Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1996, Síða 3
1 >"\7' FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996
HLJÓMPLjjTU
&mj jj y]jj
Valgeir Sveinsson - Ég á mér draum:
Reynsla og hæfileikar ★★★
Valgeir Sveinsson er tutt-
ugu og íjögurra ára gamal
Austfirðingur sem er búinn
að gefa út plötu með eigin
efni. Ég á mér draum heitir
platan. Þar er að fmna tíu
lög eftir Valgeir og eru text-
ar einnig að mestu hans
smíði. Og það verður að
segjast strax að platan kem-
ur á óvart. Lögin eru
melódísk, íjölbreytt og gríp-
andi, þá eru útsetningar og
flutningur góður.
Það hefur verið um nokk-
urt skeið lenska að ungir og óþekktir tónlistarmenn telji bestu leið-
ina til að auglýsa sig að gefa út plötu. Oftast er þetta skot í myrkri
sem hittir ekki í mark, því ef hráefnið er ekki gott þá fylgir engin
pöntun á eftir. Það er reynslan ásamt hæfileikum sem segir til um
hvort sú aðferð að gefa út eigin lög á plötu á eftir að skila sér og Val-
geir hefúr hvort tveggja.
Valgeir er ungur að árum en hann er búinn að vera að skemmta
með lögum eftir sjálfan sig og aðra í tíu ár og þurfti í byrjun undan-
þágu bamavemdamefndar og sýslumanns til þess að mega syngja og
spila fyrir Austfirðinga á skemmtunum. Valgeir lagði síðan land
undir fót og ferðaðist ekki bara um ísland heldur lagði hann leið sína
um Skaninavíu, aflt að landamærum Rússlands, spilandi og syngj-
andi sem trúbador.
Það er sem sagt ungur en þroskaður tónlistarmaður sem sendir frá
sér Ég á mér draum. Lögin em góð og lífleg þegar á heildina er litið.
Sum era betri en önnur og vil ég sérstaklega benda á titillagið Ég á
mér draum, Dansar við elda og Þökk sé þér sem góðar lagasmíðar.
Textar Valgeirs era heiðarlegir og innilegir en nokkuð einfaldir. Val-
geir er enginn stórsöngvari en rödd hans hentar lögunum og hún
venst. Útsetningar eru mjög góðar og á Björgvin Gíslason einna
mestan heiður af þeim og þótt lögin séu um margt ólík og misgóð þá
eiga útsetningarnar sinn þátt í því að Ég á mér draum er vel heppn-
uð fyrsta plata frá leitandi tónlistarmanni. Vert er að geta að metn-
aður er lagður í útlit og innihald plötuaibúmsins, sem er ekki algengt
þegar ungir og óþekktir tónlistaramenn standa sjálfir í útgáfu.
Hilmar Karlsson
Bubbi - Allar áttir:
Blanda fyrir flesta ★★★
Bubbi Morthens hefúr
tiökað það nokkuð hin síðari
ár að hljóðrita plötur með
ákveðnum þræði. Sú síðasta
hafði að geyma þekkt lög frá
ferli Hauks Morthens. Fyrir
nokkrum árum kom ein með
Karíbahafsstílum ýmiss kon-
ar, önnur var Ijóðræn og
tregablandin og þannig
mætti áfram telja. Nýja plat-
an, Allar áttir, sækir hins
vegar eins og nafriið bendir
til áhrif, stíla og yrkisefni í
allar áttir. Rokk hér, reggae
þar, sving í endann. Þessi blanda er í senn styrkur plötunnar og
galli.
Sumt finnst manni reyndar að hafi áður verið samið. Lagið Það er
aðeins ein minnir til dæmis glettilega á Háflóð sem kom út fyrir sjö
árum. Hverjum geturðu treyst? sver sig í GCD-ættina. Alla daga gæti
verið af plötunni Konu. Plötur Bubba eru hins vegar komnar nokk-
uð á annan tuginn og því kannski ekki að furða að jafn afkastamik-
ill tónlistarmaður endurtaki sig stöku sinnum.
Nokkuð er um liðið síðan Bubbi Morthens tók sér tak og fór að
vanda textagerðina. Stundum hefur hann meira að segja bundið
texta sína svo fast í ljóðstafi að legið hefur við að þeir bæru efnið of-
urliði. Að þessu sinni hefúr hann slakað nokkuð á. Stöku sinnum
lætur hann höfuðstaf ekki fylgja stuðlum og kannski kemst efni text-
ans betur til skila en ella hefði orðið. Rímið er þó í hávegum haft og
er yfirleitt i góðu lagi. Skelfilega undantekningu er þó að ftnna í lag-
inu Hvað er töff við það i snöru að hanga?, einu sísta lagi plötunnar.
Þar yrkir Bubbi:
Brennivín sem vímugjafi er eins og hægri höndin á Tyson.
Þeir sem halda þeir geti unnið, þeir lifa í falskri von.
Ýmislegt er hins vegar vel gert á plötunni Allar áttir og ég hygg
satt að segja að Bubbi hafi sjaldan samið betri texta en við lagið Með
vindinum kemur kvíðinn. Hann fjallar um hamfarimar í Súðavík
fyrir tæpum tveimur árum og kemur hinum nöturlegu aðstæðum,
sem þá ríktu, afbragðs vel til skila. Áreiðanlega hríslast kuldahroll-
ur um margan hlustandann þegar Bubbi syngur viðlagið:
Og með vindinum kemur kvíðinn
úti er kolsvört hríðin
og fjallið það öskrar, svo fellur öll hlíðin
og húsin þau hverfa í kófið.
Um hljóðfæraleik á plötunni Allar áttir er það að segja að hann er
til fyrirmyndar. Sér í lagi ná þeir vel saman Jakob Magnússon, Guð-
mundur Pétursson og Ólafur Hólm í laginu Hverjum geturðu treyst?
Eyþór Gunnarsson hafði veg og vanda af verkstjóm plötunnar og
vart þarf að koma á óvart að sú stjóm var vel af hendi leyst.
Ásgeir Tómasson
tönlist ii
I janúar á næsta
ári er liðinn aldar-
fjórðungur síðan
Jóhann Helgason
kom fram á sjón-
arsviðið með félaga
sínum, Magnúsi Þór
Sigmundssyni.
Báðir starfa
þeir sem
tón-
list-
ar
semja fyrir mig texta,
lögin mín höfðuðu til
hans og útkoman er á
nýju plötunni. Fyrir-
komulagið var þannig
að ég sendi honum lögin
á kassettu og ég var í
flestum tilvikum
búinn að semja
eða gera
grind að
viðlögun-
um.
Hann
þurfti
síðan
að fylla
inn í
þannig
Með í söngskemmtun
Helsta verkefhi Jóhanns
Helgasonar þessa dagana er að
taka þátt í söngskemmtuninni
Keflavíkumætur 2 sem nýlega
var frumsýnd í Reykjanesbæ.
Þar kemur fram hópur söngvara
og skemmtikrafta frá Suðumesj-
um. Að sögn Jóhanns var
skemmtuninni vel tekið á frmn-
sýningu en aðalvinnan við hana
verður eftir áramót. Tónlistin
sem flutt er í söngskemmtuninni
er öll komin til ára sinna þannig
að ekki kemur til greina að
blanda nýju efni af plötunni KEF
við dagskrána.
„Við Rúnar Júlíusson erum
háðir með
nýjar
plötur
og fór-
um
fram á að
ia aö kynna þær
á skemmtuninni,“ segir
Jóhann. „Það fékk hins vegar
dræmar undirtektir hjá hinum.
Ég hef enn ekkert ákveðið með
útgáfutónleika. Það verður bara
að koma í ljós hvort af þeim
verður. Fyrir okkur sem störfum
einir og höfum enga hljómsveit á
bak við okkur er það vissum
vandkvæðum bundið að efna til
slíkra tónleika en ef tækifærið
gefst slæ ég til.“
Jóhann Helgason: Samstarfiö viö breskan textahöfund gafst vel.
-ÁT
menn enn þann dag í dag, stund-
um saman en yfirleitt hvor í
sínu lagi. Og þessa dagana er Jó-
hann einmitt að senda frá sér
sína fýrstu sólóplötu í langan
tíma, plötuna KEF.
„Nafnið? Ja, það kom bara allt
í einu upp í höfuðið fyrir stuttu.
Ég var á ferð í bíl og datt þetta
þá í hug og er enn þá hæstá-
nægður með hugmyndina,“ segir
Jóhann. „Jú, jú, auðvitað tengist
það því að þetta er skammstöfun-
in á Keflavík. Sá kaupstaður á
alltaf ítök í mér, þar liggja rætur
mínar.“
Á plötunni KEF eru tíu lög,
flest nýsamin. Þó er þar eitt lag
sem Jóhann samdi árið 1984 og
annað sem varö til að hluta árið
1976 og var síöan lokið við fyrr á
þessu ári.
„Ég vinn alla jafna ekki
þannig að eiga til lagabúta sem
ég prjóna síðan við síðar,“ segir
Jóhann. „Það atvikaðist hins
vegar þannig að ég samdi versin
við lagið Bid Me Tonight fyrir
tuttugu áriun og átti þau tilbúin
á kassettu. Ég ákvað síðan að
ljúka við lagið og nota það á nýju
plötuna. Reyndar á ég sáralítið
til af löginn núna og aðeins til að
láta ef leitað er til mín. Mig lang-
ar að gera aöra plötu á næsta ári
og þá byija ég á að semja öll lög-
in sem á henni verða.“
Höfundur flestra texta við lög-
in á KEF er Bretinn Reg
Meuross. Jóhann segir að hann
sé í hljómsveit og sé með plötu-
samning en ástæða þess að þeir
fóru að vinna saman að lögum er
í senn einfold og óvenjuleg:
„Það var Jakob Magnússon
sem kom mér í samband við
þennan mann,“ segir Jóhann.
„Ég hafði aðgang að textahöf-
undi í Bandaríkjunum um skeið
en síðan missti ég sambandið við
hann, hafði ekki lengur síma-
númerið hans eða heimilisfang,
þannig að ég leitaði til Jakobs.
Reg Meuross gat hugsað sér að
í veru var ég búinn fýrir fram að
leggja drög að því sem ég vildi
fá.“