Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 31 íþróttir íþróttir Yeboah vill fara frá Leeds Tony Yeboah er ekki sáttur við veru sína hjá enska knatt- spyrnufélaginu Leeds og vill komast í burtu. Hann fór í fýlu þegar George Graham, stjóri Leeds, valdi hann ekki í byrjun- arliðið um síðustu helgi en hann var þá klár í fyrsta sinn á þess- ari leiktíð eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Yeboah segir að tvö þýsk úrvalsdeildar- lið hafi þegar sett sig í samband með það i huga að fá hann í sín- ar raðir. Eriksson vill taka við Blackburn Svíinn Sven Göran Eriksson er reiðubúinn að taka við fram- kvæmdastjórastöðunni hjá Blackbum Rovers í byrjun næsta árs fái hann sig lausan frá ítalska liðinu Sampdoria. Klinsmann ekki sáttur hjá Bayern Júrgen Klinsmann lét hafa eft- ir sér í gær við þýska fjölmiðla að hann vildi fara frá Bayern Múnchen ef andrúmsloftiö í her- búðum félagsins lagaðist ekki. Klinsmann og Franz Beckenbau- er, forseti Bayem, hafa átt í úti- stöðum í vetur og Klinsmann hefur fengið sig fullsaddan af hrokanum í Beckenbauer. Hef áhuga á að fara til Spánar Það renna mörg félög hýru auga til Klinsmanns. Sjálfur seg- ist hann hafa mikinn áhuga á aö spila á Spáni enda vilji hann læra spænsku. Þá kemur vel til greina að Klinsmann fari aftur til Englands en kona hans, Debbie, sem er bandarísk, kunni mjög vel við sig í Englandi. Gerg sigraöi í risasvigi Hilde Gerg frá Þýskalandi sigraði í risasvigi í heimsbikar- keppninni á skíðum í Val D’Isere í Frakklandi í gær. Landa henn- ar Katja Seizinger varð önnur og Isolde Kostner frá Ítalíu þriðja. Helsta von Norðurlandabúa, Pemilla Wiberg frá Sviþjóð, varð að gera sér 9. sætið að góðu. Ashbee kominn til Cambridge Ian Ashbee, enski knatt- spymumaðurinn sem Derby County lánaði til ÍR síðasta sum- ar, hefur fengið frjálsa sölu frá Derby. Hann er kominn til Cam- bridge sem er í toppbaráttu 3. deildar. Þar tók nýlega við völd- um Roy McFarland, iyrrum stjóri Derby. SH hljóp I skarð- ið fyrir HSÍ Þegar dregiö var í riðla fyrir lokakeppni HM í handknattleik í Kumamoto í Japan í síðustu viku var enginn sendur frá HSÍ til að vera viðstaddur, eins og venjan er. ísland átti þó fulltrúa við dráttinn, HSÍ leitaði til Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem hefur menn á sínum vegum í Japan, og einn þeirra brá sér til Kumamoto fyrir hönd sambands- Dregið hjá yngri landsliðunum í gær var dregið i riðla fyrir Evrópumót yngri landsliða karla í knattspymu. Unglingalandslið íslands er í riðli með Austurríki, Finnlandi og Litháen en drengja- landsliðið er í riðli með Lett- landi og Póllandi. Þessir leikir fara fram næsta haust. -GH/VS Knattspyrna: Skagamenn leita i Þýskalandi og Svíþjóð Það er ekki ljóst ennþá hver verður næsti þjálfari íslands- og bikarmeist- ara Skagamanna í knattspymu en eins og kunnugt er var Guðjóni Þórð- arsyni vikið frá störfum fyrir skömmu. Samkvæmt heimildum DV hafa Skagamenn sett sig í samband við Þjóðverjann Klaus Hilpert, fyirum þjálfara ÍA og núverandi fram- kvæmdastjóra hjá Bochum, liði Þórð- ar Guðjónssonar, og beðið hann að svipast um eftir þjálfara í Þýskalandi. Það má nokkuð ljóst vera að Skaga- menn vilja fá erlendan þjálfara því forráðamenn ÍA hafa leitað til sænska knattspymusambandsins og beðið um aðstoð í þjálfaramálunum. lan Ross talaöi við IA DV hefúr heimildir fyrir því að einn erlendur þjálfari hafi haft sam- band við Skagamenn með það í huga að þjálfa liðið en það er Englending- urinn Ian Ross sem fyrir nokkmm árum þjálfaði Val og síðar KR. -GH Áfall fyrir handboltann: Engar útsendingar frá HM í Japan? Samkvæmt frétt í þýska blaðinu Kieler Nachrichten í gær er fjarvera þýskumælandi þjóðanna frá loka- keppni HM í Japan næsta vor gifúr- legt áfall fyrir handknattleiksíþrótt- ina. Hún geti haft í fór með sér að engar sjónvarpsútsendingar verði frá keppninni til Evrópu. Þýskaland, Sviss og Austiuríki verða öll fjarri góðu gamni á HM, sem og Danmörk, en auglýsendur frá þessum þjóðum haíá borið uppi stórmót í handboltanum undanfarin ár. Horst Lichtner, fjármálastjóri svissneska fyrirtækisins CWL, sem miðlar sjónvarpsrétti frá handknatt- leiksmótum, segir í samtali við blaðið: „Fjarvera Mið-Evrópuþjóð- anna er gífurlegt áfall fyrir hand- knattleikinn. Þetta þýðir að á heimsvísu er HMnánast ekki til lengur. Heil heimsmeistarakeppni verður nánast merkingarlaus því enginn mun fylgjast með henni.“ Sagt er í blaðinu að öll helstu styrktarfyrirtæki handboltans und- anfarin ár séu hætt við að setja pen- inga í keppnina í Japan. Þar er að- alstyrkaraðili þýska handbolta- sambandsins, Krombacher, nefndur sem dæmi. Þá séu sjónvarpsstöðvar lítt áhugasamar fyrir keppninni eins og staðan er. -VS Volker Zerbe og félagar í þýska landsliö- inu veröa fjarri góöu gamni í Japan og þaö viröist ætla aö veröa handknattleiks- íþróttinni dýrkeypt. 40 mil|jónir til HSI? - einhugur sagöur um málið í Qárlaganefnd Alþingis Fjárlaganefnd Alþingis hefur nú til meðferðar ósk um fjárhagsaðstoð til handa Handknattleikssambandi íslands. Stöð 2 skýrði frá því í gær- kvöldi að öruggar heimildir væru fyrir því að innan nefndarinnar væri einhugur um að samþykkja 40 millj- óna króna framlag frá Alþingi sem yrði greitt sambandinu á þremur arum. Þetta er sú upphæð sem HSÍ varð af þegar heimsmeistarakeppnin fór fram hér á landi á síðasta ári. Þá þurfti mótshaldari í fyrsta skipti í sögu HM að greiða sjónvarpsstöð í heimalandinu fyrir upptökur frá keppninni og námu þær greiðslur til Ríkisútvarpsins 40 milljónum króna. Skuldir HSÍ eru taldar vera í kringum 80 milljónir króna og þetta ffamlag myndi laga stöðu sambands- ins verulega. Framundan er kostnað- arsöm þátttaka karlalandsliðsins í lokakeppni HM í Japan en þó er ljóst að sigramir á Dönum á dögunum hafa gert HSÍ auðveldara fyrir um samninga og fjáraflanir. -VS Allir ánægðir á Selfossi DV, Selfossi: „Við lögðum þennan leik upp eins og alla aðra, við ætluðum ekki að van- meta þá,“ sagði Friðrik Ingi Rúnars- son, þjálfari íslandsmeistara Grind- víkinga, eftir 86-112 sigur á 1. deildar liði Selfyssinga í 8-liða úrslitmn bik- arkeppninnar í körfuknattleik á Sel- fossi i gærkvöld. „Við vorum að vísu sterkari en höfðum gaman af þessum leik, sem og vonandi allir héma í kvöld,“ sagði Friðrik. Grindvíkingar byrjuðu með sitt sterkasta lið inni á og náðu fljótlega góðri forystu. Um miðjan hálfleikinn kom varaliðið inn á og Selfyssingar náðu að halda vel í við það en staðan var 29-55 í hálfleik. Varalið Grindvíkinga spilaði fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks en síðan fengu allir að spreyta sig. Malcolm Montgomery hjá Selfossi, sem aðeins skoraði 3 stig í fyrri hálfleik, fór ham- fórum og bætti 30 stigum við. Herman Myers skoraði 17 stig fyrir Grindavík, Unndór Sigurðsson 14 og allir komust á blað. Montgomery gerði 33 stig fyrir Sel- foss og Gylfí Þorkelsson þjálfari gerði 17. Allir heimamanna fengu að spreyta sig á móti íslandsmeisturun- um og i lokin gengu allir ánægðir af velli. -DR EM kvenna: Danmörk og Noregur í úrslitaleik? Danmörk, Þýskaland, Noregur og Austurríki em komin í und- anúrslit í Evrópukeppni kvenna- landsliða í handknattleik sem nú stendur yfir í Danmörku. Undanúrslitin era leikin í dag og þá mætast annars vegar dönsku og þýsku stúlkurnar og hins vegar þær norsku og aust- urrísku. Það era taldar góðar líkur á því að Norðurlandaliðin leiki til úrslita um titilinn á sunnudag. Lokaumferð riðlakeppninnar var leikin í fyrradag og fór þannig: A-riöill: Króatía-Svíþjóö.......29-28 Danmörk-Ungverjaland...29-28 Austurríki-Pólland ...29-22 Lokastaðan: Danmörk 5 5 0 0 148-101 10 Austurríki 5 4 0 1 125-105 8 Króatía 5 3 0 2 121-120 6 Svíþjóð 5 2 0 3 114-139 4 Ungveijal. 5 1 0 4 109-117 2 Pólland 5 0 0 5 107-132 0 B-riöill: Noregur-Rúmenía . 26-26 Úkraína-Litháen .. 27-20 Þýskaland-Rússland .. 29-23 Lokastaðan: Noregur 5 3 2 0 134-106 8 Þýskaland 5 4 0 1 124-111 8 Rúmenia 5 3 1 1 132-122 7 Rússland 5 2 1 2 132-119 5 Úkraína 5 1 0 4 114-122 2 Litháen 5 0 0 5 97-153 0 -VS Enska blaðið Liverpool Echo í gær: Liverpool og Newcastle berjast um íslenska undrastrákinn - fer aftur til beggja félaganna eftir áramótin Enska blaðið Liverpool Echo sagði í gær að Roy Evans, framkvæmdastjóri Liverpool, væri kominn í stríð við Newcastle um ís- lenska undrastrákinn Bjarna Guðjónsson. „Þessi hæfileikaríki piltur hefur nýlokið einstaklega góðu tímabili með tvöfóldum meisturum Akraness og var fenginn til reynslu hjá Newcastle. Liverpool var gert aðvart um þennan 17 ára sóknarmann þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Mark Kennedy og félögum í írska 21-árs landsliðinu í Dublin," segir meðal annars í greininni." Þá er sagt að Roy Evans sé á fullri ferð að reyna að styrkja lið sitt fyrir átökin í Evrópukeppni bikarhafa en þar leikur Liverpool við Brann frá Noregi í 8-liða úr- slitum í mars. Félagið þarf að vera búið að skrá nýja leikmenn fyrir 15. janúar til að þeir verði löglegir í Evr- ópukeppninni. Fram kemur að Bjami gæti ekki spilað með Liverpool þar vegna þess að hann hafi þegar spil- að í Evrópukeppni á þessu tímabili. Sama hvaðan góöir leikmenn koma Haft er eftir Evans: „Mér er sama hvaðan góðir leik- menn koma og við erum ekki bara að skoða leikmenn frá Norðurlöndum þessa dagana, við erum með allan heiminn í smásjánni. Það væri gott að ná i leikmenn fyrir 15. janú- ar en það þurfa að vera þeir réttu.“ Bjarni, Björn og Björnebye Liverpool er í þann veginn að kaupa Norðmanninn Björn Tore Kvarme frá Ros- enborg og fyrir er hjá félag- inu landi hans, Stig Inge Björnebye. „Hugsið ykkur lið Liverpool þegar Bjarni, Bjöm og Bjömebye spila all- ir með!“ segja þeir hjá Liver- pool Echo. Ensk blöð segja að Roy Evans hafi ekki getað dulið ánægju sína með að dragast gegn Birki Kristinssyni, Ágústi Gylfa- Liverpool um helgina en fer aftur til Englands eftir áramótin. New- castle hefur boðið honum að koma aftur og sama er að segja um Liverpool. Sviss- nesku meistaramir í Grasshoppers eru sömuleiðis áfram áhugasamir um Bjama en hann var hjá þeim á dögimum sem syni og félögum í Brann. Breskir veðbankar telja nú Liverpool annað sig- urstranglegasta lið keppn- innar, á eftir Barcelona. Fer til beggja félag- anna eftir áramótin Bjarni kemur heim frá kunn- ugt er, eftir að hafa verið við æfingar hjá Newcastle. -DVÓ/VS n BIKARKEPPNIN Konur - 8-liöa úrslit: Keflavlk-GrLndavlk .......83-49 Erla Þorsteinsdóttir 22, Anna María Sveinsdóttir 12, Erla Reynisdóttir 11 - Anna Dís Sveinbjömsdóttir 14, Sandra Guðlaugsdóttir 13. Njarðvík-Skallagrímur .... 72-38 Rannveig Randversdóttir 13, Eva Stefánsdóttir 11 - Hildur Jónsdóttir 10, Jóhanna Ragnarsdóttir 9. ÍS-KR.....................44-52 Maria Leifsdóttir 14, Kristjana Magn- úsdóttir 9 - Linda Stefánsdóttir 15, Guðbjörg Norfjörð 14, Sóley Sigur- þórsdóttir 13. iR-KFÍ....................75-36 Keflvíkingar voru klókir - þegar þeir knúöu fram sigur á ÍR í bikarnum, 87-88 Lokasekúndurnar voru ótrúlegar í bikarleik ÍR- inga og Keflvíkinga í Seljaskólcmum í gærkvöld. Þeg- ar fjórar sekúndur vom eftir fékk Keflavík tvö vita- skot en ÍR hafði þá 3ja stiga forskot. Guðjón Skúlason setti bæði skotin niður og munaði þá einu stigi. ÍR- ingar ætluðu að koma boltanum í leik en Keflvíking- ar bratu á þeim áður en þeim tókst það og fengu dæmda á sig tæknivillu sem varð til þess að ÍR-ingar urðu að taka tvö vítaskot. Eggert klikkaði á báðum, Keflvíkingar fóm í hraðaupphlaup og Kristinn Frið- riksson skoraði sigurkörfuna, 87-88. Þetta var snilldarráð hjá þjálfara Keflavikur en að sama skapi svekkjandi fyrir ÍR. Þjálfari og leikmenn ÍR hafa sennilega ekki áttað sig á því að þetta mætti. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir hraðan og skemmti- legan leik og vom allir leikmenn að standa fyrir sínu. ÍR-ingar börðust mjög vel og var Eggert þar fremst- ur í flokki, Atli Bjöm og Baker léku einnig vel. Hjá Keflavík var Albert ÓskcU’sson sterkur og þeir Johnsson, Guðjón og Kristinn léku vel. Spennan var í hámarki í þessum leik og áhorfendur, sem lögðu leið sína i Seljaskól- ann, fengu að sjá einn af betri leikjum vetrarins. Stig ÍR: Eggert Garðarsson 28, Tito Baker 23, Eiríkur Önundarson 18, Atli B. Þorbjömsson 12, Gísli Hallsson 6. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 25, Kristinn Friðriksson 18, Guðjón Skúlason 17, Albert Óskarsson 14, Falur Harðarson 10, El- entínus Margeirsson 2, Birgir Örn Birgisson 2. -SS Ronaldo bestur hjá World Soccer Hið virta knattspyrnutímarit World Soccer birti í gær niðurstöð- umar í kjöri sínu á knattspymu- mcmni ársins 1996. Fyrir valinu varð Ronaldo, hinn ungi brasilíski snill- ingur hjá Barcelona. Englendingur- inn Alan Shearer varð annar og Li- beriumaðurinn George Weah þriðji. Ljóst er að einn þessara þriggja verður útnefhdur knattspymumað- ur ársins í heiminum þann 20. janú- ar en í því kjöri er Shearer talinn sigurstranglegastur. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þjóö- verja, var valinn þjálfari ársins og lið Nígeríu, sem vann ólympíugullið í Atlanta í sumar, var valið lið árs- ins. I* •• Oruggur Haukasigur - Haukar í 2. sæti eftir sigur í Garðabænum „Eg er sáttur við stigin en ekki leikinn sem slíkan. Það vantaði baráttuna og kraftinn sem verið hefur í leik okkar að undanfómu," sagði Páll Ólafsson, liðs- stjóri Hauka, eftir sigur þeirra á Stjöm- unni, 27-30, í lokaleik fyrri umferðar 1. deildarinnar í Ásgarði í gærkvöldi. „Það er þó gott að halda jólin í öðra sæti deildarinnar og við mætum aftur galvaskir eftir jólafriið og þá vonandi með alla menn heila,“ sagði Páll. Það má með sanni segja að það hafi ekki verið áferðarfallegur handbolti sem liðin buðu upp á í gærkvöld. Sigur Hauka var nokkuð ömggur. Þeir héldu forskoti allan fyrri hálfleikinn og þurftu ekki mikið að taka á gestgjöfunum í vöminni því Stjömumenn, sem léku án Konráðs Olavssonar, vom mjög ráðleys- islegir í sókninni og fullákafir í flestum sínum aðgerðum. í seinni hálfleik færðist mun meira íjör í leikinn. Stjömumenn voru ákveðn- ari en í þeim fyrri og virtust ætla að saxa á forskot gestanna en sem fyrr voru þeir fljótfærir á stundum og misstu bolt- ann oft klaufalega. Meiri yfirvegun var hins vegar í leik Haukanna og um miðj- an seinni hálfleik náðu þeir sex marka forskoti sem var of mikið fyrir heima- menn sem börðust þó vel í lokin. Petr Baumruk og Halldór Ingólfsson vom bestir Haukanna en hjá Stjömunni var Valdimar atkvæðamestur en gerði sig líka stimdum sekan um slæm mistök. Sigurður Viðarsson og Axel Stefánsson áttu einnig góða spretti. -ÖB Stjarnan (12)27 Haukar (16) 30 14), 2-3, 6-10, 11-13, (12-16), 12-17, 18-22, 19-25, 22-26, 25-28, 27-30. Mörk Stjörnunnar: Valdimar Grímsson 7/3, Sigurður Viðarsson 5, Hilmar Þórlindsson 4, Magnús Agnar Magnússon 3, Viðar Erlingsson 3, Hafsteinn Hafsteinsson 2, Rögnvaldur Johnsen 2, Jón Þórðarson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 14. Mörk Hauka: Petr Baumruk 8/3, Halldór Ingólfsson 5, Sigurður Þórð- arson 3, Gústaf Bjamason 3, Aron Kristjánsson 3, Þorvarður Tjörvi Ólafsson 3, Rúnar Sigtryggsson 2, Ósk- ar Sigurðsson 1, Einar Gunnarsson 1. Varin skot: Bjami Frostason 5, Magnús Sigmundsson 6. Brottvisanir: Stjaman 12 min., Haukar 6 mín. Dómarar: EgiR og Öm Markús- synir, sæmilegir. Áhorfendur: Um 200. Maður leiksins: Petr Baumruk, Haukum. 1. DilLD KARLA Afturelding 11 10 0 1 294-270 20 Haukar 11 7 2 2 283-265 16 KA 11 7 1 3 299-289 15 ÍBV 11 6 0 5 269-254 12 Fram 11 5 2 4 254-244 12 Stjaman 11 5 0 6 292-283 10 HK 11 4 1 6 251-262 9 Selfoss 11 4 1 6 281-301 9 Valur 11 3 2 6 244-254 8 FH 11 4 0 7 260-293 8 ÍR 11 3 1 7 267-270 7 Grótta 11 2 2 7 261-270 6 Hálldór Ingólfsson og Sigurður Þórðarson léku á ný með Haukum 1 gærkvöld eftir fjarvera vegna meiðsla. Konráð Olavsson og Ingvar Ragnarsson markvörður léku ekki með Stjömunni í gærkvöld vegna veikinda. Stjarnan var aðeins með einn markvörð í leiknum, Axel Stefáns- son, því þriðji markvörður liðsins var líka veikur. Einar Baldvin Ámason var fyr- irliði Stjömunnar í fyrsta skipti í fjarveru Konráðs. Bjarni Guðjónsson hefur staðið sig vel hjá ensku stórveldunum New- castle og Liverpool og útlit er fyrir baráttu þeirra um undirskrift hans eftir áramótin. Davíð í Leiftur? DV, Olafsfirði: Nú em allar líkur á því að Davíð Garðarsson gangi til liðs við 1. deildar lið Leifturs í knattspymu. Hann hefur æft með leikmannahópi Leifturs í Reykjavík i vetur og fallið vel inn í hópinn. Davíð hefur lengst af leikið með Val en einnig með FH í 1. deildinni og hann spilaði með Þór á Ak- ureyri í 2. deildinni í sumar. Davíð lék vel með Valsmönn- um þegar þeir björguðu sér á ævintýralegan hátt frá falli sumarið 1995 en þá var Krist- inn Björnsson, núverandi þjálfari Leifturs, við stjómvöl- inn hjá Reykjavíkurveldinu rauðklædda. -HJ ■ •• Miklar líkur em á að Gauti Laxdal gangi til liðs við Stjömuna og leiki með félag- inu í 1. deildinni í knatt- spymu næsta sumar. Gauti lék með KA í 2. deildinni í fyrra og áður með Fram og KA í 1. deildinni. Hann er þrítug- ur og á 149 leiki að baki í 1. deild. „Það bendir flest til þess að ég verði búsettur sunnan heiða næsta árið og þá er ljóst að ég verð ekki áfram með KA. Ég hef æft með Stjömunni að undanfömu og líst vel á mig þar þannig að það er lík- legast að ég verði í Garðabæn- um á næsta tímabili," sagði Gauti við DV í gærkvöld. -VS Bjarki meiddist Bjarki Gunnlaugsson, sem hefur verið að gera góða hluti með Mannheim í þýsku 2. deildinni í knattspymu og á stuttum tíma verið valinn fjór- um sinnum í lið vikunnar hjá Kicker, verður frá keppni í minnsta kosti einn mánuð. Bjarki var sparkaður niður á æfingu með þeim afleiðing- um að liðbönd slitnuðu. Þessi meiðsli koma kannski á besta tíma þar sem jólafrí er framundan og Mannheim á að- eins eftir að spila einn leik fyr- ir fríið. -DVÓ/GH Enski boltinn - Fótboltavörur - Frábært úrval Líverpool - Manch. Utd.- Arsenal - Newcastle - Tottenham - Chelsea - Leeds: * Treyjur, stuttbuxur, liðasett, bolir, handklæði, húfur, könnur, fótboltar, klukkur, sokkar, merki, treflar, töskur, dagatöl, hanskar, sælgæti, mínibúningar o.fl. o.fl. * Ath. Sumar vörur ekki til meö óllum liöunum. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPAJITA Laugavegi 49 - sími 551 2024

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.