Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Side 22
74 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 Afmæli______________________ Kristín Þorkelsdóttir Kristín Þorkelsdóttir, myndlist- armaður og grafiskur hönnuður, Lindarhvammi 13, Kópavogi, er sextug í dag. Starfsferill Kristín fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í austurbænum. Hún lauk landsprófi 1952 og stundaði nám á sviði frjálsar myndlistar og myndlistarkennslu í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1952-55. Kristín vann hjá Sveini Kjarval húsgagnaarkitekt 1954-56, hóf sjálfsnám í grafiskri hönnun 1956 og stundaði síðan margbreytileg hönnunarverkefni á heimili sinu þar til hún stofnaði AUK hf., Aug- lýsingastofu Kristínar, ásamt manni sínum, Herði Daníelssyni, 1967. Hún veitti hönnunardeild stof- unnar forstöðu til 1992 en þau hjón- in seldu sinn hlut í Auk 1994. Stofan hlaut fjölmargar viður- kenningar og verðlaun en íslensku peningaseðlamir eru eitt þekktasta verk Kristínar frá þessum tíma. Árið 1993 stofnaði Kristín útgáfu- og hönnunarfyrirtækið Nýjar vídd- ir, ásamt Daða syni sínum og fleiri. Kristín var formaður Listiðnar .1976-77, einn stofnanda SÍA 1978, sat í stjóm sambandsins 1982-87 og þar af formaður 1983-84, tók virkan þátt í starfsemi FÍT, Félags ís- lenskra teiknara, 1960-75, sat i stjórn þess um árabil og var kjörin heiðursfélagi þess 1982. Kristín hóf vatnslita- málim 1984 og hefur síð- an haldið sex einkasýn- ingar: Stillur í Lang- brók, 1985; Víddir, 1986, og Hrif, 1987, í Gallerí Borg; Birtu í Nýhöfn, 1989; Verund, í Hafn- arborg, 1992, og Fjalla- dans í Listasafni Kópa- vogs, 1994. Eru myndir hennar m.a. til sýnis á vinnustofu hennar, Lindarhvammi 13, og hjá Nýjum víddum, Snorrabraut 54. Kristín hlaut 1. verðlaun í sam- keppni um merki Iðnsýningar 1966, Náttúmverndarráðs 1967, og ellefu hundrað ára afmælis íslandsbyggð- ar 1974. Hún var tilnefnd til Menn- ingarverðlauna DV fyrir listhönn- un dagatalsins Af ljósakri 1994. Fjölskylda Kristín giftist 18.5. 1956 Herði Daníelssyni, f. 3.9.1934, myndatöku- manni og grafískum hönnuði. Hann er sonur Daníels A. Daníelssonar, héraðslæknis á Dalvík, og Sigríðar Jónsdóttur frá Kirkjubæ í Skutuls- firði, verkakonu í Reykjavík. Böm Kristínar og Harðar eru Heiðar Rafn, f. 19.7. 1956, tölvunarfræðingur hjá Hugbúnaði, búsettur á Seltjamamesi, kvæntur Guðrúnu Elísabetu Gunn- arsdóttur, matvælafræð- ingi hjá Hollustuvemd, og eru synir þeirra Gunn- ar Rafn, f. 10.6. 1981, Hörður Kristinn, f. 11.8. 1984, og Helgi Rúnar, f. 16.1. 1989; Daði, f. 6.4. 1958, leirlistamaður og framkvæmdastjóri Nýrra vídda, kvæntur Þórdísi Kristleifs- dóttur, fatahönnuði og íslensku- fræðingi, en sonur þeirra er Krist- leifur, f. 7.12. 1979; Þorkell Sigurð- ur, f. 23.7. 1969, kvikmyndagerðar- maður í Reykjavík, en sambýlis- kona hans er Ragna Fróðadóttir fatahönnuður. Systkini Kristinar eru Ingibjörg, f. 15.3. 1926, fulltrúi hjá VÍS í Kópa- vogi; Salome, f. 3.7. 1927, fyrrv. al- þingisforseti, búsett í Mosfellsbæ; Sigurður, f. 23.2. 1932, viðskipta- fræðingur og rikisféhirðir, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Kristínar: Þorkell Sig- urðsson, f. 18.2.1898, d. 1.3.1969, vél- stjóri á nýsköpunartogurum og kunnur baráttumaður fyrir út- færslu íslensku landhelginnar, og k.h., Anna Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 18.9. 1900, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Þorkell var bróðir Árna frí- kirkjuprests, sonar Sigurðar, rithöf- undar og formanns í Þorlákshöfn, Þorsteinssonar. Móðir Þorkels var Ingibjörg, systir Sigríðar, móður Vilhjálms Ámasonar útgerðar- manns, föður Árna hagfræðipró- fessors. Ingibjörg var dóttir Þor- kels, b. í Óseyramesi, Þorkelsson- ar, af Bergsætt, hálfbróður Ólafar, móður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups. Anna er dóttir Sigurðar, vita- varðar á Reykjanesi, bróður Stef- áns, afa Stefáns, fyrrv. bæjarstjóra og alþm. í Hafnarfirði, föður þing- mannanna Guðmundar Áma og Gunnlaugs. Sigurður var sonur Sig- urðar, hákarlaskipstjóra í Saurbæ í Vatndsdal, Gunnarssonar og Þor- bjargar Jóelsdóttur. Móðir Þor- bjargar var Þórdís Sigmundsdóttir, systir Óskar, ömmu Guðmundar Björnssonar landlæknis og langömmu Sigurðar Nordals. Móðir Önnu var Kristín Jóhannesdóttir, frá Miðhvammi í Aðaldal. Kristín er að heiman. Kristín Þorkelsdóttir. Páll Bergmann Magnússon Páll Valdimar Bergmann Magn- ússon, bóndi að Vindhæli í Vind- hælishreppi í Austur-Húnavatns- 'iýslu, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Páll fæddist á Bergsstöðum í Hallárdal og ólst upp hjá foreldrum sínum sem lengst af bjuggu á Bergs- stöðum, að Þverá og á Sæunnarstöð- um í Hallárdal á Skagaströnd. Páll hóf búskap með foreldrum sínum og bræðrum á Sæunnarstöð- um í Hallárdal og bjuggu þau þar til 1944 er þau fluttu að Vindhæli á Skagaströnd þar sem Páll hefur búið síðan í félagi við bræður sína, Guðmann og Guðmund. Fjölskylda Systkini Páls eru Steingrímur Bergmann, f. 15.6. 1908, d. 13.3. 1975, bóndi á Eyvindarstöðum; María Ka- rólína, f. 22.11. 1909, áður ljósmóðir á Sauðárkróki, nú búsett í Hafnar- firði; Sigurður Berg- mann, f. 4.12. 1910, fyrrv. verkstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki; Guðmann Einar Bergmann, f. 9.12. 1913, bóndi á Vindhæli; Guð- mundur Bergmann, f. 24.7. 1919, bóndi á Vind- hæli. Foreldrar Páls voru Magnús Steingrímsson, f. 3.4. 1881, frá Njálsstöðum á Skagaströnd, bóndi, og k.h., Guðrún Einarsdótt- ir, f. 8.8. 1879, frá Hafursstaðakoti í Vindhælishreppi, húsfreyja. Ætt Systkini Magnúsar vora Páll, rit- stjóri Vísis; Páll, b. á Njálsstöðum á Skagaströnd, og Friðrika, húsfreyja á Kagaðarhóli á Ásum. Magnús var sonur Steingríms, b. á Njálsstöðum á Skagaströnd, bróður Þorgríms, afa þeirra systkina, Önnu Sigurðardóttur, forstöðu- manns Kvennasögusafns- ins, Þorgríms, prófasts á Staðarstað; Ásbergs borg- arfógeta, og Valborgar, fyrrv. skólastjóra Fóstra- skólans, móður Sigríðar Snævarr sendiherra. Steingrímur var sonur Jónatans, b. á Marðar- núpi i Vatnsdal, Davíðs- sonar, b. í Hvarfi í Víði- dal, Davíðssonar, hrepp- stjóra á Spákonufelli, Guð- mundssonar. Móðir Jón- atans var Ragnheiður Friðriksdóttir, prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, Jónssonar, ættföður Thorarensenættarinnar. Móðir Ragnheiðar var Hólmfríður Jóns- dóttir, varalögmanns í Viðidals- tungu, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ættföður Eyrarætt- arinnar. Móðir Magnúsar var Anna Guð- rún Friðriksdóttir Schram, dóttir Carls Friðriks Schram, b. á Kornsá í Vatnsdal, Christianssonar Schram, verslunarstjóra Höfða- kaupstaðar og ættföður Schram-ætt- arinnar. Móðir Önnu var Margrét Stefánsdóttir frá Hofi í Vatnsdal, amma Áma Pálssonar prófessors. Systkini Guðrúnar Einarsdóttur vora Gísli, sjómaður á Skagaströnd, og Sigþrúður, húsmóðir á Skaga- strönd. Guðrún var dóttir Einars Gísla- sonar, afkomanda Jóns harða, b. í Mörk á Laxárdal fremri og ættföður Harðabónda-ættarinnar, frá Köldu- kinn í Ásum, Jónssonar, b. á Höllu- stöðum í Blöndudal, Halldórssonar frá Fossum í Svartárdal. Móðir Guðrúnar var María Guð- mundsdóttir, systir Guðmundar á Torfalæk, föður Páls Kolka læknis og Elínborgar á Kringlu í Torfalækj- arhreppi, móður Guðrúnar Teits- dóttur, ljósmóður á Skagaströnd, Jónssonar, b. í Nípukoti. Móðir Mariu var Guðrún Guðmundsdóttir, smiðs á Síðu í Víðidal, og k.h., Guð- Páll Bergmann Magnússon. Jóhannes Valdimarsson Jóhannes Vcddemarsson, nemi við Árósarháskóla, Gudrunsvej 6; 1 mf. í Brabrandhverfinu i útjaðri Ár- ósa, varð fertugur í gær. Starfsferill Jóhannes fæddist á Akurhóli á Grenivík en flutti með fjöldskyldu sinni í Kópavoginn 1965. Hann stundaði nám við Kársnesskóla og Þinghólsskóla, lauk stúdentsprófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1984, stundaði nám í rekstrarfræði og stighœkkandi birtingarafsláttur við Samvinnuháskólann á Bifröst frá 1991 og lauk rekstrarfræðiprófi þaðan vorið 1993. Þá flutti hann til Danmerkur og hóf nám í heimspeki- deild Árósarháskóla. Hann vinnur nú að lokaverkefni til cand. mag. gráðu í Informationsvidenskab og Business Administration frá Há- skólanum í Árósum. í verkefninu rannsakar hann hvernig tölvan sem fjölmiðill nýtist fyrirtækjum, m.a. til að tryggja sam- keppnisstöðu þeirra og hvaða kröf- ur tölvan sem fjölmiðill gerir til höf- Smáauglýsingar 1 gsg 550 5000 unda og/eða hönnuða upplýsingakerfa. Jóhannes hefur sam- hliða námi unnið ýmis störf og verið virkur í félagslífi. Hann öðlaðist atvinnuleyfi til aksturs leigubifreiða 1985, stofnaði og rak Auglýs- ingastofuna Höfða ári síðar og gerðist kaup- maður í Áskjöri um nokkurra ára skeið. Hann starfar nú sam- hliða námi sem for- stöðumaður „Formidleren", tölvuverkstæðis sem annast námskeiðahald og kennslu í tölvufræðum í úthverfi Árósa. Á skólaárum sínum í Sam- vinnskólanum var hann gjaldkeri ferðasjóðs nemenda 1981-82 og for- maður mötuneytis Samvinnuhá- skólans 1992-93. Einnig starfaði hann á árum áður í ungliðahreyf- ingu Framsóknarflokksins. í Árós- um var hann í ritnefnd blaðs íslend- ingafélagsins, Gorgeirs, 1994-95, for- maður Sparkfjelagsins Heklu sem leikur í dönsku deildar- keppninni 1995-96, og í hús- nefnd félagsins 1996. Fjölskylda Börn Jóhannesar eru Sig- rún, f. 1978; Rebekka, f. 1984; Matthías Már, f. 1989 (með Matthildi Sonju Matthías- dóttur); óskírð, f. 1996, (með Lindu Björk Birgisdóttur). Systkini Jóhannesar eru Sigrún, búsett á Grenivík; Ragna, búsett í Reykjavík; Kristinn; búsettur í Kópa- vogi; Óskar, búsettur í Kópavogi; Sigriður, búsett í Þorlákshöfn; Valdemar Héðinn, búsettur í Vogum; Auður Elísabet, búsett í Englandi. Foreldrar Jóhannesar: Valdemar Kristinsson (d. 30. sept 1984) og Guð- björg Óskarsdóttir sem nú býr í Kópavogi. Jóhannes tekur á móti gestum á afmælisdaginn á heimili sínu, Gudr- unsvej 6; 1 mf. í Brabrandhverfinu í útjaðri Árósa. ~2P. staögreiöslu- og greiðslukortaafsláttur oW millf h Jóhannes Valdemarsson. Tll hamingju með afmælið 4. desember 90 ára Ólafur Halldórsson, Háalundi 4, Akureyri. 85 ára Martha Kristjánsdóttir, Brúnastekk 2, Reykjavík. 80 ára Einar H. Jónsson, Miðbraut 5, Vopnafirði. 75 ára Jón Andrésson, Skúlaskeiði 22, Hafnarfirði. 70 ára Valgerður Ólafsdóttir, Eyjabakka 14, Reykjavík. Erla Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 5, Ólafsfirði. Gísllaug Bergmann, Yrsufelli 9, Reykjavik. 60 ára Sveinn Sveinsson, Hólavegi 77, Siglufirði. Gunnar Kristjánsson, Fáskrúðarbakka, Eyja- og Miklaholtshreppi. Hann er að heiman. Sigurvin Kristjánsson, Fáskrúðarbakka, Eyja- og Miklaholtshreppi. Hann er að heiman. Guðlaug Guðlaugsdóttir, Reyrengi 4, Reykjavík. Inga Guðmundsdóttir, Hlíðarhjalla 62, Kópavogi. 50 ára Þórey Valgeirsdóttir, Laufvangi 12, Hafnarfirði. Guðjón Sveinsson, Furuhlíð 5, Hafnarfirði. Ólafur Sveinsson, Furuhlíð 5, Hafnarfirði. Sigríður Mikaelsdóttir, Flókalundi við Laugarvatn, Laugarvatnshreppi. ívar Sigurjónsson, Bakkahlíð 3, Akureyri. Jens G. Guðmundsson, Jöldugróf 11, Reykjavík. 40 ára Margrét Guðmunds- dóttir húsmóðir, Skipholti 16, Reykjavík. Sandra Anne Eaton, Vikurbakka 36, Reykjavík. Árelía Þórdis Andrésdóttir, Lindarbergi 40, Hafnarfirði. Signin Lilja Smáradóttir, Lambhaga 42, Selfossi. Ólafía Jóna Ólafsdóttir, Stigahlíð 56, Reykjavík, Óskar Kjartan Guðmundsson, Logafold 119, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.