Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Blaðsíða 12
12
í
Spurningin
Lesendur
Hafa auglýsingar
áhrif á þig?
Örvar Arngrímsson nemi: Já, ég
tel þaö.
Jón Harðarsson nemi: Já, þær
gera það.
Alma Ýr Ingólfsdóttir nemi: Já,
er það ekki?
Hafdis Björk Stefánsdóttir nemi:
Já, eru þær ekki til þess gerðar?
Þorgerður Elíasdóttir, starfsmað-
ur í heimilishjálp: Nei, þær hafa
það ekki.
Ómar ívarsson nemi: Já, tvímæla-
laust.
^ Þrettándabrenna Vals að Hlíðarenda:
Otrúleg framkoma
Keiluhallarinnar
Bréfritari er ekki par ánægöur meö framkomu fulltrua Keiluhallarinnar eftir
aö fjölskyldunni var vísað af btlaplani hallarinnar á þrettandanum.
Björn skrifar:
Mig langar til að koma á fram-
færi atviki sem gerðist daginn fyrir
þrettándann við annars ágæta
brennu og flugeldasýningu Vals-
manna að Hlíðarenda.
Ég fylgdist ásamt konu minni og
2 ára syni með brennunni frá vegin-
um að Hótel Loftleiðum og fórum
lítið út úr bílnum sökum kulda og
nýafstaðinnar flensu fjölskyldumeð-
lima! Skömmu áður en flugeldasýn-
ingin hófst datt okkur í hug að fara
á bílnum upp að Keiluhöllinni til að
sjá ljósadýrðina betur.
Lögðum við bílnum við enda bíla-
plans og fengum mjög gott útsýni
yfir sýninguna. Eftir skamma stund
var bankað á bílrúðu og stóðu þar
tveir ungir piltar sem sögðust vinna
hjá Keiluhöflinni. Þeir sögðu að við
mættum ekki leggja bílnum þama
þar sem við værum á einkalóð.
Báðu þeir okkur að fara í burtu, eig-
andi Keiluhallarinnar vildi ekki
aðra á planið en þá sem væru að
fara í keflu.
Okkur fannst þessi framkoma
með ólíkindum. Ég tel að við höfum
stoppað þama í fimm mínútur,
skömmu eftir að piltarnir fóm var
flugeldasýningunni lokið og við yf-
irgáfum svæðið. Maður hefði
kannski vorkennt eiganda Keilu-
hallarinnar hefði planið verið fullt
af bflum en þarna vom varla fleiri
en 15-20 bflar. Að auki var búið að
leggja nokkrum bilum sem greini-
lega voru á vegum þátttakenda í
þrettándabrennu Vals. Smámuna-
semi eiganda Keiluhallarinnar er
ótrúleg og öruggt að fjölskyldan hef-
ur ekki geð í sér að fara þangað í
keilu.
Loks ekið um Hafnarstræti
Birgir skrifar:
Loksins hafa bæjaryfirvöld á
Akureyri komið sér saman um það
eina rétta í þeirri stöðu sem mið-
bærinn á Akureyri er í, þ.e. að
leyfa á ný umferð um göngugötuna.
Til fjölda ára hefur gatan verið lok-
uð fyrir allri bílaumferð og ég er
ekki í nokkrum vafa um að sú
breyting hefur orðið miðbænum
dýrkeypt. Bærinn er, og hefur ver-
ið um langa hríð, steindauður, nán-
ast hvaða dag sem er. Það er ekki
nema 17. júní og á Þorláksmessu
sem eitthvert líf er i bænum. Þama
vil ég kenna um þeirri breytingu
að gera Hafnarstrætið að göngu-
götu.
Ég hvet bæjarbúa til þess að
sýna það í verki aö þetta hafi verið
rétt ákvörðun hjá bæjaryfirvöld-
um.
Það er nú oft þannig að menn fá
ekki allt sem þeir vildu og ég hefði
gjarna viljað sjá menn stíga skrefið
til fulls. Gera á tilraun með opnun-
ina fram í maí og aðeins á að setja
tvö eða þrjú bifreiðastæði í götuna.
Ég hefði viljað sjá þau miklu fleiri.
Það er engin spurning að ef menn
þurfa eitthvað að snattast í bænum
þá gera þeir það miklu frekar ef
þeir geta lagt bil sinum fyrir utan
búðina og skotist inn. Vitaskuld
má gera þá kröfu til fólks að það
gangi en reynslan hefur sýnt að
fólk vill fá að komast sem næst
þeim stað sem það ætlar í. Hvað
um það, ég fagna þessari tilraun og
vona að hún leiði til þess að menn
opni augun fyrir því að líf og dauði
fjölmargra verslana er í húfi.
Hvers eiga þeir lægst
launuðu að gjalda?
Björk skrifar:
Ástandið í þessu landi er ekki
beint skemmtileg fyrir fólkið með
lægstu launin. Þeir sporta sig flott-
klæddir á finum bílum, ráðherrarn-
ir, og eru hæstánægðir með sjálfa
sig á meðan þeir taka ekki í mál að
hækka launin hjá þeim sem minnst
hafa. Þetta er ekkert grín fyrir það
fólk sem fær að gjalda þess að
standa í skuldasúpunni og ræður
ekki við neitt því launin duga ekki
fyrir helmingnum af því sem þarf
að borga. Fyrir utan mat, fatnað og
nauðsynjar er meðal annars reynt
að láta bömin mennta sig eitthvað
til að komast út á vinnumarkaðinn
í betri störf en þau fengju ómennt-
uð. Oft verður þessi skólaganga
ekki löng vegna fátæktar á heimfl-
unum.
Ég er til dæmis 75% öryrki og má
þess vegna lítið sem ekkert vinna.
þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 minútan
- eða hringið i sima
550 5000
nfiilli kl. 14 og 16
Bréfritari ætlast til þess aö laun þeirra lægst launuðu, aldraðra og öryrkja
verði hækkuð. - Verkalýðsforkólfar og ráðherrar hafa í mörg horn að líta.
Ég bý ein með dóttur minni sem er
í framhaldsskóla og hvernig eigum
við að lifa af þessum litlu peningum
sem ég fæ? Það þarf að borga hús-
næði, lán, skólagjöld, bækur, fatnað
mat, læknis- og tannlæknakostnað
en það er ekki hægt. Það er kannski
ætlast til þess að þetta fólk gangi
um i götóttum görmunum svo hægt
sé aö segja: „Sjáðu, oj, þetta er fá-
tæklingur."
Ráðherrarnir myndu vísast ekki
vflja skipta við öryrkjana á launum
í einhverja mánuði til þess að
hjálpa fólki að borga skuldirnar.
Þeir hugsa nefhilega bara um þá
sem hafa mest en minnst um þá sem
hafa minnst. Ef ástandið verður
ekki lagað verður gert út af við ör-
kyrkja, aldraða og þá seni lægstu
launin hafa. Núverandi ástand kall-
ar á meiri landflótta, sjálfsmorð og
innbrot og fólk hreinlega hrynur
niður af hungri.
MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997
Skipulagð-
ur heila-
þvottur
Magnús og Baldur skrifa:
Sjónvarpsmarkaðurinn á Stöð
2 er á dagskrá hvern einasta
virkan dag, meira að segja
nokkrum sinnum, og alltaf er
verið að auglýsa sömu hlutina,
bumbubana, undraskera og allt
hvað er. Sumar þessar auglýs-
ingar eru byggðar upp með svo
miklum amerískum stíl að líkast
er heilaþvotti. Hamrað er á
sömu setningunum aftur og aft-
ur og allt er þetta svo frábært.
Við kunnum ekki við svona aug-
lýsingaskrum þvi það getur haft
slæmar afleiðingar fyrir þá sem
eru veikir fyrir. Okkur finnst
þetta skemma ímynd Stöðvar 2.
Mishraður
texti
Ingi Rafnar Júlíusson skrifar:
Mér til mikillar undrunar
virðist íslenskur texti bíóhús-
anna vara mislengi á tjaldinu.
Maður hefði haldið að það væru
einhveijir staðlar yfir svona lag-
að. Meira að segja er hraðinn
stundum misjafn í sömu mynd-
unum, þá aðallega hraðari þegar
ofbeldiskaflar koma. Það verður
að taka inn í myndina að fólk er
misfljótt að lesa, svo ekki sé
minnst á lesblinda. Gaman væri
að heyra frá forsvarsmönnum
bíóhúsanna um þetta mál.
Nagladekk-
in burt
Sigmundur B. hringdi:
Einhverra hluta vegna hefur
umræðan um nagladekk alveg
dottið niður síðustu misseri og
ég er að velta fyrir mér af hveiju
það stafar. Er ekki enn jafn
nauðsynlegt að reyna að útrýma
þeim af götunni? Eru það ekki
enn naglamir sem spæna svo-
leiðis upp malbikið að menn
þurfa að eyða tugum milljóna í
lagfæringar á götum bæjarins á
hverju ári? Hvað er að frétta af
harðkomadekkjunum sem leysa
áttu naglana af hólmi? Getur
ekki einhver upplýst fáfróðan
um þessa hluti? Eru menn
kannski búnir að taka naglana í
sátt?
Allt of
stórir
G.G.J. skrifar:
Nánast daglega berast fréttir
af því að stóru risamir í sjávar-
útveginum séu að bæta við sig
skipum og fá aukinn kvóta. Að
mínu mati er verið að setja allt
of mikla ábyrgð á fárra hendur
og auðæfin skiptast niður á ör-
fáa menn. Kvótakerfið er kapít-
uli út af fyrir sig en ég hef
áhyggjur af því að sumir útgerð-
arrisarnir séu að verða allt of
stórir.
Ánægð með
Ijósin á
Laugavegi
Verslunarstjóri hringdi:
Mig langar bara til þess að
vekja athygli á því ánægjulega
framtaki að ljós í trjám á Laug-
vegi fá að standa lengur en bara
yfir jólahátíðina. Myrkrið er svo
mikið þessa dagana þegar hvergi
sér snjó á jörðu hér á höfuðborg-
arsvæðinu og því er hvert ljós
utandyra mjög mikilvægt. Ljósin
hafa áhrif á skapsmuni fólks og
Rafmagnsveitan á þakkir skildar
fyrir að lýsa okkur upp í mið-
bænum fram yfir þorrann.
t