Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Qupperneq 32
44 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 Stórbreyting eða engin breyting „Við framsóknarmenn höfum lagt mikla vinnu í að lúslesa þennan texta og stöndum öll heilshugar á bak við hann. Hon- um hefur verið breytt í stórum dráttum.“ Siv Friðleifsdóttir alþingismað- ur um frumvarp um samnings- veð, í DV. Orðalagsbreyting „Ég fæ ekki séð í fljótu bragði að sú orðalagsbreyting sem gerð hefur verið breyti miklu.“ Kristján Pálsson alþingismaður um sama frumvarp, í DV. Potað í heilagar kýr „Ég kæri að hálfu leyti vegna þess að ég er stríðinn og mér þykir gaman að pota í heilagar kýr. Að hinu leytinu vegna þess að ég trúi að hægt sé að efla menningu og listir með betri hætti en gert er í dag.“ Gunnar Smári Egilsson sem hefur kært Launasjóð rithöf- unda til Samkeppnisstofnunar, í Alþýðublaðinu. Ummæli Engin eðlisbreyting „Við sjáum enga eðlisbreyt- ingu í þessum ákvörðunum um lífeyrissjóð opinberra starfs- manna og teljum ekki eðlilegt að allir samningar séu í uppnámi vegna þessa máls. Davíð Oddsson forsætisráð- herra, i Degi-Tímanum. Sprelllifandi „Mér var boðin lýsing á mitt eigið leiði þó ég sé sprelllifandi. það virðist ekki skipta neinu máli hvort einhver liggur í gröf- inni eða ekki.“ Sólveig Halblaub, í DV. Giljagaur er jólasveinn dagsins í dag. Þjóðminjasafnið: Giljagaur kemur í heimsókn Eins og undanfarin ár koma jólasveinarnir íslensku við í Þjóðminjasafninu þegar þeir koma til byggða og í dag er kom- ið að jólasveini númer tvö, Giljagaur og kemur hann í Þjóð- Blessuð veröldin minjasafnið kl. 14.00 og verður hann boðinn velkominn af gest- um. í kvæði Jóhannesar úr Kötl- um um jólasveinana segir um Giljagaur: Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. - Hann skreið ofan úr gili og skaust í fjósið inn Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósmanninn tal É1 og snjókoma Vaxandi 997 mb lægð skammt norður af VestQörðum hreyflst aust- suðaustur. Fyrir sunnan land er minnkandi hæðarhryggur sem þok- ast suður á bóginn. Veðrið 1 dag í dag verður suðvestankaldi eða breytileg átt og víða smáskúrir eða slydduél. Snýst í vaxandi norðaust- anátt með snjókomu eða éljum á norðvestanverðu landinu síðdegis. í nótt fer einnig að snjóa norðaustan- lands. Víða frostlaust í dag en kóln- andi í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður vestankaldi og skúrir. Norðlægari síðdegis en norðaustankaldi eða stinningskaldi í nótt. Hiti 1 til 4 stig í dag en nálægt frostmarki í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 15.31 Sólarupprás á morgun: 11.15 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.22 Árdegisflóð á morgun: 08.46 Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaöir Keflavikurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca París Róm Valencia New York Orlando Nuuk Vín Washington Winnipeg skýjaö heiðskírt alskýjaö alskýjaö súld alskýjaó slydda súld á síó. kls. skýjaö rigning léttskýjaö léttskýjaó snjókoma snjóél á síð. kls. rigning og súld þokumóóa alskýjaö rigning léttskýjað snjókoma súld súld rigning léttskýjaö þoka þokumóöa léttskýjaö heióskírt snjókoma súld snjókoma 2 -5 2 -2 3 -2 0 2 3 3 2 -4 -1 -2 1 14 2 1 -3 0 3 10 14 15 4 9 16 16 -3 0 -6 Ólafur Þórarinsson tónlistarmaður: Jólalögin flutt í fjósinu á Laugarbakka „Platan átti að koma út L fyrra en úti í Þýskalandi, þar sem hún var unnin, lenti allt í klúðri og ég fékk hana ekki í hendumar fyrr en 21. desember og þá var orðið allt of seint að fara að kynna hana og seldi ég aðeins nokkur eintök, aðallega til vina og kunningja. Og þar sem platan inniheldur jólaboð- skap þýddi það að ég varð að geyma mér fram að jólunum í ár að koma henni á markaðinn," seg- ir hinn kunni tónlistarmaður, Ólafur Þórarinsson (Labbi), um tilurö jólaplötu sinnar, Jólabaðið, sem er ári á eftir áætlun. Maður dagsins Ólafur segir að á plötunni séu ný lög: „Það var lengi búið að velt- ast í mér að gera plötu tengda jól- unum. Lögin eru eftir mig og Bjöm bróður, en hann var með mér í Mánum héma I eina tið. Textamir eru aftur á móti sniðnir að jólunum. Ég samdi þá að vísu ekki en lagði grunninn að því um hvað þeir væru og fékk meðal ann- ars Jónas Friðrik til samstarfs. Ég fer yfir víðara svið en gengur og gerist í jólatextum. Það má ekki gleyma því í öllum gleðihugleið- Ólafur Þórarinsson. ingunum að það érú sumir sem eiga bágt og er í textunum bæði íjallaö um menn sem eiga bágt og málleysingja. Má benda á lagið Rjúpuna þar sem ekki er beint verið að agnúast út í veiðimenn- ina en bent á hver hvötin á bak við veiðiferðina er.“ Ólafur mun núna um helgina standa fyrir nýstárlegri kynningu á plötunni: „Þar sem ég er sveita- maður og bý í sveit fannst mér við hæfi að fara til kunningja míns sem býr á Laugarbökkum undir Ingólfsfjalli. Þar er hann með „ferðamannafjós" og getur þar boðið upp á veitingar. Ég ætla aö kynna Jólabað á sunnudaginn kl. 15.00 og flytja lög af plötunni með aðstoð tónlistarmanna sem koma við sögu á henni. í leiðinni verður matar- og ostakynning frá Höfn á Selfossi. Þá munu jólasveinar úr Ingólfsfjalli koma í heimsókn. Aðalstarf Ólafs í dag er tónlistin en stutt er síðan hann hætti bú- skap á Glóru þar sem hann býr: „Ég er með hljómsveitina Karma og við spilum mikið. I henni er meðal annarra dóttir mín, Guð- laug, sem syngur. Ég er búinn að koma mér upp fullkomnu upptöku- stúdíói á Glóru og það er meðal annars á dagskrá hjá mér að gera sólóplötu og má segja að jólaplatan hafi verið upphitun fyrir það.“ Ólafur sagði að fyrir utan mús- íkina snerist áhugi hans einkum að því koma í notkun miklum hús- byggingum sem standa ónotaðar á Glóru: „Ég er að vinna við að koma þeim í nýtingu sem geymslu- og iðnaðarhúsnæði. Þá hef ég tekið upp á þvi að hlaupa út um allar sveitir til að hafa heils- una i lagi, trimma þetta 30-60 kíló- metra á viku.“ -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1686: Myndgátan hér aö ofan lýsir athöfn. I>V Amma segir frá jólunum. Jólin hennar ömmu Furðuleikhúsið sýnir í dag og á morgun í Möguleikhúsinu við Hlemm jólaleikritið Jólin henn- ar ömmu. í leikritinu segir Sig- ríður amma frá því þegar hún var ung stúlka og Grýla tók Ólaf, besta vin hennar, og ætlaði að éta hann. Sigríður þarf að hraða sér upp í fjöll til að reyna að bjarga honum. Á leiðinni hittir hún Stekkjarstaur sem er á leið til byggða til að hrella bóndans fé. Stekkjarstaur bjargar Sigríði og fær að launum rauða skott- húfu en í gamla daga voru jól- sveinarnir öðruvísi klæddir en þeir eru í dag. Sigríðir fræðir Stekkjarstaur um Jesú og af hverju við höldum jólin og í sameiningu reyna þau að fá Grýlu ofan af því að éta bömin á jólunum. Leikhús Höfundur leikritsins er Mar- grét Kr. Pétursdóttir og leikur hún eitt hlutverkið í sýningunni en auk hennar leika Eggert Kaaber og Ólöf Sverrisdóttir. Tónlistin er eftir Valgeir Skag- fjörð og leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Bridge Bandaríkjamaðurinn David Berkowitz þurfti að hafa mikið fyr- ir því að vinna 4 spaða á hendur NS í þessu spili í tvímenningskeppni á dögunum, eftir laufaútspil hjá and- stöðunni. Allflestir spiluðu 4 spaða í suður og fengu hjartadrottningu út í upphafi. Sú vöm auðveldar mjög sóknina fyrir sagnhafa. Hann getur þá búið sér til tíunda slaginn á hjarta: * 2 DG104 DG43 4 9876 4 KDG7 «4 ÁK87 •f 1075 * DG * 10965 * 65 ■f 86 4 Á10543 « Á843 V 932 f ÁK92 * K2 Austur drap útspilið á ás og skipti yfir í tíguláttuna. Vestur fékk að eiga þann slag á drottninguna og kaus að spila sig út á laufi. Berkowitz fékk þann slag heima á kónginn og síðan spilaði hann tveimur hæstu í trompi. Þegar ljóst var að trompin lágu illa spilaði hann hjarta á tíu vesturs. Vestur spilaði lágu hjarta sem Berkowitz drap á kónginn í blindum og renndi síðan niður trompunum. Áður en síðasta trompinu var spilað var staðan þessi: « — * D10 f D43 4 — f G * Á8 f 107 4 — 4 10 «4 — f 8 4 1054 4 8 3 f ÁK9 4 — Síðasta trompið þvingaði vestur í rauðu litunum og Berkowitz náði að tryggja sér meðalskorið. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.