Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Side 28
40 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 Sviðsljós Leyndi andláti bams síns í mánuð Söngvarinn Prince lét sem hann væri hamingjusamur faöir í heilan mánuð eftir aö bam hans var dáið. Þetta geröi söngvarinn til þess að leyfa konu sinni, Mayte Garcia, að jafna sig vegna andláts litla sonarins. í viðtali vegna út- gáfú geisladisks sagði Prince að það væri yndislegt að vera faðir og að barnið veitti sér og Mayte ómælda gleði. Þá var þegar búið að jarðsetja barnið. Lætur ekki kúga út sér fé Kvikmyndaleikarinn Matthew McConaughey neitar að greiða ljósmyndara, sem tók nektar- myndir af honum fyrir fjórum áram ásamt þáverandi kærustu hans, 35 milljónir íslenskra króna. En þá dreymdi kappann víst ekki um að hann yrði fræg Hollywoodstjama og trúlofaður Söndru Bullock. Ástmenn prinsessanna eiga báðir von á barni Daniel Ducruet, fyrrum eigin- maður Stefaníu prinsessu, og Vincent Lindon, fyrrum ástmaður Karólinu prinsessu, eiga báðir von á bami ef marka má frásagnir er- lendra slúðurblaða. Talið er að Stefanía eigi sérstak- lega erfitt með að kyngja því að eig- inmaðurinn fyrrverandi sé að verða faðir enn einu sinni því orðrómur var á kreiki um að hún hefði verið reiðubúin að taka hann aftur þrátt fyrir framhjáhald hans og þrátt fyr- ir eindregin mótmæli foður síns. Sættir er hins vegar ósennilegri nú en nokkra sinni eftir að fransk- belgíska nektardansmærin Fili Houteman tilkynnti að samvera hennar og Ducruets á sundlaugar- barmi í ágúst síðastliðnum hefði haft ofangreindar afleiðingar í fór með sér. Fili Houteman fullyrðir að ekki geti aðrir en Daniel Ducruet verið faðir bamsins sem hún ber undir belti. Leikarinn Vincent Lindon er sagður hafa bamað þjónustustúlku að nafni Laurence sem hann kynnt- ist á eyjunni Antigua í Karíbahafi er hann var þar í fríi. Er Vincent frétti af því að stúlkan væri barns- hafandi á hann að hafa reynt að fá hana til að láta eyða fóstrinu en hún svarað að hún vildi heldur vera ein- stæð móðir. Samkvæmt slúðurblöð- unum á Laurence von á baminu eft- ir tæpan mánuð. Þessi frétt þykir enn verri fyrir leikkonuna Sandrine Kiberlain en Karólínu prinsessu því Vincent hef- ur búið með þeirri fyrrnefndu eftir að sambandi hans og prinsessunnar lauk. Þessi mynd af Mónakófjölskyldunni var tekin eftir aö prinsessurnar Stefan- ía og Karólína voru báðar orönar einstæöar. Elizabeth Taylor kvartar ógjarnan þó hún sé sárþjáö. Elizabeth Taylor þjáist af gigt Elizabeth Taylor, sem er orðin 64 ára, er sárþjáð af gigt. Hendur leikkonunnar eru afmyndaðar og em fingurnir næstum eins og pylsur í laginu og hún er með verki í öxlum og mjöðmum. Haft er eftir Liz að stundum sé erfitt að komast fram úr rúminu. Liz gekkst undir mjaðmarliðsað- gerðir 1994 og 1995. I hæði skiptin vöraðu læknar hana við því að hún gæti búist við þvi að eiga erfitt með gang vegna liðagigtar. Er jafnvel bú- ist við því að hún verði bundin hjóla- stól í framtíðinni. Þrátt fyrir erfiðleikana kvartar Liz ógjarnan og hún telur sig í raun allt of unga til þess að vera með gigt. Hún hafi alltaf tengt sjúkdóminn við gamalt fólk. jólagetraunin 1996 9. hluti Hvað er í pakkanum? Næstsíðasti hluti jólagetraunar DV birtist í dag og sem fyrr eigið þið, lesendur góðir, að hressa upp á getspekigáfurnar og segja okkur hvað sé í pakkanum, þeim stóra rauða. Alls verða birtar tíu svona myndir og þið sendið okkm- síðan úrlausnimar í einu lagi þegar allar hafa verið birtar. Sú síðasta birtist á morgun. Frestur til þess að senda inn rennur út fostudaginn 20. desember. í pakkanum í dag er api, gíraffi eða stóll, ykkar er að geta. Munið að skrá svarið á svarseðilinn, setja hann í umslag og geyma þar til allar myndirnar hafa ver- ið birtar. Þá má inn til: DV, jólagetraim, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Til mikils er að vinna því dregið verður um glæsilega vinninga að heildarverð- mæti 305.500 krón- ur. AUs hljóta 24 heppnir þátttak- endur verðlaun. -sv r---------------------------------------------1 Hvað er í pakkanum? □ Api □ Gíraffi □ Stóll ! Nafn:_____________________________________ ! Heimilisfang:, Staður:______________________________ Sími: | Sendist til: DV, Þverholti 11,105 Reyiqavík, merkt: | DV - jólagetraun i___________________________________________________________________________i Fyrstu verðlaun eru 29" Thomson sjónvarpstæki og Thomson myndbands- tæki frá Bónus Radló og Radíóbúöinni aö heildarverömæti 155.800 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.