Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Side 13
JjV MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996
i^fenning >
Hann talar viðstöðu-
laust um fsland
Sögueyjan í norðri. Heimkynni
púka og djöfla og álfa með opnum
inngangi til helvítis. Land grjóts og
drauma þar sem skil dags og nætur,
raunveru og ofskynjana mást út.
Landið þar sem sagan er jafii lifandi
og núið. Þar sem allt bakkar í hringi
og hetjur ríða endalaust um héruð
þótt enginn eigi ofan í sig og á. Eitt-
hvað á þessa leið eru hugmyndir
unga enska aðalsmannsins i Islands-
för Guðmundar Andra Thorssonar
um ísland. Hann hefúr alist upp við
magnþrungnar sögur um landið og
íbúa þess og á þangað ættir að rekja
til hálfs. Og á örlagastundu í lífi sínu bregður
hann á það ráð að heimsækja þetta land til að leita
uppruna síns, leita sjálfs sin, leita Guðs.
Og við fylgjumst með honum upplifa ísland á
seinni hluta síðustu aldar. Sjáum það með augum
hans og annarra erlendra ferðalanga sem skrifuðu
bækur um þetta sérkennilega land á þeim tíma.
BTOSf'ðlííi
Sumt er kunnuglegt, staðir, persón-
ur, atburðir, annað nýstárlegt og
spánskt fyrir sjónum íslendings í
dag.
Sagan er sögð i fyrstu persónu,
safh dagbókarbrota Englendingsins
unga, skynhrif, hugsanir, lýsingar,
þrár, draumar og ótti. Hann og vin-
ur hans Cameron -----------------
eru eins og stokknir
út úr hundrað ára
gamalli enskri skáld-
sögu og minna um
margt á unga stein-
gervingaskoðarann í
Ástkonu franska lautinantsins eftir John Fowles.
Lífsleiðir spjátrungar sem dunda við að skrifa
dáin ljóð til að fylia upp í tómarúmið í lífí sínu. Á
móti þeim er teflt ungum íslenskum hugsjóna-
manni, Jóni Hólm, eldhuga með óþrjótandi áhuga
á að gera landi sínu gott og kippa því inn í þá
stöðnuðu siðmenningu sem þeir félagar eru svo
Bókmenntir
Friðrika Benónýs
þreyttir á. Á milli þeirra skapast togstreita þess
fágaða og hins ótamda, lifandi dauða og lifandi
lífs.
En þessi togstreita endurspeglast ekki í textan-
um. Því þótt bókin sé afburða vel skrifuð, stíllinn
fágaður og meitlaður og hvert orð vandlega valið
og bráðni í munni eins og alenskt After Eight þá
vantar í hann ólguna, hið lifandi líf, þessa kraum-
andi glóð í miðju alls sem er. Upp-
lifanir og andleg þjáning sögumanns
snerta mann ekki og myndirnar eru
fastar í ramma textans, fallegar og
vandlega dregnar en ópersónulegar
og staðlaðar eins og lok á konfekt-
kassa.
Og lesandinn situr eftir með sárt ennið og spyr
sig í forundran: Hefur tíminn bakkað í hring enn
á ný? Erum við aftur stödd á þeim punkti þar sem
umgjörð hlutanna er allt og það sem gárar spegil-
fægt yfirborðið útlægt?
Guðmundur Andri Thorsson: íslandsförin
Mál og menning 1996
Doug Raney
á Jómfrúnni
Jómfrúin í Lækjargötu býður nú
orðið upp á fleira en danskt smur-
brauð og bjór. Djassmúsík hefur
haldið innreið sína á staðinn og er
vonandi komin til að vera. Kaup-
mannahafnarbúinn, Ameríkaninn,
íslandsvinurinn og gítaristinn Doug
Raney lék þar við hvern sinn fingur
og með ýmsum íslendingum síðast-
liðið föstudagskvöld. Doug erfir stíl-
inn að miklu leyti frá Jimmy fóður
sínum, hann er hefðbundinn cool-
bebop-spilari og fer að verða sjald-
gæft að heyra í gítaristum í þessum
gæðaflokki sem standa jafntraust-
um fótum í hefðinni.
Uppistaðan í hljómsveitinni voru
Tómas R. Einarsson á kontrabas-
sann og Einar Valur Scheving á
trommur og fyrsta kastið var það
fyrrum dúettfélagi Dougs, Björn
Thoroddsen, sem var fjórði maöur.
Þeir léku saman í byrjun árs í fyrra
og í minningunni áttu þeir þá
reyndar betri spretti en í þetta sinn
en þeir eru ólíkir gítaristar og að
mörgu leyti athyglisvert dúó. En
Bjöm stóð tiltölulega stutt við. Þeir
félagar höfðu varla lokið við Tenor
Madness þegar Vemharður kynnti
að árið í ár væri ár saxófónsins hjá
Jazzvakningu og í stað Björns komu
saxófónleikarar í röðum.
Djass
Ársæll Másson
Fyrstur kom Sigurður Flosason
með altsaxófóninn og blés hann tvö
lög með tríóinu áður en funmti
maður bættist i hópinn, tenóristinn
Jóel Pálsson. Þeir léku saman Have
You Met Miss Jones og var það
besta lag kvöldsins í eyrum undir-
ritaðs (en það skipar reyndar sér-
stakan sess í hjarta hans), saxist-
amir skiptu hausnum á miili sín og
blésu frábærlega. Þetta er líka eitt
af þeim lögum sem þeir Raneyfeðg-
ar hafa leikið saman á plötu og
Doug kann betur við sig þegar lagið
skiptir fimm sinnum um tóntegund
en þegar sami hljómur liggur lengi.
Tenóristamir fengu sitt lagið
hver og næstur kom Ólafur Jónsson
í stað þeirra Sigurðar og Jóels og
blés I Hear a Rhapsody, látlaust og
smekklega eins og hans var von og
vísa. Óskar Guðjónsson var síðast-
ur, og Doxy eftir Sonny Rollins fékk
villimannslega meðferð í hægu
tempói. Tónleikunum lauk síðan
með Oleo og röðuðu saxamir sér
upp fyrir framan hrynsveitina, allir
nema Jóel sem var illa fjarri góðu
gamni. Áheyrendur létu ekki sitt
eftir liggja og heimtuðu aukalag og
engar refjar og lék tríóið þá Alone
Together eftir að saxistamir voru
allir horfnir af sviðinu.
Vigdís Finnbogadóttir, „Ijúflingur ísiands" eins og Jóhann Pétursson kallaði hana, horfir hér með velþóknun á téð-
an Jóhann eftir að hann hafði afhent henni fyrsta eintakið af Sperðli séra Snorra á Húsafeili í Listaklúbbi Leikhús-
kjallarans á mánudagskvöldið. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrsta íslenska leikrit er prentað sér á bók og þó að-
eins i örfáum eintökum.„Griðkvennaflokkur séra Snorra" leiklas síðan verkið sem óhætt er að segja að hafi komið
viðstöddum á óvart. Þetta er meinfyndið gamanleikrit þar sem skopast er að uppskafningshætti og heimsku manna
sem vilja sýnast meiri og merkilegri en þeir eru. Einkum kemur endirinn á óvart. Þaö sópaði að Guðrúnu S. Gísla-
dóttur í hlutverki Sperðils pósts og hinar „griðkurnar" fylgdu henni vel eftir. DV-mynd S
Fyndnasta barnabók allra tíma?
Besta skólaár allra
tíma eftir Barböm Robin-
son gerist í litlum bæ í
Bandaríkjunum og segir
einkum frá þeim hluta
bæjarlífsins sem snýr að
krökkunum á staðnum.
Ógn og skelfing samfé-
lagsins em hin illræmdu
Herdman systkini. Þau
eru sex talsins og er eitt í
hverjum bekk bamaskól-
ans. Þó að þau standi sig
illa í náminu og mæti ekki einu
sinni í prófin þora kennaramir ekki
að fella þau, þannig að krakkamir í
bænum sitja uppi með sama Herdm-
an krakkann sem bekkjarfélaga öll
skólaárin.
Systkinin sex era skemmtileg
blanda af Línu langsokk, Bakka-
bræðrum og Mafíunni. Þau era ein-
staklega uppátektarsöm, ósvífin og
stela öllu steini léttara. Þrjú ár í röð
var ekki hægt að halda árlega trjá-
ræktardaginn hátíðlegan vegna þess
að Herdman krakkamir stálu alltaf
trjánum sem átti að gróðursetja.
Þau hikuðu heldur ekki við að stela
sköllóttu ungbami, mála myndir á
B A R8 AH A R0BIN50N
hausinn á því og selja
svo inn á sýningu á
„Tattóveraða ung-
barninu". Þar að auki
er þeim kennt um allt
sem fer úrskeiðis í
bæjarfélaginu, þó þau
hafi ekki einu sinni
verið viðstödd. Það er
því ekki auðvelt fyrir
sögumanninn, Beth
Bradley, að leysa
verkefnið „Hrós um
bekkjarfélagann" því hún þarf að
hrósa bekkjarsystur sinni Imogene
Herdman, sem hún hefur hingað til
forðast, enda er stúlkan stórhættu-
leg... eða hvað?
Sagan er ofboðslega fyndin og vel
skrifuð og verður ef- ______________
láust mjög vinsæl.
Það sem gerir bókina
hins vegar að góðri
barnabók er að
gamninu fylgir hæfi-
leg alvara. Höfundur-
inn laumar inn í frásögnina ýmsu
sem skýrir hegðun Herdman krakk-
anna. Pabbi þeirra yfirgaf þau og
mamma þeirra vinnur tvöfaldan
Bókmenntir
Margrát Tryggvadóttir
vinnudag í skóverksmiðju bæjarins.
Svo fá þau ekki aðstoð frá félags-
málayfirvöldum þvi fulltrúi þeirra
þorir ekki inn á heimilið og lætur
sér nægja að keyra fram hjá einu
sinni í viku. Lesendur kynnast
einnig lífinu hjá betri borgurunum,
þar sem nóg er að bíta og brenna og
mömmumar geta eytt deginum á
snyrtistofú. Lesendum er svo eftir-
látið að bera heimilin saman og
skilja samhengið, því höfundur fell-
ur ekki í þá gryfju að túlka söguna
eða predika, eins og algengt er í
bamabókum.
Þýðing verksins hefur tekist
ágætlega og fyndnin er enn á sínum
stað. Hins vegar hefði mátt stað-
færa söguna eða skíra fólk íslensk-
____________ um nöfnum. Persón-
ur eru margar og
hætt við að ungir
lesendur ragli þeim
saman, því erfitt er
að lesa og muna er-
lend nöfn ef ensku-
kunnáttan er ekki fyrir hendi.
Barbara Robinson: Besta skólaár
allra tíma. Þýðandi: Jón Daníels-
son. Skjaldborg, 1996.
Starf björgunarsveita
Björgvin Richardsson hefur
skrifað bókina Upp á líf og
dauða. Æfingar og alvara í starfi
björgunarsveita. Þetta eru at-
hyglisverðar
lýsingar á
mannraunum
og baráttu við
óblíð náttúru-
öfl í æfinga- og
björgunaiferð-
tun með Hjálp-
arsveit skáta í
Kópavogi en
Björgvin hefur
verið félagi í
henni síðan 1978. Hér er til dæm-
is lýsing á aðstæðum sem mættu
björgunarmönnmn eftir snjóflóð-
in hörmulegu í Súðavík og á
Flateyri.
Skjaldborg gefur út.
Hljóðbókakvöld
Kjarninn í hljóðbókaútgáfu
Hljóðbókaklúbbsins er fyrstu
fjórar bækumar í fyrirhugaðri
heildarútgáfu íslendingasagna á
snældum. Menningarsjóður
styrkir útgáfuna en ritstjóri er
Örnólfur Thorsson. Þessar
fyrstu hljóðbækur eru Bárðar
saga Snæfellsáss, Hrafnkels saga
og Fljótsdæla saga saman, Kjal-
nesinga saga og Jökuls þáttur
Búasonar saman og loks Fóst-
bræðra saga. í kvöld kl. 20.30
kynnir klúbburinn nýju hljóð-
bækurnar sínar á Súfistanum,
bókakaffi Máls og menningar.
Þar les Ingvar E. Sigurösson úr
Gauragangi Ólafs Hauks Símon-
arsonar, Ingi-
björg Haralds-
dóttir les úr Kjal-
nesingasögu og
Erlingur Gísla-
son úr Fóst-
bræðra sögu.
Meðal annarra
hljóðbóka sem
kynntar verða era
íslandsförin eftir
Guðmund Andra
Thorsson og Furðulegt ferðalag
eftir Aðalstein Ásberg Sigurðs-
son. Hljóðbækur verða á sér-
stöku kynningarverði í Bókabúð
Máls og menningar í kvöld.
Bubbi í
Kaffileikhúsinu
Bubbi Morthens blandar
hljómplötunmn sínum saman á
tónleikum í Kaffúeikhúsinu í
Hlaðvarpanum við Vesturgötu
annað kvöld kl. 21. Þar flytur
hann bæði lög af plötunni Allar
áttir og les ljóð af ljóöadisknum
Hvíta hliðin á svörtu. Með hon-
um spilar Jakob Magnússon á
bassa.
Jólin koma
Á metsölulista DV í gær uröu
þau leiðu mistök að tveim bók-
um var skellt saman i
10. sæti. Jólin koma
eftir Jóhannes úr
Kötlum, barnaljóða-
bókin sígilda sem
fyrst var gefin út 1932
og er nú seld í 16.
prentun, bókin sem hetst a
kvæðinu Bráðum koma blessuð
jólin og segir í öðrum kvæðum
frá jólasveinunum, Grýlu og
Leppalúða, jólakettin-
ti og sjálfu jóla-
baminu, rennur
þar saman við
Jólin koma í
Andabæ frá fyr-
irtæki Walts
: Disneys. Út-
koman varð
Jólin koma í
Andabæ eftir
Jóhannes úr
Kötlum!
Hlutaðeig-
endur era
beðnir afsök-
unar á þess-
um raglingi.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir