Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1996, Page 12
30 tyndbönd MYHDBjm H l' A köldum klaka Frost á fróni irk Friðrik Þór Friðriksson er sá leikstjóri okkar Islend- inga sem heldur uppi hróðri landsins á alþjóðavettvangi. Til að gera þessa mynd náði hann samstarfi við aðila frá fimm löndum í þremur heimsálfum, myndin fer fram á þremur tungumálum og notaðir eru alþjóðlegir leikarar. Það er því á mörkunum að kalla megi myndina íslenska en það að hún gerist á íslandi og er með íslenska vetrarnáttúru í aðalhlut- verki bjargar því. Myndin segir frá Japananum Hirata sem ferðast til íslands um vetur til að komast að dánarstað foreldra sinna og framkvæma þar helgi- athöfn. Á leið sinni þangað kynnist hann náttúru landsins og þjóð, ásamt því aö hitta ýmsa furðufugla og lenda í alls konar vandræðum og ævintýrum. Myndin er skemmtileg en alls ekki gallalaus. í fyrsta lagi er söguþráðurinn afar veikburða sem kemur hvað sterkast fram í því að þrátt fyrir ýmsar hlið- arsögur og landslagsmyndir er myndin aðeins 80 mínútur að lengd. Einnig er hún fremur innihaldsrýr og hefur litið að segja. Hún er fyrst og fremst ferðalag á léttum nótum í gegnum afkáralegri þætti íslensks þjóðlífs og oft nokkuð skemmtileg sem slík. Þá er kvikmyndun á fallegu landslagi vel gerð og ánægjuleg. Skemmtilegast er að fylgjast með viðbrögðum útlendinganna við þessu skrýtna landi („very strange country" eru algengustu orðin úr munni aðalsöguhetjunnar) og sérstaklega eru bandarísku puttaferðalangarn- ir hressilegir. í heildina er ágæt stemning i myndinni. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. Aðalhlut- verk: Masatoshi Nagase. Þýsk/svissnesk/japönsk/bandarísk/íslensk, 1995. Lengd: 80 mín. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. ÞJ Dont Be a Menace... Svertingjamyndir teknar fyrir ** Wayans-íjölskyldan virðist hafa náð metorðum I Hollywood, sem er nokkuð merkilegt því að þrátt fyrir ansi frumlegar hugmyndir hefúr hún aldrei gert al- mennilega mynd. Hér reynir hún að gera eins og tíska hefur verið að gera undanfarið, að gera grin að ákveð- inni tegund mynda, í þessu tilviki svertingjamynda um líf i fátækrahverfum stórborganna (Boyz in the Hood, Juice, South Central, Menace to Society). Söguþráðurinn er samsuða úr söguþræði þessara mynda og nánast hvert einasta atriði er afbökun á atriði úr einhverjum þeirra. Eins og áður hjá þeim Wayans-félögmn eru marg- ar frumlegar og sniðugar hugmyndir en úrvinnslan er ansi slöpp. Þeir hafa ekki nógu gott auga fyrir tempói, uppbygging brandar- anna tekur oft of langan tíma og dauðir punktar myndast. Brandaramir sjálf- ir eru á mörkum þess aö vera fyndnir eða bara asnalegir. Þegar vel tekst til hjá þeim má hlæja að þessu en oft er þetta ekki meira en brosleg della. Tveir Wayans-bræður eru í aðalhlutverkum. Annar segir bara setningarnar sínar og er ekkert fyndinn, hinn ofleikm- svo svakalega að hann er alveg út i hött. Bestir eru ýmsir aukaleikarar sem taka fyrir persónm úr áðumefhdum myndum, oft með ágætum árangri. Til að hafa eitthvert gaman af myndinni er nauðsynlegt að hafa horft á einhverjar af þessum myndum sem teknar em fyrir, annars missir sá húmor sem þó er fyrir hendi algjörlega marks. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Paris Barclay. Aðalhlutverk: Shawn Wayans og Marlon Wayans. Bandarísk, 1995. Lengd: 91 mín. Bönnuð börnum inn- an 12 ára. PJ irk m is Q< _/W.M 6 IGOT La Reine Margot Valdatafl og trúarstríð Queen Margot er evrópskt samstarfsverkefhi og er mikið lagt i hana. Hún er gerð eftir skáldsögu nítjándu aldar skáldsins Alexandre Dumas. Sagan gerist á 17. öld í Frakklandi. Mikil spenna er i landinu vegna siðaskipt- anna, enn eru kaþólikkar við völd, en mótmælendur sækja á. Á konungsstóli er veiklundaður sjúklingur en á bak við tjöldin stjórnar móðir hans og hún reynir að friða andstæðinga sina með því að gifta Margréti, dótt- ur sína, einum helsta leiðtoga andstöðunnar, Henry frá Navarre, en flestir, bæði I röðum kaþólikka og mótmæl- enda, eru mótfallnir ráðahagnum. í kjölfarið sýður upp úr, þúsundum mótmælenda er slátrað í París og frið- samleg lausn virðist útilokuð. Margrét verður ástfangin af einum af bylting- armönnum mótmælenda og bjargar honum frá slátruninni en á meðan er Henry handtekinn og neyddur til að taka kaþólska trú. Við tekm- mikið valdatafl þar sem hver höndin er uppi á móti annarri, ekki hara milli mót- mælenda og kaþólskra heldur einnig innanflokkserjur í herbúðum hvorra um sig. Myndin er löng, enda söguþráðurinn nokkuð flókinn og sögupersón- ur margar. Hér er mikil dramatík i gangi og myndin verður oft æöi tilgerð- arleg í tilraunum sínum til að slá út Hollywood-stórmyndir, en umgjörðin er fagmannleg og mörg atriði vel gerð. Þá eru fínir leikarar í aðalhlutverk- um, sérstaklega er Jean-Hugues Anglade i ham í hlutverki ofsóknarbrjálaðs konungsins. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Patrice Chereau. Aðalhlutverk: Isabelle Adjani, Daniel Auteuil, Jean-Hugues Anglade, Vincent Peres og Virna Lisi. Frönsk/þýsk/ítölsk, 1994. Lengd: 138 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ Search & Destroy Lúðinn Martin irki. MSt Þessi mynd segir frá erkilúðamun Martin. Fyrirtæki hans er á hausnum og skuldar háar fjárhæðir í skatta og eiginkona hans vill lítið með hann hafa. Hann er mikill aðdáandi heimspekings nokkurs og ákveður að gera kvik- mynd eftir metsölubók hans. Þar sem hann hefur enga reynslu af kvikmyndaheiminum og á ekki krónu reynist ætlunarverk hans nokkuð erfitt. Til að reyna að afla fjár til að kaupa kvikmyndaréttinn að bók átrúnaðargoðsins leitar hann ásjár hjá manni sem hann heldur að sé fikni- efnasali. í ljós kemur að maðurinn er bara venjulegur verslunarmaður en þekkir samt vafasamt fólk og ákveður að hjálpa Martin svolítið. Ætli það sé nokkur þörf á því að rekja þetta leng- ur. I stuttu máli er söguþráðurinn ólíkindalegur og hefði getað verið mjög skemmtilegur ef hann hefði verið betur skrifaður og leitt til einhveijar nið- urstöðu. Hins vegar eru stórleikarar í ýmsum aukahlutverkum, svo sem Christopher Walken, Dennis Hopper og John Turturro, sem lífga svolítið upp á myndina og gera hana þess virði að horfa á. Best er þó Illeana Douglas. Hún leikur einkaritara heimspekingsins sem er með subbulegar B-hryllings- myndir á heilanum og dundar sér við að skrifa handrit að svoleiðis myndum í fritíma sínum. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: David Salle. Aðalhlutverk: Griffin Dunne, llleana Douglas og Christopher Walken. Bandarísk, 1994. Lengd: 87 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 TR’XZ’ Myndbandalisti vikunnar ^4T—15-Ur- SÆTI f FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. : i TEG. 1 1 . 4 I 2 . sgt. bíico : i ClC-myndbönd ,• Gaman 2 ; 3 i : 3 ; t Primal Fear ClC-myndbönd Spenna 3 8 2 1 f Juror Skífan 1 Spenna 4 n» 1 4 | t Money Train Skífan I Spenna 5 : 2 5 Executive Decision , . . ■ . - - » Warner -myndir J Spenna ! 6 r 5 raoBRI 3 ; Down Periscope Skífan r Gaman 1 7 J 7 4 : NickofTime r CfC-myndbönd , Spenna » : j io 7 i MMSBW; Birdcage Warner-myndir Gaman LLJ 6 4 í Dead Presidents t Sam-myndbönd Spenna 10 i 17 ; ■mmN Before and After 3 J Sam-myndbönd Spenna Ný 1 j Don't be a Menace Skrfan j Gaman .2 j B , 4 : WBBHRBBBBBBm Santa Clause ) Sam-myndbönd Gaman > NÝ 1 American Quilt ClC-myndbönd Drama 14 j piiyPín 9 5 ] Vampire in Brooklyn ClC-myndbönd Gaman 15 11 4 Í Dracula: Dead and Loving it háskólabíó Gaman M ;! - J NÝ - i 1 i Home for the Holydays Háskólabíó Gaman 17 ; 13 9 i Broken Arrow r Skífan Spenna 18 !! l 14 5 1 Rumble in the Bronx Skífan J QifQlii:!® Spenna » ný : 1 í Slam Dunk Ernest ; Bergvík Gaman mmmn i > Nf ; bbsbééI i \ Dentist Myndform Spenna Steve Martin nýtur töluverðra vin- sælda eins og sjá má á því að mynd hans, Sgt. Bilko, hrifsar til sín efsta sæti iistans, fer úr því fjórða í það fyrsta og hefur sætaskipti við spennumyndina Money Train. í þriðja sæti listans er einnig mynd sem tekur stórt stökk. Er það spennutryllirinn The Juror með Demi Moore og Alec Baldwin í aðal- hlutverkum. Á myndinni er Demi Moore í hlutverki kviðdómanda sem sakborningur reynir að fá á sitt band. Fimm nýjar myndir koma inn á listann en engin fer hærra en í ellefta sæti. En búast má þó við að jóla- myndirnar Home for the Holida- ys og Santa Clause fari ofar á list- ann. STEVE MARTIN SGIBELKÐ Sgt. Bilko Steve Martin og Dan Aykroyd. Bilko liðþjálfi hef- ur á einhvern óskýr- anlegan hátt tekist að koma sér fyrir innan hersins á allt annan hátt en aðrir liðþjálfar. Honum hefur tekist að safna um sig liði sem í stað þess að læra her- kúnstir hefur lært veðmála- og íjár- hættuspilaklæki og listina að skjóta sér undan ábyrgð. 1 her- skálanum hefur ver- ið komið upp þægi- legri aðstöðu til að reka spilaviti. Dag einn er öllu stefht í voða þegar gamall „kunningi" Bilkos, Thom major, kemur í skoðunarferð. Primal Fear Richard Gere og Edward Norton Dag einn er imgur altarisdrengur hand- tekinn á flótta eftir hrottalegt morð á biskupi borgarinnar. Refurinn Martin Veil þykir með snjöllustu lögfræðingum horg- arinnar og hann sér þarna frábært tæk- ifæri tO að komast í sviðsljósið og sækist þvi eftir að gerast verjandi pOtsins. Málið verður þó flóknara en hann hélt í byrjun þar sem þaö er eitthvað í fari pOtsins sem segir að hér séu maðkar í mysunni. Hann hef- ur því sína eigin rannsókn á málinu. The Juror Demi Moore og Alec Baldwin Annie er einstæð móðir sem dag einn fær boð um að gefa kost á sér í kviðdóm i máli gegn alræmd- um glæpaforingja sem aOir vita aö er sekur. Glæpaforing- inn sendir sinn besta mann tO að hafa áhrif á einhvem kviðdómanda og verður Annie fyrir valinu. Útsendarinn er snjaO og myndar- legur og veit ná- kvæmlega hvemig á að fara að Annie en t>egar Annie gerir sér grein fyrir hvernig komið er fyrir henni er hún orðin hættu- legt vitni og því nauðsynlegt að ryðja henni úr vegi... Money Train Wesley Snipes og Woody Harrelson Þeir frægu leikar- ar Wesley Snipes og Woody Harrelson leika vini sem eiga sér þann draum að ræna „peningalest- ina“ en það er sú lest sem safhar saman peningum af neðan- jarðarjámbrautar- stöðvum i New York. En ekki er nóg með að það sé mjög erfitt, það gerir málið enn flóknara að þeir em lögreglumenn. Stóra vandamálið er þó yfirmaður þeirra en hans stolt er að aldrei hefur þessi lest verið rænd og hann mun verja hana með kjafti og klóm. KURI HUSSHl DECISION SlfttN SjfiCAi ^ ■ j ‘M..... o Executive Decision Kurt Russell og Steven Seagal Hryðjuverkamenn hafa náð Boeing 747 þotu á sitt vald og eru með óaðgengOeg- ar kröfur. Um borð er öflug sprengja og er ekki bara líf alira farþega í hættu held- m- 40 miOjóna manna sem búa á austur- strönd Bandaríkj- anna því sprengjan er fyOt með tauga- gasi sem fer út í and- rúmsloftið. Eina færa leiðin tO að koma í veg fyrir þessa hættu er að lauma um borð sex manna liði með- an véiin er á flugi og afvopna hryðju- verkamennina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.