Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 6
tækni
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996
í meira en áratug hafa bjartsýnir
menn boöað fagnaðarerindi há-
skerpusjónvarpsins en frekar hefur
verið hljótt um þessa tækni að und-
anfornu. Sumir gefast samt ekki
upp og halda áfram um að tala um
nýja og betri sjónvarpstækni þrátt
fyrir þann fjölda þröskulda sem
þessi nýja tækni hefur þurft að yfir-
stíga. @.mfyr:Háværar úrtöluraddir
Þegar fréttir bárust af háskerpu-
sjónvarpi frá Japan í upphafi síð-
asta áratugar var talað um fimm
sinnum betri upplausn en í venju-
legu sjónvarpi, fimm rása stereo
hljóm og skjáimir áttu að vera eins
og bíóskermur í laginu. Forráða-
menn fyrirtækjarisa töluðu um
auknar tekjur upp á marga millj-
arða dollara. Úrtöluraddir fóru þó
fljótt að heyrast. Gagnrýnendur
sögðu að þessa nýja tækni væri allt
of dýr, hún tæki of mikið pláss á
tíðnisviði, að framleiðendur gætu
ómögulega komið sér saman um
einn alþjóðlegan staðal um há-
skerpusjónvarp og bent var á að al-
menningi, sem væntanlega átti að
kaupa herlegheitin, væri nákvæm-
lega sama hvort hann horfði á há-
skerpu- eða lágskerpusjónvarp.
Á síðasta áratug höfðu Banda-
ríkjamenn gífurlegar áhyggjur af
því að þeir væru hugsanlega að tapa
forystuhlutverki sínu í viðskiptum
og stjórnmálum. Það hafði þau áhrif
að áhrifamenn í stjómmálum og
iðnaði vestanhafs sögðu ýmist að
Bandaríkjamenn yrðu að þróa betra
háskerpusjónvarp en Japanir eða
sagt var að tækninni bæri að hafna
þar sem hún kæmi austan úr Asíu.
Annað tók við
Með tímanum féll háskerpusjón-
varp í skuggann fyrir öðrum
tækninýjungum. Bandarikjamenn
eru núna uppteknir af Internetinu
og virðast ekki eins áhyggjufullir
um stöðu sína í heiminum. í sjón-
varpsiðnaðinum vestra eru menn
spenntastir fyrir nýrri gervihnatta-
tækni þar sem boðið er upp á allt að
500 stöðvar og mikið er talað um
gagnvirkt sjónvarp eða margmiðl-
unarsjónvarp. Samt sem áður er
ekki öll von úti fyrir háskerpusjón-
varpið og segja þeir sem þekkja til
að það stafi einfaldlega af því að
þeir sem hafi séð það líki einfald-
lega það sem þeir sjái. Bjartsýnis-
menn segja að auðvelt ætti vera að
skilgreina vöru eins og háskerpu-
sjónvarp fyrir neytendum. Þeir
Háskerpusjónvarp:
Ekki alveg dautt
gæti slegið í gegn
segja að sama gildi til dæmis um
smá gervihnattadiska sem hafa ver-
ið geysilega vinsælir í Bandaríkj-
unum. Þar er auðvelt að sjá kostina.
í fyrsta lagi sést mikill fjöldi af sjón-
varpsstöðvum með litlum gervi-
hnattadiski, í öðru lagi er hægt að
nota tískuorðið „stafræn útsending"
þegar slíkir gervihnattadiskar eru
markaðssettir og flestir vita að slík-
ar útsendingar bjóða upp meiri
gæði en aðrar. í þriðja lagi þarf ekki
að pæla í gegnum marga hillusentí-
metra af leiðbeiningabæklingum til
að fá græjuna til að virka.
stórri mynd en það muni einnig
sýna mynd sem er á gamla
lágskerpuforminu. Þeir segja enn
fremur að það ætti að verða auð-
veldara að markaðssetja slík sjón-
vörp en til dæmis heimilistölvur.
Þær hafi varla verið almennings-
eign í meira en 10-15 ár en sjón-
varpið sló fyrst í gegn fyrir hálfri
öld og hefur fyrir löngu sannað sig
á markaðinum. Enn fremur er bent
á að þangað til að fjöldamarkaður-
inn uppgötvar háskerpusjónvarp
verði þessari tækni og hugmynd
haldið lifandi annars staðar eins og
til dæmis hjá opinberum aðilum og
háskólum.
Fleiri not
Það kann aö hljóma undarlega en um milljarður manna um allan heim horfir á Strandverði einu sinni í viku. Öflugt
dreifikerfi fjölmiðlarisa gerir þetta mögulegt. Sérfræðingar velta því fyrir sér hvort kvikmyndir geti náð jafn mikilii út-
breiðslu ef stafrænt dreifingarkerfi og háskerpuskjáir eru notaöir í stað filmu og tjalds.
Háskerpusjónvarp á
traustum grunni
Á sama hátt segja fylgismenn há-
skerpusjónvarpsins að auðvelt ætti
að vera að markaðssetja háskerpu-
sjónvarp. í raun sé það bara móttak-
ari fyrir myndir með mjög skýrri og
Fylgismenn háskerpusjónvarps
líta ekki einungis til heimilisnota.
Þeir benda einnig á að framleiðend-
ur kvikmynda gætu grætt góðan
pening ef þeir færðu háskerpuskjái
og stafræna afspilunartækni og
dreifingarkerfi inn í kvikmynda-
húsin. Það sem draumaverksmiðjan
í Hollywood myndi vinna með þessu
væri það helst öll heimsbyggðin
myndi njóta þess jafnt að fara í
kvikmyndahús og allir fengju
myndimar á sama tíma. I dag má
segja að vestræn kvikmyndaver
reki hálfgerða nýlendustefnu í dreif-
ingu á myndum sínum. Myndirnar
eru sýndar fyrst í Norður-Ameríku
og í sumum tiifellum einnig í Vest-
ur-Evrópu. Síðan er filmunum
dreift til Austur Evrópu, Asíu og
Afríku mun síðar en á Vesturlönd-
um. Samt sem áður græðir
Hollywood yfir 35 milljarða króna á
viðskiptum sínum á þessum mörk-
uðum. Ef notuð væri stafræn tækni
til að dreifa kvikmyndum út um all-
an heim og ef myndgæði háskerpu-
sjónvarpsins kæmu inn i kvik-
myndahús væri unnt að skapa
stemningu fyrir opnun stórmynda á
sama tíma út um allan heim og það
myndi hjálpa kvikmyndarisunum
að raka saman enn meiri fjármun-
um en þeir gera nú þegar. Þetta hef-
ur þegar gerst í sjónvarpi þar sem
efni er dreift af alþjóðlegum risum.
Yfir miljarður manna um allan
heim sér Strandverði í hverri viku.
Þegar eru bandarísk hátæknifyr-
irtæki að þróa tækni sem á að geta
dreift kvikmyndum heimsálfa á
milli með stafrænum hætti. Spurn-
ingin er einungis hvort Hollywood
nýtir sér tæknina.
Samantekt:-JHÞ
Heimskringlan:
Alltaf Ííf og fjör
- segir Hermann Auðunsson
„Við í Heimskringlunni bjóðum
upp á flestar tegundir á sviði sjón-
varps-, myndbands- og hljómtækja.
Þetta má eiginlega rekja til þess að
verslunarvenjur almennings hafa
breyst mjög. Nú vill fólk spara sér
sporin og bera saman athyglisverð-
ustu tilboðin á markaðnum," segir
Hermann Auðunsson, annar eig-
andi Heimskringlunnar.
Mikið vöruúrval
Heimskringlan er í afar nánu
samstarfí við marga innflutningsað-
ila þekktra vörumerkja eins og til
dæmis Philips, Grundig, Hitachi,
Samsung, JVC, Sanyo og margra
fleiri. „Það er metnaðarmál okkar
að vera með mjög góða vöru og að
vera með lægsta verðið og við leggj-
um okkur fram um að vera með
það. Gæði þeirra vara sem við erum
að selja tryggir að við getum
óhrædd boðið viðskiptavinum okk-
ar þriggja daga skilarétt á þeim vör-
um sem við seljum. Við leggjum
okkur fram við að veita fólki hlut-
lausa aðstoð þegar það kemur hing-
að að leita sér að góðri vöru,“ segir
Hermann.
Neytendur skoða vel
Að hans sögn veitir ekki af.
„Neytendur leggja meiri vinnu í að
það fmna góð tæki og það á sérstak-
lega við unga fólkið sem er afar vak-
andi fyrir þessum hlutum. Það virð-
ist líka hafa sérstakan áhuga á
heimabíókerfunum," segir Her-
mann. Eitt af þeim athyglisverðu
tilboðum sem Heimskringlan býður
neytendum upp á eru 28“ ATV sjón-
varpstæki á 59.900 krónur en ATV
er dótturfyrirtæki AIWA i Skandin-
avíu.
Það er ekki nóg með að Heims-
kringlan bjóði viðskiptavinum sín-
um upp á mikið úrval af mynd-
Hermann Auðunsson, annar eigandi Heimskringlunnar, segir þaö metnaöarmál hjá fyrirtækinu að bjóða góöar vör-
ur á lægsta verðinu.
bandstækjum, sjónvarpstækjum og
hljómflutningstækjum. Verslunin
selur einnig ýmsa aðra hluti eins og
rakvélar, örbylgjuofna, geislaspil-
ara, myndavélar og útvarpsklukk-
ur. Enn fremur er verslunin í nánu
samstarfi við Heklu en það fyrir-
tæki flytur inn HotPoint heimilis-
tæki. Að sögn Hermanns tryggir
þetta samstarf afar gott verð á þess-
um heimilistækjum. -JHÞ