Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1996, Page 5
13^ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996
Hótel ísland um helgina
Skagfirðingar og Bítlar
Fólk er fífl:
tvö þúsund eintökum en varla er til
sá unglingur í dag sem ekki þekkir
lögin Heima er best, þar sem Heiðar
endurtekur orðið mamma í sífellu,
og Þið eruð frábær.
Upphitunarband ársins
Fjöldi erlendra tónleika hér á
landi þetta árið hefur varla farið
fram hjá nokkrum tónlistaráhuga-
manni, slíkt hefur framboðið verið.
Botnleðja verður víst að teljast upp-
hitunarband ársins því hún hitaði
upp hjá Blur, Pulp og Super Furry
Animals, svo eitthvað sé nefnt.
Hljómsveitin fékk góða dóma frá
meðlimum og aðstoðarfólki Blur og
tók Super Furry Animals í nefið, ef
svo má að orði komast. „Tónlistarlif
í Bretlandi er á villigötum ef þessi
hljómsveit er bjartasta vonin,“ sam-
sinna strákamir.
Framtíðarplön miöast að miklu
leyti við útlönd hjá þessari ungu
sveit en um þessi jól fer öll einheit-
ingin í útgáfu á íslandsmarkaði.
Botnleðja kynnir aðra breiðskífu
sína sem nefiiist Fólk er fifl.
tónlistinni á undangengnu ári. Plat-
an er að þeirra sögn mjög frábrugð-
in 25 tíma upptökuverkinu, enda í
hana lagður mun meiri tími. Upp-
tökur stóðu nú í heilar tvær vikur.
Grínið hefur að einhverju leyti, þó
ekki öllu, vikið fyrir alvarlegri
hugsunarhætti hljómsveitarmanna
og tónlistin er tekin úr öllum áttmn.
„Viö viljum ekki steypa okkur í
eitthvert tónlistarstefnumót," sam-
sinna strákamir einum rokkrómi.
„Við semjum þá tónlist sem okkur
þykir góð og setjum ekki endilega
fyrir okkur úr hvaða átt hún kem-
ur.“
Sem dæmi um þetta má taka lag
sem hefur hljómaö á útvarpsstöð-
inni X-inu 97,7, sem heldur merkj-
um hljómsveitarinnar vel á lofti,
enda geysivinsæl meðal hlustenda,
en i því lagi má heyra jassáhrif. Eft-
ir því sem strákamir segja era þetta
einu jassáhrifin á þessari tólf laga
plötu. Þó hljómsveitin segist ekki
steypt í eitthvert tónlistarstefnumót
viðurkenna þeir að þeir spili enn
jaðartónlist sem á ættir sínar að
rekja til rokksins ú hér er víst ekki
til áð fylgja eftir útgáfu plötunnar.
Botnleðja hefur aldrei ástundað að
spila lög eftir aðra og syngur allt á
íslensku. Hins vegar hefur hún ver-
ið bókuð á böll með sitt eigið efni en
spilar þá aðeins í fjörutíu og fimm
mínútur enda tónleikahljómsveit í
eðli sínu. Eins og áður kom fram
stefiiir hljómsveitin á að leika á er-
lendri grund í framtíðinni. Undir-
búningur þeirrar tónlistarferðar er
þegar hafinn og verða upptökur á
ensku líklega gerðar í desember.
Strákamir vilja hins vegar ekki
gera mikið úr þessum þreifingum
og gefa ekki út neinar yfirlýsingar
um frægð og frama erlendis að svo
stöddu.
Ef miða skal við undirtektir tón-
leikagesta, blaðamanna og erlendra
hljómsveita þessa sumars þykir
hins vegar nokkuð ljóst að Botn-
leðja á framtiðina fyrir sér, jafnt
heima og að heiman. Hvort frasinn
„fólk er fifl“ fær einhvem tíma að
prýða erlent plötuumslag er spum-
ing sem verður ekki svarað á þess-
ari stundu. Botnleðja verður heima
um jólin. -GBG
Fáar islenskar rokkhljómsveitir
hafa vakið jafnmikla eftirtekt og
hljómsveitin Botnleðja gerði á síð-
asta ári. Sveitin hóf feril sinn á því
að vinna Músíktilraunir með mikl-
um yfirburðum og í kjölfarið fylgdi
útgáfa plötunnar Drullumall. Platan
var tekin upp og hljóðblönduð á
þeim 25 timum sem hljómsveitin
vann sér inn með sigrinum í Tóna-
bæ. Sú plata seldist aðeins í tæpum
Meira í hana lagt
„Titillinn er tilvísun í hegðun
mannfólksins og er títt notaður
frasi innan tónlistarbransans en
ekki illa meintur á neinn hátt. Við
emm líka fifl,“ segir Heiðar. Okkur
er bara ekki sama um umgengni
mannfólksins á þessari jörð. Strák-
amir segjast hafa þroskast mikið i
hægt að finna neitt píkupopp. Þeir
sem að því leita ættu sem sagt frek-
ar að snúa sér að öðrvun útgefhum
titlum þessi jólin.
Framtíðin
Hljómsveitin hélt útgáfutónleika
sína við góðar undirtektir við-
staddra í gærkvöld og mun halda
áfram tónleikahaldi fram að jólum
Botnleðja drullumallar á ný
Það verður mikið um að vera á
Hótel íslandi um þessa helgi. Á
föstudagskvöldið verður haldin
söng- og skemmtidagskrá Skagfirð-
inga og Húnvetninga sem nefhist
Skín við sólu Skagafjörður og Húna-
þing. Þar kemur fram fjölda þekktra
skemmtikrafta og má þar nefna
Rökkurkórinn, Ómar Ragnarsson,
Lóuþrælana og Jóhann Má Jó-
hannsson. Veislustjóri verður Geir-
mundur Valtýsson og leikur hljóm-
sveit hans fyrir dansi eftir að dag-
skránni lýkur.
Laugardagskvöldið 30. nóvember
verður svo sýningin vinsæla Bítla-
árin 1960-1970 en þar gefst ’68 kyn-
slóðinni tækifæri til að njóta kvöld-
stundar. Stórsöngvaramir Bjami
Arason, Ari Jónsson, Björgvin Hall-
dórsson og Pálmi Gunnarsson koma
fram, enn fremur Söngsystur og
Stórhljómsveit Gunnars Þórðarson-
ar. Eftir að sýningunni lýkur leika
Sixties fyrir dansi fram á rauða-
nótt. -JHÞ
Geirmundur Valtýsson verður á Skín viö sólu Skagafjöröur og Húnaþing á
Hótel íslandi í kvöld.
HLJÓMPLjjTU
mimð
Kvenréttindi, melódíur og gítarrokk
Ani DHranco - Dilate
Ani Difranco er ung kona
sem hefur á sínum stutta
ferli afheitað frægðinni með
því að neita stórum útgef-
endum um efni sitt. Hún
gefur út á litlu merki sem
heitir Righteous Babe, ferð-
ast um heiminn og styrkir
konur í hvarvetna. Hún gef-
ur stórstjörnunni Alainis
Morrisette ekkert eftir hvað
varðar lagasmíðar og texta-
smiðar; hún er hins vegar
betri hljóðfæraleikari.
Á plötunni Dilate fá karlmenn á baukinn í textum og ýtt er undir
sjálfstæði kvenna og baráttu þeirra við kynferðislegt ofbeldi. Laga-
smíðar em gítarslegnar (samdar á gítar) en segjast verður að tilfinn-
ing Ani fyrir hljóðfærinu kemur talsvert á óvart, hvort sem sú hugs-
un mín telst til karlrembu eður ei. Sérstaklega em skemmtileg grúv
í lögunum Outta Me, Onto You (sem hefur heyrst á X-inu upp á
síðkastið), Shameless og Superhero. Einnig verður útgáfa Ani af lag-
inu Amazing Grace að teljast i minnsta lagi frumleg, a.m.k. skemmti-
leg áheymar þó minnst fari fyrir söng hennar (sem annars hentar
tónlistinni afar vel) en þess má geta að aðrar söngkonur, sem reynt
hafa við þetta lag, hafa lagt aðaláherslu á sönginn. Ekki er allt jafn-
vel gert á þessari plötu en Ani Difranco sannar svo um munar að góð
tónlist á ekki aðeins heima hjá útgáfurisunum, dreifingin kann að
vera minni en tónlistin nær til þeirra sem hana vilja heyra. Hún spil-
ar sjálf á flest hljóðfærin, semur öll lögin sjálf og flytur þau af ein-
stakri tilfmningu sem nær i gegn til hlustandans.
Næst þegar þú átt leið út í plötubúð og vilt heyra fallegar melódí-
ur í bland við gott gítarrokk og kvenréttindaboðskap skaltu biðja um
Ani Difranco. Þú sérð ekki eftir því! Guðjón Bergmann
Stuna - m.m.m.
Undarlegt einkaflipp ★*
Hljómsveitin Stuna send-
ir hér frá sér sitt fyrsta verk,
m.m.m. (Multi- Media-Mast-
urbation), og er það fyrir
margt athyglisverð
frumraun. Hér er um ákveð-
ið tilraunastarf að ræða þar
sem hljómsveitin leitast við
að blanda saman hörðu
þungarokki og tölvutónlist.
Útkoman er hins vegar ekki
eins góð og maður gæti átt
von á þar sem of lítið er gert
að því að spinna þessi tvö el-
ement saman.
Hljóðið á plötunni er allt að því lélegt, með einni undantekningu
þó: trommumar (þ.e. ,,alvöm“trommumar) hljóma þéttar en ég veit
ekki hvað. Það sama má segja um hljóðfæraleikinn að þar standa
trommumar aftur upp úr. Hljómsveitin ætti að íhuga alvarlega að
taka inn annan gítarleikara því gítarleikur á plötunni er of einhæf-
ur til að hann geti verið í aðalhlutverki í flestum lögum. Tónlistin og
taktbreytingarnar bjóða upp á miklu meiri fraseringar og flóknari
hljómaganga en útkoman sýnir. Aftur á móti er Jón með flotta rokk-
rödd sem hentar vel í tónlist hljómsveitarinnar.
Það er vissulega gleðiefni að rokkarar em hættir að agnúast út í
tölvmnar og hljóðgervlana og farnir að taka tæknina upp á sína
arma. Þetta krefst hins vegar aðeins ööravísi heimavinnu en menn
em vanir og það verður gaman að fylgjast með þessari hljómsveit í
framtíðinni ef hún heldur áfram að þróa þessa tónlist. -MÞÁ
Ríó - Ungir menn á uppleið:
íslenskt með írsku ívafi
Þegar fjallað er um ný lög
með Ríó er alveg eins gott að
sleppa hugtökum eins og fram-
farir eða breytingar, þeir gera
það sem þeir kunna best; flytja
áheyrileg lög Gunnars Þórðar-
sonar við góða texta Jónasar
Friðiks nánast óaðfinnanlega
og það þarf ekki annað en að
hlusta á fyrstu laglínumar
sungnar á Ungir menn á upp-
leið (góður húmor í nafninu)
til að vita hverjir era á ferð-
inni.
Ungir menn á uppleið er í rauninni beint framhald af Landið fýk-
ur burt, sem kom út fyrir fimm árum, og eru þessar tvær plötur lík-
ar i uppbygginu og áferð. Lög Gunnars era góð, en misgóð að vísu,
og textar Jónasar standa alltaf fyrir sínu. Breytingin er að þeir félag-
ar fóra til írlands og nokkur laganna era tekin þar upp. Og írsku
áhrifin leyna sér ekki þótt aldrei nái þau yfirtökum.
Ungir menn á uppleið er góð og þægileg hlustun. Það eru þó lög
sem skera sig úr, Gunnar nær sér oft best upp í rólegum og melódísk-
um lögum. Má nefha Á eyjunni grænu og Þegar hjartað segir frá sem
era einstaklega falleg lög. En hann á það til að faúa I þá gryfju að of-
gera i útsetningum og er það sérstaklega áberandi í lokalagi plötunn-
ar, Sofðu barnið mitt, sem er falleg og lítil vögguvisa. Þar er stórsöng-
konunni Sigrúnu Hjálmtýsdóthu- bæh inn í alveg að ástæðulausu,
ekki vantar hana raddfegurðina en þáttur hennar gerir lagið of há-
tíðlegt, það nálgast að verða sálmur. Hilmar Karlsson