Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 13
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 w í/ienning Smári Freyr og Tómas Gunnar, höfundar bókarinnar A lausu. Lausbeislaðir unglingar Þrátt fyrir ungan aldur gefa þeir félagar Smári Freyr og Tómas Gunnar nú út þriðju unglingabók sína, Á lausu. Þar segir frá Þorgrími sem er kall- aður Toggi og hefur aldrei verið með stelpu. Það ástand varir þó ekki lengi, áður en við er litið er fang Togga fullt af kvenfólki í misjöfnu ástandi. í sögubyrjun er Þorgrimur það sem kallast á slæmri íslensku „nörd“. Það er varla til hallærislegri unglingur en sá sem gengur í sömu hvítu íþrótta- sokkunum i þrjú ár, telur á sér tippahárin og vill heldur spila einhver geim- spil en kyssa sætar stelpur. Toggi hefur það þó til brunns að bera að vera skemmtilegur sögumaður og besta skinn og áður en yfir líkur er hann orð- inn ekta töffari. Sögulok eru þó ekki eins klisjukennd og á horfir. Eins og fyrri bækur þeirra félaga ber Á lausu í sér andmæli gegn þeim Bókmenntir Margrát Tryggvadóttir unglingabókum sem hafa selst best undanfarin ár en hafa því miður marg- ar hverjar varla verið pappírsins virði. Bókin er uppfull af skemmtUegum vísunum í unglingabækur síðustu ára og athugasemdum um þær: „í hUlun- um voru unglingabækur. „Ég kíkti á þær og í ljós kom að aUar voru léleg- ar nema tvær. Þessar tvær hétu BK og Y en ekki orð um það meir. Uss!“ (bls. 116). (Fyrir þá sem ekki þekkja tU er hér átt við fyrri bækur Smára og Tómasar, Blauta kossa og YfsUon). Sem fyrr er það Þorgrímur Þráinsson sem verður fyrir mestu aðkasti og er gert óspart grín að verkum hans. Að- alpersónan er jafnvel látin heita í höfuðið á skáldinu. Þeir hæða einnig ýmis önnur fyrirbæri í menningarheimi okkar, s.s. auglýsingar, sérstaklega þær sem er ætlað að höfða tU unglinga. Á einum stað er Toggi með þrjú Rís súkkulaði en eignast samt enga vini! Á lausu er skemmtUeg saga og fersk, jafnvel of fersk. Verkið gæti meira að segja gagnast sem kennslubók í íslensku og öðru slangurmáli. Bókin er mjög fyndin en kimni höfunda höfðar sjálfsagt ekki tU aUra og gæti jafnvel hneykslað suma. Flestir unglingar ættu þó að fá nokkuð fyrir sinn snúð. 13 JAPIS FJOLBREYTIMIN ER I JAPIS SONY MHC-991AV ÞESSI SLÆR ALLAR HINAR HEIMABÍÓSTÆÐURNAR UT. HLJÓMUR ER SÖGU RlKARI KR. 69.900 Panasonic SC-CH34 FULLKOMIN 5 DISKA HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ ÖLLU KR.39.900 P.in.isonic SL-S138 GEISLASPILARI FYRIR ÞA SEM ERU Á FERDINNI s. KR. 9.980 ^ SONY MHC-'/;i ~ ÞETTA ER HUN! HLJÓMURINN ER ÓTRIJLEGUR, 3. DISKA STÆDA Á FRÁBÆRU VERÐI KR. 49.900 Smári Freyr og Tómas Gunnar: Á lausu. Skjaldborg 1996. „Fyrir 40 árum þýddi ég Spámanninn eftir Khalil Gibran. Bók sem ég taldi þá að bæri af öðrum bókum í Bandaríkjunum. Nú 40 árum síðar þýddi ég Lögmálin sjö um velgengni vegna þess að mér finnst að sú bók beri af öðrum bókum sem ég hef séð frá Ameríku.” (r rwr r D n I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.