Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 ]D"V
i8 tækni
* * ★
Vínsæl handa
unglingnum
Margmiðlun er tískuorðið í dag
enda lifum við á upplýsingaöld.
Margmiðlun felur í sér að hægt er
að njóta hljóðs, texta og myndar í
einum og sama pakkanum. Meðal
þess sem er á markaðnum í dag eru
svokölluð sjónvarpskort sem gera
notendum tölva með geisladrif
mögulegt að horfa á sjónvarp í tölv-
unni. Sjónvarpskortin eru ekki al-
veg ný af nálinni, þau hafa verið í
gangi í nokkur ár, en á þessum tíma
hafa gæðin verið að aukast og hafa
auknar vinsældir fylgt í kjölfarið.
Kortin vinna þannig að þau nema
merkin sem sjónvarpið gefur frá sér
og umhreyta þeim í tákn sem tölvan
skilur. Margmiðlimarsjónvarpið er
loftnetstengt á mjög svipaðan hátt
og venjulegt sjónvarp - sérstakt
stykki er fest aftan i tölvuna sem
tekur við tengingu við loftnet. Sjón-
varskortin eru sömuleiðis aftiota-
gjaldsskyld hjá Ríkissjónvarpinu
eins og önnur sjónvörp. Hér er um
frekar flókinn búnað að ræða enda
þarf að umbreyta um 50
myndarömmum á sekúndu til að
myndin verði svo skýr að hennar sé
með góðu móti hægt að njóta. Þetta
gerir það að verkum að sjónvarpsút-
sendingar í gegnum tölvu geta
aldrei náð þeim gæðum sem nútíma
sjónvarpstæki bjóða upp á, jafhvel
þó svo að þróunin hafi veriö ör.
Margir vilja þó meina að hægst hafi
á þróuninni enda eru kortin öll orð-
in mjög svipuð. Ef fúll gæði ættu að
nást þyrfti tölvan að umbreyta 25
megahætum á sekúndu sem er mun
meira en nokkur PC-tölva ræður
við.
DV ræddi við nokkra aðila sem
selja sjónvarpskort og spurði hvem-
ig þeir mætu stöðu sjónvarpskorta i
dag.
Halldór Már Sæmundsson, sölu-
maður hjá Einari J. Skúlasyni,
sagöi að sjónvarpskortin hefðu ver-
ið seld hjá þeim í nokkum tíma -
hér væri ekki um nýja vöm að
ræða. Halldór sagði að salan á þeim
væri misjöfn eftir því að hveiju fólk
væri að leita. T.d. væri það sífellt al-
gengara aö þeir sem eyddu löngum
tíma á skrifstofunni keyptu sjón-
varpskort til að geta kíkt á fréttim-
ar eða annað til að fylgjast með á
meðan unnið er. Reyndar em gæöi
myndarinnar alltaf betri eftir því
sem hún er minni.
Einnig væru sjónvarpskortin
töluvert mikið stíluð upp á tölvu
unglingsins þannig að allur pakk-
inn væri i einu tæki, þ.e. sjónvarp,
stereógræjur, geislaspilari og tölv-
an, allt í einu tæki. Slíkur pakki
væri t.d. mjög vinsæl fermingargjöf
enda er þá komið á einn stað flest
það sem unglingurinn telur sig
þurfa. Halldór Már sagði að það
væri aftur á móti minna um að sjón-
varpskort væra keypt í tölvur sem
öll fjölskyldan notar í sameiningu.
Einar J. Skúlason hefur boöið upp á sjónvarpskort í tölvur í nokkurn tíma og hafa gæðin sífellt verið að aukast.
Starfsmenn EJS segja sjónvarpskortin vinsæl í tölvu unglingsins, auk þess sem þeir sem eyði miklum tíma á skrif-
stofunni sæki í þau til að fylgjast meö efni, eins og t.d. fréttum. DV-mynd ÞÖK
Halldór sagði aö lítið væri um að
fólk notaði tölvuna alfarið sem sjón-
varp enda væri það staðreynd að
ekki fengjust sömu gæói og þegar
verið væri að horfa á sjónvarps-
tæki. Þó að gæðin hefðu batnað
mjög mikið næmi augað alltaf ein-
hvem mun, jafnvel þó að hann sé
mjög lítill. En einmitt vegna þessar-
ar stöðugu þróunar sagði Halldór
Már að þó að fólk fengi sér ekki
sjónvarpskort þegar tölvan væri
keypt þá vildu flestir halda þeim
möguleika opnum að kaupa sér það
síðar. Halldór benti á að þegar
keypt væri sjónvarpskort fylgdi að
PHIUPS
skjákort tölvunnar væri fullkomn- hver og einn á að geta séð um teng-
ara. ingu sjálfur,“ sagði Halldór Már að
„í dag geta flestar tölvur nýtt sér lokum.
þessa tækni og hún er svo einfold að -ggá
Kenwood umhverfismagnari verðlaunaður:
Betri hljómur
og meiri kraftur
meðAC-3
Sjónvarpskort í tölvur:
PHIUPS
1 Stöðugar framfarir eiga sér
stað í gerð umhverfísmagnara,
magnara sem sjá um að dreifa
hljóði kvikmynda um allt her-
1 bergið svo áhorfandanum flnnist
I hann vera í kvikmyndahúsi.
| Nýjasta afurðin er AC-3 tæknin
sem leysir gömlu dolby pro-logic
S tæknina af hólmi. En hver er
munurinn og er hann heyranleg-
1 ur?
Svo sannarlega. í stað þess að
umhverfismerkið er falið inni í
víöómsmyndinni í dolby pro-log-
; ic býður A-3 tæknin upp á sex
rása stafrænt kerfi sem dreifir
hljóðinu á annan og betri hátt en
áður. í AC-3 kerfmu em sérrásir
j fyrir hægri og vinstri framhátal-
Iara, fyrir miðjuhátalara og sér-
rásir fyrir hægri og vinstri bak-
hátalara. Þessar rásir verða á
öllum mynddiskum framtíðar-
innar, bæði Laserdisc og DVD,
en em ekki á hefðbundnum
myndbandsspólum eins og eru
enn ráðandi á hérlendum mark-
I aði.
Sá sem hlustar á hljóð í gegn-
um AC-3 kerfið finnur sérstak-
| lega mun þar sem víðómur er
Verölaunamagnarinn frá Kenwood sem er með hinni nýju AC-3 tækni.
hmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmummm
kominn í bakhátalarana og mun
meira afl en áður. Hljóðið getur
nú „hlaupið" í hringi um áhorf-
andann í stað þess að fara fram
og til baka milli t.d. fram- og
bakhátalara eins og í pro-logic
kerfinu. Hið nýja kerfi býður
enn fremur upp á notkun mun
öflugri bak- og miðjuhátalara. í
báðum tilfellum má nota „full-
range“ hátalara með tíðnisvið-
inu 20-20.000 Hz. Miðjuhátalarar
í pro-logic eru 100-20.000 Hz og
bakhátalaramir 100-7000 Hz, eða
hálfgert miðjumoð.
Kenwood hefur sett á markað
umhverfishátalara með hinni
nýju tækni og má bæði heyra
hann og sjá í Takti við Ármúla.
Hjá Kenwood geta menn verið
ánægðir en umhverfismagnari
frá þeim með AC-3 tækninni,
Kenwood KR-V990D, var valinn
besti umhverfismagnari ársins
af úrvali gagnrýnenda frá evr-
ópskum hljómtækjablöðum. Seg-
ir í úrskurði dómnefndar að
magnarinn veiti fólki alveg nýja
og mun kraftmeiri upplifun en
umhverfismagnarar hafa gert til
þessa.
PHILIPS VR151 ervandaö
og áreiöanlegt myndbandstaeki
sem er einfalt og þægilegt í notkun.
íslenskur leiðarvísir fylgir.
Þaö er búiö 2 myndhausum,
hraöspólun, kyrrmynd, tímastillingu
á upptöku og einfaldri og góöri
fjarstýringu.
Staðgreitt
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO
umboösmenn um tand allt