Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Qupperneq 5
JLlV FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
y Tónlistarkonan Anna Halldórsdóttir: |
Eg hef alltaf hugsað í tónum
Kynnir plötuna Villtir morgnar
Maöur gæti spurt sig: Hver er eig-
inlega þessi Anna Halldórsdóttir?
Svariö gæti verið: Ung og metnaö-
arfull tónlistarkona sem er nú að
gefa út sína fyrstu sólóplötu. En
hvaðan kemur hún? DV fór á stúf-
ana, fann þessa ungu stúlku og gróf
upp öll leyndarmálin í kringum
hennar tónlistaráhuga og ferilinn til
þessa.
Hvenær hefst
tónlistaráhuginn?
Ég hóf nám bamung í tónlistar-
skóla, aöeins sex ára gömul. Ég byij-
aöi aö læra á blokkflautu og fór síð-
an að læra á flðlu sjö ára og var í tón-
listarskóla fram á unglingsárin en þá
hætti ég. Ég byijaði síðan aftur og
ætlaði að fara að laéra á píanó en þaö
fór nú aðailega í kjaftagang og brand-
ara, hann var svo sniðugur kennar-
inn.
Ég var lika í söngnámi í nokkur
ár. Síðan hef ég ailtaf verið að semja
tónlist, kannski meira svona tilviij-
anakennt þegar ég var krakki en ég
fór að átta mig á því þegar ég var orð-
in unglingur að þetta væri nú eitt-
hvað sem ég ætti að halda í og varð-
veita. Ég fór að gera það, safnaði efn-
inu saman á spólur og geymdi það.
Síðan þegar ég var úti á Ítalíu
sautján ára gömul var píanó á heim-
ilinu og þegar ég fékk heimþrá settist
ég við það og fann hvað ég var fljót
að átta mig á hljóðfærinu. Og þá fór
ég að semja lög markvisst með hljóð-
færi í fyrsta skipti,“ segir Anna. Hún
var einnig í rokkhljómsveit á fimmt-
ánda ári og varð í þriðja sæti Mús-
íktilrauna árið 1989 með hljómsveit-
inni Bróður Darwins.
„Að vísu byrjaði ég víst að semja á
gamla pumpuorgelið hennar mömmu
þegar ég var lítil. Þetta pumpuorgel
hefur verið mjög mikilvægt í mínu
lífi. Mér fannst alveg jcifnsjálfsagt að
semja tónlist og spila eins og að fara
út að leika mér, ég hreinlega hugsaði
í tónum.“
Annar sópran
„Þegar ég var ung stelpa í kór lenti
ég í öðrum sópran og fannst ég svona
hálfþartinn annars flokks söngkona
vegna þess, því ég vildi syngja hátt
eins og hinar, svona eins og engill, en
það var ekki hægt. í dag er ég hins
vegar afar þakklát fyrir það að hafa
sungið í öðrum sópran því þar reyn-
ir svo mikið á tóneyrað. Maður verð-
ur að passa að fylgja ekki aðallínunni
og verður þannig meira sjálfstæður.
Það hefúr hjálpað mér mjög mikið í
tónlist."
Tilkoma sólóplötunnar?
Eftir hljómsveitabrölt fyrri ára tók
við smáhlé hjá Önnu „...en í haust
var ég að spjalla við félaga minn,
Orra Harðarson, sem hefur nú þegar
gefið út tvær plötur, og hann vissi al-
veg að ég væri að semja enda hafði
hann heyrt fullt af lögum hjá mér og
hann sagði mér að ég þyrfti að drífa
í því að gera eitthvað í málinu. Svo
leigði ég mér A- DAT tæki og viö tók-
um upp éitt lag sem heitir Villtir
morgnar (sem útvarpshlustendur
ættu að vera famir að kannast við)
og fór með það á stúfuna til að at-
huga hvort ég kæmi því ekki einfald-
lega inn á safnplötu. Ég fékk nei á
nokkrum stöðum og fór síðan til
Rabba (Rafhs Jónssonar) sem vildi
heyra meira,“ segir Anna.
Til að gera langa sögu stutta bauð
Rabbi Önnu strax breiðskifusamning
sem var mun meira en Anna hafði
upprunalega falast eftir, þvílíka
tröllatrú hafði hann á efninu. Platan
nú er komin út og titlast Villtir
morgnar.
Elsta lagið á plötunni er fimm ára
gamalt en á plötuna valdi Anna úr
safiii sinna eigin lagasmíða. Anna
segir að þrátt fyrir að lögin hafi orð-
ið til á mismunandi tímum myndi
þau mjög sterka heild á plötunni.
Hún er að sjálfsögðu yfir sig ánægð
með fyrstu útgáfuna. Efni í framtíð-
inni verður hins vegar ekki tekið úr
fortíðar lagabönkum því hún er alltaf
að semja tónlist, enda hugsar hún
enn í tónum.
GBG
Todmobile
vaknar til lífsins
Hljómsveitin Todmobile er
að vakna til lífsins eftir
þriggja ára blund. Sveitin
leikur á tíu tónleikum víða
um lahd til að kynna nýjan
geisladisk sveitarinnar. Á
sunnudagskvöldið verður
Todmobile í íþróttahúsinu á
ísafirði þar sem leikin verða
lög af nýrri plötu sveitarinn-
ar, Perlum og svínum, en efh-
isskráin byggist þó fyrst og
fremst á eldri og þekktari lög-
um sveitarinnar.
Todmobile hefur tekið
nokkrum breytingum og
sveitina skipa nú Andrea
Gylfadóttir, Þorvaldur Bjami
Þorvaldsson, Eiður Arnars-
son, Kjartan Valdemarsson,
Matthías Hemstock og Vil-
hjálmur Goði, en hann er nýr
liðsmaöur sem leysir Eyþór
Amalds af hólmi. Eyþór ein-
beitir sér nú alfarið að hljóm-
sveit sinni, Bong.
Todmobile hefur tekið nokkrum breytingum og sveitina skipa nú Andrea
Gylfadóttir, Þon'aldur Bjarni Þorvaldsson, Eiður Arnarsson, Kjartan Valde-
marsson, Matthias Hemstock og Vilhjálmur Goði.
Hafsvenn E
Önnur sólóplata Emilíönu
Torrini, Merman (Haf-
sveinninn), er komin út.
Platan er að því leyti frá-
bmgðin metsöluplötunni frá
því i fyrra (sem nú hefur
selst í 9.000 eintökum) að á
henni er að finna frumsamið
efni til móts við efni eftir er-
lenda höfunda. Emilíana
sýnir því á sér nýja hlið sem
texta- og lagahöfundur í
samstarfl við Jón Ólafsson á
öðrum helmingi plötunnar.
Á hinum helmingnum má
finna lög eftir Stevie Wond-
er, Tom Waits, Melanie
Kafka, Lou Reed og Joni
Mitchell. Útgáfutónleikar
Emilíönu verða haldnir
næstkomandi miðvikudag,
13. nóvember, i íslensku óp-
erunni.
Útvarpshlustendur hafa
þegar fengið að heyra lagið
Blame It on the Sun eftir
Stevie Wonder en laginu
The Boy Who Giggled so
Sweetly er einnig spáð góðu
gengi á vinsældalistum.
Myndband við það lag verð-
ur frumsýnt á næstu dögum.
Emilíana Torrini átti metsöluplötu síðasta árs.
Hónlist
*★ ★,
Papar og írar
Lifandi tónlist er spiluö í
Dublinerskránni í Hafnarstræti
fjölmörg kvöld vikunnar. Föstu-
dags- og laugardagskvöldin 8. og 9.
nóvember verður það hin vinsæla
hljómsveit Papanna sem heldur
uppi fjöri á staðnum en sunnu-
dagskvöldið 10. nóvember spilar
hljómsveitin The Wild Rovers.
Poppers í Lundanum
Hljómsveitin Poppers verður í
Lundanum í Vestmannaeyjum
fostudags- og laugardagskvöldin 8.
og 9. nóvember. Hljómsveitin mun
leika létt rokk og popptónlist í
bland við sígild íslensk dægurlög.
Kos á Næturgalanum
Hljómsveitin Kos ætlar að sjá
um að halda uppi stemningunni á
Næturgalanum á Smiðjuvegi
fóstudags- og laugardagskvöldin 8.
og 9. nóvember.
Hunangá Reykjavík
Á Kaffi Reykjavík er spiluð lif-
andi tónlist öll kvöld vikunnar.
Hljómsveitin Hunang spilar fyrir
dansi fóstudags- og laugardags-
kvöldin 8. og 9. nóvember en Sig-
rún Eva og hljómsveit sér um að
halda uppi fiörinu sunnudags-
kvöldið 10. nóvember.
Stjörnugjöf
tónlistargagnrýnenda
Óútgáfuhæf
★ . Slæm
★* Slök
★★ í meðallagi
★★* Sæmileg
★★★ Góö
★ ★★"Á Frábær
★ ★★★ Meistaraverk
jj jj
umimmí
★★★
Kvöldið er okkar - Ingimar Eydal:
Kvöldið er fagurt er eiguleg útgáfa.
Lögin eru að vísu böm síns tíma
og það er aðeins hluti þeirra sem
hefur staðið af sér aldurinn. Útgáf-
an sem slík er fagnaðarefni og
geymir minningu um einn ástsæl-
asta tónlistarmann þjóðarinnar.
-HK
★★★
From the Muddy Banks of the
Whishka - Nirvana
f heild er platan feiknavel sett sam-
an og tríóið sýnir að því fylgdi
kraftur á sviði. Strákamir em þétt-
ir og það eina sem dregur þá niður
er misjafti söngur Cobans og mögu-
lega sú staðreynd að flest lögin era
flutt mun hraðar en maður á að
venjast en það er hluti af tónleika-
stemningunni. -GBG
★★★
Salsaveisla aldarinnar - Ýmsir flytj-
endur
Lög plötunnar bera því glöggt
vitni að Rogers kann öll helstu
„trikkin" til að búa til áheyrilega
blúsrokkplötu. Gítarleikurinn er
einnig í góðu lagi en ef eitthvað
mætti hljóma betur þá er það söng-
rödd Roys Rogers. Það er hin ágæt-
asta skemmtun að hlusta á Rhythm
& Groove. -ÁT
★★★
Travelling without Moving:
Þessi þriðja plata Jamiroquai sýnir
ákveðin kaflaskil hjá hljómsveit-
inni. Á heildina litið er platan
melódísk, þægileg á að hlusta, vel
spiluð og framleg á köflum.
★★★★
-GBG
New Adventures in Hi-Fi:
Melódíumar hjá REM era stórgóð-
ar, textamir jafti torræðir og fyrr
og útsetningar á köflum frumlegar.
Platan er sennilega fjölbreyttasta
lagasafhiö sem REM hefúr sent frá
sér til þessa.
-ÁT