Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 JLJ"V
3o (tækni___________________________
Örar breytingar í sjónvarpstækni:
Framtíðin er gagnvirkni
- segir Torfi H. Leifsson hjá Stöð 2
Video on Demand
„Með VOD er stigið lengra en
PPV. Með VOD getur þú raðað upp
þinni eigin dagskrá og horft á alla
þá dagskrárliði sem þig langar til,
hvenær sem þess er óskað. Til að
þetta verði mögulegt þarft allt dag-
skrárefni að vera á stafrænu formi,
áhorfandinn þarf að nota gagn-
virkni til að koma upplýsingum um
óskir sínar til sjónvarpsstöðvarinn-
ar og siðast en ekki síst þarf dreifi-
kerfið að geta borið alla þessa um-
ferð. Allt tengt þessari tækni er til í
dag og er verið að skoða það í ýms-
um tilraunaverkefnum en þetta
kostar mikla peninga. Því má
reikna með að einhver bið verði á
að þetta bjóðist almenningi."
Tæknibreytingar á sjón-
varpsstöovum
„Fjölmargar tækninýjungar
verða á sjónvarpsstöðvum í framtíð-
inni. Það sem er stærsta málið er
breyting úr hliðrænni, eða analog
vinnslu, yfir í stafræna vinnslu og
þar með einnig útsendingar á staf-
rænum formi með mikilli þjöppun.
Stafræn útsending með mikilli
þjöppun gefur möguleika á að nýta
þau tíðnisvið sem fyrir eru miklu
betur. Því verður hægt að senda út
hundruð rása með stafrænni út-
sendingu.
Allt efni verður unnið í staffænu
formi. Þetta þýðir að í vaxandi mæli
mun öll vinnsla með myndefni og
hljóð færast yfir á tölvur og netþjón-
ar með gríðarlega mikið diskapláss
og/eða minni munu taka yfir spólu-
geymslur og spólutæki sem notuð
eru í dag til að vinna myndefni.
Þessi búnaður er þegar til og er
óðum að koma í staðinn fyrir eldri
tækni. Spólur verða samt notaðar
eitthvað áfram þvi að spáð er að
umbreyting yfir i fullkomlega staf-
ræna tækni muni taka a.m.k. 5-10
ár. Einnig eru I notkun í dag spólu-
tæki sem vinna með staffænt mynd-
efni þannig að stafræn vinnsla er
ekki eingöngu bundin við tölvur.
Eitt af þeim vandamálum sem
menn standa frammi fyrir er að ef
þeir ætla að geyma mikið af staf-
rænu efni á tölvum er slík geymsla
mjög kostnaðarsöm. Verð á diskum
er enn ekki orðið svo hagstætt að
það geti keppt við geymslu efnis á
spólum.
Mikið af myndefni er nú klippt í
tölvum og öll grafik er unnin þar
líka. Mjög fljótlega mun almenning-
ur hafa aðgang að öflugum tölvum
og hugbúnaði sem bæði getur klippt
mynd og hljóð.
Hægt er að fá svokölluð „Virtual
Studio“. Þar er leikmyndin alger-
lega sett upp í tölvu en t.d. fréttaþul-
ir eða aðrir sem verið er að mynda
eru í nánast auðum sal. Myndin af
þeim og leikmyndin, sem búin er til
í tölvu, er síðan skeytt saman af
mjög öflugri tölvu í rauntíma og út-
koman síðan sent út. Þetta þýðir að
enginn kostnaður er við leikmynda-
gerð en tækjabúnaðurinn er mjög
dýr þannig að það eru bara stærstu
sjónvarpsstöðvamar sem nota þetta,
stöðvar á borð við BBC, sem býr til
leikmynd fyrir fréttatíma sína með
þessari tækni.
Með allri þessari tækni mundi
síðan útsendingarstjórnin verða
nánast mannlaus. Þá munu tölvur
og þar til gerður hugbúnaður ná í
efni og gögn af diskum stórra net-
þjóna eftir fyrirframgerðum dag-
skrárlista og búa efhið til útsending-
ar,“ sagði Torfi H. Leifsson, hjá
tæknideild Stöðvar 2, að lokum.
Þróunin í sjónvarpsmálum er
geysilega hröð um þessar mundir og
auðvelt er að missa sjónar á öllum
nýjungunum þegar yfir mann dem-
-* bast orð og skammstafanir á borð
við gagnvirkni, DVD, gagnvarp,
PPV, VOD og annað í þeim dúr.
Torfi H. Leifsson, yfirmaður
tölvudeildar Stöðvar 2, tók vel í að
upplýsa blaðamann um hvað væri
hér að ræða.
„Framtíðarsjónvarp mun að
miklu leyti byggjast á gagnvirkni,
þ.e. að notendur geti sent upplýsing-
ar til baka um dreifinet. Leikir,
þátttaka áhorfenda í dagskrárefni,
t.d. spennuþáttum, uppsetning á eig-
in dagskrá og sýndarverslanir
munu setja mark sitt á framtíðina
og þykja þar sjálfsagður hlutur.
Engu máli skiptir hvemig gögnin
koma, hvort það verður á Intemet-
inu, þráðlaust með sjónvarpsútsend-
ingum eða á annan hátt. Fólk mun
geta mótað og tekið þátt í dag-
skránni.
Einfold mötun verður þó ekki úr
sögunni því sumir vilja bara láta
mata sig og hafa engan áhuga á
gagnvirkni. Það breytist þó hægt og
sígandi með komandi kynslóðum
sem alast upp i tölvuheimi," sagði
Torfí.
Digital Video Disks
* (DvD)
„DVD-diskar (Digital Video
Disks) munu taka við af hinum
hefðbundnu CD-diskum mjög fljót-
lega. Hægt er að sækja gögn margf-
alt hraðar út á DVD-disk heldur en
hefðbundinn CD-disk. DVD-diskarn-
ir eiga að vera bæði hljóð- og mynd-
geymsla. Það sem háir CD-diskum
er að upphaflega vora þeir hannað-
ir fyrir geymslu á hljóði en ekki
sem gagnageymsla fyrir t.d. tölvu-
gögn.
í dag er verið að vinna að staðlag-
erð fyrir DVD, en þessi vinna er á
lokastigi. Framleiðendur eins og
Philips og Toshiba leggja mikla
áherslu á að hægt sé að spila gömlu
** CD-diskana í nýju DVD-spilurun-
um. Þessir spilarar munu fara í sölu
á þessu eða næsta ári og talið er að
um aldamótin verði búið að selja
um 100 milljón tæki. Til samanburð-
ar má geta þess að í dag hafa verið
seldir um 40 milljón CD-spilarar.“
Data Broadcasting
„Data Broadcasting, sem kannski
má kalla gagnavarp, felst í því að
gögn eru send með sjónvarpsmerk-
fylgjast með ýmsum vísbendingum
sem koma jafnt og þétt inn. Og hvað
auglýsingar varðar er hægt að ná í
aukaupplýsingar, t.d. um bíl. Hægt
væri að skoða fleiri liti, önnur mód-
el, myndir af bíl með aukahlutum,
skoða bílinn í þrívídd o.s.frv. Sjón-
varpsstöðin NBC er núna með til-
raunaverkefni í gangi í Bandaríkj-
unum.“
Pay PerView
„Bein þýðing er „greitt fyrir áhorf ‘ "
og byggist á því að sjónvarpsstöðvar
auglýsa að ákveðnir atburðir eða bió-
myndir verði sýndar á tilteknum degi
og tíma. Áhorfendur geta pantað
áhorf á atburðinn eða myndina en fá
þá eingöngu að horfa á þann dag-
skrárlið. Þetta virkar eins og að fá sér
vídeóspólu, nema hvað ekki þarf að
fara út á vídeóleigu. Hins vegar er
fólk bundið af þeim tima sem atburð-
tn-inn er auglýstur á. Þetta hefúr ver-
ið leyst með því að sýna sömu mynd-
ina, sé um bíómynd að ræða, mjög
ört, jafnvel á hálftima fresti. PPV er í
notkun víða um heim.“
inu, samanber textavarpið, og síðan
er sérstakur móttakari, t.d. kort í
tölvu, sem tekur við þessum hluta
merkisins, eða samhliða sjónvarps-
útsendingu væri „upplýsingaút-
sending“ á Internetinu. Þetta býður
upp á marga möguleika til að auka
við þær upplýsingar sem koma fram
á skjánum. Tökum sem dæmi frétt-
ir. Samhliða eða eftir fréttinni er
hægt að skoða mjög ítarlegan texta,
t.d. alls konar bakgrunnsupplýsing-
ar eða myndir sem tengjast fréttinni
á einhvem hátt.
Þegar horft er á iþróttafréttir má
fá ítarlegar upplýsingar um allt sem
tengist atburðinum sem verið er að
sýna, t.d. upplýsingar um leikmenn,
tölfræði, leiki liðanna, pöntun á
miða á leiki og fjöldamargt annað
sem maður sér t.d. núna á Intemet-
inu. Þegar horft væri á spennuþætti
gætu áhorfendur leyst gátuna með-
an á þættinum stæði með því að
Torfi H. Leifsson, yfirmaöur tölvudeildar Stöövar 2, útskýröi undraheima nútímatækni í sjónvarpi.
Snjöll geisladiskageymsla
Radíóbær hefur umboð fyrir CD
Projects en það fyrirtæki framleiðir
geymslur fyrir geisladiska. Fyrir-
tækið var stoftiað af bandarískum
hönnunamema sem fékk það verk-
efni að búa til geymslur fyrir geisla-
diska. Tillaga hans var svo vel
heppnuð að hann stofnaöi fyrirtæki
um hana. í dag er CD Projects stórt
nafn á þessu sviði þannig að snilli
hins unga hönnunamema hefur
heldur en ekki borgað sig. Það segir
meira en mörg orð að fyrirtækið
framleiðir meðal annars geymslur
sem geta geymt 150 diska og
bækumar sem fylgja með þeim. CD
Projects framleiðir einnig fjöldann
allan af töskum og stöndum fyrir
geisladiska.