Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 Er verið að biðja um verkfall? „Miðað við málflutning fram- kvæmdastjóra VSÍ þá er engu líkara en að samtök atvinnurek- enda séu að biðja um verkfóll.“ Sigurður Ingvarsson, form. Al- þýðusambands Austurlands, í Degi-Tímanum. Þrjú prósentin „Ég var ekki sendur af stað á eftir einhverjum þremur pró- sentum. Kristján Gunnarsson, form. Verkalýðs- og sjómannafél. Keflavíkur, í Alþýðublaðinu. Glottandi þingmenn „Á sama tíma og þingmenn taka sér launahækkanir, glott- andi framan i lýðinn, segja þeir: Þið megið ekki riðla efnahags- stefnunni með því að fara fram á óraunhæfar launakröfur." Eiríkur Stefánsson, form. VerkaJýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar, í Alþýðublað- inu. Ummæli Lífsstíl rústað „Alltof oft eru menn að rústa allan lífsstíl sinn í mataræði, fara í ákveðið svelti og reyna síð- an að djöflast eins lengi og lík- aminn leyfir og ná sem bestu skori á 6-8 vikna tímabili.“ Einar Vilhjálmsson íþróttamað- ur, í DV. Að selja sig fyrir peninga „Þegar ungir menn ákveða sjálfviljugir að færa sig yfir á sjálfsfróunarstigið á frystitogur- um eru þeir auðvitað að selja fleira en vinmma sína. Þeir eru að selja fjölskyldufaðminn, fé- lagslífið og kynlífið fyrir pen- inga.“ Jonnni á Uppsölum, sjómaður, í Degi-Tímanum. Körfuboltinn er tiltölulega ung íþrótt miöaö við margar aörar keppnisíþróttir. Körfubolti Körfubolti er meðal þeirra fáu íþróttagreina sem ekki eiga langa sögu. Árið 1891 afréð Bandaríkjamaðurinn James Naismith, kennari við International College í Springfi- eldd í Massachusetts, að búa til íþrótt sem hægt væri að æfa inn- anhúss á kvöldin og að vetrar- lagi. Hann setti upp plötur með körfum á endaveggi íþróttasalar- ins og samdi leikreglur. Fyrsti leikurinn fór fram 20. janúar 1892. Sjö leikmenn voru í hvoru liði og var leikurinn þrisvar sinnum 20 mínútur. Blessuð veröldin Keiluspil Keiluspil er öfugt við körfu- boltann ævafom íþrótt. Hægt er að rekja keiluspil til ársins 5200 f.Kr. Á miðöldum er svo hægt að rekast á keiluspil í Þýskalandi og þar var það raunar athöfn með trúarlegu ívafi. Fiskimenn reistu tréstaf, Kegel, við endann á hellulögðum stignum að klausturkirkju þeirra. Síðan vörpuðu þeir steini að stafnum og sá sem velti honum fékk fyr- irgefningu synda sinna. Þegar árin liðu var sífellt erfiðara að öðlast fyrirgefninguna, þar sem stafir þeir sem þurfti að fella gátu verið allt að sautján talsins. Að sögn var það Martin Luther sem skar úr um það að keilum- ar ættu að vera níu. Stinningskaldi sunnaniands Um 500 km austnorðaustur af Langanesi fjarlægist 970 mb lægð en 980 mb lægð 900 km suðsuðvestur af Reykjanesi hreyfist norðnorðaust- ur. Veðrið í dag í dag er búist við allhvassri eða hvassri norðaustanátt með snjó- komu eða éljum og vægu frosti norðan- og norðvestanlands en aust- ankalda eða stinningskalda og slyddu eða rigningu sunnan- og austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir norðaustanstinn- ingskalda og slyddu eða rigningu. Hiti á höfuðborgarsvæðinu verður á bilinu 0-2 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.15 Sólarupprás á morgun: 10.56 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.51 Árdegisflóð á morgun: 10.16 Veöriö kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjaö -6 Akurnes alskýjaö 0 Bergstaóir alskýjaö -4 Bolungarvík skýjaö -1 Egilsstaðir skýjaö -1 Keflavíkurflugv. skýjaö 2 Kirkjubkl. skýjaó 0 Raufarhöfn snjóél -2 Reykjavík úrkoma í grennd 2 Stórhöföi hálfskýjaö 2 Helsinki léttskýjaö -7 Kaupmannah. léttskýjaó -4 Ósló skýjaö -11 Stokkhólmur hálfskýjað -9 Þórshöfn skýjaö 2 Amsterdam kornsnjór -3 Barcelona léttskýjaö 11 Chicago snjókoma -6 Frankfurt kornsnjór -3 Glasgow skýjaö 3 Hamborg skýjaö -1 London alskýjaó 0 Madrid alskýjaö 9 Malaga skýjaö 17 Mallorca hálfskýjaó 13 París þokumóóa -2 Róm rigning 10 Valencia léttskýjaö 15 New York alskýjaö 3 Orlando léttskýjaö 11 Nuuk heiöskírt -1 Vín Washington snjókoma -2 Winnipeg skafrenningur -23 Baldur Konráðsson, formaður Bílstjórafélagsins Fylkis: Áhugamálið er að fá tvöfalda Reykjanesbraut DV, Suðurnesjum: „Áriö 1981 keypti ég mér 8 manna bíl sem var ekki vel liðið hjá kollegum mínum sem héldu að vinnan myndi minnka hjá sér. Það lá við að ég þyrfti að ganga með veggjum fýrstu árin. Síðan þróaðist þetta í þá átt að menn fóru meira út í að kaupa stóra bíla. Ég held að menn séu nú búnir að sjá að það eru meiri möguleikar að fá atvinnu með því að eiga stóran bíl,“ sagði Baldur Konráðsson, leigubílstjóri og formaður Bílstjórafélagsins Fylkis, sem ekur á Aðalstöðinni í Keflavík. Maður dagsins Baldur segir að það sé margt sem herji á stéttina. „Vinnan hefur minnkað mikið í gegnum hinn al- menna borgara. Á mörgum heimil- um eru 2-3 bílar. Um leið og ung- lingurinn er kominn með bílpróf er hann kominn með bíl. Áður fyrr þurfti fólk meira á leigubílum að halda. Aöaluppbygging vinnunnar okkar er að keyra fyrir fyrirtæki. Þá er þetta skrölt um helgar þegar fólk er að skemmta sér. Það er ekki bjart fram undan hjá okkur. Það helsta sem gæti skapað okkur Baldur Konráðsson. meiri atvinnu er í kringum flug- stöðina. Þar er mikil yfirlega og eigum við nánast aldrei frí. Draum- urinn hjá okkur er að koma upp sætaferðum með ftugfarþega tU Reykjavíkur. Þar yrði sætagjald á góðu verði og farþegum ekiö heim að dyrum hjá sér.“ Baldur er vélstjóri að mennt. Hann var á sjó í 18 ár áður en hann gerðist leigubílstjóri. Baldur slas- aðist á fæti og sneri sér að akstrin- um 1982. Hann ekur flugáhöfn Atl- anta frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavikur. Baldur byrjaði með 8 manna bíl en hann varð of lítill þegar áhöfnin stækkaði og keypti Baldur þá 14 manna bíl. Hann seg- ir að það henti sér vel að vera með fasta vinnu með leiguakstrinum. Vinnan tekur mikinn hluta af tima Baldurs. „Aðaláhugamál mitt er að fá Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra til að skilja það að tvö- falda þarf Reykjanesbrautina. Um hana fara miklir þungaflutningar og meiri en nokkum grunar. Eiginkona Baldurs er Guðrún Agnarsdóttir sem vinnur einnig sem leigubílstjóri og er eini kven- leigubílstjórinn í Keflavik. Hún keyrir sinn bíl og hefur sitt at- vinnuleyfi. „Það er mjög gott að hafa kon- una með sér í þessu. Við getum meðal annars rætt vinnuna saman. Sumar eiginkonur hafa ekki skilið vinnuna, hvemig hún er stunduð. Bílstjórar þurfa að vera mikið að heiman, meðal annars um helgar og langt fram á nótt. Þetta hefur valdið misskilningi á milli hjóna.“ Baldur á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Sigríði, 33 ára, Lín- eyju, 30 ára, og Sævar, 21 árs. Guð- rún átti einn son fyrir, Agnar Gunnarsson, aðstoöarstöðvarstjóra hjá Atlanta. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1707: EyÞcfR- Haldbærar tölur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. DV Njarövíkingar, sem hér sjást í leik gegn Keflvíkingum, leika við Breiðablik í Kópavogi. Breiða- blik-Njarðvík í körfunni Einum leik var frestað i 12. umferð í úrvalsdeildinni í körfu- bolta. Var það leikur Breiðabliks og Njarðvíkur sem átti að vera síðastliðið fimmtudagskvöld. Sá leikur hefur verið settur á í kvöld kl. 20.00 og er hann leikinn í Kópavogi. Njarðvíkingar verða að teljast sigm-stranglegri en Kópavogsbúar leika á heimavelli og það hefur alltaf mikið að segja. í kvöld verður einnig leik- ið í unglingaflokki í körfunni og eru fjórir leikir á dagskrá. íþróttir Mikill fjöldi leikja er í hand- boltanum í kvöld þótt ekki leiki meistaraflokkar karla og kvenna. Þrír leikir era á dagskrá í 1. flokki karla og einn í 1. flokki kvenna. Sex leikir verða leiknir í 2. flokki karla og tveir í 2. flokki kvenna. Leikimir eru flestir á höfúðborgarsvæðinu en þó er einn leikur á Akureyri i 2. flokki karla. Fyrir þá sem heima sitja er vert að benda á tvo þætti í sjón- varpinu, Mörk dagsins á Stöð 2, þar sem ítalska knattspyman er í fyrirrúmi, og Markaregn í Sjónvarpinu þar sem enska bolt- anum um helgina eru gerð skil. Bridge Keppni er nú komin á lokasprett- inn í riðlakeppni Reykjavíkurmóts- ins í sveitakeppni. Að loknum 11 umferðum af 13 virðist sem mótið sé mun meira spennandi í B-riðli en A- riðli. Fíórar efstu sveitirnar í hvor- um riðli vinna sér rétt til þátttöku í útsláttarkeppni um Reykjavíkur- meistaratitilinn. Sveit VÍB hefur forystu í A-riðli með 228 stig, Hjól- barðahöllin 219, Eurocard 212, Júlli 199 og Fjölritun Daníels Halldórs- sonar hefur 188 stig. 1 B-riðli hefur sveit Samvinnuferða-Landsýnar 214 stig, Landsbréf 213, Halldór Már Sverrisson 199, Búlki sömu sti- gatölu, Símon Símonarson 192 í fimmta sæti og Roche 191 í sjötta sæti. Síðustu tvær umferðirnar verða spilaðar á morgun, þriðjudag. Hér er spil úr 11. umferð mótsins. Það er ekki oft sem menn fá 9 spila lit á eina hendi. Eins og við mátti búast var algengasti samningurinn fimm tíglar doblaðir: * 10 » ÁG10975 * 7 * Á10752 * G V K8 * KD10986432 * K * D987652 D62 •f ÁG * 4 * AK43 •* 43 * 5 * DG9863 Ef vestur opnar á spilin á einu laufi og norður kemur inn á einu hjarta er langeðlilegasta sögnin að stökkva beint í fimm tígla. Sú sögn er sögð til vinnings eftir opnun vest- urs, þó að margir tapslagir virðast sjáanlegir á hendi austurs. En með bestu vöm er hægt að setja þann samning tvo niður. Suður spilar út einspili sínu í laufi og norður upp- færir tígulslag hjá suðri með því að spila laufi aftur. En það voru ekki allir sem fundu þá vörn og sumir sagnhafa sluppu einn niður. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.