Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1996, Síða 12
H/IYHDBAHDA
Nick of time:
Tímakapphlaup
Johnny Depp leikur i Nick of Time sitt fyrsta hasar-
hlutverk og ferst það nokkuð vel úr hendi þótt óneitan-
lega gefi hlutverkið ekki efiii til eins mikilla tilþrifa og
fyrri hlutverk hans. Hann leikur skrifstofublókina Gene Watson sem lendir
í heldur óskemmtilegri aðstöðu þegar 6 ára dóttur hans er rænt, honum
fengin skammbyssa og sagt að hann hafi tæplega einn og hálfan tíma til að
drepa fylkisstjórann ella verði dóttir hans drepin. Myndin er svosum aðeins
afþreying en góð sem slík. Hún er afar vel gerð og það að taka myndina í
því sem næst „rauntíma" heppnast vel og undirstrikar vel vaxandi örvænt-
ingu aðalsöguhetjunnar sem sér að tíminn er að renna út. Christopher Wal-
ken er sannfærandi ilimenni, enda alvanur á þeim bænum, og aðrir leikar-
ar eru a.m.k. sæmilega trúverðugir. Samsærið í myndinni er heldur ýkt og
ólíkindalegt en atburðarásin þessar tæpu 90 mínútur gengur hins vegar
nokkuð vel upp og það er ekki fyrr en í bláendann sem hefðbundin
Hollywood- hasareinkenni fara að skemma svolítið. Allt í allt er myndin hin
ágætasta skemmfim og með betri hasarmyndum ársins.
Útgefandl: ClC-myndbönd. Leikstjóri: John Badham. Aðalhlutverk:
Johnny Depp og Christopher Walken. Bandarísk, 1995. Lengd: 86 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ
Dead Presidents:
Næstum því bönnuð
iricki.
0,4*-
Það var með naumindum að Deád Presidents fékkst
sýnd hér á landi því Kvikmyndaeftirlitið ætlaði ekki að
hleypa henni í gegn í fyrstu. Sem betur fer rættist úr
því að myndin er til þess fallin að vekja til umhugsun-
ar fremur en að ofbjóða fólki. Hún er vissulega með
hrottalegri myndum sem sýndar hafa verið hér en þó
ekki í neinum sérflokki hvað það varðar, a.m.k. hef ég
séð ógeðfelldara ofbeldi, t.d. í NBK. Myndin fylgir
nokkrum fátækrahverfisunglingum á sjöunda áratugn-
um fram á þann áttunda og þá sérstaklega Anthony
Curtis. Eftir hermennsku í Víetnam koma þeir aftur í
grámyglulegt hverfið sitt og eiga erfitt með að aðlagast. Að lokum ákveða
þeir að redda málunum með því að fremja stórrán sem reynist skólabókar-
dæmi um áætlun sem lítur feikilega vel út á pappírnum en fer svo illa úr-
skeiðis. Veruleikafirring persónanna og sinnuleysi gagnvart lífi samborgara
sinna er sláandi og sérstaklega eru breytingar aðalsöguhetjunnar sláandi. í
byrjun er hann sakleysislegur og fremur feiminn unglingur en í lokin ætlar
hann ekki að trúa eigin eyrum þegar dómarinn dæmir hann, stríðshetjuna
sjálfa, í ævilangt fangelsi. Slík er firring hans að hann telur morð á fjórum
lögreglumönnum léttvæg í samanburði við afrek hans í stríðinu og þjónustu
hans þar við þjóð sína.
Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjórar: Hughes-bræðurnir. Aðalhlutverk:
Larenz Tate, Keith David og Chris Tucker. Bandarísk, 1995. Lengd: 113
mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. -PJ
tyndbönd
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996
Dracula Dead and Loving It:
Ófyndinn Mel Brooks
Mel Brooks hefur gert fjöldan allan af grínmyndum um ævina, þ.á m.
margar sem í dag eru orðnar klassískar, t.d. Blazing Saddles sem Hreyfi-
myndafélagið var að sýna nýlega. Það er þvi sorglegt að sjá þessa hroð-
virknislegu hryggðarmynd sem er nýjasta mynd hans. Hér tekur hann
fyrir vampírumyndir og þá kannski sérstaklega þá nýjustu, Bram
Stokers Dracula. Sjálfur er hann í hlutverki vampíruveiðarans Van
Helsing og er þreytulegur. Leslie Nielsen leikur vampíruna en hann sló
í gegn í Naked Gun myndunum og lifir enn á því. Hann hefur aldrei þótt
vera frambærilegur leikari en smellpassaði í hlutverk aulans Franks
Drebins í Naked Gun. Hér er hann álíka aulalegur en allsendis ófynd-
inn og stælamir í honum eru þreytandi. Annars em allir leikararnir
ömurlegir nema Peter MacNicol, sem nær stundum skemmtilegum of-
leik í hlutverki hins geðbilaða Renfields. Mel Brooks hefúr ekki gert
skemmtilega mynd síðan Spaceballs kom út og er greinilega með öllu út-
hrunninn. Ég mæli eindregið með því að fólk nái sér fremur í Young
Frankenstein. Þar er hægt að sjá hvernig Mel Brooks gat einu sinni
skopast að hryllingsmyndum á drepfyndinn hátt.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Mel Brooks. Aðalhlutverk: Leslie Niel-
sen og Mel Brooks. Bandarísk, 1995. Lengd: 90 mín. Bönnuð börnum inn-
an 12 ára. -PJ
La Haine:
Hrá þjóðfélagsádeila
Titill myndarinnar vísar í hugarástand margra i fá-
tækrahverfum í Frakklandi, úthverfum sem að miklu
leyti eru byggð innflyljendum og minnihlutahópum þar
sem hatur á kerfinu grefur um sig vegna félagslegs
óréttlætis. I myndinni segir frá félögunum Hubert, Said
og Vinz en sögusviðið er fátækrahverfl sem logar í
óeirðum vegna þess að Abdel Ichah, unglingur úr
hverfinu, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir mis-
þyrmingar við lögregluyfirheyrslu. Said hefur lifíbrauð
af dópsölu og pælir ekki mikið í félagslegum vandamál-
um. Hubert og Vinz stendur hins vegar ekki á sama um
málin en afstaða þeirra er gjörólík. Vinz er blindaður af hatri og sér ástand-
ið sem stríö milli þeirra og yfirvalda meðan Hubert vill slá á ofbeldið og
gera eitthvað uppbyggilegt fyrir hverfið. Aukin spenna færist í samskiptin
þegar Vinz sýnir þeim lögregluskammbyssu, sem hann hafði fundið eftir
óeirðimar, og lýsir því yfir að ef Abdel Ichah deyi muni hann ná fram rétt-
læti með því að nota byssuna til að drepa lögreglumann. Unglingamir, sem
leika í myndinni, standa sig allir mjög vel, sérstaklega Vincent Cassel sem
leikur Vinz. Myndin er tekin í svarthvítu sem undirstrikar ömurleikann í
grámyglulegu úthverfinu og öll stObrögð og leikstjóm era fagmannlega
unnin. Sagan er vel skrifuð og áhugaverð og myndin vekur mann tO um-
hugsunar en þá er víst tOganginum náð. Einhver mistök hafa orðið i is-
lenskri textasetningu og misfarast því einstaka linur.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Mathieu Kassovitz. Aðalhlutverk:
Vincent Cassel, Hubert Koundé og Saþd Taghmaoui. Frönsk, 1995.
Lengd: 90 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ
i
fl
Hin vinsæla gamanmynd The Birdcage stendur af
sér allar atlögur og situr sem fastast í efsta sæti
listans, aöra vikuna í röö. Fjórar nýjar myndir
koma inn á listann þessa vikuna og fara tvær
þeirra í efstu fimm sætin og á myndinni hér til
hliöar er Kurt Russell, aöalleikari Executive
Decision, ásamt aöstoöarmönnum sínum um
borö í breiðþotu sem rænt hefur verið. Executive
Decision er í fjórða sæti. Eina nýja myndin á iist-
anum sem ekki var sýnd í bíói er Last of the Dog-
men en í henni leikur Tom Berenger lögreglu-
mann sem leitar uppi fanga sem hafa flúið.
The Birdcage
Robin Williams
og Nathan Lane
Armand og Al-
bert hafa búið sam-
an um árabO og
hafa þeir alið upp
son Armands, Val.
Þegar Val tilkynnir
um trúlofun sína og
dóttur þingmanns
leggja þeir blessun
sína yfir ráðahag-
inn en það verður
heldur betur handa-
gangur f öskjunni
þegar von er á þing-
manninum og eig-
inkonu hans f
heimsókn tO tOvon-
andi tengdaforeldra
dóttur þeirra og
þingmannshjónin
vita ekki betur en
„móðir“ Vals sé
kona.
Broken Ar-
row
John Travolta og
Christian Slater
Vic er einn besti
flugmaður banda-
ríska hersins og
einn af fáum sem
stjóma vél sem ber
kjamaodda. í leyni-
legri sendifór kem-
ur hins vegar í ljós
að Vic er ekki aOur
þar sem hann er
séður. Með honum
er flugmaðurinn
ROey sem lítur upp
tO Vics. Sú aðdáun
breytist hins vegar
í skelfingu þegar
vélinni er rænt og
ROey verður Ijóst
að það er Vic sem
stendur fyrir rán-
inu.
12 Monkeys
Bruce Willis og
Brad Pitt
Bmce WOlis leik-
ur mann að nafni
Cole sem finnst
sturlaður og er
sendur á geðveikra-
hæli. Hann segist
vera frá árinu 2035
og hafa verið send-
ur tO að koma í veg
fyrir útbreiðslu á
veiru sem eigi eftir
að eyða nær öUu lífi
innan nokkurra
vikna. Þótt fáir trúi
honum tekur geð-
læknirinn Kathryn
eftir því að ýmis-
legt styður það sem
Cole segir.
Executive
Decision
Kurt Russell og
Steven Seagal
Hryðjuverka-
menn hafa náð þotu
á sitt vald og em
með óaðgengUegar
kröfur. Um borð er
öflug sprengja og er
ekki bara líf far-
þega í hættu heldur
40 miUjóna manna
sem búa á austur-
strönd Bandaríkj-
anna. Eina færa
leiðin tO að koma í
veg fyrir þessa
hættu er að lauma
um borð sex manna
liði meðan vélin er
á flugi og afvopna
hryðj uverkamenn-
ina.
Vamnire in
Brooklyn
Eddie Murphy og
Angela Basset
Vampíran Max-
imUlian er komin
tO Brooklyn og leit-
ar þar að konu sem
á að uppfyUa aUar
hans væntingar.
Það kemur á dag-
inn að hann er á
réttum stað þvi að í
lögreglukonunni
Ritu finnur hann
sinn sanna lífsfóru-
naut. En tO að ná
henni á sitt vald
þarf hann að stiUa
blóðþorstann. Á
þessa konu dugar
ekki að bíta í háls-
inn og sjúga úr
henni blóðið.
smm
12-til 18. nóvember
—r SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA SHSHHBHBl TITILL e^-r-r-r-r-^-- ÚTGEF. TEG.
1 L 3 Birdcage Warner -myndir Gaman
2 3. 5 Broken Arrow Skrfan Spenna
3 2. 4 12 Monkeys ClC-myndbönd Spenna
. Ný 1 Executive Decision Warner -myndir Spenna
1_5 «* i ; Vampire in Brooklyn ClC-myndbönd Gaman
6 1 2;! Two Much Stjörnubíó > l Gaman
7 17. 3 Things To Do In Denver... Skrfan , Spenna
8 6. 7 ; Get Shorty Warner -myndir ■HB gg§HH| Gaman
9 4. b Grumpier Old Men Warner -myndir > Gaman
w| Ný i ; Rumble in the Bronx Skrfan ; Spenna
11 5' 4 ; Up Close And Personal Myndform ' Ðrama
12 9. , l 8 1 Casmo ■BHHHHHHHI : ClC-myndbönd Spenna
13 ; 14. 2 ; X-Files:Master Plan Skífan ; Spenna
14 , 8. . i 6 i Sudden Death agggapSR»;S, ClC-myndbönd Spenna
15 : io. ; 5 : Virtuosity r ClC-myndbönd , Spenna
; Ný ; i ; Last Of The Dogmen , Skrfan ' WBSBBKmt Spenna
17 - 17. ; ii - Heat Warner -myndir > Spenna
18 20. ; 12 : ' ■'. t Thin Line Between.. 1 Myndform Gaman
19 ; 15. ; 6 Sense & Sensebility ; Skífan ' Drama
20 18. 4 ; Mighty Aphrodite Skrfan > Gaman
t