögu. Það er ögrun í því og erfiðara en ég hélt að reka atburði áfram í dagbók, gefa upplýsingar um forsögu per- sónunnar og koma öllu sem verður að vera í skáldsögum eðlilega að. Það væri fáránlegt að láta hann segja sjálf- um sér í dagbók- inni eitthvað sem hann veit!“ Á hann sér ákveðna fyrir- mynd? „Ég játa að ég hef alltaf haldið upp á Willi- am Morris og las ferða- dagbækur hans fyrir löngu. Þar er kannski einhver rót. Og í fyrstu gerð þessarar sögu átti sögumað- ur ákaflega fallega eiginkonu sem hélt fram- hjá honum með málara en því varð ég að breyta. Þá bjó ég til allt aðra persónu sem er mánuði á undan William Morris á ferð hing- að sumarið 1871. Þeir hittast aldrei. Svo not- aði ég landkönnuðinn Richard F. Burton svo- lítið líka, hann var á ferðinni hér um svipað leyti og þótti lítið til lands og þjóðar koma, enda nýbúinn að vera í Afríku og sjá alvöru- fossa og alvörugljúfur og alvöru frumstætt fólk. Þessi persóna á sér líka rót í manni sjálf- um. Maður klæðir sig bara í ensk heldri- mannafot og þykist vera einhver annar. Bókin er mjög djörf að því leyti til að hún er ekkert fyndin og það er ekkert kynlíf í henni - að kalla. Þetta er grandvör bók. Mig langaði til að búa til grandvaran sögumann eins og í þessum gömlu skáldsögum og líka til að ná ákveðinni bernsku í stíl og sýn sem hefur alltaf heillað mig.“ - Hvernig fannst þér heldrimannafötin fara þér? „Þau eru alveg klæðskerasaumuð fyrir mig. Ég er náttúrlega enskur aðalsmaður frá 19. öld.“ Guömundur Andri Thorsson: Heldrimannafötin klæöskerasaumuð. DV-myndir Brynjar Gauti Ærlegt líf er í sjálfs valdi Þegar Gerður Kristný gaf út sína fyrstu bók árið 1994 nefndi hún hana ísfrétt. Sá titill er leiðandi fyrir innihald bókarinnar því mörg Ijóðanna era sveipuð sáram og köldum sökn- uði og bera keim af svikum, lygi og brostnum vonum. En þrátt fyrir mótvind glittir í ljóð- mælanda sem stendur fóstum fótum í tilve- runni er sterkur og töff og til alls líklegur. Rödd þessa ljóðmælanda hljómar kröftuglega í nýjustu bók höfundar, skáldsögunni Regnboga í póstinum. Þetta er fyrstu persónu frásögn, hugleiðingar ungrar konu sem hefur nýlokið stúdentsprófi og heldur eins og ótal ungmenni ótrauð út í heiminn. Væntingar hennar og vonir era þó ekki háleitar eða markmiðin ljós, að minnsta kosti ekki i samanburði við ýmsar ónefndar karlhetjur íslenskra bókmennta sem halda utan með það að aðalmarkmiði að frelsa heiminn og sjálfa sig í leiðinni! Söguhetja Gerðar Kristnýjar gefur þessum köppum, sem að sjálfsögðu frelsa engan, hvorki sig né aðra, langt nef og nýtur þess bara að vera það sem hún er: Ung stúlka í blóma lífsins, engum bundin og engum háö. Hún er eldfjörug, hæfi- lega kærulaus, kjörkuð, forvitin og lífsþyrst; frambærilegur og sannfærandi fulltrúi ungu kynslóðarinnar sem á ekki alltaf auðvelt með að gera upp hug sinn um framtíðina. Hún læt- ur hverjum degi nægja sína þjáningu og gerir það sem hugurinn býöur hverju sinni á meðan hún getur og vill. Þó ekki sé mikið um úthugs- aðar eða markvissar framkvæmdir er stúlkan samt heilmikið að hugsa og þó hún viti ekki alltaf hvað hún vill þá er henni nokkuð ljóst hvað hún vill ekki. Hana langar ekki til að feta í fótspor móður sinnar sem hefur gefið frelsis- hugsjónir hippanna upp á bátinn svo og slag- orð rauðsokkanna sem sögðust „þora, geta og vilja". „Shit happens" segir mamman við dótt- urina og heldur áfram að hygla pabbanum og hans þörfum! (39) Stúlkan er staðráðin í að láta þennan uppgjafaranda ekki ná tökum á sér og enn ákveðnari eftir misheppnaða sambúð þar sem hún uppgötvar hvað hlutverkaskipting kynjanna er í rauninni hættulegt og lúmskt fyrirbrigði. Hún ætlar sér ekki að sofna á verð- inum aftur og sér til varnar skoðar hún um- hverfi sitt á kaldhæðinn og gagnrýninn hátt. Foreldramir, vinkonurnar og karlmenn þessa heims fá vel útilátinn skammt af hæðni frá þessari beinskeyttu og klára stelpu sem kemur því ótvírætt til skila að konur séu ekki aldeil- is dauðar úr öllum æðum! í Regnboga í póstinum er ekki boðið upp á Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir neinar allsherjarlausnir á samskiptavanda kynjanna sem er bæði mikill og augljós í með- Gerður Kristný - þrælskemmtileg. DV - mynd S fórum höfundar. Hins vegar má greina ísmeygileg skilaboð til kvenna í kátum, mein- fyndnum og þrælskemmtilegum texta Gerðar Kristnýjar: Ærlegt líf er í sjálfs valdi! Gerður Kristný: Regnbogi í póstinum Mál og menning 1996. Fákalönd Nýlega kom út bókin Fákalönd eftir Jónas Kristjánsson, ritstjóra DV. Þetta er áttunda hestabókin sem Jónas gefur út. Meginefni bók- arinnar er að venju ættbók ársins, en auk þess hefur höfundur fjallaö um ákveðna þætti hesta- mennskunnar hverju sinni. Með nokkurri eftirvæntingu opnaöi ég þessa bók. Að þessu sinni skrifar hann um hrossa- jarðir á íslandi, allt frá byrjun ættbókarfærslu á fyrstu árum aldarinnar til dagsins í dag. Þetta er að sjálfsögðu risavaxið verkefni. Um- ræddar jarðir og þéttbýlisstaðir eru um 3000 og skráin prentuð í fjórum dálkum með smáu letri. Að mínu viti er aðeins einn íslendingur sem hefur yfirsýn yfir það hversu rétt bókin er. Þar á ég við Þorkel Bjamason, fyrrverandi hrossaræktarráðunaut. Auk þess að hafa leng- ur en aðrir fjallað um þessi mál, er hann óvenju hestglöggur og réttsýnn. Ég geri því að sjálfsögðu ekki skóna að Þorkell fáist til að dæma eigin störf og því verða þær villur sem í þessum bókarhluta kunna að leynast tæplega leiðréttar. Mér varð það fyrst til að líta á mín hross í þessum hluta bókarinnar. Hér á áranum vora þau dreifð á þrjá staði: Ytri-Skóga, Skógaskóla og Skóga. Að sjálfsögðu kom ekki til greina að skrá þau í Ytri-Skógum en svo nefnist bújörðin hér. Skögaskóli kom heldur ekki til greina. Það var skólastofnun, sem ég starfaði við um ára- tugaskeið og flutti úr fyrir rúmum 40 árum. Hvers vegna Skyssa 5783 varð eftir í Ytri-Skóg- um þegar hin hrossin mín voru flutt til Skóga veit ég ekki. Bókin er mjög merkilegt heimildarrit, en að sjálfsögðu ekki fullkomnara en frumritið er skráð. Ég nefni dæmi. Á býlinu Kolkuósi í Bókmenntir Albert Jóhannsson Höfundur þessarar bókar er snjall eins og menn vita. Ég veit að honum væri það létt verk að breyta innbroti bókarinnar á þann veg að ekki þyrfti að tvítelja ættir hrossa eða einkunn-. ir. Ég vildi helst sjá þetta á einum stað I bók- inni. Svo finnst mér vanta mynd og ættargraf hryssnanna sem fá 7,99-7,50 í aðaleinkunn eða II verðlaun. Rök mín fyrir þessu eru þau að þessar hryssur liggja yfirleitt óbættar hjá garði, en eru engu að síður mikilvægur hlekk- ur í hrossarækt okkar. Prófarkalestur bókarinnar er góður. Ég fann aðeins eina prentvillu (bls. 5). Þegar á heildina er litið er þetta hin vandaðasta bók, sem ^ margir vilja eignast. Skagafirði er faðir hrossa þar skráð ur foli sjö sinnum og hryssa skráð móðir 14 sinnum. Brún skráð móðir 28 sinnum, Jörp ^ 14 sinnum og Rauð og Rauðka 15 sinnum. 10 hryssur bera nafnið ^ 'ít Kolbrún og 9 heita Kolka. Ekki kann ég að meta svona ættfærslu, en fullyrði ekki að hún sé röng. í ættbók fyrir árið 1996 vantar myndir af tveimur stóðhestum í eigu hrossaræktarbúsins á Hólum í Hjaltadal, án þess að gerð sé grein fyrir því hvers vegna þær eru ekki með. Jónas Kristjánsson: Fákalönd. 3000 ræktunarjaröir hrossa. Ættbók 1996. Hestabækur 1996.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.