Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 11 íslensk gullöld (sland er ekki bara víðáttan, úfin hraun eða grugguð vötn, nú er fundið gull í landinu okkar, segir m.a. í grein Haralds. Það má líka orða þetta svona: Er ísland fangelsi? Það er söguleg staðreynd að Stjórnarráðið er í elsta fangelsi landsins. Innan úr Múmum eru allar helstu ákvarðirn- ar um framtíð okk- ar teknar. Þarna eru ríkisstjórnar- fundirnir haldnir. Sjálfur forsetinn flutti þó þaðan áður en hann tók við embætti. Það er vafalaust út af öllu alþjóðlega samstarfinu. En í kringum eyjuna er alltaf þetta fljót- andi síki. Það er í rauninni heilt haf. Kannski kemur þessi innilok- aða og aðþrengda hugsun fyrst og fremst upp í hugann út af þessu tali um tunguna á undanförnum misserum. Mörg hver sleikjum við hreinlega út um við tilhugsunina um íslenskuna. íslenskur sleikur. Lögheimili okkar er líka í móður- málinu. Það nægir að heilsa á ís- lensku til að komast í gegnum vegabréfaskoðunina úti á Velli. Fyrst í stað búum við samt í legi móður. En eftir fallið mikla inn í heiminn erum við húsnæðislaus. Einu tengslin við upprunann og umhverfið haldast í gegnum tungumálið. Tungan er þess vegna eina heimili okkar og athvarf. Það er líka okkar end- anlega svar við heiminum. Núna erum við búin að tala ís- lensku við okkur sjálf í meira en þúsund ár. Við töl- um út í eitt og vilj- um lika oftast hafa síðasta orðið. Er það þetta málæði? Þessi merkilega árátta er samt mjög skiljanleg. Við erum einfaldlega hrædd við að verða einmana. Það er sennilega ekkert þyngra og erfiðara heldur en að lokast innan í málleysi. Stolt okkar og lífs- fró er að tala tungu. Mjólk og hunang. Við berum tungu- málið með okkur hvert sem hugurinn eða líkaminn kann að leiða okkur. í þessu tilliti erum við alls ekki óskyld gyðingum. Við erum gyðing- ar norðursins. Meðan þeir eru umskornir frá öðrum þjóðum heimsins erum við lokuð á bak við þetta endalausa flæðarmál. Það hleypir fáu öðru inn. Gyð- ingarnir bera ritn- inguna í sér úr móðursköpum og alla leið niður í hina gröfina. Orðið lifir allt og alla af. Við högum okkur nákvæm- lega á sama hátt. Og ekkert nema gott um það að segja. Ef til stríðs kæmi hérna stæði það jafhlengi yfir og átökin í Austurlöndum nær. Sverð okkar er tungubrodd- urinn. í hinum svokölluðu íslend- inganýlendum í öðrum löndum erum við fræg fyrir stöðugar og reglulegar heimsóknir okkar í miUum. Óttinn við að missa málið rennur í æðum okkar. Það eru verstu örlög sem íslendingur getur ímyndað sér. Við lærum i skóla að tungan sé safaríkasti ávöxturinn. Hann er líka sá eini sem sprettur héma á eyjunni. Það er alveg spuming hvort hann sé ekki vænn til útflutnings. Tunguávöxtur. Ekki óskyldur epli Adams, barka- kýlinu. Ef maður leyfir sér að hugsa aðeins lengra. En það er kannski ekki alveg það sem skiptir máli núna. Hug- myndir okkar um okkur sjálf hafa tekið grandvallarbreytingum síð- ustu daga. Island er ekki bara víð- áttan, úfin hraun eða gruggug vötn. í siðustu viku fundu þeir nefnilega GULL innan í landinu okkar. Næsta öld verður íslensk gullöld. Það er örugglega óþarfi að tala tungum lengur. Við erum búin að finna ljósið. Og svarið. Það er ekki uppi í okkur heldur ofan í jörð- inni. Sannleikurinn er sem sagt allt í einu farinn úr móðurmálinu niður í foðurlandið. Haraldur Jónsson Kjallarinn Haraldur Jóns- son myndlistarmaður „/ hinum svokölluöu íslend■ inganýlendum í öðrum löndum erum við fræg fyrir stöðugar og regluiegar heimsóknir okkar í millum. Óttinn við að missa mál- ið rennur i æðum okkar.“ Þorskveiði við Island Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins, með 1700 fulltrúa af öllu land- inu, snerist enn gegn hagsmunum almennings um breytingar á fisk- veiðistefnu (framsóknarmanna) í landinu og voru Vestfirðingar þar enn einu sinni bornir atkvæðum í almennri atkvæðagreiðslu fundar- ins. Það em fúrðuleg álög að slík- ur fundur skulu reynast svo ábyrgðarlaus einmitt nú þegar hrun blasir við í byggðum lands- ins vegna þessarrar stefnu. Framsókn meö tögl og hagldir Þegar kvótakerfið var sett á að uridirlagi núverandi utanríkisráð- herra var útflutningsvægi fiskaf- urða þannig að undir stjórn fram- sóknarmanna voru um 40% en hið „fijálsa framtak" um 60%. Fréttir hermdu nýlega að hlutfóllin væra nú jöfn en nær sanni mun vera að hlutfóllin hafi snúist við og hafa menn þó ekki enn séð fyrir enda- lok átakanna um yfirráð yfir ÚA. Þetta þýðir að framsóknarmenn hafa nú töglin og hagldimar á 60% útflutningsins á fiskafurðum og hafa stækkað hlut sinn um 50% á kvótatímabilinu síðan 1984. Utan- ríkisráðherra segir hæversklega að hann sæi ekki ástæðu fyrir sig til að ganga gegn sam- þykktum landsfundar Sjálfstæðis- flokksins um fiskveiði- stefnu. Hann boðar þó í orði frjáls- lyndari stefnu fljótlega. Flateyri og kvóti Áhrif fiskveiðistefnunnar eru þó augljós. Samruni kvótaeigend- anna heldur áfram með meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Boð- aður er samruni Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum og Meit- ilsins í Þorlákshöfn með 13.500 tonna þorskígilda. Á árlegu leigu- kvótaverði 100 kr/kg samsvarar þetta 1350 milljóna opinberu fram- lagi til reksturs þessa nýja fyrir- tækis. Hvergi í heimi nýtur sjávarút- vegur slíkrar fyrirgreiðslu sem í kvótakerfinu hér. Sæ- greifarnir velta sér í fé sem aldrei fyrr og kaupa upp erlend út- gerðarfyrirtæki um víða veröld. Allt er þetta borgað af byggðum landsins sem nú eru að gefast upp víða um land. Vestfirðimir era þó verst komnir en þar er nú stutt í algjört hrun. Flateyri finnst ekki í Kvótabókinni 96/97. Kvótinn er 0, segi og skrifa núll. Þetta er stuðningur fiskiráðuneytisins við Flateyri á ári snjóflóðanna miklu þar. Sléttanesinu frá Þingeyri hefir verið haldið í fisk- leysi austur í Smugu mánuðum saman, enda eignaraðild þess ekki lengur i heimahöfn. Þorskkvótum er ekki úthlutað á skip til veiða heldur eru þeir söluvara til styrkt- ar uppkaupa á erlendri og inn- lendri fjárfestingu að skilningi fiskiráðuneytisins. Þetta nefnist framsal á kvótum á máli fiskiráðu- neytisins. Einlægur vilji sjálfstæöis- manna? Með kvótakerfinu hefir Sjálf- stæðisflokkurinn yfirtekið kjörorð framsóknarþing- mannsins sem sagði: „Hvað varðar okkur um þjóðarhag?" Mér þykir sárt að sjá þetta gerast en get ekki þagað yfir því. Þetta er það sem Lands- fundur Sjálfstæðis- flokksins lagði bless- un sína yfir í október- mánuði árið 1996. Skyldu þeir hafa ver- ið með réttu ráði? Er þetta einlægur vilji sjálfstæðismanna? Er framtíð í þessu fyrir flokkinn? Var þessi samþykkt sáttargerð til langs tíma? Þarf að stofna nýjan flokk til að losna undan álög- unum? Þetta vekur upp margar erfiðar spumingar en engin svör fást. ísland er eina fiskveiðiþjóðin sem úthlutar stórútgerðinni mest- um hluta þorskkvóta í landhelg- inni. Færeyingar hafa afnumið slíkt nú og Norðmenn sömuleiðis. Þar er gengið út frá því að fiski- byggðimar fái að halda lífi. Dag- arnir styttast og dimman færist nær á ekki aðeins við náttúmna þessa dagana. Hvernig eiga ungir menn að hefjast handa í útgerð hér við land? Önundur Ásgeirsson „Var þessi samþykkt sáttargerð til langs tíma? Þarf að stofna nýj- an flokk til að losna undan álög- unum? - Þetta vekur upp erfíðar spurningar en engin svör fást.u Kjallarinn Önundur Ás- geirsson fyrrv. forsjóri Olís Með Oj á móti $ Veðsetning aflaheimilda Pétur Btöndal al- þlngísma&ur GÓ5 lausn á erfíðu vandamáli „Sú lausn sem þama er fundin felst í því að takmarka framsal á kvóta. í dag mega menn fram- selja hann með ákveðnum tak- mörkunum. Með frum- varpinu um veðsetningu kvóta er sett enn frekari takmörkun. Ég tel þetta því afar heppi- lega lausn á þeim vanda sem kom upp á síðasta ári. Ef menn hefðu þá leyft veðsetn- ingu á kvótanum sem slíkum væru menn húnir að samþykkja það að kvótinn væri ekki sam- eign þjóðarinnar. Það stríðir gegn 1. grein laganna um stjórn fiskveiða. Ef meriri leyfa það ekki kemur upp heilmikil réttaró- vissa varðandi það sem gerist hjá öllum flotanum og kvótanum sem á honum er, sem er meira eða minna veðsettur hjá bönkum og öðmm lánastofnunum. Þess vegna felst góð lausn í frumvarp- inu. Ég tel það engan veginn negla niður eignarrétt útgerðar- manna á kvótanum en takmarka frekar en nú er framsal á kvóta. Eflaust spyrja einhverjir hvort hér sé ekki verið að bjarga bönk- um og öðrum lánastofnunum sem lánað hafa fé til útgerðarinn- ar. Auðvitað er það rétt. Það er engum akkur í því að bankakerf- ið verði rústað eða það lánakerfi sem útgerðarmenn geta leitað til. Þama er því fundin leið til að tryggja þau veð sem hvíla á skip- unum og gefa mönnum tima til að ná þeim niður.“ Óeðlilegt að veð- setja kvóta „Ég tel að það sé afar óeðlilegt að útgerðarmaður, sem hefur fengið úthlutað aflaheimildum sem veita honum rétttil að veiða úr sameigin- legri auðlind þjóðarinnar, megi mn leið taka lán út á og veðsetja afla- heimildirnar hjá lánastofn- unum. Við skulum ekki gleyma því að um veiðiheim- ild er að ræða en ekki eign. Þess vegna þykir það ekki ganga upp að leyfa veðheimildir. Við stöðv- uðum í fyrra fmmvarp þar sem gert var ráð fyrir að hægt væri að veðsetja aflaheimildir. Nú er annað fmmvarp að koma og þar er gert ráð fyrir að ef bátur er veðsettur með þeim kvóta sem hann hefur fengið úthlutað sé ekki hægt að framselja kvótann nema létta af veðböndum. Það telja menn ásættanlegra en beina veðsetningu aflaheimilda. Menn benda á að útgerðarmenn geti bæði leigt og selt frá sér kvóta. Menn spyrja er nokkur munur á? Ég tel svo vera. Það er eðlis- munur á því vegna þess að varð- andi framsal kvóta em menn að tala um hagræðingu hjá útgerð- arfyrirtækjum." -S.dór Magnús Stefáns- son alþingísmaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.