Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1996, Qupperneq 9
T"fe"^yr FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996
helgiha
23
Nýlistasafnið:
Þrír listamenn opna sýningar
Þrjár myndlistarsýningar verða opnaðar í Nýlistasafninu á laugardag-
inn. Finnur Arnar mun sýna í neðri sölum safnsins og Ingileif Thorlaci-
us í efri sölum. Guðrún Halldóra Sigurðardóttir er gestur safnsins í setu-
stofu að þessu sinni.
Sýning Finns Amars fjailar um blákaldan veruleikann og er samsett af
veggverkum og gólfverkum sem listamaðurinn kallar „skrappverk".
Þetta er önnur einkasýning Finns Arnars en hann hefur tekið þátt í sam-
sýningum bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur starfað sem leikmynda-
hönnuður síðustu ár og gert meðal annars leikmyndir við leikritin West
Side Story, Hárið, Himnaríki, Birting og fleiri.
Ingileif sýnir vatnslitamyndir og gólfverk á palli. Þetta er fimmta
einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt i samsýningum. Und-
anfarin ár hefur hún verið stundakennari í málaradeild Myndlista- og
handiðaskóla íslands.
Sýningarnar verða opnar daglega frá kl. 14 til 18 og þeim lýkur 8. des-
ember.
-ilk
Ungversk tónlist
Um þessar mundir halda Ungverjar
upp á 1100 ára búsetu í landi sínu. Af
því tilefni efnh' félagið Ísland-Ung-
verjaland til tónleika í Norræna hús-
inu á morgun kl. 17.00. Ungverski pí-
anóleikarinn Miklós Dalmay leikur
verk eftir ungversk og islensk tón-
skáld.
Miklós Dalmay vakti mikla athygli
fyrir skömmu þegar hann bar sigur
úr býtum í Tónvakakeppni Rikisút-
varpsins.
Allir eru velkomnir á tónleikana og
þá sérstaklega velunnarar Ungverja-
lands. -ilk
Akureyri:
i/i
Eilíft líf
- síðasta sýningarhelgi
Poppmessa í
Garðabæ
Síðasta poppmessa ársins verður
í Vídalínskirkju í Garðabæ á sunnu-
dagskvöldið kl. 17.00. Alls hafa ver-
ið haldnar fimm poppmessur á
þessu ári í Vídalínskirkju við góðar
undirtektir.
Lofgjörðarhópur ungs fólks leiðir
söng en píanóleikari og stjórnandi
tónlistar er Óskar Einarsson. Páll E.
Pálsson leikur á bassa, Hannes Pét-
ursson á trommur og Kristinn Svav-
arsson á saxófón. Nanna Guðrún
Zoega, djákni safnaðarins, flytur
hugleiðingu og héraðsprestur þjón-
ar fyrir altari. Léttar veitingar
verða í boði að athöfn lokinni.
Fólk á öllum aldri er hvatt til
þess að koma og eiga ánægjulega
kvöldstund í kirkjunni.
-ilk
Listhús 39 í Hafnarfirði:
Ljóð og
Ijósmyndir
Lárus Karl við nokkur verka sinna.
í Listhúsi 39 í Hafnarfirði
stendur nú yfir gluggasýning á
ljósmyndum eftir Lárus Karl
Ingason ljósmyndara. Myndirnar
eru úr bókinni Fjársjóðir ís-
lenskrar ljóðlistar (Treasures of
Icelandic Verse) sem út kom í
sumar. Auk ljósmyndanna eru í
bókinni ljóð eftir íslensk skáld,
allt frá Jónasi Hallgrímssyni til
ungskálda dagsins í dag.
Þetta er fjórða einkasýning
Lárusar Karls en hann starfar
sem auglýsinga- og iðnaðarljós-
myndari. Hann hefur m.a. tekið
ljósmyndir I innlend og erlend
tímarit og bækur. Hann er fædd-
ur árið 1959 og hefur unnið við
ljósmyndun undanfarin ellefu ár.
Sýningunni lýkur á sunnudag-
inn.
-ilk
Mikið um að vera
í Hafnarborg
1 menningar- og listastofnun
Hafnarijarðar, Hafnarborg,
blómstar menningin svo sannar-
lega. Fyrst ber að nefna málverka-
sýningu Eggerts Magnússonar
sem nú stendur yfir. Eggert hefur
fengist við málaralist um nokk-
urra ára skeið og hefur gjarnan
verið talinn til naífista. Efniviður
hans er annars vegar veruleiki ís-
lensku sveitanna og hins vegar
svipmyndir frá ijarlægum löndum.
Hvert sem viðfangseínið er eru
efnistök Eggerts ávallt frískleg og
andi verkanna kröftugur.
Síðustu grísku veislurnar
Dagskrá undir yfirskriftinni
Grísk veisla: Vegurinn er vonar-
grænn hefur verið í Hafnarborg í
haust. Hér er um að ræða efni sem
dregið er úr verkum gríska ljóð- og
tónskáldsins Mikis Þeodórakis,
ásamt frásögnum Sigurðar A.
Magnússonar af lífi þessa ástsæla
skálds Grikkja. Fyrir hverja sýn-
ingu býður Jóhann Sigurðsson
matreiðslumeistari gríska máltið.
Máltíðin hefst kl. 18.30 en sjálf dag-
skráin kl. 20.30.
Eitt hundrað mannamyndir
Myndlistarmaðurinn Jón Óskar
er einnig með sýningu í Hafti-
arborg. Hann sýnir eitt hundrað
mannamyndir sem unnar eru með
tölvutækni. Hér er um að ræða
andlit sem ekki eru Ijósmynduð
heldur skönnuð beint inn í tölv-
una og síðan unnin og prentuð út
aftur. Það er sem sagt ekki að tóm-
um kofunum að koma ef fólk legg-
ur leið sína í Hafnarborg.
-ilk
Núna um helgina eru síðustu for-
vöð að sjá sýningu Þorvalds Þor-
steinssonar, Eilíft líf, i Listasafninu
á Akureyri. Sýningin hefur vakið
mikla athygli og fengið mjög góða
aðsókn en hún er að stórum hluta
unnin í samvinnu við fólk sem að
jafnaði leggur ekki stund á mynd-
list.
-ilk
Lúðrasveit í
Langholtskirkju
Enn á ný er komið að tónleikum
Lúðrasveitar verkalýðsins. Verða
þeir að þessu sinni haldnir í Lang-
holtskirkju á sunnudaginn og hefj-
ast klukkari 17.00.
Á efnisskránni er úrval tónlistar
sem sveitin hefur verið að æfa síð-
ustu vikurnar undir dyggri hand-
leiðslu stjórnandans, Tryggva M.
Baldvinssonar. Sveitin er skipuð 44
hljóðfæraleikurum sem flestir eru
ungir og stirnda tónlistarnám í hin-
um fjölmörgu tónlistarskólum á höf-
uðborgarsvæðinu. Það er von
Lúðrasveitarinnar að sem flestir
finni eitthvað við sitt hæfi en að
venju er aðgangur ókeypis.
-ilk
Bergmál blóma
Elínrós Eyjólfsdóttir
heitir listakonan sem
ætlar að opna sýningu
á verkum sínum á
morgun í Gallerí Horn-
inu að Haftiarstræti 15.
Sýningin ber yfirskrift-
ina Bergmál blóma og
vísar hún til viðfangs-
efriisins; blóma í mörg-
um blæbrigðum.
Að loknu myndlist-
arnámi hér heima,
stundaði Elínrós lista-
nám við Skidmore Col-
lege í New York. Hún
hefur haldið nokkrar
einkasýningar og
einnig tekið þátt í sam-
sýningum, meðal ann-
ars í Bandaríkjunum.
Sýning Elinrósar í
Gallerí Hominu stend-
ur til miðvikudagsins
11. desember og verður
opin alla daga frá kl.
11.00 til 23.30. Eitt verka Elínrósar sem veröur á sýningunni.
Menningarmiöstööin Geröuberg og Menningarmálanefnd Reykjavíkurborg-
ar standa fyrir sýningu á myndskreytingum í norrænum barnabókum. Sýn-
ingin verður opnuð í Geröubergi á morgun og mun standa til 20. desember.
Opiö verður mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10 til 21 og föstudaga til
sunnudaga frá kl. 12 til 17.
Stórsveit í
ráðhúsinu
Stórsveit Reykjavíkur er eina
starfandi,„Big Band“ landsins. Tón-
leikar svéitarinnar eru orðnir fast-
ur liður í dagskrá Ráðhúss Reykja-
víkur en þar verður sveitin einmitt
á morgun. Tónleika mun hún halda
og hefjast þeir kl. 17.17. Efnisskrá
tónleikanna er úr ýmsum áttum
eins og gjaman áður og stjórnandi
Stórsveitarinnar er Sæbjöm Jóns-
son. Kynnir á tónleikunum verður
Pétur Grétarsson og Edda Borg mun
koma fram með hljómsveitinni og
syngja nokkkur lög. Aðgangseyrir
er enginn og allir eru velkomnir á
meðan húsrúm leyfir.
-ilk
LAUGARDAGAR
DV
Bílur
erfjögurra síðna blaðauki þarsem
er um allt sem viðkemur bílum og
bílaáhugafólki á fróðlegan og
skemmtilegan hátt.
DVI
IKvikmyndir
[ Helgarblaði DV hefur kvikmyndaumfjöllun
blaðsins verið stórlega aukin. Þar er á
fjórum litríkum og skemmtilegum síðum
umfjöllun um vinsælar myndir, leikara og
raunar allt sem viðkemur
,v»rri
kvikmyndaheiminum.
Helgarblað
kemur úl eldsnemma
á laugardagsmorgnum!
Barna liktJ
Barna DV er lifandi blaðauki fyrir hressa
krakka. Þar er að finna sögur, þrautir,
gátur ásamt hinu skemmtilega
Krakkaklúbbshorni þar sem alltaf er að
finna spennandi verðlaunagetraunir fyrir
Krakkaklúbbsmeðlimi. DV býður öllum
yngri lesendum blaðsins að ganga í
Krakkaklúbbinn og vera þannig virkir
meðlimir með þátttöku í gátum og
þrautum í Barna-DV. Allir
Krakkaklúbbsmeðlimir fá Krakkaklúbbskort
sem er jafnframt afsláttarskírteini og veitir
aðgang að uppákomum á vegum
klúbbsins. Lukkudýr Krakkaklúbbsins, Tígri,
hefur verið víðförull og er aldrei að vita
nema hann birtist óvænt í uppákomum
Krakkaklúbbsins.
DVl
I DV-Ferðum finnur þú upplýsingar og
vandaðar frásagnir um ferðalög bæði
innanlands og utan.