Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1996, Blaðsíða 3
UV FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 nlist HLJÓMPLÖTU Alfreð Clausen - Manstu gamla daga: Frumherja minnst ★★* Þeir sem enn muna gömlu óska- lagaþættina, sjómanna og sjúkl- inga, á gömlu guíúnni, eins og Rás 1 hefúr stundum verið kölluð, eru ekki í vandræðum með að vita hver Alfreð Clausen var því að á árun- um milli 1950 og 1960 var spilað lag með honum í nánast hverjum þætti. Þessi geðþekki söngvari með flauelsröddina var mjög virkur að syngja inn á plötur á þessum árum en mest allt var þó gefið út á 78 snúninga plötum sem á voru aðeins tvö lög. Það þótti því vel við hæfi að ein fyrsta safhútgáfan hér á landi skyldi vera tvöfalt albúm með þeim lögum sem Alfreð Clausen söng inn á plötur. Var það Svavar Gests sem gaf safhið út árið 1981 undir nafhinu Manstu gamla daga. Nú hefur þessi safnútgáfa verið endurbætt tæknilega séð og gefin út aftur, örugglega gömlum aðdáendum Alfreðs Clausens til mikillar gleði því fyrri útgáfan seldist fljótt upp. Þegar hlustað er á Manstu gamla daga í heild þá er það deginum ijósara að lögin eru böm síns tíma og flutningurinn einnig. Hin ljúfa rödd Alfreðs Clausens hæflr best rólegum lögum og mörg þeirra hafa varðveist í minningunni en hræddur er ég um að útsetningar og flutningur þætti um of einfaldur í dag. Fjölbreytni er engin í útsetn- ingum og allt gert á sem einfaldastan hátt með varla boðlegri upp- tökutækni og af fjárskorti. Það segir sem betur fer ekki alla söguna því að í öllum einfaldleikanum nýtur Alfreð sín best og það er fyrst og fremst rödd hans ásamt melódiskum lögum sem hafa gert það að verkum að mörg laganna á Manstu gamla daga hafa varðveist og ver- ið spiluð og verða það um ókomna tíð. Hilmar Karlsson Dúettinn Tromp - Myndir: Áferðarfallegt en máttlítið ★★*★ Ragnar Ingi Karlsson, tónlistar- maður frá Blönduósi, hefur á ferli sinum sem trúbador og meðlimur í ýmsum hljómsveitum safnað í sarp- inn eigin tónsmíðum sem hann nú gefur út á plötu undir heitinu Myndir. Flytjendur eru Dúettinn Tromp, sem Ragnar skipar ásamt komungri söngkonu frá Sauðár- króki, Hörpu Þorvaldsdóttur. Lögin á Myndum bera nokkum keim af trúbadoriðkun Ragnars, em einfóld í uppbyggingu og auðlærð. Þegar á heildina er litið vant- ar nokkuð upp á að hægt sé að segja þau góð, eitt og eitt lag sker sig úr en önnur em betur geymd í skúffunni eða endurbætt. Reynt hef- ur verið að poppa þau upp, en þó aldrei farið yfir markið. Útsetning- ar Jens Hanssonar eru í hefldina smekklegar en geta samt aldrei falið rýrt innihaldið. Metnaðinn vantar ekki á stöku stað í tónsmíðar og texta Ragnars Inga og er gott dæmi um þann metnað Stríð, lag sem bæði er mikið lagt í texta og lag, en fellur i þá gryfju að verða um of yfirborðslegt, dæmigert lag sem passar betur fyrir trúbador einan á sviði en meira að segja þannig væri ekki hægt að fela það að textinn ristir ekki djúpt. Á Myndum em tíu lög, þau áheyrilegustu em melódísk og auð- lærð, best er Söngur um draum, rólegt og fallegt lag sem gefur frá sér góð áhrif. Flutningur er allur til fyrirmyndar að því undanskildu að söngur Hörpu er stundum flatur. Stúlkan hefur góða rödd en vantar þjálfun og þroska til flutnings á plötu. Hilmar Karlsson Dead Sea Apple - Crush Hressileg frumraun ★★★ Dead Sea Apple er rokkhljóm- sveit sem fremur lítið hefur farið fyrir hingað til. Fyrir svo sem tveimur áram átti hún lag á safh- plötu en stekkur nú fram í dagsljós- ið með plötu í fúllri lengd. Sú heit- ir Crush og hlýtur að teljast gæða- gripur þegar haft er í huga að hljómsveitin ætti að vera fremur óslípuð enn þá og lítt vön hljóð- versvinnu. Crash er vitaskuld ekki gallalaus en kostimir eru göllunum yfirsterkari. Rokktónlist Dead Sea Apple er í senn kraftmikið og melódísk, dálítið gamaldags á köflum en ætti fyrir vikið að höfða til ögn breiðari aldurshóps en ella. Á plötunni era bráðgrípandi lög eins og I Am the One, Happy Song og Ride of a New Generation sem skartar hinu eftirminnilega viðlagi I hate you, you hate me. Önnur sem virka ekki jafn grípandi fyrst í stað era eigi að síður eftirtektarverð. Fleira fær mann raunar tÚ að minnast gam- alla tíma og gamals rokks. Lagið Mist of the Moming er nokkuð í takt við það sem Deep Purple var að fást við á plötum sínum um miðjan áttimda áratuginn þegar slá átti á rólegu og viðkvæmu strengina. Sennilega er það lag það sem mest er gamaldags á Crush. Eftir stendur hins vegar að Dead Sea Apple er hljómsveit sem lof- ar góðu og á vonandi eftir að vinna enn betur í framtíðinni út frá þeim áhrifum sem hún er undir á plötunni Crash. Ásgeir Tómasson Kula Shaker: Dularfull velgengni - ný hljómsveit kveður sér hljóðs Umskipti Síðan þá hefur mikið vatn rann- ið til sjávar. Kula Shaker hefur slegið í gegn með blöndu sinni af indverskum tónum, dulúð og bresku poppi í ætt við Blur og Oas- is. Nýjasta plata sveitarinnar K hefur fengið góða dóma gagn- rýnenda og plötukaupenda. Hljómsveitin á sér hins vegar afar skrautlega sögu og varla er hægt að segja að velgengnin hafi beinlínis sveitina uppi fyrr en nú. „Það má segja að botninum hafi verið náð vorið 1995. Plötufyrirtæk- ið, sem við vorum skuldbundnir, fór mjög illa með okkur og við þurftum að kúldrast í nánu sam- býli hvor við annan. Þá fór ég til Liverpool og upplifði virkilega and- lega uppljómun. Þá ákvað ég að breyta nafninu á hljómsveitinni úr Kays í Kula Shaker," segir Crisip- an en hann hefúr frá unga aldri verið mjög hneigður til austrænnar trúarspeki og kemur það glöggt fram í lagasmíðum og allri fram- komu hljómsveitarinnar. Crispian er einungis 23 ára gamall en hann hefur þegar ferðast til Indlands og numið þar austræna speki. Nafn hennar, Kula Shaker, er uppruna- lega nafn á austrænum dulspekingi og keisara sem var uppi á níundu öld. Hljóinsveitarmeðlimum fannst cdveg kjöriö að taka upp nafn dul- spekingsins til þess að njóta vemd- ar hans. „Það veitir ekki af að njóta konunglegrar verndar," segir Crispian. „í árslok 1994 spiluðum við á staö í London sem heitir Leisure Lounge. Sá sem hitaði upp fyrir okkur var einhver maður sem var með járnadrasl og sverð hangandi á kynfærum sínum. Hann spilaði há- væra teknótónlist á meðan allsnak- in kærastan hékk upp við sviðið og reykti krakk. Við spiluð- um hins vegar ró- lega ind- verska tónlist og sung- um um sólarlag- ið. Varla er hægt að segja að við höfum feng- ið góð við- brögð því að fullt af upp- dópuðum nöktum mönnum, sem vora meðal áheyrenda öskraðu á.okkur, kölluðu okkur homma og sögðu okkur að hypja okkur. Þetta var um það bil lágpunkturinn á ferlinum,“ seg- ir Crispian Mills, söngvari Kula Shaker. Yfirlýsingagleði Crispian er ekkert að skafa utan af því þegar hann talar um framtíð Kula Shaker. „Við erum að breyta kerfinu að innan en það er greini- legt að mikil andleg og menningar- leg bylting er á næstu grösum. Margir hafa reyndar útilok- að sig frá henni en ég held að við verðum að viður- kenna að það er eitthvað æðra til og yfír því höfum við enga stjórn. Marg- ir halda að við séum klikkaðir að gefa út svona yfirlýsing- ar en það er allt í lagi að hafa smá mótvind, annars væri þetta leiðinlegt og óspennandi. Samantekt: JHÞ Slegið í gegn Hvort sem austrænir töfrar réðu því eða ekki þá hefur allt farið að ganga Kula Shaker í haginn eftir nafnbreytinguna. Innan fiögurra mánaða tókst sveitinni að næla sér í góðan samning við Columbia og tekist að gera það sæmilega gott á öldum ljósvakans með laginu Gratefúl When You Are Dead. Síð- astliðinn júlí tókst Kula Shaker að slá virkilega í gegn á breska smá- skífúlistanum með laginu Tattva sem er sungið á hinu ævaforna tungumáli Sanskrit. írsku rokkgoðin í U2 era í vondum málum þessa dagana. Hljómsveitin hefúr unniö ötul- lega að nýjustu plötu sveitar- innar sem á að koma út í jan- úar. Nafnið á plötunni hefur ekki verið ákveðið og mun sveitin eiga nokkuð í land með að klára vinnuna við plötuna. Þrátt fyrir þetta hafa upptökur af frumútgáfúm nýrra laga komist í rangár hendur og mun vera hægt að nálgast búta úr þeim á Internetinu. Útgáfufyrirtæki U2, Island, stendur nú fyrir mnfangsmik- illi rannsókn og biður útvarps- stöðvar að leika bútana ekki þar sem þeir era úr ófullgerð- um lögum. Lögin heita Wake up Dead Man og Discotheque. Erfitt gæti reynst fyrir Is- land aö hindra útbreiðslu laga- bútanna enda aödáendur U2 orðnir langþreyttir á biðinni eftir nýrri tónlist frá sveitinni. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.