Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Síða 6
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 T^V 20 ífítn helgina VEITINGASTAÐIR A. Hansen Vesturgötu 4, Hf., sími 565 1693. Opið 11.30-22.30 alla daga. A næstu grösum Laugavegi 20, sími 552 8410. Opið 11.30-14 og 18-22 v.d., 18-22 sd. og lokað ld. Amigos Tryggvagötu 8, simi 511 1333. Opið 17.30-22.30 virka daga og sd, 17.30-23.30 fd. og Id. Argentína Barónsstíg lla, sími 551 9555. Opið 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. Asía Laugavegi 10, sími 562 6210. Opið 11.30- 22.30 v.d., 12-22.30 sd., 11.30- 23.30 fd. og ld. Askur Suöurlandsbraut 4, sími 553 8550. Opið 11-22 sd.-fid., 11-23.30 fd. ogld. Banthai Laugavegur 130, sími 552 2444. Opið 18-22 mán. til fim. og 18-23 fós. til sun. Café Opera Lækjargötu 2, sími 552 9499/562 4045. Opið 18-1 fd. og ld„ 11.30- 1 v.d. Caruso Þingholtsstræti 1, sími 562 7335. Opið sun.-fim. 11.30-23.30. Fd. og ld. 12.-2. Carpe Diem Rauðarárstíg 18, sími 562 3350. Opið 11-23 alla daga. Hard Rock Café Kringlunni, sími 568 9888. Opið 11.45-23.30 md.-ld„ 12-23.30 sd. Hornið Hafnarstræti 15, sími 551 3340. Opið 11-23.30 alla daga. Hótel Borg Pósthússtræti 11, sími 551 1440. Opið 8-23.30 alla daga. Hótel Holt Bergstaðastræti 37, sími 552 5700. Opið 12-14.30 og 19-22.30 v.d„ 12-14.30 og 18-22 fd. og Id. Hótel Loftleiðir Reykjavíkurflug- velli, sími 552 2322. Opið í Lóninu 0-18, ípiómasal 18.30-22. Hótel Oðinsvé v/Oðinstorg, sími 552 5224. Opið 12-15 og 18-23 v.d„ 12-15 og 18-23.30 fd. og ld. Hótel Saga GriUið, sími 552 5033, Súlnasalur, sími 552 0221. Skrúður, sími 552 9900. Grillið opið 19-22.30 alla daga, Súlnasalur 19-3 ld„ Skrúður 12-14 og 18-22 alla daga. Humarhúsið Amtmannsstíg 1, sími 561 ?303. Opið 10-23.30 v.d„ 10-1 ld. og sd. Italía Laugavegi 11, sími 552 4630. Opið 11.30- 23.30 alla daga. Jónatan Livingston Móvur Tryggvagötu 4-6, sími 551 5520. Opið 17.30- 23 v.d„ 17.30-23.30 fd. og ld. Kínahofið Nýbýlavegi 20, sími 554 5022. Opið 17-21.45 v.d„ 17-22.45 fd„ ld. og sd. Kína-húsið Lækjargötu 8, sími 551 1014. Opið 11.30-14 og 17.30-22 v.d„ 17.30- 23 fd„ 15-23 ld„ 17-22 sd. Kínamúrinn Laugavegi 126, sími 562 2258. fd„ ld„ sd. 11-23. má.-fi. 11-22.00. Kofi Tómasar frænda Laugavegi 2, sími 551 1855. Opið 10-01 sd.-fi. og 11-03 fd. og ld. Kringlukráin Kringlunni 4, sími 568 0878. Opið 12-1 v.d„ 12-3 fd. og ld. Lauga-ás Laugarásvegi 1, sími 553 1620. Opið 11-22 og 11-21 um helgar. La Primavera Húsi verslunarinnar, sími 588 8555. Op. 12.00-14.30,18-22 v.d„ 18-23.00 fd„ 18-23.30 ld„ 18-22 sd. Las Candilejas Laugavegi 73, sími 562 2631. Opið 11-24 alla daga. Lækjarbrekka Bankastræti 2, sími 551 4430. Opið mán.-miðvd. 11.00-23.30, fim.-sd. 11.00-0.30. Madonna Rauðarárstíg 27-29, sími 562 1988. Opið 11.30-23.30 alla daga. Marhaba Rauðarárstíg 37, sími 562 6766. Opið alla daga nema md. 11.30- 14.30 og 17.30- 23.30. Naustið Vesturgötu 6-8, sími 551 7759. Opið 12-14 og 18-01 v.d„ 12-14 og 18-03 fd. og ld. Opera Lækjargötu 2, sími 552 9499. Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld. Notre Dame efW hæð Ingólfskaffi, Ingólfsstræti, sími 896 4609. Helgar frá kl. 18. Pasta Basta Klapparstíg 38, sími 561 3131. Opið virka daga frá 11.30 til I. 00 og um helgar til 3.00. Perlan Öskjuhlíð, sími 562 0200. Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld. Potturinn og pannan Brautarholti 22, sími 551 1690. Opið alla daga 11.30- 22. Salatbarinn hjó Eika Fákafeni 9, sími 588 0222. Opið alla daga frá kl. II. 30.-20.30. nema Id. frá 11.30.-16. Lokað á sunnudögum. Samurai Ingólfsstræti la, sími 551 7776. Opið v.d. 18-22, fd„ ld.,.18-23. Siam Skólavörðustíg 22, sími 552 8208. Opið 18-22 vd„ 18-22.30 fd. og ld. Lokað á md. Singapore Reykjavíkurvegi 68, sími 555 4999. Opið 18-22 þd.-fimmtud. 18-23 fd.-sd. Sjanghæ Laugavegi 28, sími 551 6513. Opið 11.30-23.30 v.d„ 12-22.30 sd. Sjö rósir Sigtúni 38, sími 588 3550. Opið 7-23.30 alla daga. Skólabrú Skólabrú 1, sími 562 4455. Opið frá kl. 18 alla daga. Opið í hádeg- inu. Steikhús Harðar Laugavegi 34, sími 551 3088. Opið 11.30-21 v.d. og sd„ 11.30- 23.30 fd. og ld. Thailand Laugavegi 11, sími 551 8111 og 551 7627. Opið 18-22 alla daga. Tilveran Linnctsstíg 1, sími 565 5250. Opið 11-23 alla daga. Veitingahúsið Esja Suðurlands- braut 2, sími 568 9509. Opið 11-22 alla daga. Verdi Suðurlandsbraut 14, sími 581 1844. Opið md.-fd„ 11.30-22 og fd.-sd. 11.30-23. Við Tjörnina Templarasundi 3, sími 551 8666. Opið 12-14 og 18-22.30 md.-fd„ 18-23 ld. og sd. Viðeyjarstofa Viðey, sími 568 1045 og 562 1934. Opið fimmtud.- sunnud. Kaffistofa opin 14-17. Veitingasalur opinn 18-23.30. Vitabar Bergþórugötu 21, sími 551 7200. Opið 15-23.30 v.d„ 12-02 aðra A Listasafn íslands: A vængjum vinnunnar - sýning á verkum Edvards Munch „Hugmyndin að sýningu þessari kom frá Verkamannasafninu í Rjuk- an í Noregi. Aðstandendur safnsins fengu til liðs við sig Arbejdermuseet í Kaupmannahöfn og síðan var okk- ur boðið að vera með í dæminu," segir Aðalsteinn Ingólfsson, list- fræðingur við Listasafn íslands. Þar hefur undanfarnar vikur verið unn- ið hörðum höndum að uppsetningu verka norska listamannsins Ed- vards Munch en sýningin verður opnuð á morgun. Á vængjum vinnunnar er yfir- skrift sýningarinnar sem er tíma- mótaviðburður i norrænni mynd- list. Óvænt og lítt þekkt hlið á lista- manninum kemur fram þar sem hann birtist sem glaðbeittur málari vinnunnar og málsvari vinnandi stétta. Á meðal viðamestu verka Munchs eru drög að veggmyndum af verkafólki sem hann gerði fyrir Freia-súkkulaðiverksmiðjuna í Ósló og ýmis tilbrigði um lif og starf verkafólks sem hann gerði fyrir ráð- húsið í Ósló. Þar að auki gerði hann mikinn fjölda verka af bændum, sjó- mönnum, vegavinnumönnum og skógarhöggsmönnum. 65 verk til sýnis Á sýningunni verða 65 verk, olíu- málverk, teikningar og grafisk þrykk. Sýningunni fylgir einnig vönduð sýningarskrá með fjölda lit- mynda og greina um viðhorf Munchs til verkafólks og áhrif hans á túlkun annarra listamanna á Norðurlöndum á þessu myndefni. Edvard Munch fæddist árið 1863 en yfirgaf heim þeirra lifandi árið 1944, þá rúmlega áttræður. Faðir hans var herlæknir en móðirin dó þegar hann var aðeins 5 ára gamall og einkenndist æska hans af örum flutningum fjölskyldunnar vegna starfs föðurins. Edvard gekk í Tækniskólann í Kristjaníu árið 1879 en teikning var ein aðalnámsgrein skólans. ítrekuð forfóll vegna veik- inda trufluðu skólagöngu hans en haustið 1880 tók hann örlagaríka ákvörðun og skrifaði í dagbók sína: „Nú er ég nefnilega ákveðinn í að og listsýningu. Siðan þá hefur mik- ið vatn runnið til sjávar og nú vita allir Norðurlandabúar hver Edvard Munch var. Tveir eðallistamenn „Við búumst við góðri aðsókn,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekki nóg með að í gangi sé stórsýning á verk- um Munchs heldur eru verk Ás- gríms Jónssonar einnig til sýnis á efri hæð safnsins. Þarna er um tvo eðallistamenn Noregs og íslands að ræða sem voru báðir frumherjar, hvor í sínu landi. Við teljum að við ættum að fá talsvert af fólki í heim- sókn og vonum að skólarnir taki virkan þátt í því.“ Edvard Munch var mikilhæfur listamaöur. Sýningin verður formlega opnuð af forseta íslands, herra Ólafi Ragn- ari Grímssyni, en einnig munu Björn Bjamason menntamálaráð- herra, Bera Nordal safnstjóri og Nils O. Dietz, sendiherra Noregs, flytja ávörp við opnunina. Sýningin mun standa til 19. janú- ar 1997. -ilk verða málari." Hann fór svo i Kon- unglega teikniskólann í Kristjaniu en leigði sér fljótlega vinnustofu ásamt sex félögum sínum. Frægasti málari Noregs var þá Christian Krohg og veitti hann þeim leiðsögn. Skömmu síðar komu verk hans fyrst fyrir almannasjónir á iðnaðar- Sjómaður á grænu engi. Olía á striga eftir Edvard Munch. Hér er hann Jón ásamt einni geimverunni, Geimverur á Mokka Fyrir 35 árum hélt listamaðurinn Jón M. Baldvinsson fyrstu einka- sýningu sína. Það gerði hann á Mokkakaffi. Nú kemur kappinn aft- ur á Mokka og opnar þar málverka- sýningu á morgun. Sýningin ber heitið Geimverar en þar verður hægt að líta á 24 andlitsmyndir af geimverum og geimskipi. Jón fékk sterka löngun til að mála geimverur þegar hann var staddur á Flórída fyrir ári síðan. Af- rakstur þessa innblásturs sýnir hann svo á Mokkakaffi. Myndimar eru fantasíur en einnig styðst hann við frásagnir af fyrirbærum. Jón hefur haldið fjölmargar mál- verkasýningar hér heima og í út- löndum. Hann hefur numið list á Is- landi, í Danmörku og í San Francisco. Sýningin Geimverur mun standa til 5. desember. -ilk Á morgun mun danski bama- bókahöfundurinn Louis Jensen kynna verk sin í Norræna húsinu. Rauði þráðurinn í bókum hans er einhvers konar leit að fjársjóði og þá í víðum skilningi, eins konar leit að tilgangi lífsins. Öll viljum við fmna okkur sjálf, finna hvert annað og út á það gengur lífið. Louis Jensen er fæddur árið 1953 og er menntaður arkitekt en fæst nú eingöngu við skriftir. Bækur hans hafa verið mikið lesnar af ungu fólki í Danmörku og hefur frásagn- araðferð hans veriö líkt við H. C. Andersen og Selmu Lagerlöf. Fyrsta bók hans kom út árið 1986 en síðan þá hefur hann gefið út 17 bækur, þar af fjórar ætlaðar full- orðnum. Louis þykir áhugaverður rithöf- undur barna- og unglingabók- mennta og eru allir hvattir til að koma og ekki síst þegar norræna lestrarkeppnin MÍMIR verður. Fyr- irlesturinn, sem byrjar kl. 14.00, fer fram á dönsku og er aðgangur að honum ókeypis. -ilk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.