Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996
9
i>v Stuttar fréttir
Útlönd
Skrafað um Bosníu
Mikilvæg ráðstefna um friðar-
ferlið í Bosniu hefst í Lundúnum
í dag og er gert ráð fyrir að þjóð-
arbrot landsins verði gagnrýnd
fyrir að fylgja friðarsamkomu-
laginu frá Dayton slælega.
Óstand hjá Jeltsín
Ekki er mjög friðvænlegt i
Rússlandi Borísar Jeltsíns for-
seta. Stjóm-
völd leituðu í
gær að lausn á
verkfalli 400
þúsund námu-
manna sem
hafa ekki feng-
ið launin sín
og deila vegna
brottvikningar yflrmanns land-
hers Rússlands fór stigmagn-
andi.
Lofa friði og öryggi
Leiðtogar sem sóttu fund Ör-
yggis- og samvinnustofnunar
Evrópu lofuöu friði og öryggi
fyrir alla í álfunni á næstu öld
en deilur um stækkun NATO til
austurs og fleiri atriði settu blett
á fundinn.
Hommar giftast
Dómari á Hawaii hefur úr-
skurðað að hjónabönd samkyn-
hneigðra séu lögleg og er Hawaii
þar með fyrsta ríki Bandaríkj-
anna sem leyfir slíkt.
Bændur í vígahug
Yfirmaður landbúnaðarmála á
Grikklandi ræðir í dag við reiða
bændur sem hafa stöðvað umferð
bíla og jámbrauta að undanfornu.
Engin ný nöfn
Sendiherrar Afríkuríkja hjá
SÞ ætla ekki að leggja til nöfn
kandídata í embætti fram-
kvæmdastjóra SÞ, þótt forseti
Einingarsamtaka Afríku hafi
farið fram á það.
Major staðfastur
Jöhri Major, forsætisráðherra
Bretlands, sagði breska þinginu
að stefna
landsins gagn-
vart sameigin-
legri mynt
ESB væri
óbreytt en
sögusagnir
vora á kreiki í
London að
fjármálaráðherrann mundi segja
af sér ef breyting yrði gerð.
Hrejnsað úr göngum
Á annað hundrað verkamenn
vinna á vöktum allan sólarhring-
inn við að hreinsa brak úr járn-
brautargöngunum undir Ermar-
sund eftir lestarbrunann þar á
dögunum.
Mótmæli í Bonn
Um 25 þúsund starfsmenn í
heilbrigðisþjónustunni gengu
fylktu liði um götur Bonn í
Þýskalandi til að mótmæla nið-
urskurði í tryggingakerfi lands-
ins sem þeir segja að gæti leitt til
atvinnumissis 100 þúsund
manna.
Gerir lítið úr spennu
Benjamin Netanyáhu, forsæt-
isráðherra ísraels, gerir litið úr
spennunni í samskiptum ísraels
og arabaríkja.
Teresa á batavegi
Móðir Teresa er á hægum bata-
vegi eftir hjartaskurðaðgerð á
dögunum sem
bjargaði lífi
hennar en
læknar segja
að hún sé enn
mjög máttfarin
og að enn geti
brugðið til
beggja vona.
I gildi á næstunni
Forseti Alsír segir að stjórnar-
skrárbreytingamar sem þjóðin
samþykkti í síðasta mánuði
muni ganga í gildi á næstu dög-
um. Reuter
Gorbatsjov
sakar Þjóðverja
um hefnigirni
Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sov-
étleiðtogi, hefur sakað stjómvöld í
Bonn um að vilja ná sér niðri á
fyrrum kommúnistaleiðtogum
Austur-Þýska-
lands með því
að ganga á bak
orða sinna um
að sækja þá ekki
til saka fyrir að-
gerðir sem voru
löglegar í Aust-
ur-Þýskalandi.
Þetta kemur
fram i tveggja síðna skjali sem Gor-
batsjov skrifaði fyrir verjendur
Egons Krenz, siðasta kommúnista-
leiðtoga Austur-Þýskalands, og
þriggja annarra leiðtoga sem eru
fyrir rétti vegna þeirrar stefnu að
landamæraverðir skyldu skjóta á
þá sem reyndu að flýja vestur yfir.
Skoskum tókst
ekki að kaupa
eyjuna sína
íbúar skosku eyjarinnar Eigg
verða að gera sér að góðu enn um
sinn að eyjan þeirra skuli vera í
eigu Þjóðverja þar sem þeim tókst
ekki að safna nægu fé til að kaupa
hana.
Þjóðverjinn, listamaðurinn Marl-
in Eckhard Maruma, vill fá tvær
milljónir punda fyrir eyjuna sína
en eyjarskeggjum tókst ekki að
safna nema tæpum 300 þúsund
pundum. Þeir em þó ekki á því að
gefast upp.
„Ég legg þunga áherslu á að
þetta er langt frá því að vera enda-
lokin fyrir okkur. Ef eitthvað er, þá
erum við harðákveðnari en nokkru
sinni fyrr,“ sagði Maggie Fyffe, ein
eyjarskeggja.
Orkuráðherrar
ESB fá vistvænt
sólarkaffi
Grænfriðungar, sem vilja að lönd
Evrópusambandsins dragi úr losun
koltvíildis út í andrúmsloftið, gáfu
orkuráðhermm ESB kaffisopa í
gær þar sem sólarorka var notuð
við uppáhellinguna.
Suu Kyi fær ekki
að yfirgefa
heimili sitt
Herforingjastjórnin í Burma
hefur meinað andófskonunni
Aung San Suu Kyi að yfirgefa
heimili sitt og að sögn aðstoðar-
manns hennar
var engin
ástæða gefin
fyrir banninu
og heldur ekki
sagt hversu
lengi það ætti
að vara.
Skerðingin á
ferðafrelsi Suu
Kyi fylgir í kjölfar mótmæla náms-
manna sem hófust á mánudags-
kvöld og náðu hámarki sínu í höf-
uðborginni Rangoon fyrir sólar-
upprás í gær. Lögreglan handtók
milli 300 og 400 námsmenn þegar
þeir neituðu að dreifa sér.
Mannréttindasamtökin Am-
nesty International sögðu að fimm
félagar úr hreyfingu Suu Kyi
hefðu verið handteknir þegar þeir
yfirgáfu hús hennar i gær. Reuter
f ^
Sáu Simpson berja
Nicole konu sína
Besti vinur raðningskappans O.J.
Simpsons bar fyrir rétti í gær að
Nicole Brown Simpson, fyrrum eig-
inkona O. J., hefði sagt sér að eigin-
maðurinn hefði barið hana. Tvö
önnur vitni kváðust hafa séð ruðn-
ingskappann slá eiginkonuna fyrr-
verandi sem Simpson var ákærður
fyrir að hafa myrt 1994. Hann var
sýknaður af ákærunni í fyrra en
ættingjar Nicole og vinar hennar,
sem einnig var myrtur, höfðuðu
einkamál á hendur Simpson og er
hann því fyrir rétti á ný.
Vinur Simpsons, A1 Cowlings,
sem ólst upp með honum og ók Ford
Bronconum, sem Simpson flúði í 17.
júní 1994 áður en hann var handtek-
inn, sagði hikandi í réttinum í gær
frá atviki sem átti sér stað á nýárs-
dag 1989. Hann hefði farið til heim-
ilis Simpsonhjónanna og séð Nicole
í uppnámi. „Hún sagði mér að hún
hefði verið barin.“
Er sýndar voru myndir af Nicole
bólginni virtist Cowlings brugðið.
Hann kvaðst hafa farið með Nicole
á neyðarmóttöku á sjúkrahúsi
fyrrnefnt kvöld þar sem hún hefði
kvartað um höfuðverk og hann talið
að hún gæti hafa fengið heilahrist-
ing.
Simpson bar fyrir rétti í síðustu
viku að hann hefði aldrei lagt hend-
ur á fyrrverandi eiginkonu sína. En
í vitnastúkunni í gær kvaðst fyrr-
verandi nektarfyrirsæta, India Rose
Allen, hafa séð Simpson slá Nicole
á stofu dýralæknis í Beverly Hills
þar sem Allen starfaði 1983. Hún
sagði Nicole hafa komið til að
sækja hundana sína og hefði hún
verið klædd pelsi. Simpson hefði
komið akandi er hún var á förum
og steytt hnefann um leið og hann
hefði sagt: „Ég keypti ekki þennan
pels handa þér til þess að þú færir í
bólið með einhverjum öðmm. Ég
vil fá pelsinn aftur." Að sögn Allen
reyndi Simpson að rífa pelsinn af
Nicole áður en hann sló hana í and-
litið.
Albert Aguilera, sem bjó í strand-
bæ þar sem Simpsonhjónin leigðu
sér hús sumarið 1986, bar einnig
fyrir rétti í gær að hann hefði séð
O.J. berja eiginkonu sína. Hún
hefði virst vera að stríða honum og
hefði hann þá kýlt hana svo að hún
féll. Reuter
Karl XVI. Gústav Svíakóngur og Silvía drottning hans heimsóttu klukkuturninn í húsi chileska skáldsins Pablos
Neruda í strandbænum Isla Negra í gær. Sænsku konungshjónin eru í fimm daga opinberri heimsókn í Chile um
þessar mundir. Símamynd Reuter
Serbneskir dómarar til liðs við stjórnarandstæðinga:
Saka samdómara sína um
undirlægjuhátt gegn forsetanum
Bandarísk yfirvöld fordæmdu í
gær ákvörðun stjórnar sósíalista í
Serbíu að loka einkarekinni út-
varpsstöð í Belgrad.
Stöðin hafði flutt fréttir af dagleg-
um mótmælagöngum í borginni
sem allt að 100 þúsund manns hafa
tekið þátt í.
Fimm hæstaréttardómarar í
Serbíu gengu i gær til liðs við
stjómarandstöðuna og sökuðu sam-
dómara sína um undirlægjuhátt við
Milosevic Serbíuforseta. Hæstirétt-
ur dæmdi úrslit í nýafstöðnum
kosningum, þar sem stjómarand-
staðan fór með sigur af hólmi,
ógild.
í gær gengu um 80 þúsund stúd-
entar og stuðningsmenn stjómar-
andstöðunnar um götur höfuðborg-
arinnar. Hópur bandarískra þing-
manna tók þátt í mótmælagöngunni
í gær.
Yfirvöld hafa látið flytja hundruð
lögreglumanna til Belgrad og ann-
ama borga þar sem stjómarand-
staðan hefur skipulagt mótmæli.
Enn hefur lögreglan ekki beitt valdi
gegn göngumönnum eins og Milos-
evic hótaði að yrði gert. Reuter
FERÐADISKOTEKIÐ ROCKY
Skemmtir í samkvæmum - jólaböllum -
á almennum dansleikjum og komandi ára-
móta- og nýársfagnaöi, fjölbreytt danstónlist
í boði, ásamt íslenskum jólalögum.
Upplýsingar og pantanir í síma
557 9119 & 898 3019 alla daga.
ROCKY - STÆRSTA FERÐADISKOTEK LANDSINS