Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 Útlönd Ríkisarfinn í Bagdad með skotsár eftir ökuferð um glæsihverfin: Banatilræði við elsta son Saddams í írak Uday, elsta syni Saddams Husseins íraksforseta, var sýnt banatilræði í gærkvöldi. Skotið var á Uday og hann særður þar sem hann ók um götur Bagdad, að sögn íraska sjónvarpsins. „Opinber talsmaður forsetaskrif- stofunnar skýrði frá því að Uday Saddam Hussein, forseti írösku ólympíunefndarinnar, hefði særst í heigulslegri árás,“ sagði í frétt sjónvarpsins. Talsmaðurinn sagði að Uday hefði verið að aka í einkabíl sínum í glæsihverfinu al-Mansour þegar árásin var gerð. Hann sagði að for- setasonurinn hefði ekki hlotið al- varleg sár og því væri ekki ástæða til að hafa áhyggjur af líðan hans. Uday var lagður inn á Ibn Sina sjúkrahúsið í Bagdad. Talsmaðurinn sagði í viðtali við sjónvarpið að rannsókn væri hafin á „þessum viðurstyggilega glæp“, eins og hann orðaði það. Þetta er fyrsta tilræðið við hinn 32 ára gamla Uday sem vitað er um. Hann rekur áhrifamesta dag- blað íraks, Babel, og hann á einnig vinsæla sjónvarpsstöð. Hann er ákaflega valdamikill og af mörgum talinn líklegur eftirmaður foður síns á forsetastóli. Ekki er vitað hverjir stóðu að til- ræðinu við Uday en víst þykir að hann eigi sér marga óvini. Hann er Uday Saddam Hussein. Sfmamynd Reuter harður í hom að taka og m.a. er talið að hann hafl staðið fyrir morðunum á tveimur mágum sín- um sem flúðu til Jórdaníu í fýrra með eiginkonum sínum, dætrum Saddams Husseins, og skylduliði en sneru aftur heim eftir nokkurra mánaða útlegð. Þeir voru vart komnir heim þegar þeir voru myrt- ir. Opinber skýring var sú að reið- ir ættingjar þeirra hefðu verið þar að verki. Bandarískur embættis- maður sagði í viðtali við sjónvarps- stöðina CNN í gærkvöldi að ekki væri hægt að útiloka að erjur inn- an forsetafjölskyldunnar lægju að baki tilræðinu. Reuter Major missir meirihluta sinn á þingi John Major, forsætisráðherra Bretlands, missti meirihluta í neðri deild þingsins í gær er Verkamannaflokkurinn sigraði í aukaþingkosningum í Barns- ley East í norðurhluta Englands. Er þetta í fyrsta sinn sem íhalds- menn missa meirihluta á þingi frá því að fyrirrennari Majors, Margaret Thatcher, tók víð völd- um fyrir 17 árum. Það skyggði þó á gleöi Verka- mannaflokksins yfir kosninga- sigrinum að breska útvarpsstöð- in BBC kvaðst hafa uppgötvað að gerð hefði verið tilraun til svindls í sambandi viö kjör manns ársins sem hlustendur stöðvarinnar taka þátt í. Sögðu talsmenn BBC að starfsmaður Verkamannaflokksins hefði hvatt flokksfélaga til að senda inn þús- undir tillagna um að Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, yrði kjörinn maður ársins. Voru félagamir beðnir að gæta þess að senda ekki tillögumar á faxtækj- um sem tilheyrðu flokknum. Tony Blair kveðst ekkert vita um málið. Þrátt fyrir að stjómin hafi misst meirihluta ætlar Verka- mannaflokkurinn ekki að bera upp vantrauststillögu á næst- unni. Major getur reitt sig á stuðning níu sambandssinna frá N-írlandi. Niðurstaðan þykir samt auka á vanda hans fram að kosningum sem ráðgerðar era í vor. Clinton ánægð- ur með sam- komulag um frjáls tölvu- viðskipti Bill Clinton Bandaríkjaforseti hringdi í gær í Charlene Bars- hefsky, starfandi viðskiptafull- trúa Bandaríkjastjómar, og óskaði henni til hamingju með samkomulagið um afnám tolla í viðskiptum meö tölvur og annan upplýsingatæknibúnað sem náð- ist á fyrsta ráðherrafundi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Singapore. „Forsetinn var mjög ánægð- ur,“ sagði talsmaður banda- rískra stjórnvalda. Ráðherrar 128 landa sátu fundinn og tókst þeim að komast að samkomulagi um margvísleg atriði, auk frelsis í tölvuvið- skiptum, svo sem um að aðstoða fátækar þjóðir og marka stefn- una fyrir frekari viðræður um frelsi í heimsviðskiptum til alda- móta. Reuter Hann er ekki árennilegur þessi síberíski tígur með kjúkiinginn f kjaftinum. Tígurinn er ofan á bifreiö mannsins sem sér um aö gefa honum aö éta. Dýriö heldur til i sérstökum tfgrisdýragaröi í Kfna þar sem gestir geta keypt kjúklinga til aö gefa skepnunum. Garöurinn var opnaöur í janúar í því augnamiöi aö bjarga sveltandi tígrum úr eldisstöö f fjár- hagskröggum frá bráöum bana. Sfmamynd Reuter Franski utanríkisráðherrann þykir hafa móðgað kollega sinn: Gekk úr salnum þegar far- ið var að mæra Christopher Hervé de Charette og Warren Christopher á góöri stundu í sföasta mánuöi. Sfmamynd Reuter Bandarísk stjómvöld eru sárlega móðguð yfir því sem þau kalla ókurteisi Hervés de Charettes, utan- ríkisráðherra Frakklands, í garð Warrens Christophers, fráfarandi bandarísks starfsbróður hans, í Brassel á dögunum. De Charette yfirgaf samkvæmi utanríkisráð- herra NATO þegar framkvæmda- stjóri samtakanna, Javier Solana, hóf að mæra Christopher fyrir störf hans. Fyrir vikið andar heldur köOu milli Washington og Parísar þessa dagana. „Slík hegðun er mjög svo óvenju- leg,“ sagði bandarískur embættis- maður sem varð vitni að atvikinu. „Þetta var mikil ókurteisi. Það er erfitt að ímynda sér hvað gat valdið svona framferði." í hádegisverði ráðherranna á þriðjudag fóra allir starfsbræður Christophers í NATO lofsamlegum orðum um hann nema de Charette. Þegar Solana tilkynnti svo í öðra samkvæmi um kvöldið að hann vildi segja nokkur orð til heiðurs Christopher gekk de Charette úr salnum, að sögn bandaríska emb- ættismannsins. Franski sendiherr- ann kom í hans stað en sneri baki í samkomuna og blaðraði þess í staö við aðstoðarmann sinn. Háttsettur franskur embættis- maður sagði að de Charette hefði ekki lítilsvirt Christopher af ásettu ráði heldur hefði ræða Solanas ekki verið á dagskránni. Það væri eina ástæðan fyrir því að hann gekk úr salnum. Embættismaðurinn sagði að aðrir NATO-ráðherrar hefðu einnig verið fjarstaddir en vildi þó ekki nafngreina þá. Atvik þetta þykir sýna vel ástand- ið í sambúð Frakka og Bandaríkja- manna um þessar mundir þar sem þjóðimar eiga í margvíslegum deil- um, svo sem um endurskipulagn- ingu hemaðarappbyggingar NATO, um eftirmann Boutrosar-Ghalis í embætti framkvæmdastjóra SÞ, um ágreining um stefnu Vesturlanda í Saír og um viðleitni Frakka til að hafa meiri áhrif á friðarferlið í Mið- Austurlöndum. Reuter Stuttar fréttir dv Flýja frá Tansaníu Um 400 þúsund hútúar frá Rú- anda hafa yfirgefið flóttamanna- búðir i Tansaníu. Þeir hunsa fyrirmæli um að fara heim og streyma til nágraxmaríkja. Efla gyðingabyggðir ísraelsþing kemur saman í dag til að ræða efiingu gyðinga- byggða á landsvæði araba. Ávíta Burma Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ávítaði í gær herfor- ingjastjórnina í Burma fyrir að kúga stjórnarand- stöðuna. Madeleine Al- bright, sendi- herra Banda- rikjanna hjá SÞ, segir Burmastjórn ekki upp- fylla lágmarkskröfur hvað varð- ar mannréttindi. Mótmæli í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles hand- tók 12 mótmælendur sem höfðu hlekkjað sig við flutningabíl og klifrað upp á olíutanka til að mótmæla lagningu olíuleiðslna í gegnum Burma. Skaut Palestínumann ísraelskur bóndi skaut til bana palestínskan verkamann sem hann hélt að væri að brjót- ast inn í hús sitt. Stofha friði í hættu Jórdanskur ráðherra, sem er í heimsókn í ísrael, segir sum stefnumál ísraelsstjómar stofha friði í Miðausturlöndum í hættu. Dini í sáttaferð Lamberto Dini, utanrikisráð- herra Ítalíu, hvatti í Belgrad í gær Slobodan Milosevic Serbíuforseta til að leysa kreppuna vegna ógild- ingar kosn- ingaúrslit- anna. Dini hitti einnig leiðtoga stjómarand- stöðunnar. Þingmaður í rannsókn Einn af þingmönnum stjóm- arflokkanna í Tyrklandi á á hættu að verða ákærður vegna hneykslismáls sem tengir tyrk- neska stjómmálamenn við bófa, dularfull morð og heróínsölu. Á fornar slóftir Nelson Mandela, forseti S-Afr- íku, heimsótti í gær í fyrsta sinn staðinn þar sem hann var hand- tekinn fyrir þremur áratugum. Bjargaði Kínverjum Þýskur kaupsýslumaður og nasisti, John Rabe, bjargaði þús- undum Kínverja þegar Japanir hertóku Nanking 1937. Óbreytt stefna Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, hefur tilkynnt að haldið verði áfram efhahagsum- bótum sem geta verið sársaukafull- ar. Forsetinn útilokar upp- stokkun í sfjóminni þrátt fyrir óvinsældir Alains Juppes forsætisráðherra. DNA vantreyst Sérfræðingur fullyrti fyrir rétti í máli O.J. Simpsons að DNA- sönnunargögnin, sem not- uð vora til að tengja hann við morð, væru ekki áreiðanleg. Sprengja á Korsíku Aðskilnaðarsinnar á Korsíku segjast bera ábyrgð á sprengju- árás á hús á golfvelli í gær. Eng- inn slasaöist í árásinni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.