Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 4
2» tækni MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 JD‘\T Stafræn myndatækni er mest spennandi - segir Eysteinn Arason Elnet: Fjölrása af- ruglarakerfi Mikið hefur verið rætt um fjölrása afruglarakerfi sem gera notendum kleift að horfa á sína sjónvarpsrásina í hverju her- bergi. Enn fremur er hægt að horfa á eina rás á meðan horft er á aðra. Fjölrásaafruglarar bjóða enn fremur upp á að taka upp á einni rás en horfa á aðra. Elnet í Kópavogi er með slíkan búnað sem býður einnig upp á svokallaða stakmyndasölu. Þá getur notandi einfaldlega pant- að sér það sjónvarpsefni sem hann getur notið hvenær sem er. Það eina sem áhorfandinn þarf að gera, fyrir utan að koma sér notalega fyrir í stofusófan- um með poppskálina, er að hringja í viðkomandi sjón- varpsstöð og panta það sem hann vill horfa á. Elnet hefur þegar selt þrjú kerfi með þessa notkunarmöguleika og eru þau í notkun hjá Húsvískri fjölmiðl- im á Húsavík, Fjölsýn í Vest- mannaeyjum og Sunnlenskri fjölmiðlun á Selfossi. Samantekt JHÞ „Það sem er mest spennandi hjá okkur hér í Faco er stafræn mynd- tækni. Þar myndi ég segja að nýja stafræna myndavélin frá JVC sé það allra besta,“ segir Eysteinn Ara- son. Smá en kná Nýja myndavélin frá JVC ber heitið GR-DVl og er svo lítil að hana má vel geyma í venjulegum skyrtuvasa. „Fyrir hinn almenna notanda skiptir mestu máli að notk- unarmöguleikar vélarinnar eru því sem næst óþrjótandi og gildir það sérstaklega þegar menn nýta sér kosti tölvutækninnar," segir Ey- steinn. Myndavélin hefur í raun þrjá grunnnotkunarmöguleika. í fyrsta lagi eru teknar hreyfimyndir á hana, í ööru lagi má taka kyrr- myndir á hana og í þriðja lagi er hægt að taka hljóð upp á hana. All- ar upptökur eru stafrænar og full- yrðir Eysteinn að hljómgæðin séu sambærileg við þau gæði sem DAT- upptökutæki gefa. „Hún tekur upp á allt að fjórum rásum og myndgæðin eru slík að myndir teknar á þessa litlu og ódýru vél eru útsendingar- hæfar i sjónvarpi. Það er því engin furða að JVC-vélin skuli hafa slegið í gegn svo um munar erlendis. Fyrir marga Hér á landi hefur hún þegar ver- ið notuð af okkar færustu kvik- myndagerðarmönnum þegar þeir eru að finna tökustaði og slíkt,“ seg- ir Eysteinn. Hann segir að það sé í rauninni erfitt að benda á einhvern hóp sem þessi vél sé sérsniðin fyrir. „Þetta tæki er í rauninni fyrir hverja þá sem vilja festa upplýsing- ar á stafræna spólu án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því eða burð- ast með óhandhæg og fyrirferðar- mikil. tæki. Það má segja að þessi vél sé eitt af þeim tækjum sem sam- eina vel atvinnunot og einkanot. Það má geta þess að keppinautar JVC eru að selja sambærilegar vél- ar sem eru mikið stærri, fyrirferð- armeiri og dýrari en GR-DVl kostar um 189 þúsund krónur," segir Ey- steinn. Allt mögulegt hægt Samruni sjónvarpstækninnar og tölvutækninnar sést vel í tæki eins og nýju JVC-vélinni. Auðvelt er að taka myndir sem teknar eru á hana og setja hana yfir í tölvu. Þetta þýð- ir að hægt að vinna með myndir af JVC-vélinni á heimilistölvunni. „Þar er hægt að vinna bæði kyrr- myndir og hreyfimyndir á þá vegu sem fólk vill. Það má til dæmis taka einn ramma úr hreyfimynd, segjum til dæmis fjölskyldumynd, og búa til kyrrmynd úr henni. Svo má setja texta inn á myndina með venjulegu umbrotsforriti og prenta hana út í fullum litum í stað þess að vera að fara endalaust með myndir í fram- köllun. Það má til dæmis búa til skemmtileg og persónuleg jólakort með þessum hætti,“ segir Eysteinn. Faco gerir líka meira en bjóða ein- göngu upp á myndavélina því að fyrirtækið býður einnig upp á það sem þarf til þess að hægt sé að gera þessa hluti og má þar á meðal myndakort fyrir tölvur sem gerir þeim kleift að vinna með stafrænar myndir. Aldrei meira fyrir peningana Eysteinn segir að kaupendur hafi aldrei fengið jafn mikið fyrir pen- ingana en einmitt nú. „Það sem er helst að gerast á þessum mynd- bandsmarkaði er það að 1997-línan er komin og þar er mikið úrval myndbandstækja með mörgum notkunarmöguleikum. Það sem er eftirtektarverðast er að nú er hægt að fá myndbandstæki fyrir tæplega 30 þúsund sem voru helmingi dýr- ari fyrir ekki lengri tíma en 3-4 árum. Gæðin á þessum tækjum eru líka mjög góð og það er alveg greini- legt að neytandinn er að vinna á,“ segir Eysteinn. Fólk horfir í verðið Að hans sögn eru neytendur mun veraldarvanari í kaupum sínum á tækjum eins og myndbandstækjum og sjónvarpstækjum. „Fólk horfir alltaf í verðið en það má segja að það geri það meira nú en áður,“ seg- ir Eysteinn að lokum. Hljómco: Sjónvarpið er ekki bara fyrir augað - segir Arnór Hannesson „Þeir sem hafa séð góð sjónvörp eða heimabíókerfi hjá vinum eða kunningjum sætta sig ekki við að eiga lággæða sjónvörp: Krafan um gæðatæki verður sífellt háværari hjá fólki enda hefur framboðið á gæðatækjum aukist mjög,“ segir Amór Hannesson hjá Hljómco. Lágmarkskröfur Arnór segir að þeir kaupendur sem hafi kynnt sér sjónvarpskaup geri ákveðnar lágmarkskröfur um hvað fylgi með í kaupunum. „Meðal þessa eru hlutir eins og flatur skjár og svartur myndlampi, bassahátal- ari, dolby pro-logic með tveimur bakhátölurum og 100 riða skjá,“ seg- ir hann. Amór segir að svartur myndlampi geri það gagn að i stað dökkgrás litar og gulrar slikju þar sem liturinn á að vera hvítur era hvíti og svarti liturinn skarpir. „Fólk ætti að gæta sín á því að kaupa ekki sjónvarpstæki nema að það fái að sjá stillimyndina fyrst en þá reynir mest á myndgæðin í sjón- vörpum. Stundum gerist það að þeir sem eru að selja lággæða sjónvörp sýna eingöngu textavarpið en það er ekki nóg,“ segir Arnór. Hvað varðar bassahátalara þá eru það svokallað- ir djúpbassar sem gefa kvikmynd- um ákveðna spennu með því að leggja sérstaka áherslu á spennu- hljóð. Dolby pro-logic hljómkerfi með tveimur bakhátölurum gefa síðan „bíótilfinningu“ inn í stofu. „Sjónvarpsáhorfendur eru að átta sig á þvi að sjónvarpið er ekki ein- ungis til þess að skila mynd,“ segir Amór. Að síðustu má nefna 100 riða skjá en Arnór segir að til þess að sjá muninn á slíkum skjám og öðram verði menn að koma og skoða þau. „Það sem helst vinnst við að vera með 100 riða skjá er að þá flöktir Arnór Hannesson hjá Hljómco segir mikilvægt aö þeir sem kaupi sér sjónvarpstæki gæti þess aö skoöa myndgæöi meö stillimynd. myndin ekkert og menn þreytast miklu síður. En það gildir um þetta og dolby pro- logic heimabíókerfin, fólk verður að koma og skoða,“ seg- ir Arnór. Enn fremur segir Amór að góð sjónvörp komi einnig með nicam stereo og tveimur scarttengj- um. Heildin skiptir máli Hann segir að það sama gildi í raun um sjónvörp og bíla. „Það er heildin sem skiptir máli. „Það er lít- ið varið í að eiga bíl sem hefur kröftuga vél ef gírskiptingin er ónýt. Til þess að þetta gangi allt upp verður svo margt að koma saman,“ segir Amór. Að hans sögn hafa sjónvarpstæki frá Mitsubishi og Nokia, sem á Finlux sjónvarpslin- una, verið vinsælust. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.