Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Side 3
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996
HLJÓMPLjÍTU
MliIMJi
fi
Ríkisraddirnar"
The Beatles — Anthology III
Lokakaflinn ***
Anthology III tekur á
ferli The Beatles frá 1968 til
1970, tímanum þegar Hvíta
albúmið, Abbey Road og Let
It Be urðu tiL Þama er sem
fyrr boðið upp á hinar hlið-
ar laganna sem fjórmenn-
ingamir unnu að auk ein-
staka mola sem hefur ekki
komið út fyrr.
Útgáfan geymir tvo
hljómdiska. Sá fyrri er aðal-
lega helgaður Hvíta albúm-
inu. Þar er að finna bráð-
athyglisverðar útgáfúr laga eins og While My Guitar Gently Weeps
sem tók miklum breytingum frá þvi að höfundurinn raulaði það fyrst
inn á band þar til endanlegri útgáfu var náð. Talsvert af tónlist fýrri
disksins hefur áður komið út í óþökk höfundanna en öllu minna af
efhi þess seinni. Þar er einnig að finna margan ópusinn sem yljar
Bítlaaðdáendum um hjartarætumar. Til dæmis má nefna óborgan-
lega útgáfú Come Together.
Á diskimum tveimur er sáralítið sem unnt væri að flokka undir
óútgáfuhæft rasl - i mesta lagi hlustunarvæna afganga. Anthology DI
er sennilega áheyrUegust platnanna þriggja í seríunni og nær því
ljómandi vel að sýna hina hliðina á tónlist þeirri sem fiórmenning-
amir í The Beatles vora að fást við síðustu misserin áður en leiðir
skildu. Ásgeir Tómasson
Type 0 Negative - October Rust
lllska í fallegum umbúðum *★*
Þetta er alveg ótrúleg
plata. Þessi hljómsveit á ræt-
ur djúpt (ég meina djúpt!) í
rokkinu og ákveður að færa
tónlistina í áheyrilegri bún-
ing. Útkoman verður róleg
tónlist en drangaleg, falleg
en ógnvekjandi. Einhvern
veginn kemur Duran Duran
upp í hugann! Ég skal út-
skýra það nánar ... ímyndið
ykkur að Duran Duran
hægði á lögum sínum og
tæki upp á því að syngja þau
tveimur áttundum neðar en venjulega. Einmitt! Það er útkoman!
Það er gaman að heyra hvemig Type 0 Negative notar skemmtilega
strengjahljóðfæri og píanó við flutninginn á þessum drungalegu lög-
um. Það fýllir þau undarlegri, tregafúllri fegurð. Ofan á aUt koma
síðan laglínur, oft á tíðum svo poppaðar að áðumefndir sykur-popp-
arar koma upp í hugann. Hljómurinn á plötunni er sérstaklega yfir-
þyrmandi; hún er hljóðblönduð mjög lágt þannig að græjumar verða
að skrúfast upp til að heyra tónlistina sæmilega. Hljóðið er allt tek-
ið upp og blandað stafrænt þannig að hljómurinn verður nokkuð
harður. Margir hafa kvartað undan ónáttúrulegum gitarhljómi þeg-
ar þessi tækni er notuð, en Type 0 Negative bregst við þessu með því
að hafa hann eins ónáttúrulegan og hægt er; tekur gítarinn upp beint
inn í hljóðborðið án hljóðnema þannig að úr verður hart-bjagað-
plasthljóð sem hentar tónlistinni ótrúlega vel.
Það sem háir þessari plötu er að Type 0 Negative taka sig einum
of alvarlega. Lögin em of löng og ómarkviss. Miðað við uppbyggingu
á flestum lögum þeirra þá bæta þeir ekki miklu við eftir 4 mínútur,
þannig að lögin á plötunni em oft að endurtaka sig í 2-4 mínútur
áður en þau hætta.
Engu að síður ætti þessi plata að vera kærkomin í safn allra
áhugamanna um vandaða tónlist og ég get ekki látið hjá líða að
minnast á plötualbúmið sem er sérstaklega faUegt og vel unnið.
Magnús Þór Ásgeirsson
Bjarni Arason - Milli mín og þín
Bravó, ogþó! ★★*
öfanvj/.
raáou
Eitt lag á plötunni MiUi
mín og þín ber af öðrum
eins og guU af eiri. Leiðin-
legt að upptökuhljómur
þess skuli vera vemi en
allra hinna og að það sé
aukalag á plötunni. En
gamla Evróvisjónlagið
Karen er einfaldlega eitt-
hvað það besta sem Bjami
Arason hefur sungið á ferli
sínum og hefði sómt sér vel
í keppninni mndeUdu sem
það var samið fyrir.
Platan MiUi mín og þín er um margt vel heppnuð. Músikantar
og gestasöngvarar standa sig vel, enda lið í fremstu röð íslenskra
tónlistarmanna og þótt víðar væri leitað. Sjálfur syngur Bjami
eins og herforingi og kann nú orðið að beita blæbrigöum raddar-
innar betur en nokkm sinni fyrr. Hið eina sem hægt er að kvarta
yfir er lagavalið. Lögin eru einfaldlega óspennandi júrópopp upp
tU hópa. Hinir hráu, vesturheimsku blátónar sem Bjami sótti
áhrif sín í á árvun áður (aðaUega Presleylög) virðast nú að mestu
gleymdir. Helst að brúnin lyftist þegar lagiö Tómarúm eftir Frið-
rik Karlsson fer í gang. Textar plötunnar em upp og niður.
Ásgeir Tómasson
syngja kántrírokk
Ríkisraddimar þrjár, sem svo
em kaUaðar, Ema Þórarinsdóttir,
Eva Ásrún Albertsdóttir og Guðrún
Gunnarsdóttir, vom búnar að
bræða með sér nokkuð lengi að
gera saman plötu þegar skyndUega
var ákveðið að slá tU snemma í
haust. Rúmum mánuði síðar var
aUt klappað og klárt, tríóið, sem nú
hafði fengið nafniö Snörumar, var
lingsson, Hafliði Guðmundsson,
Valgeir Skagfjörð, Birgir Svan Sím-
onarson og Eva Ásrún.
Snömmar þrjár hafa enn sem
komið er lítið haft sig í frammi við
aö kynna nýju plötuna en þar verð-
ur breyting á í desember.
„Við fórum reyndar í Kringluna
á laugardag og árituðum framan
við Hagkaup," segir Eva Ásrún.
helgar fram að jólum og flytjum þar
ein fimm lög af plötunni."
Þær Ema, Eva Ásrún og Guðrún
hafa sungið saman lengi. Samstarf
Emu og Evu teygir sig reyndar
meira en tuttugu ár aftur í tímann
og aUar þrjár hafa þær unnið sam-
an síðastliðin sex ár eða síðan þær
réðu sig í ríkisþjónustu við að
syngja í Söngvakeppni evrópskra
Ríkisraddirnar þrjár, öðru nafni Snörurnar. Það hafði legiö lengi í loftinu aö þær hljóðrituöu saman plötu þegar þær
réðust í verkiö i haust.
DV-mynd RASi
búið að snara af tíu hressum lögum
með hjálp góðra manna og fáeinum
dögum síðar var platan Snömmar
komin í verslanir.
„Þetta gekk aUt ótrúlega hratt
fýrir sig,“ segir Eva Ásrún. „Við
vorum eldsnöggar að velja fjöldann
aUan af íslenskum og erlendum lög-
um sem okkur langaði að hafa með.
Síðan varð að skrifa út tfi aö fá leyfi
tU að nota erlendu lögin. Leyfi
fékkst ekki fyrir tveimur, tvö tU
viðbótar heltust úr lestinni og á
endanum fuUunnum við tíu lög.
Það hefði náttúrlega ekki verið
hægt að vinna svona hratt nema
með því að fá þaulvana fagmenn
með okkur í hljóðverið."
Fagmennimir eru Jóhann Ás-
mundsson og Gunnlaugur Briem úr
Mezzoforte, Guðmundur Pétursson
gítarleikari, Dan Cassidy fiðluleik-
ari, Pálmi Gunnarsson gestasöngv-
ari og Óskar Einarsson, sem leikur
á píanó og önnur hljómborð, radd-
ar, útsetur, stýrir upptökum og
hljóðblandar með Ara Dan upp-
tökumanni.
„Hver er Óskar? Það er góð
spuming," segir Eva Ásrún þegar
beðið er mn deUi á upptökustjóran-
um. „Hann er Akureyringur og
stýrir frambærUegasta gospelkór
landsins. Hann hefur verið aö hasla
sér vöU að undanfomu, vann tU
dæmis plötu með Miriam Óskars-
dóttur fyrir síðustu jól, vann tón-
listina fýrir áramótaskaup Sjón-
varpsins í fýrra og verður aftur
með hana núna."
Annríki framundan
Platan Snörumar hefur aðaUega
að geyma kántrítónlist. Sum lögin
em þekkt, önnur hafa lítt heyrst
áður. Gamli smeUurinn Kveiktu
ljós, sem Blandaður kór frá Siglu-
firði söng á sjöunda áratugnum, er
þama og er nú orðinn líkari upp-
runalegu útgáfúnni frá The Seekers
en áður. Eitt er innlent, Lifið er svo
stutt eftir Magnús Eiríksson, sem
var samið sérstaklega fýrir plötuna.
Magnús á einn annan texta og aðr-
ir textahöfundar em Friðrik Er-
„Við það tækifæri komu fram dans-
arar frá danssmiðju Hermanns
Ragnars og starfsfólkið í Hagkaupi
kom líka og dansaði með. Við ætl-
um að vera þar á morgun líka. Síð-
an tökum við þátt í nokkrum
skemmtunum á Hótel íslandi um
sjónvarpsstöðva. Þar af leiðandi tók
ekki langan tíma að finna sam-
hljóminn eina sanna þegar þær af-
réðu að snara af plötu á eilítið
lengri tíma en það tekur suma aðra
að finna almennfiegan bassat-
rommuhljóm í stúdióinu. -ÁT