Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 Fréttir Guðjón Þórðarson, sigursælasti þjálfari landsins, rekinn frá Skaganum: Atvikið i Bretlandi var dropinn sem fyllti mælinn - af mörgum atvikum þar sem meint ofbeldi og ósæmileg hegðun Guðjóns koma við sögu fylgst vandræðalega með en ekki gripið í taumana. Þá bárust einnig kvartanir til stjómarmanna ÍA eftir leik ÍBV og KR í Eyjum þar sem Guðjón var sakaður um ósæmilega og dóna- lega hegðun. Loks var haldinn neyðarfundur hjá stjórn ÍA í byrj- un ágúst. Þar komu fram háværar óskir um að Guðjóni yrði vikið frá. Greidd voru atkvæði meðal leikmanna um það hvort Guðjón ætti að vera áfram þjálfari liðsins og fékk Guðjón nauman stuðning en samkvæmt heimildum DV greiddu 7 leikmenn atkvæði á móti honum. Eftir þetta sagði allt meistóu'aflokksráðið af sér í heilu lagi. í kjölfarið fékk Guðjón skrif- lega áminningu frá stjórn félags- ins. Guöjón sagði sjálfur í tjölmiðl- um að hann hefði fengið áminn- ingu um atriði sem betur mættu fara. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Guðjón í gær. Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspymufélags ÍA, vildi ekki tjá sig um tildrög brottrekstursins né önnur mál Guðjóns. Gunnar staðfesti að samningnum við Guð- jón hefði verið rift en vildi ekkert segja um ástæðurnar. Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA, vildi ekki tjá sig neitt um málið né aðrir leikmenn liðsins. Einn leik- maður liðsins sagði þó að það hefði einungis verið tímaspursmál hvenær þessi sorglega staða kæmi upp og Guðjón yrði látinn fara. Guðjón Þórðarson, sigursælasti knattspymuþjálfari landsins, var á mánudagskvöld rekinn úr starfi sinu sem þjálfari íslands- og bikar- meistara ÍA. Ákvörðunin var tek- in eftir sex klukkustvmda stjórn- arfund hjá Knattspymufélagi ÍA. Árangur þessa umdeilda þjálf- ara á knattspymuvellinum er óneitanlega frábær. Guðjón gerði Fréttaljós Róbert Róbertsson Tvær líkamsárásarkærur Guðjón hefur nokkrum sinnum á undanfornum ámm verið talinn eiga aðild að árásarmálmn og feng- ið á sig a.m.k. tvær kærur vegna líkamsárása. Á lokahófi Knatt- spyrnusambands íslands árið 1993 réðst Guöjón á kunnan rithöfund og veitti honum áverka. Sú árás var kærð en sættir náðust í mál- inu áður en það fór fyrir dómstóla. í sumar var uppi sterkur orðrómur um að Guðjón hefði ráð- ist á mann á veitingastað á Akra- nesi fyrir framan fiölmenni. Frá- sögn af þessu atviki hefur farið víða en aldrei fengist staðfest og hermt er að atvikið hafi verið þaggað niður. í kjölfar þess kom til árekstra í röðum leikmanna og sfiómarmanna ÍA vegna slæmrar hegðunar Guðjóns. Fékk skriflega áminningu Ekki bætti úr skák að eftir leik Skagamanna og Leifturs í sumar sauð upp úr á milli Guðjóns og Ólafs Þórðarsonar, fyrirliða liðs- ins. Þung orð féllu á milli þeirra í búningsklefa eftir leikinn og heim- ildir segja að sfiómarmenn hafi Skagamenn að þrefoldum meistur- um í ár. Hann hafði áður gert þá að íslandsmeisturum árin 1992 og 1993. Hann gerðist síðan þjálfari hjá KR og gerði vesturbæjarveldið að bikarmeisturum 1994 og 1995. Hann tók síðan aftur við Skagalið- inu og undirritaði fiögurra ára „gullsamning" sem átti að gilda til aldamóta. Ástæðan fyrir brottrekstrinum mun vera atvik, varðandi Guðjón, sem gerðist í Bretlandi í síðustu viku. Það var dropinn sem fyllti mælinn af mörgum atvikum þar sem meint ofbeldi og ósæmileg hegðun Guðjóns í fiölmenni kem- ur við sögu. Guöjón Þórðarson, sigursælasti þjálfari landsins, var rekinn frá Skaganum eftir atvik sem mun hafa átt sér stað í Englandi í síðustu viku. Það var dropinn sem fyllti mælinn af mörgum atvikum þar sem ofbeldi og ósæmileg hegð- un Guðjóns kemur við sögu. Dagfari Ó, gefðu, Guð, oss meira puð Islendingar hafa frá öndverðu lagt á það ríka áherslu að vinna sem lengst á hverjum degi. Þeir sem ekki skila 14-16 tíma vinnu- degi eru taldir aumingjar. Þjóðfé- lagið allt byggist upp á þessu kerfi. Trikkið er að hafa taxtalaun eins tíkarleg og unnt er en um leið heimild til þess að vinna yfirvinnu meðan örendið endist. Þá una allir glaðir við sitt. Þessu séríslenska kerfi fylgir það að fólk getur verið í vinnunni meðan það stendur uppi og þarf ekki að hitta aðra í fiölskyldunni enda eru þeir líka í vinnunni, nema bömin sem bíða hjá dag- mæðrum og öldruðum ættingjum sem lokið hafa löngum vinnudegi. Svokölluð framleiðni er óvenju- lítil hér á landi en öllum er sama um það. Vinnuveitandinn veit að hann nær því sem hann þarf með langa vinnudeginum og launþeg- inn veit að hann nær að hífa kaup- ið sitt upp með yfirvinnunni til þess að láta enda ná saman. Þetta þýðir það að íslendingar ná sömu afköstum á sextán tímum og ann- arra þjóða menn ná á átta tímum. Enginn hefur gert athugasemd við þetta frábæra kerfi sem við- gengist hefur frá öndverðu. Það þykir við hæfi og raunar fint að menn séu vinnulúnir þá loksins er þeir drattast heim. Karlmannleg- ast er að ná skyrhræringi, súrmeti eða rífa í sig bjúga við heimkom- una og sofna svo alklæddur strax á eftir. Þá má ljóst vera að góðu dagsverki er lokið. Engin þörf er þá á samræðum milli hjóna, leikj- um við böm eða öðram óþarfa. En nú er vá fyrir dyrum. Útlend- ir menn hafa sett um það reglur að aðeins megi vinna 48 stundir í viku hverri og skulu þær reglur einnig gilda um hérlenda menn. Eftir 48 stunda vinnu er vinnuvik- an rétt að byija hjá þorra íslend- inga. Þessi ólög áttu að taka gildi nú um mánaðamótin en vinnuveit- endur og launþegar hafa samein- ast um að þæfa málið um stund enda er þeim þvert um geð að breyta góðu kerfi. En lög og reglur Evrópusam- bandsins láta ekki að sér hæða. Ráðherra félagsmála hefur gert að- ilum vinnumarkaðarins að ná samkomulagi um vinnutímann og vinna þá aðeins þetta smotterí. Ná- ist ekki samkomulega hótar ráð- herrann lögum og má þá enginn vinna lengur en þessa örfáu klukkutíma í viku hverri. Páll á Höllustöðum boðar því léttúð og frí frá áramótum. Og hvað gera menn þá? Stíga menn á stokk í upphafi nýs árs og heita því að breyta öllu háttemi sínu? Ætla menn jafnvel heim úr vinnunni fyrir kvöldmat virka daga og hugs- anlega að hætta að vinna um helg- ar eða selja sumarfríið? Hvar end- ar svoleiðis kæruleysi? Hvað verður þá um mannlýsing- ar á okkar helstu hetjum? Verður þá engum lýst i framtíðinni svo að hann hafi verið skorpumaður, átakagóður eða jafnvel aldrei fallið verk úr hendi. Höllustaða-Páll ætl- ar sér að gera hina íslensku þjóð að dusilmennum að útlendri fyrir- mynd. Hver hefði trúað því á hinn húnvetnska bónda? Þórarinn V. Þórarinsson VSÍ- foringi segir í gær að menn verði að nudda sig nær lausn þessa máls. Það má ljóst vera af orðalag- inu að honum er það þvert um geð að sleppa vinnlýðnum heim meðan ratljóst er. Sá söfnuður er sama sinnis og vill ekki semja sig að hinum útlendu háttum. í gömlum og góðum söngleik heimtuðu menn aukavinnu og meira puð. Senn heyrir sú sælutíð sögunni td. Er enginn ábyrgur fyrir því að koma okkur í þetta bannsetta Evr- ópurugl? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.